Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 14
"Hvi læðist þú svo feiminn gegnum rökkrið,
Zaraþústra? Og hvað dylur þú svo gætilega undir
kápu þinni?
Er það fjársjóður, sem þér hefur verið gef-
inn? Eða barn, sem þér hefur fæðzt? Eða gengur
þú nú sjálfur á vegum þjófanna, þú vinur hinna
illu?"
Sannlega, bróðir minn! mælti Zaraþústra, það
er fjársjóður, sem mér hefur hlotnazt að gjöf:
það er lítill sannleikur, sem ég ber.
En hann er óhemjulegur sem ungbarn; og ef
ég held ekki munni hans, þá æpir hann himinhátt.
Er ég gekk aleinn leiðar minnar 1 dag, um
það leyti er sólin gengur undir, mætti meí gömul
kona og talaði þannig við sál mina:
"Zaraþústra hefur einnig talað mikið til okkar
um konuna."
Og ég svaraði henni: "Um konuna ætti einijngis
að tala við menn."
"Talaðu einnig til mín um konuna," mælti hún;
"ég er nógu gömul til að gleyma þvl jafnharðan."
Og ég varð við bón hinnar gömlu konu og talaði
þannig til hennar:
Allt varðandi konuna er ráðgáta, og allt
varðandi konuna hefur eina lausn: Hún nefnist
þungun.
Maðurinn er meðal fyrir konuna : markmiðið
er ætlð barnið. En hvað er konan manninum?
Hinn sanni maður vill tvenrít: hættu og leik.
Hann vil þvl konuna, sem hættulegasta leikfang-
ið.
Manninn á að ala upp til stríðs og konuna til
skemmtunar strlðsmanninum: al'lt annað er heimska.
Of sætir ávextir - þeir geðjast strlðsmann-
inum ekki. Þess vegna llkar honum konan; hin
sætasta kona er einnig bitur.
Konan skilur börn betur en maðurinn, en
maðurinn er barnalegri en konan.
1 hinum sanna manni er hulið barn: það vill
leika sér. Rísið upp,þér konur, og finnið fyrir
mig barnið í manninum!
Veri konan leikfang, hreint og fagurt, eðal-
steini llkt, uppljómað af dyggð heims, sem enn
er ekki til.
Stjörnuglamipar leiftri I ást yðar ! Von yðar
veri: "Að ég megi ala ofurmennið! "
Hugrekki veri-I ást yðar. Með ást yðar skul-
uð þér ráðast á þann, er blæs yður ótta í brjóst.
Heiður yðar veri I ást yðar ! Litið skilur
konan annars heiður. En veri heiður yðar, allt-
af að elska meira en þér eruð elskaðar, og að vera
aldrei eftirbátar.
Maðurinn skal óttast konuna, er hún elskar:
þá færi hún hverja fórn, og allt annað er henni
hismi.
Maðurinn skal óttast konuna, er hún hatar:
þvi að maðurinn er á botni sálar sinnar aðeins
illur, en konan er slsan.
Hvern hatar konan mest? - Svo mælti járn-
ið við segulinn: "Eg hata þig mest, þvi að þú
laðar að þér , en ert ekki nógu sterkur til að
draga til þin."
Hamingja mannsins er : ég vil.
Hamingja konunnar er: hann vill.
"Sjá, nú fullkonaðist veröldin!" - þannig
hugsar sérhver kona, er hún hlýðir af allri ást
sinni.
Og konan verður að hlýða og finna dýpi fyrir
yfirborð sitt. Hugur konunnar er yfirborð, si-
breytileg stormasöm himna á grunnu vatni.
En hugur mannsins er djúpur, straumar hans
belja djúpt I iðrum jarðar: konuna grunar kraft
hans, en skilur hann ekki. -
Þá svaraði hin gamla kona mér: "Margt gott
hefur Zaraþústra sagt og einkum fyir þær, sem eru
nógu ungar fyrir það.
Undarlegt er það, Zaraþústra þekkir konurnar
lltið, og þó hefur hann á réttur að standa um
þær"! Er þetta af þeim sökum, að ekkert er ókleift
með konuna?
Og þigg að þökkum litinn sannleik! En ég er
nógu gömul fyrir hann!
Varðveit hann vel og hald munni hans: ella æpir
hann himinhátt, þessi' litli sannleikur."
"Gef mér hinn litla sannleik þinn, kona!" sagði
ég. Og þannig mælti hin gamla kona:
"Ferð þú til kvenna? Gleym eigi svipunni!" -
Svo mælti Zaraþústra.
(Ur bókinni: Also sprach Zarathustra eftir
Friedrich Nietzsche).
ATHUGASEMD: I þessari þýðingu hefur verið leitast
við að fylgja frumtextanum sem nákvæmast, og er það
'viða á kostnað Islenzks máls. Merkjasetning frum'
textans er óbreytt, enda sjálfsagt að leyfa sér-
vizku Nietzches 1 merkjasetningu að njóta sin.
Allar misfellur I máli skrifast þvl á minn reikn-
ing.
Þórður Jónsson.