Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 Krýsakenningar Skugga Stærstur hluti Skamma fjallar þó um sérstakt málefni sem Jochum segist hafa rannsakað í 30 ár, en nú sé „tímabært að opna fyrstu smug- urnar og gefa innbyrgðum sannleik og réttlæti, er lengi hefur í myrkra- stofu setið, örlítið lífsandaloft“. Þar er komin kenning Jochums um að fornkvæði, forn- sögur, konunga- sögur og önnur fornrit séu í raun skrifuð af ís- lenskum krýsum eða krýs- otómösum, gull- inmunnum, sem hann segir hafa byggt Ísland þegar norrænir menn tóku að venja komur sínar hingað til lands, en gullmunnarnir hafi numið land um 700 e.Kr. Eins og getið er hafði Jochum mikið dálæti á Einari Bene- diktssyni og virðist hafa komist á sporið í Krýsarannsóknum sínum í skrifum Einars. Í grein í Fjallkon- unni 16. nóvember 1905 sagði Einar: Ég hef lengi haldið víst, að áður en Norðmenn, feður vorir, fundu eyjuna, sem vér byggjum hafi mannavist og mannvirki fundist víðsvegar um Ís- land, miklu meiri en sagnir eru enn orðnar ljósar um. Í greininni fjallar Einar um hella og jarðhús á Suðurlandi og segir þau hafa verið bústaði kristinna manna áður en landnám hófst. Á því sé enginn efi. Í bókinni Thules Beboere, sem kom út 1918, fjallar Einar ítarlegar um þetta efni og þar er meðal ann- ars þessi setning: „ ... jeg har for lang Tid siden tænkt over den mærkelige Kendsgerning, at en Ga- ard i Syd-Island drager Navn af det græske ord for Guld, (Krisuvik) — Guldbringesyssel.“ Heimildir Jochums um krýsa eru að hans sögn að mestu fengnar af skinnbókarslitri sem hann komst yf- ir síðsumars 1938. Eins og hann rekur söguna í Skömmum kom hann á Múla í Nauteyjarhreppi við Ísa- fjarðardjúp og hitti þar Mettu Jóhannsdóttur Mohl sem fagnaði komu hans: „„Guði sé lof, að þú ert kominn!“ sagði hún. „Ég átti að segja þér frá bókinni! Loksins ætlar guð að leyfa mér að deyja!““ Metta vísaði Jochum á hvar hún faldi hrútshorn á eyju í Breiðafirði áttatíu árum áður og í því „skinn- blaðagöndul“. Fimmtudaginn 6. október 1938 fann Jochum svo „síð- ustu leifar „Gullbringu“ eða „Gull- skinnu“, 900 ára gamallar bókar sem segir fyrir um landnám Vest- manna og síðast Austmanna á okkar landi“. „Þetta var, frá kirkjulegu sjónarmiði, talin mesta og hættuleg- asta „galdrabók“ allra tíma, því hún var rituð af sjálfum Kolska, þ.e. Kolskeggi vitra.“ Þessi uppgötvun Jochums átti eftir að koma mjög við sögu í ýmsum skrifum hans á næstu árum. [...] 1947 kemur út ritlingurinn Í sál- arháska, sem geymir vangaveltur Jochums um samnefnt annað bindi ævisögu Árna prófasts Þórarins- sonar eftir Þórberg Þórðarson, sem kom út 1945. Í ritinu nefnir Jochum að staffræði okkar sé fengin frá Kolska, þ.e. Kolskeggi, „er hann samdi og gaf þessari þjóð til ævar- andi og ælífrar eignar“ árið 1044. Síðar í ritinu ræðir hann það að Ísland heiti í raun Þuleæ, sem sé afbökun á Sóley, sem er samhljóða röksemdum Einars í Thules Beboere. Helsta rit gullmunnafræða Skugga er Skammir, enda er þar sagt frá því er hann finnur Gull- bringu, sem rituð var af Kolskeggi vitra. Þar er saga Kolskeggs Ýbera- sonar, Kölska, rakin, sagt frá ætt hans og uppeldi og ferðalögum víða um lönd þar til hann ritar Gull- bringu, „frumlandnámu sína“, og síðan fornsagnir og -kvæði, kon- ungasögur og margt fleira, samhliða því sem hann stjórnar skóla og stór- býli í „Gömlu-Krýsavík“. Síðan er sagt frá því er Kolskeggur og fleiri forsvarsmenn krýsa, gullmunna, eru vegnir haustið 1054. Í Brísingameni Freyju, sem kom út 1948, rekur Jochum frekar upp- runa gullmunnanna, allt aftur til Khúfú faraós sem uppi var árið 2622 f.Kr. sem reisti Cheops-pýramíd- ann, „langsamlega efnismesta, hug- vitssamlegasta og