Morgunblaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Selma Gísladóttir, íbúi í Breiðagerði,
tók sig til og sló sjálf grasblettina á
þeim helmingi götunnar er sneri að
húsinu hennar, frá Melgerði að
Sogavegi. Selma segir ástæðuna fyr-
ir slættinum vera vanhirðu borgar-
innar.
„Gatan hjá mér er bara ógeð. Ég
hef búið hérna í 18 ár og þetta hefur
verið illa hirt áður en þetta hefur
aldrei verið svona.“ Selma vildi með
færslu sinni á íbúasíðu hverfisins
hvetja nágranna sína til þess að
munda sláttuvélina og aðstoða sig
við að koma götunni í betra stand.
Hún sagði þó engan enn vera búinn
að slá, en vonar að svo verði.
Ósátt við ábendingavef
Selma segist ekki hafa sent inn
ábendingu í gegnum ábendingavef
borgarinnar, en hún hefur ekki góða
reynslu af þeirri boðleið. „Ég benti á
bilaða ljósaperu í vetur, á stað þar
sem börn eru á leið úr íþróttastarfi,
og það tók þrjár vikur að laga það.
Ég bara ákvað að slá þetta sjálf frek-
ar en að standa í borginni.“ Selma
telur þá mögulegt að Reykjavíkur-
borg sé ekki að fylgja því eftir að
verktakar, sem borgin semur við til
þess að slá götur borgarinnar, sinni
slættinum reglulega. Á borgarvefsjá
má fylgjast með framvindu gras-
sláttar í borginni í rauntíma, og þar
má sjá að Breiðagerði bíður eftir
öðrum slætti af þremur í sumar.
Hjalti Guðmundsson, skrifstofu-
stjóri reksturs og umhirðu borgar-
landsins, bendir í skriflegu svari á
ábendingavef borgarinnar, ef íbúar
hafa athugasemdir um slátt eða aðra
umhirðu borgarinnar.
Sló sjálf grasið
í götunni sinni
- Segir götuna aldrei jafn illa hirta
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orfið mundað Fylgjast má með
framvindu grassláttar í rauntíma.
Jökulsporðar hopuðu víða um tugi
metra á árinu 2020 en nokkrir
brattir skriðjöklar gengu svolítið
fram. Þetta kemur fram í nýrri
grein á heimasíðu Veðurstofu Ís-
lands (vedur.is), Afkoma íslensku
jöklanna var lítillega neikvæð árið
2020.
Íslensku jöklarnir hafa hopað
hratt í um aldarfjórðung. Rýrnun
þeirra er ein helsta afleiðing og
skýrasti vitnisburður um hlýnandi
loftslag hérlendis, að því er segir í
greininni.
„Af þeim jöklum sem mældir eru
af sjálfboðaliðum Jöklarannsókna-
félags Íslands hopaði Breiðamerk-
urjökull mest þar sem kelfir af hon-
um í Jökulsárlón, milli 100 og 250 m
árið 2020. Einnig brotnaði af
Heinabergsjökli í lón við jaðarinn
og styttist sporðurinn við það um
rúmlega 100 m,“ segir í nýju frétta-
bréfi á vegum verkefnisins Hörf-
andi jöklar (https://www.vatna-
jokulsthjodgardur.is/is/svaedin/-
horfandi-joklar).
Afkoma íslensku jöklanna hefur
verið neikvæð síðan 1995 með einni
undantekningu en afkoman árið
2015 var jákvæð í fyrsta sinn í tutt-
ugu ár. Afkoman mældist aftur nei-
kvæð árið 2016 og eins fyrir Lang-
jökul og Hofsjökul árið 2017 en
Vatnajökull var þá nærri því að
vera í jafnvægi. Jöklarnir þrír voru
nærri jafnvægi 2018 en sumarið
2019 var mjög hlýtt og þá mældist
afkoma allra þriggja jöklanna nei-
kvæð. Sumarið 2020 var nokkru
kaldara og var afkoma jöklanna
þriggja neikvæð en ekki jafn mikið
og árið áður. gudni@mbl.is
Jöklarnir
hopuðu
víða í fyrra
Morgunblaðið/ÁsdísUrður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Þetta er stór samgöngudagur,“ seg-
ir Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
en hann og Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu
í gær yfirlýsingu um lagningu
Sundabrautar.
„Þetta er ákveðinn endahnútur á
að þetta verði að veruleika,“ segir
Sigurður Ingi og nefnir að ráðuneyti
hans hafi unnið hörðum höndum allt
kjörtímabilið við að koma Sunda-
braut á dagskrá. „Þessi viljayfirlýs-
ing okkar borgarstjórans í dag stað-
festir sameiginlega sýn á að nú sé
komin fram þessi leið, valkostir sem
eru uppi og hvaða verkefni eru
næst,“ segir Sigurður Ingi en næsta
skref samkvæmt yfirlýsingunni er að
gera félagshagfræðilega greiningu á
þverun Kleppsvíkur en að henni lok-
inni verði hafist handa við að und-
irbúa breytingar á aðalskipulagi
borgarinnar, sem feli í sér endanlegt
leiðarval Sundabrautar.
