Morgunblaðið - 05.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Netöryggi á Íslandi hefur aukist
síðan 2018 samkvæmt nýútgefnum
netöryggisvísi Alþjóðafjarskipta-
sambandsins (ITU) fyrir árið 2020.
Þrátt fyrir það er Ísland eftirbátur
hinna Norðurlandanna þegar kemur
að netöryggi.
Í nýjustu úttekt ITU um stöðu
netöryggis sem birt var í vikunni
fær Ísland nú 79,81% mögulegra
stiga miðað við 44,9% í síðustu út-
tekt frá 2018. Sú einkunn setur Ís-
land í 58. sæti á lista 167 þjóða en
31. sæti meðal Evrópuþjóða. Úttekt
sambandsins byggist á eftirfarandi
fimm flokkum: lagalegt umhverfi,
tækni, skipulag, hæfni og samvinna.
Í umsögn um Ísland segir að góður
árangur hafi náðst hvað varðar
lagalegt umhverfi og skipulag en
þörf sé á úrbótum varðandi hæfni.
Nágrannaríki okkar á Norður-
löndum hafa nú öll náð yfir 90%
mögulegra stiga í úttekt Alþjóða-
fjarskiptastofnunarinnar. Meðal
Evrópuþjóða eru Norðmenn í 11.
sæti, Finnar koma næstir í 14. sæti,
svo Svíar í 15. sæti og loks Danir í
19. sæti. Því er ljóst að Ísland á
langt í land með að ná hinum nor-
rænu ríkjunum.
Þegar á heildina er litið sést þó að
starf ráðuneytisins og annarra und-
anfarin ár er varðar nýja löggjöf,
bætt skipulag og eflingu netörygg-
issveitarinnar hefur skilað sínu, að
sögn Sigurðar Emils Pálssonar, for-
manns netöryggisráðs. „Eðlilega
hefur gengið hægar með atriði sem
krefjast víðtæks samstarfs aðila í
samfélaginu,“ segir hann.
„Í aðgerðaáætlun sem unnið verð-
ur að í haust verður hins vegar tekið
á þessum þáttum í víðtækri sam-
vinnu, innan stjórnkerfis og á milli
stjórnvalda og atvinnulífs. Sam-
vinnu við ITU og Háskólann í Ox-
ford verður haldið áfram, mæli-
kvarðar byggðir á matskvörðum
þeirra og úttektir gerðar. Með sam-
stilltu átaki ættum við að geta náð
öðrum Norðurlöndum innan
skamms.“
Ísland eftirbátur Norðurlandanna
- Úrbóta þörf í netmálum - Hæfni
verði meiri - Samráðið tefur vinnu
Tölvutækni Íslendingar eru á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum hvað varðar
öryggi í netmálum, svo miklu sem það skiptir fyrir daglegt líf í samfélaginu.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ný 93 metra brú yfir Þverá í
Rangárvallasýslu var formlega
opnuð við hátíðlega athöfn síðast-
liðinn laugardag. Brúin tengir
saman Oddahverfi á Rangárvöllum
og svonefnda Bakkabæi sunnan
Þverár. Bæirnir eru landfræðilega
í Landeyjum en tilheyra Rang-
árþingi ytra, sveitarfélaginu sem
hafði frumkvæði að verkefninu.
Við athöfnina afhenti Ágúst Sig-
urðsson sveitarstjóri skjal þar sem
Vegagerðinni var falið mannvirkið
og veitti Bergþóra Þorkelsdóttir
plagginu viðtöku. Atburður þessi
var einn dagskrárliða á Oddahátíð,
menningarveislu sem efnt var til á
hinu forna höfuðsetri.
Breikkun er lítið mál
Rúmlega fjögur ár eru síðan
brúargerðin hófst, en verkið var
tekið í áföngum og allra leiða til
hagkvæmni leitað. Áratugir eru
síðan hugmyndir um brú á þessum
slóðum var fyrst sett fram en fá ár
síðan málið komst á rekspöl. Til
þess að svo mætti verða þurfti at-
beina marga, svo sem vegna fjár-
veitinga til verksins, og þar gat
sveitarstjórinn meðal annars að-
komu Haraldar Benediktssonar og
Vilhjálms Árnasonar alþing-
ismanna.
„Þetta er tiltölulega einföld brú
og ódýr. Fyrst og fremst er þetta
hugsað sem öryggisleið komi til
náttúruhamfara hér á svæðinu,
enda þótt tilgangurinn sé líka að
greiða leiðir innan sveitarfé-
lagsins,“ segir Ágúst Sigurðsson.
Kostnaður við brúna er 170
milljónir kr. Gerð vega að brúnni
og fleira slíkt bætist svo við og því
má gera ráð fyrir að pakkinn allur
kosti um 300 milljónir kr. Brúin er
með timburgólfi og er einbreið. Er
samt hönnuð þannig að breikkun
er lítið mál ef umferð eykst eða
aðrar aðstæður skapa þörf á slíku.