dularfyllsta mannvirki veraldarinnar“. Laun- helgarnar egypzku, sem Kölski nam, eru svo rót alls hvítagaldurs, „byggðar á egypzkum fræðum og útreikningi, samkvæmt táknmáli Pýramídafræðinnar og stjörnuvís- indanna í alheiminum ásamt örlaga- valdinu“. Brísingamenið kemur þannig við sögu í fræðum Jochums að það helguðu gullmunnarnir skáldgyðju sinni hvar sem hún var, „en gáfu það skáldgyðjunni Freyju í norrænu goðafræðinni, Ásafræð- inni“. Í inngangi að Tölu dýrsins, bækl- ingi sem Jochum gaf út 1950, segir hann að Brísingamen Freyju hafi aðeins selst í fimm eintökum á land- inu öllu utan Reykjavíkur sem „mun vera lágsölumet á landi hér“. Einnig segir hann að þetta verði „síðasta rit sem höf. telur sér fært að kosta og útbýtist ókeypis.“ Tala dýrsins snýst annars um það að á fjórum sovéskum frímerkjum, sem sjá má á kápu bæklingsins, birtist tala dýrs- ins í Opinberunarbókinni, þ.e. CCCP = 666. Úr þessu getur Joch- um lesið því hann veit að Biblían „er upphaflega skráð samkvæmt ákveðnu tölfræðilögmáli er gull- munnar (Chrýsostom) þekktu og skildu og kennt var í launhelgunum fornu“. Snittuð Íslendingasaga Tvennt hefur haldið nafni Joch- ums á lofti, annarsvegar Galdra- skræðan og hinsvegar kenningar hans um Kolskegg og krýsana sem sagt er frá í Skömmum og Brísinga- meni Freyju. Þegar vitnað er til kenninga Jochums eftir hans dag þá er það oftar en ekki til að skemmta lesendum, enda þykja þær fjar- stæðukenndar. Í Helgarpóstinum árið 1982 en þannig rætt við Kol- bein Þorleifsson um kenningar Jochums „Skugga“ Eggertssonar og þar segist Kolbeinn álíta að allt sé þetta hreinn skáldskapur frá upphafi til enda, að Jochum hafi ekki litið svo á fræði hans væru skáldskapur, enda var hann „kunn- ur að því að fá töluvert slæmar meinlokur í kollinn, á stundum“. „Auðvitað hlógu [fræðimenn] að þessu eins og hverri annarri vit- leysu.“ Í NT 1984 er Jochum kallaður sérkennilegur fræðaþulur og heldur lítið gert úr fræðum hans. Líka er sagt frá kenningum Skugga í Ein- taki 1994 og þar segist Gunnar Karlsson ekki vita hvað Skuggi meinti með skrifum sínum um krýsa „en stundum eru þau líkust skop- stælingum á íslenskum miðalda- fræðum og geta verið hin skemmti- legustu að lesa“. Hann tekur í sama streng í ritgerðinni Ágrip af land- námsrannsóknarsögu 2019, en þykir nú skopstælingin bráðskemmtileg. Oddur Ólafsson fjallar einnig um Jochum og kenningar hans í Degi Tímanum 1996, en lítur greinilega á krýsavísindin sem skáldskap og finnst ósanngjarnt að Jochum hafi verið krafinn um að leggja fram gömul skinnhandrit og rúnir til að sanna sinn skáldskap, annars væri hann ómerkur. „En Jochum Egg- ertssyni var sama. Hann þurfti ekki að sanna sitt mál fyrir öðrum en sjálfum sér. Töflur þær og skinn- pjötlur, sem hann segist hafa fróð- leik sinn úr, eru hvergi finnanlegar og ekki til nema í hans eigin hugar- heimi. Þær eru draumar sveitapilts- ins að vestan um fagurt mannlíf í landi þar sem lífsbaráttan var ljúf og andlega lífið nærri fullkomnun.“ Hin ævintýralega frásögn um það hvernig Jochum kemst á snoðir um tilvist Gullbringu er ekki ósvipuð frásögn Sveinbjörns Magnússonar frá Skáleyjum sem birt er í fyrsta hefti annars bindis Vestfirzkra sagna 1945. Þar er það rakið hvern- ig Sveinbjörn finnur gamla skinn- bók sem var „mjög illa útlítandi, rotin, óhrein og ólæsileg“. Þrátt fyrir það tekst honum að lesa sögu um landnám Önundarfjarðar sem enginn vissi að væri til. Arngrímur Fr. Bjarnason, sem tók sagnirnar saman með Helga Guðmundssyni, efast ekki um uppruna landnáms- ögu Sveinbjörns þar sem hann hafi verið „bæði vandaður, greindur og minnugur“. Jochum endursegir þessa sögu með skáldlegu skrauti og lætur þess getið að Sveinbjörn hafi verið „gegn maður og glöggur, fróður, aðgætinn og stálminnugur“ og að auki að hann hafi verið ömmubróðir sinn. Heldur svo áfram: „Nú kemur til kasta manns nokkurs, sem um 30 undanfarin ár, hefur safnað gögnum og blöðum, stöfum og kroti, mynd- um og jarteinum, sem einu nafni hefur verið nefnt „galdur“ og „kukl“.