Sigurður Ingi nefnir einnig að eft-
ir eigi að leggjast í umhverfismat og
samtal við íbúa og aðra hagaðila.
„Breytingar á skipulagi, áframhald-
andi hönnun, undirbúningur o.s.frv.,
suma þætti er hægt að vinna sam-
hliða hvor öðrum. Þetta mun síðan að
lokum leiða til útboðs,“ segir Sig-
urður Ingi og bætir við að þessi
vinna muni taka um fjögur til fimm
ár. Umhverfismatið eitt og sér muni
taka tvö til þrjú ár.
Tekin í notkun 2031
„Það er mikil vinna fram undan þó
að grafan birtist kannski ekki fyrr en
árið 2026,“ segir Sigurður Ingi en
stefnt er að því framkvæmdir við
Sundabraut hefjist árið 2026 og
brautin verði tekin í notkun árið
2031.
Sigurður Ingi segir að Sundabraut
muni gjörbreyta umferðarmynstri
höfuðborgarinnar. „Þetta er miklu
betri tenging milli borgarhluta og
myndar öryggisleið út úr borginni.
Þetta mun einnig tengja Vesturland
mun betur við höfuðborgina,“ segir
Sigurður Ingi og bætir við að Sunda-
braut muni einnig hafa mikil áhrif á
umferðarflæði. „Þetta mun létta
mikið á umferð í gegnum Mosfellsbæ
og Ártúnsbrekku en hefur einnig já-
kvæð áhrif á öllu höfuðborgarsvæð-
inu sem er ánægjulegt.“
Brú frekar en göng
Sigurður Ingi gerir ráð fyrir að
frekar verði lagst í gerð Sundabrúar
heldur en jarðgöng fyrir legu Sunda-
brautar. Samkvæmt skýrslu starfs-
hóps á vegum Vegagerðarinnar sem
kom út í febrúar er áætlaður heild-
arkostnaður við Sundabraut frá Sæ-
braut að Kjalarnesi, ef gerð verður
Sundabrú, um 69 milljarðar. Sunda-
braut verður fjármögnuð með veg-
gjöldum og ekki er gert ráð fyrir
fjármögnun framkvæmdarinnar úr
ríkissjóði. Sundabraut er meðal sex
samgöngumannvirkja sem falla und-
ir lög um samvinnuverkefni um
vegaframkvæmdir sem heimila að
eiga samvinnu við einkaaðila um
fjármögnun, hönnun, undirbúning og
framkvæmdir ásamt viðhaldi og
rekstri í tiltekinn tíma. Gjaldtaka
skal þó ekki hefjast fyrr en fram-
kvæmdum lýkur og stendur að há-
marki í 30 ár.
Sigurður Ingi segir þessa leið vera
svipaða þeim sem farin var með gerð
Hvalfjarðarganga. „Verkefnið verð-
ur alfarið greitt þegar það er búið
með notendagjöldum. Hámark
veggjalda verða 30 ár.“
Verkefnið í traustum farvegi
„Ég fagna þessari yfirlýsingu og
með þessu eru málefni Sundabrautar
komin í traustan farveg. Það sem við
erum að tryggja með þessari yfirlýs-
ingu er að vandað verði til verka og
haft samráð við þá sem þetta snertir
mest, íbúa beggja vegna vogsins,
hafnirnar og aðra hagsmunaðila,“
segir Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri. Hann leggur áherslu á að
gert verði ítarlegt og gott umhverf-
ismat þar sem allir áhrifaþættir
verði greindir.
Dagur segir að yfirlýsingin í gær
sé ákveðin staðfesting á að Sunda-
braut verði að veruleika með þeim
fyrirvara að umhverfismatið og sam-
ráðið sé eftir. „Við þurfum auðvitað
að virða þá ferla þannig að það verði
traustur grunnur fyrir leiðarvali,
hvort um verði að ræða göng eða
brú.
Huga að íbúðahverfum
Rétt útfærð getur Sundabraut
orðið samgöngubót og dreift umferð-
inni betur. Hún getur opnað nýjar
leiðir bæði fyrir þá sem keyra og al-
menningssamgöngur, gangandi og
hjólandi,“ segir Dagur og bætir við
að í sumum útfærslum geti brautin
beint mikilli umferð inn í viðkvæm
íbúahverfi. „Það sem þarf að gera
núna er að fara yfir þau mál líka og
tryggja að áhrifin af Sundabraut hafi
ekki neikvæðar afleiðingar fyrir við-
kvæma hópa.“
Sundabraut að veruleika
- Yfirlýsing undirrituð um lagningu Sundabrautar - Staðfestir sameiginlega sýn
- Framkvæmdir hefjast árið 2026 - Verður fjármögnuð með veggjöldum
Morgunblaðið/Eggert
Yfirlýsing Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
í Reykjavík, undirrituðu yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar í gær á bryggjunni við Kjalarvog.
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is