Morgunblaðið - 07.07.2021, Page 10

Morgunblaðið - 07.07.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Dóra Ólafsdóttir, sem er elst Íslend- inga, varð 109 ára í gær, 6. júlí. Hún hefur sl. átta og hálft ár dvalist á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reyka- vík og þar komu ættmenni hennar og afkomendur saman síðastliðinn sunnudag. Dóra er við góða heilsu miðað við aldur, hefur fótavist, fylg- ist vel með öllum fréttum og les Morgunblaðið dag hvern. Í gær, í til- efni afmælisdagsins, fór Dóra svo með fólkinu sínu á kaffihúsið Dalinn í Laugardalnum í Reykjavík. Dóra er frá Sigtúnum á Kljá- strönd í Grýtubakkahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu við Eyjafjörð og bjó lengi á Akureyri. Þar var hún starfs- maður Landssíma Íslands í áratugi, en flutti suður um aldamótin. Fimm Íslendingar, allt konur, hafa orðið 109 ára og nú hefur Dóra bæst í þann hóp. Hún er jafnframt einn af elstu Norðurlandabúunum. „Ég átti ekki von á því að verða svona gömul, en ég hef lifað heil- brigðu lífi, hef hvorki verið í áfengi né tóbaki. Á meðan ég get lesið og gengið þarf ég ekki að kvarta. Ég þarf að vísu alltaf að ganga með kerru, en ég geng bæði í mat og kaffi og hef nóg fyrir stafni. Ég þarf ekki að láta mér leiðast,“ sagði Dóra í við- tali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum. Þar gerði hún fullveldi Ís- lands m.a. að umtalsefni og sagði þar um Jón Sigurðsson forseta: „Það er eins og allir hafi gleymt honum. Ég hef ekki heyrt minnst á hann síðan ég settist hér inn. Það virðist gleymt að hann bjargaði landinu, að við urðum sjálfstætt ríki. Við eigum að halda áfram að vera Ís- lendingar og eiga okkar ríki, ekki gefa það frá okkur.“ Dóra 109 ára fór á Dalinn - Hefur fótavist og fylgist með fréttum Ljósmynd/Laufey Dóra Afmælisbarn Dóra Ólafsdóttir brá sér á kaffihús í gærdag og naut sín. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Klukkan ellefu síðasta föstudags- kvöld voru margir á heimleið frá eld- gosinu í Geldingadölum. Hlýtt var í veðri og stillt og aðstæður til útivist- ar eins og best verður á kosið. Samtímis voru aðrir göngumenn að gera sig klára til að skoða eld- gosið um miðnætti og fram á nótt. Þeir hafa ekki séð eftir því því laust eftir miðnætti hófst mikið sjón- arspil við gosstöðvarnar. Hraun tók þá að renna um Syðri-Meradal og áfram suður í Nátthaga. Fjölmenni var uppi á Langahrygg en erlendir ferðamenn voru áberandi á leiðinni. Margir þeirra vel búnir og sátu sumir lengi í kyrrðinni og virtu fyrir sér sumarnóttina í ylnum og bjarm- anum af gosinu. Nýja gönguleiðin er greiðfær en lengri en sú fyrri. Hraunfoss myndast Hraunið rennur úr Syðri-Meradal suður í Nátthaga. Hraunáin lýsti upp sumarnóttina - Hraunið rann í Nátthaga aðfara- nótt laugardags Morgunblaðið/Baldur Hraunáin breiðir úr sér Ferðamenn fylgdust sem bergnumdir með eldgosinu í Geldingadölum. Sumarnótt Mistur var yfir Reykjanesinu en vindáttin var hagstæð. Náttúrufegurð Litirnir eru eins og frá annarri reikistjörnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.