“ Gefur augaleið að Jochum er hér að tala um sjálfan sig og eftir langan inngang kemur að sögunni um fund hans og Mettu Jóhanns- dóttur Mohl. Metta Jóhannsdóttir Mohl var líka til og einnig skyld Jochum, hét reyndar Metta Krist- rún Jóhannsdóttir Moul og móðir hennar var afasystir Jochums. Hún fæddist 3. október 1853 og lést 21. september 1938. Þannig tvinnar Jochum ættmenni sín, ömmubróður og afasystur, sam- an við upprunasögu gullmunna. Hann notar einnig Mörtu fóstru sína, sem er helsta heimild hans um brísingamen, „hjartalaga plötu úr hreinu gulli, er huldukona hafði gef- ið mennskri konu að launum fyrir að hjálpa henni í barnsnauð“. Það var notað var til lækninga á Snæfells- nesi „og hafði þá náttúru, að lina og lækna allar kvalir, þrautir og þján- ingar jafnskjótt og það snerti sjúk- linginn, svo hann varð albata, eða hann dó, að öðrum kosti, þrauta- og þjáningalaust, ef að dagar hans vóru taldir eða skapadægur komið“. Sjá má í handritasafni Jochums að hann hefur gert talsvert af því að nýta þjóðsögur sem efnivið í smá- sögur, en slíkar sögur kallaði hann „snittaðar“ þjóðsögur. Dæmi um það er sagan Skarká í öðru hefti Jólagjafarinnar, sem kom út 1938, en í henni fléttar hann saman þjóð- sögu um Möngufoss í Skarká á Snæfjallaströnd og sögu Margrétar Þórðardóttur á Snæfjöllum. (Í greininni Um þjóðsögur, sem birtist í Eimreiðinni 1. janúar 1954, fjallar Jochum ítarlega um þjóð- og lyga- sögur af Margréti og Möngufossi.) Í bókinni Spánarvín — Spán- verjadrápin 1615, sem kom út 1952, skrifar Jochum einnig um rann- sóknir þjóðsögulegs efnis og það hvernig þjóðsögur verði til: „ ... al- þýðan frumskapar ekki; hún aðeins tekur við og endurskapar. Þetta at- riði er svo þýðingarmikið að biðja verður alla góðfúsa lesendur að at- huga þetta sérstaklega í nafni sann- leikans og réttlætisins. ... Eins og kjarnar Íslendingasagnanna fornu eru frumsamdir og frumritaðir fyrir miðja elleftu öld; þannig eru sömu sögurnar endursamdar, endursagð- ar og endurritaðar, apaðar og afbakaðar og reynt að brúa djúpið milli ritaldanna 2–3 hundruð árum síðar.“ Þarna kveður óneitanlega við annan hljóm en í Skömmum og Brísingameni Freyju, því hér er ekkert getið um gullmunna og ekk- ert sagt sem stangast verulega á við viðteknar skoðanir á íslenskum sagnaarfi (nema kannski það að Njála heiti í raun Brennu- og Njáls- saga, hafi upprunalega verið þrjár samsögur: Gunnars — Höskolls —Njálssaga). Krýsafræði má því kannski flokka sem „snittaðar“ Íslendingasögur, nema þá Jochum hafi skipt svo rækilega um skoðun á þeim tveimur árum sem liðu frá því Tala dýrsins kom út þar til Spánarvín birtist. Endurritað, apað og afbakað Bókarkafli | Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Jochum M. Eggertsson tók sér listamannsnafnið Skuggi og gaf út fjölda bóka. Hans er meðal ann- ars minnst fyrir Galdraskræðu sína, sem þekkt er víða um heim, og kenningar um landnám Íslands. Úrval smásagna Skugga kom út fyrir stuttu í bókinni Gaddavírsátið og aðrar sögur. Skuggi Jochum Magnús Eggertsson (1896-1966) var áberandi í bæjar- og menningarlífi Reykjavíkur um miðja síð- ustu öld og þekktur fyrir skáldskap, fræðastörf og frumlegar kenningar um landnám Íslands. Teikningin af Jochum Eggertssyni sem hér sést er að öllum líkindum eftir Barböru Árnason sem var vinkona hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.