Möguleikar fyrir ferðafólk
„Nýja vegtengingin mun færa
Odda aftur í alfaraleið líkt og á
tímum Oddaverja,“ sagði Sigurður
Ingi Jóhannsson samgöngu-
ráðherra sem flutti ávarp við hina
formlegu opnun. Lýsti brúargerð-
inni sem samfélagslega mikilvægu
verkefni fyrir byggð og búskap á
þessum slóðum. Öryggishagsmun-
irnir vegna hugsanlegra eldgosa
og flóða vegi líka þungt. „Við þetta
bætast fjölbreyttari möguleikar
fyrir ferðafólk, en vöxtur er í
ferðaþjónustu á þessu svæði og
mikilvægt að dreifa álagi á sam-
göngukerfi sem ferðamannastaði,“
sagði ráðherra enn fremur.
Verktaki við brúarsmíðina var
Mikael ehf. á Hornafirði. Verktak-
ar við veglagningu voru feðgarnir
Vilhjálmur Þórarinsson og Guðni
Vilhjálmsson í Litlu-Tungu í Holt-
um í Rangárþingi ytra. Í sumar
verður lögð varanleg klæðning á
brúarveginn og þar átti Þjótandi á
Hellu lægsta tilboðið.
Tenging Brúin er 93 metra löng og bætir samgöngur í Rangárþingi ytra. Langþráð mannvirki er tilbúið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Oddaverjar Sigurður Ingi Jóhannnsson samgönguráðherra, Bergþóra Þor-
kelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri, lengst til hægri, ánægð við opnunina.
Oddabrú fyrir öryggið
og skapar alfaraleið
- Samgöngubót í Rangárþingi - Brú og vegur kosta 300
milljónir króna - Einföld og ódýr - Breikkun auðveld
World Geothermal Congress, WGC,
er stærsta jarðhitaráðstefna í heimi
og er haldin af International Geot-
hermal Association. Ráðstefnan fer í
ár bæði fram í Hörpu og á netinu.
Mun þetta vera umfangsmesta staf-
ræna verkefni sem Harpa hefur tek-
ið þátt í og langstærsta ráðstefna
sem haldin hefur verið með staf-
rænni lausn Advania.
„Þetta er búið að vera í undirbún-
ingi núna í mörg ár, alveg frá árinu
2013 og átti að halda í apríl í fyrra en
vegna aðstæðna höfum við þurft að
breyta forminu þannig að við erum í
rauninni að halda röð vefviðburða
sem eru í beinni útsendingu frá
Hörpu og síðan ætlum við að enda
þetta með glæsilegri ráðstefnu í
hörpu í október,“ segir Bjarni Páls-
son, formaður skipulagsnefndar
WGC.
Á ráðstefnunni er fjallað um nýj-
ustu strauma í jarðhitanýtingu svo
sem fjölnýtingu jarðhita, matvæla-
framleiðslu, heilsuferðamennsku og
ýmiss konar iðnað sem byggir á af-
falli frá jarðhitaorkuverum. Jarð-
hitasérfræðingar frá um 70 löndum
deila þekkingu sinni og kynnt verða
rúmlega 2.000 rannsóknarverkefni.
Rafrænir viðburðir ráðstefnunnar
hafa verið haldnir einu sinni í mánuði
síðan í mars og næsti viðburður er á
morgun og ber hann heitið Cutting
edge.“ Viðburðurinn byrjar klukkan
átta í fyrramálið og stendur yfir í 18
klukkustundir svo öll lönd heims hafi
hluta af dagskránni á dagvinnutíma.
Á morgun verður að sögn Bjarna
sérstaklega fjallað um fjölnýtingu og
hvað sé hægt að gera annað en hita-
veituvatn úr jarðhita. Þá nefnir
Bjarni að til að mynda verði fjallað
um líftæknilyf og húðvörur.
Alls kyns nýsköpun
„Jarðhiti er náttúrulega eitt af
þeim fögum þar sem Ísland er al-
gjörlega í fararbroddi í heiminum
svo það vilja margir koma til Íslands
og sjá hvað við höfum verið að gera.
Við erum með heitan jarðhita, raf-
orkuvinnslur og hitaveitur alveg á
heimsmælikvarða en svo höfum við
líka verið að fást við alls kyns ný-
sköpun í kringum jarðhitanýtinguna
svo við höfum frá ótrúlega miklu að
segja. Þótt við séum ekki fjölmennt
land þá höfum við prófað svo margt.“
Íslendingar
í fararbroddi
- Stærsta jarðhitaráðstefna í heimi
Jarðhiti Hildigunnur H. Thorsteins-
son og Bjarni Pálsson koma að
skipulagningu ráðstefnunnar.