Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 Nú bíður Englands tími án laga- legra takmarkana þar sem Eng- lendingar munu sjálfir þurfa að bera ábyrgð á eigin grímunotkun. Þetta sagði Robert Jenrick, ráð- herra í ríkisstjórn Boris Johnson, við BBC. Jenrick sagði það þá víst að fólk myndi komast að mismunandi nið- urstöðum varðandi notkun gríma en að hann treysti almenningi til að beita dómgreind sinni. Samkvæmt afléttingaráætlun er búist við að öllum takmörkunum verði aflétt á Englandi 19. júlí. Þó greindust 24.249 Covid-smit í Bret- landi í gær og 15 létust. Í Skotlandi hefur ríkisstjórnin þó sagt að enn þá sé þörf á grím- unotkun. Þá mun fólk enn þá þurfa að bera grímur í almenningssam- göngum og verslunum eftir að öðr- um takmörkunum verður aflétt í Skotlandi 9. ágúst. Skotland, Wales og Norður-Írland ráða sjálf hvaða reglur þau setja í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Jenrick sagðist vera fullviss um að öllum takmörkunum verði aflétt á Englandi 19. júlí sökum þess hve vel bólusetningar ganga þar í landi. Samkvæmt Guardian hafa 86% full- orðinna fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og 63,5% hafa fengið báða skammta. Jenrick sagði þó að smitum gæti fjölgað verulega samhliða aflétting- um takmarkana. „En nú verðum við að hefja nýtt tímabil þar sem við lærum að lifa með vírusnum, við gerum varúðar- ráðstafanir og einstaklingar þurfa sjálfir að bera ábyrgð.“ AFP Veira Robert Jenrick, ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson. Grímunotkun verði valkvæð - 24.249 greindust í gær í Bretlandi Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Breski sellóleikarinn Jacob Shaw lét heimsfaraldurinn svo sannarlega ekki stöðva sig í tónlistinni þrátt fyrir skort á áhorfendum. Tók hann það til bragðs að halda klassíska tónleika fyrir kýr. Í samtali við AFP sagði Shaw að þetta einkennilega tónleikahald væri í raun beint framhald af þeirri stefnu sem hann hafi alltaf haft í tónlist sinni: Að taka klassíska tónlist út fyrir tón- listarhúsið. Shaw stofnaði sjálfur selló-tónlistarskóla, The Scandinavian Cello School, á landsbyggðinni í Stevns í Danmörku árið 2016 og spiluðu hann og aðrir tónlistarmenn í tengslum við skólann gjarnan fyrir fólk á svæðinu. Líkaði augljóslega tónlistin „Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð var þetta auðvitað ekki hægt og við ákváðum að færa okkur yfir á það næstbesta: Að spila fyrir dýr,“ sagði Shaw. Shaw tók sig því til og fékk að spila fyrir nautgripi tónelskandi bónda í ná- grenninu. Bóndinn, Mogens Haugaard, sagði augljóst frá fyrstu stund að kúnum líkaði tónlistin vel og sagði hana jafn- vel hafa bætt heilsu þeirra. „Þær eru mun rólegri og afslapp- aðri. Það er auðveldara að nálgast þær,“ sagði bóndinn. Eiga sín uppáhaldslög Sellóleikarinn Jakob Shaw fullyrðir að kýrnar eigi jafnvel sín uppáhalds- lög og bregðist mismunandi við tón- listinni. „Við prófuðum að spila eitthvað sem var meira grípandi og nútímalegt og mörgum þeirra líkaði þetta hreint ekki og fóru,“ sagði hann og bætti við að hann hefði þá kenningu að þeim líkaði best við tónlist sem minnti þær á eigin rödd, baulið, en það væri ein- mitt eitt af einkennum sellóleiks sem væri í miklu uppáhaldi hjá kúnum. Þó að Shaw leiki oftast einleik fyrir kýrnar slást ósjaldan í för með honum aðrir hljóðfæraleikarar. Shaw segir að það að spila úti í náttúrunni fyrir þennan ógagnrýna hóp áhorfenda minnki til muna álagið sem oft fylgi tónleik og hjálpi hljóðfæraleikurum að njóta sín betur. Roberta Verna er ein þeirra sem hefur fengið að leika fyrir nautgrip- ina. Hún flutti verk eftir Reinhold Gliere og Bela Bartok á Stradivarius- fiðlu ásamt Shaw. „Þetta er mjög áhugavert þar sem þær eru virkilega að hlusta. Þær bera virðingu fyrir okkur,“ sagði fiðluleik- arinn ungi. Shaw stefnir á að halda áfram að leika fyrir kýrnar og hlakkar til að fylgjast með komandi kynslóðum tón- elskra nautgripa. Heldur tónleika fyrir kýr - Danskar kýr njóta þess að fá heilsubætandi einkatónleika í sveitinni - „Þær eru mun rólegri og afslappaðri. Það er auðveldara að nálgast þær.“ AFP Náttúra Hljóðfæraleikararnir Jacob Shaw og Roberta Verna fluttu verk eftir Reinhold Gliere og Bela Bartok fyrir danska nautgripi en Shaw segist ná að njóta sín áhyggjulaus við tónflutning úti fyrir þessa einstöku áhorfendur. AFP Tónleikar Danskar kýr á landsbyggðinni í Stevns í Danmörku njóta þess að hlusta á fiðluleik Robertu Verna og sellóleik Jacob Shaw á matmálstíma. Frans páfi hefur verið lagður inn á spítala í Róm vegna rist- ilvandamáls og mun hann gang- ast undir aðgerð, að því er segir á vef breska rík- isútvarpsins. Matteo Bruni, talsmaður Vatíkansins, segir að fleiri upplýsingar muni berast eftir aðgerðina. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem páfinn er lagður inn eftir að hann tók við embætti árið 2013. Í tilkynningu Vatíkansins segir að um sé að ræða meðhöndlun á þrengslum í ristli. Líklegasta út- skýringin er hliðstæður sjúkdómur sem lýsir sér með bungum í maga- þörmunum sem orsakar þrengslin. Páfinn hefur áður glímt við hin ýmsu heilsufarsvandamál og er meðal annars með settaugarbólgu. VATÍKANIÐ Páfinn lagður inn á sjúkrahús í Róm Frans páfi Að minnsta kosti 45 eru látnir og tugir að auki slasaðir eftir að filippseysk herflugvél brotlenti í suðurhluta landsins í dag. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Á meðal hinna látnu eru 42 her- menn og þrír óbreyttir borgarar en um eitt hundrað nýútskrifaðir her- menn voru um borð í vélinni þegar hún brotlenti. Nokkrir hermenn sáust hoppa úr flugvélinni áður en hún skall til jarðar. Flugvélin, sem var af tegundinni C-130 Hercules, var að reyna að lenda á flugvellinum á eyjunni Jolo þegar hún brotlenti. Vélin var á leið með hermenn frá borginni Cagayn de Oro til eyj- unnar Mindanao. Hermennirnir áttu að aðstoða við baráttu við ísl- amskar hersveitir, svo sem Abu Sa- yyaf-sveitina. Embættismenn segja að engar vísbendingar hafi komið fram um að einhver hafi stuðlað viljandi að slysinu. FILIPPSEYJAR Að minnsta kosti 45 látnir eftir flugslys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.