Fiskifréttir - 02.11.1984, Qupperneq 1
1
Scaniro i
þvotta- '
tæki
| NETASALAN HE
UE
I
*
KLAPPARSTÍG 29,101 REYKJAVÍK, S. 24620
FRETTIR
34. tbl. 2. árg. föstudagur 26. október 1984
Oskar Magnusson AK seldur á uppbo&i
- fjölmörg þjónustufyrirtæki verða fyrir skakkaföllum
Reiknað er með að skuttogarinn
Óskar Magnússon AK verði seldur
á opinberu nauðungaruppboði nú
á næstunni. Það var norskt fyrir-
tæki, sem fór fram á uppboð á
togaranum og eigendur hans báðu
ekki um fremst til að komast hjá
uppboðinu.
Samkvæmt heimildum Fiskifrétta,
þá verða ýmis þjónustufyrirtæki
fyrir skakkaföllum, þegar togarinn
verður seldur á uppboðinu, því
þau gera ekki ráð fyrir að fá upp í
kröfur. Þau fyrirtæki, sem verða
fyrir helstu skakkaföllunum, eru
veiðarfærasalar nokkrir, trygg-
ingafélag togarans, svo og skip-
asmíðastöðvar hér innanlands.
Þá er talið að einhver önnur
nýleg fiskiskip, sem hafa átt í
miklum erfiðleikum á undanförn-
um árum, verði boðin upp á næst-
unni.
Óskar Magnússon AK 177, er
499 tonn að stærð. Togarinn var
smíðaður hjá Slippstöðinni á Ak-
ureyri 1978. í togaranum er 1740
hestafla Alpa aðalvél. Eigendur
togarans eru Útgerðarfélag Vest-
urlands, en hluthafar í því fyrir-
tæki eru á Akranesi og í Borgar-
nesi.
Þurfti aðeins 3000
lítra af olíu til
að klára síldar-
kvótann
Síldveiðarnar hafa gengið
misjafnlega hjá bátunum að
undanförnu. en einn og einn
bátur hefur fiskað með ágæt-
um. Sá bátur sem fyrstur var
að Ijúka við eigin kvóta var
Guðmundur Kristinn frá Fá-
skrúðsfirði. Var báturinn
aðeins nokkra daga að fá um
4000 tunnur og fékkst mest af
síldinni skammt undan bæjar-
bryggjunum á Fáskrúðsfirði.
Sagt er að Guðmundur Krist-
inn hafi aðeins farið með
3000 lítra af olíu við að veiða
eigin kvóta og er ekki vitað til
að áður hafi þurft jafn litla
olíu til að Ijúka við síldar-
kvóta. Skipstjóri á Guðmundi
Kristni er Ingvi Rafn.
Þcgar Guðmundur Krist-
inn hafði lokið við eigin
kvóta, tók báturinn við að
veiða kvóta Sæbjargar SU.
Landað úr Sölva Bjarnasyni á Bíldudal. Ljósm.: Snorri Snorrason.
Skipt um skrúfu og hluta
af gír í Cuðbjörgu ÍS
- fjöldi togara í svipaðar breytingar
Þessa dagana er verið að skipta
um skrúfu á Guðbjörgu IS í Cux-
haven í Þýskalandi. Þá verður
skipt um tannhjól í gír togarans og
eftir þessar breytingar er talið að
olíueyðsla Guðbjargar verði allt
að 30% minni en áður. Fjöldi
útgerðarfyrirtækja hefur nú áhuga
á að setja stærri skrúfur á togara
sína og setja í þá niðurfærslugír.
Nýr gír og stór skrúfa var sett á
Júlíus Gcirmundsson IS fyrr á
þessu ári og eyðir togarinn 30%
minni olíu en áður, auk þess sem
togkraftur skipsins er meiri.
Skrúfan sem verður sett undir
Guðbjörgu ÍS er 3 metrar í þver-
mál og snúningshraðinn á henni er
um 150 á mínútu.
Búnaðurinn sem fer í Guð-
björgu er frá Volda-Liaen í Nor-
egi, svipaður búnaðinum sem fór í
Júlíus Geirmundsson. Ákveðið er
að skipta um gír og setja stærri
skrúfu á Guðbjart frá ísafirði.
Búnaðurinn sem fer í Guðbjart er
sömu gerðar og í Júlíusi Geir-
mundssyni.
Friðrik Gunnarsson hjá Vélasöl-
unni hf. sagði í samtali við Fiski-
fréttir, að mjög margar útgerðir
hefðu nú áhuga á svona búnaði.
Reynslan af Júlíusi Geirmundssyni
sýndi að olíukostnaðurinn í veiöi-
ferð væri allt 30% minni en áður
og því væri búnaður sem þessi
fljótur að borga sig.
Hafþór með
6 m illj. kr.
rækjutúr
Rækjutogarinn Hafþór landaði 48
tonnum af rækju á ísafirði fyrir
helgi. Talið er að aflaverðmætið sé
um 6 milljónir króna. Rækjuna
fékk Hafþór á Dhornbanka og er
hún mjög stór og hefur þegar verið
seld á Japansmarkað.
30 tonn af rækjunni fara í skel á
markað, en 18 tonn verða pilluð í
landi. Mjög góð rækjuveiði er nú
á Dhornbanka. Það sem helst
dregur úr veiðum eru brælur, sem
hafa verið tíðar undanfarið.
iíla horfír með
sölu á frystri
síld
Illa horfir nú með sölu á frystri síld
og er það fyrst og fremst það verð
sem í boði er, sem stendur í vegi
fyrir sölu á síldinni. Miklar birgðir
eru nú til í Evrópu af frystri síld og
því hefur verð fallið að undan-
förnu.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
sagði í samtali við Fiskifréttir, að
útlit með sölu á frystri síld væri nú
rnjög dökkt. „í fáum orðum má
segja, að það verð sem í boði er
nægi rétt til kaupa á hráefni. Það
er sem sagt ekkert fyrir vinnslu-
kostnaðinn,“ sagði Eyjólfur.
Norðmenn hafa selt frysta síld
nýverið á 409 dollara tonnið c. i. f.
og er ekki reiknað með að hærra
verð fáist fyrir síldina á næstunni.
Samkvæmt þessu er því óljóst
hversu mikið verður fryst af síld á
íslandi í haust.
„Hægt að auka
karfasölu til
Japan en gæðin
verða að vera
mikir
„Við ættum að geta aukið sölu á
karfa til Japan verulega, en þá
verðum við að halda miklum
gæðum,“ sagði Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson forstjóri SH í samtali
við Fiskifréttir, þegar hann var
spurður álits á karfasölu til Japan.
Undanfarið hafa íslensk fyrirtæki
stóraukið sölu á karfa til Japan og
hafa SH og sjávarafurðadeild Sain-
bandsins selt mest. Þá er skemmst
að minnast samningsins, sem
Hekla h.f. gerði við japanskt fyrir-
tæki, en Hekla kaupir 500 tonn af
karfa af SH.
Að sögn Eyjólfs þá fæst tiltölulega
gott verð fyrir gæðakarfa í Japan.
Japanir greiddu með dollurum, en
þeir yrðu að reikna kaupvcrð í yen
þegar fiskurinn kæmi til Japan og
því miðaðist raunverulegt verð við
stöðu dollars gagnvart yeni. „Ef
við höldum vcl á málum eigum við
að geta aukið fisksölu til Japan
verulega á næstunni,“ sagði Eyj-
ólfur.