Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Verona Verð frá kr. 19.950 önnur leið m/ handfarangri Verð frá kr. 39.900 báðar leiðir m/ handfarangri TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Uppgreftri í Stöð á Stöðvarfirði er lokið þetta sumarið en ný og spenn- andi verkefni bíða fornleifafræðing- anna þegar framkvæmdir hefjast aftur. Bjarni F. Einarsson forn- leifafræðingur, sem hefur staðið að uppgreftrinum í Stöð frá árinu 2015, segir sum- arið hafa gengið nokkuð brösug- lega sökum veð- urfars. „Við erum rétt að byrja núna að opna önnur svæði af einhverju viti. Það eru komin í ljós svæði sem sýna einhverjar athafnir sem við vitum ekki enn þá hverjar voru. Þarna er allt vaðandi í mannvistarlögum svo- kölluðum, kolum, brenndum beinum, gripum og torfstubbum.“ Merki um ríkidæmi Á minjasvæðinu hafa fundist leifar tveggja skála sem eru byggðir hver ofan í annan og hafa þeir verið tíma- settir á 9. öld. Gæti sá eldri mögu- lega verið frá árinu 800 en hinn yngri frá tímum áætlaðs landnáms, eða í kringum 870. Að sögn Bjarna er ekki hægt að kalla búsetuna í eldri skálanum eig- inlegt landnám heldur hafi frekar verið um landnýtingu að ræða. Er þá talið líklegt að Norðmenn hafi siglt til Íslands á sumrin, nýtt auðlindir úr sjónum, og haldið svo aftur heim að sumri loknu. Minjar í yngri skálan- um benda aftur á móti til þess að bú- seta hafi verið þar allan ársins hring og því um landnám að ræða. „Í kjölfar landnýtingar kemur landnámið. Það stafar af því að eftir að hafa nýtt þessa eyju í ákveðið mörg ár breiðist út þekking um þetta nýja land á heimaslóðum þeirra sem voru hér að brasa. Á einhverjum tímapunkti tók fólk ákvörðun um að fara. Mögulega vegna yfirgangs höfðingja á heimaslóðum eða öðru álagi eins og skattgreiðslna.“ Skálarnir eiga það sameiginlegt að bera merki um mikið ríkidæmi en sá eldri er sá stærsti sem fundist hefur hér á landi. Auk umfangs þeirra eru einnig minjar í skálunum sem vísa til mikillar velsældar. Má hér meðal annars nefna silfurskart- gripi, gangsilfur, arabíska mynt og blý. Telur Bjarni líklegast að hér hafi verið á ferð höfðingjar sem tóku fólk með sér til landsins. Metur hann þetta út frá ríkidæminu en skálarnir eru þeir ríkulegstu sem fundist hafa á Íslandi. Þykir mögulegt að þeir hafi komið til landsins annars vegar til að nýta auðlindirnar og hins vegar til að flýja heimaslóðir. Var Ísland vænlegur kostur fyrir þá höfðingja sem stóðu í stríðum heima fyrir eða vildu komast hjá deilum vegna auð- linda. „Hér á Íslandi hafði enginn yf- irráð yfir neinum auðlindum.“ Gætu fundið naust í haust Að sögn Bjarna hafa höfðingjarnir sem stjórnuðu ferðunum til landsins verið búnir skipum og því líklegt að naust finnist í nágrenni við minja- svæðið. „Næst á dagskrá er að freista þess að finna naustið því skipið sem þessi höfðingi hefur gert út er dýrasta far- artæki sem til var. Slíka fjárfestingu lætur fólk ekki standa úti við yfir veturinn, það byggir naust yfir skip- ið.“ Bjarni segir naustið hafa verið staðsett þar sem haf mætti landi og er stefnan sett á að leita að því í haust. „Spurningin er hvar mætti hafið landi á þessum stað? Við telj- um okkur vera komin tiltölulega ná- lægt svari við þeirri spurningu,“ segir hann og heldur áfram: „Höfðingjar einir máttu eiga skip. Með skipum gátu komið vondar hug- myndir og fólk með illan ásetning, ribbaldar, ræningjar og samkeppn- isaðilar. Skipaeign var mjög háð því að þú hefðir völd. Fyrir utan það höfðu venjulegir bændur ekki efni á að kaupa sér skip en þau voru ígildi kannski 400 milljóna króna í dag.“ Þórhaddur landnámsmaður Ekki hefur mikið verið skrifað um Stöð í þeim íslensku ritum sem vitað er um. Eina tilvísunin er úr Land- námu þar sem Þórhadds hins gamla er getið. Hann var hofgoði í Þránd- heimi á mæri og heiðinn prestur. Að sögn Bjarna er hann einn þeirra sem nam yngri bæinn á Stöð. „Þetta er sjálfur landnámsmaður- inn og segir í ritunum að frá honum séu Stöðfirðingar komnir. Svo hverf- ur þetta gjörsamlega úr sögunni. Um Stöð vitum við ekkert meira fyrr en á 14. öld. Þá er Stöðvar getið sem kirkju.“ Nýttu landið á undan landnámi - Minjar í Stöð á Stöðvarfirði sýna fram á mikið ríkidæmi - Skipin sem lögðu þar að landi með dýrustu farartækjum - Skálarnir með þeim stærstu sem fundist hafa - Leita að öðru húsi í firðinum eftir sumarið Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson Stöð Uppgröftur í Stöð á Stöðvarfirði hefur leitt í ljós stærstu skála sem rannsakaðir hafa verið á Íslandi. Bjarni F. Einarsson Söngur ómaði vítt um grundir á Oddahátíð sem haldin var á hinu forna frægðarsetri á Rangárvöllum um helgina. Tónlistaratriðin voru mörg og til þeirra vand- að á alla lund. Meðal annars söng Kammerkór Suður- lands og flest söngfólkið var í íslenskum þjóðbún- ingum. Úr Fljótshlíðinni komu, frá vinstri talið, Ingibjörg Sigurðardóttir, þá mæðgurnar Kristín Anna Thorlacius Jensdóttir og Auður Friðgerður Halldórs- dóttir og séra Sigríður Kristín Helgadóttir, sem er sóknarprestur á Breiðabólstað. Þjóðbúningakonur mættu á Oddahátíð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Margar og fjölmennar samkomur voru haldnar um helgina, þar sem fólk meðal annars fagnaði afléttingu samgöngutakmarkana. Gott veður var víðast hvar og ekki yfir neinu að kvarta. Í Eyjum var Goslokahátíð, Írskir dagar á Akranesi og N1-mótið á Akureyri. Þá mátti á Suðurlandi sjá að fjöldi fólks var í sum- arhúsabyggðum og á tjaldsvæðum. Svo lauk leik og stöðug umferð bíla var til borgarinnar í gær, án þess að teppur og tafir mynduðst. Háværar drunur sem heyrðust víða á Suðurlandi seint á föstudags- kvöld voru bónus til ferðamanna, sem veltu fyrir sér hvaðan hljóðin kæmu. Líklegasta skýringin er sú að þarna hafi lofsteinn borist inn í gufu- hvolfið, eða svo segja vísindamenn á Veðurstofu Íslands. Í sama ranni er því spáð að í dag verði skýjaloft og lítils háttar væta víðast hvar á landinu. Líkur á stöku síðdegisskúrum á Norðurlandi, þar sem hiti gæti náð allt að 20 stigum. Morgunblaðið/Jón Helgi Suðurlandsvegur Umferð við lúpínulandið á Geithálsi ofan við Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Sunnudagsumferð var án teppa og tafa - Skýjaloft víðast hvar á landinu í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.