Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – Þór/KA.................................... 1:2 Fylkir – ÍBV.............................................. 1:2 Stjarnan – Tindastóll ............................... 0:1 Þróttur R. – Breiðablik............................ 2:3 Selfoss – Valur .......................................... 1:2 Staðan: Valur 9 6 2 1 22:12 20 Breiðablik 9 6 0 3 31:15 18 Selfoss 9 4 2 3 14:12 14 Stjarnan 9 4 1 4 11:13 13 Þróttur R. 9 3 3 3 20:17 12 ÍBV 9 4 0 5 15:18 12 Þór/KA 9 3 2 4 9:13 11 Keflavík 9 2 3 4 9:15 9 Fylkir 9 2 3 4 9:18 9 Tindastóll 9 2 2 5 6:13 8 EM karla 2021 Undanúrslit: Ítalía – Spánn ................................... (frl.) 1:1 - Ítalía vann í vítakeppni, 4:3. _ Ítalía mætir annaðhvort Englandi eða Danmörku í úrslitum á Wembley sunnu- daginn 11. júlí. Leikur í undanúrslitum í dag: 19.00 England – Danmörk, London Meistaradeild Evrópu 1. umferð, fyrri leikir: CFR Cluj - Borac Banja Luka ................ 3:1 - Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með CFR Cluj og skoraði. HJK – Buducnost ..................................... 3:1 Ferencváros – Prishtina .......................... 3:0 Flora Tallinn – Hibernians...................... 2:0 Zalgiris – Linfield..................................... 3:1 Fola Esch – Lincoln Red Imps ............... 2:2 Shkendija – Mura..................................... 0:1 Ameríkubikarinn Undanúrslit: Brasilía – Perú.......................................... 1:0 _ Brasilía mætir annaðhvort Argentínu eða Kólumbíu í úrslitum í Ríó sunnudaginn 11. júlí. >;(//24)3;( Vináttulandsleikir kvenna Frakkland– Noregur .......................... 28:28 - Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Ungverjaland – Svartfjallaland .......... 28:22 E(;R&:=/D U16-ára kvennalandslið Íslands gerði 1:1-jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Svíþjóð á opna Norðurlandamótinu í fótbolta í Ribe á Suður-Jótlandi í Danmörku í gær. Það var Margrét Brynja Kristinsdóttir sem skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik eftir lag- legan undirbúning Kötlu Tryggva- dóttur en íslenska liðið leiddi 1:0 í hálfleik. Ísland leikur alls þrjá leiki á mótinu sem er með breyttu sniði í ár en liðið mætir Danmörku 9. júlí og U15-ára landsliði Danmerkur 12. júlí. Jafntefli í fyrsta leik KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogsvöllur: Augnablik – HK....... 19.15 2. deild kvenna: Valsvöllur: KH – KM ........................... 19.15 3. deild karla: OnePlus-völlur: KFG – Tindastóll ........... 19 Í KVÖLD! Berglind Rós Ágústsdóttir og Ce- cilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar í liði vikunnar í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu hjá sænska miðl- inum Aftonbladet. Þær áttu báðar mjög góðan leik fyrir lið sitt Örebro sem gerði óvænt markalaust jafn- tefli á heimavelli gegn toppliði Rosengård. Cecilía fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Örebro og átti margar frábærar vörslur í leiknum en liðið, sem er í 9. sæti deildarinnar með 11 stig, hafði tap- að fjórum deildarleikjum í röð fyrir leikinn gegn Rosengård. Í liði vikunnar í Svíþjóð Ljósmynd/Sigfús Gunnar Varsla Cecilía Rán fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu. Landsliðskonan Ingibjörg Sigurð- ardóttir er í liði 7. umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ingibjörg skoraði mark Våler- enga í 1:2-tapi fyrir Rosenborg á heimavelli í toppslag norsku úrvals- deildarinnar á sunnudaginn var. Tapið var það fyrsta hjá Vålerenga á leiktíðinni og er liðið nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir toppliði Rosenborg. Ingibjörg hefur leikið afar vel á leiktíðinni og er í liði um- ferðarinnar í þriðja skipti. Hún var valin besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili. Ingibjörg í liði umferðarinnar Morgunblaðið/Eggert Noregur Ingibjörg Sigurðardóttir var í liði umferðarinnar í Noregi. sögum fer af því hvort hann spili í dag. Einnig er ógetið Norður- Makedóníumannanna Arijan Ademi og Stefan Ristovski, sem byrjuðu báðir alla þrjá leiki liðsins á mótinu. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir að liðsmönnum hafi borist það til eyrna að báðir Norður- Makedóníumennirnir spili í dag, án þess að það hafi þó fengist staðfest. „Ég veit það svo sem ekki, en ég hef eitthvað heyrt af því að landsliðs- menn Norður-Makedóníu verði með. Annars hef ég enga hugmynd um það,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. Samkvæmt Sata 24 tekur fyrirliðinn Ademi ekki þátt í leiknum í dag. Krznar sagði einnig að vinstri bak- vörðurinn, Francois Moubandje, sem á 21 landsleik að baki fyrir Sviss, missi af leiknum í dag vegna smávægilegra meiðsla en gæti snúið aftur fyrir síðari leikinn. Íranski landsliðsbakvörðurinn Sadegh Moharrami verður hins vegar frá í mánuð vegna meiðsla og kemur því ekkert við sögu í leikjunum tveim- ur. Tíðir gestir í riðlakeppninni Þrátt fyrir fjarveru allnokkurra lykilmanna er Dinamo-liðið afar sterkt og hefur á að skipa landsliðs- mönnum frá Bosníu og Hersegóvínu, Slóveníu og Kósóvó, auk nokkurra Króata sem eiga landsleiki að baki en voru ekki í hópnum á EM. Þá er franski miðvörðurinn Kévin Théop- hile-Catherine með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og frönsku 1. deildinni. Króatísku meistararnir hafa verið tíðir gestir í riðlakeppni Meistara- deildarinnar undanfarin ár. Alls hef- ur Dinamo komist fimm sinnum í riðlakeppnina, þar af þrisvar sinnum á síðustu sex árum, þótt liðinu hafi ekki enn auðnast að komast upp úr riðlinum. Þá náði Dinamo sínum besta ár- angri í Evrópudeildinni á síðasta tímabili þegar liðið komst alla leið í 8-liða úrslit keppninnar með því að slá enska félagið Tottenham Hot- spur út í 16-liða úrslitum. Þar skor- aði áðurnefndur Orsic þrennu í síð- ari leiknum í Zagreb í 3:0-sigri eftir 0:2-tap í Lundúnum. Haukur Páll sagði Valsliðið því gera sér fulla grein fyrir því hversu krefjandi verkefnið sé. „Við erum mjög vel stemmdir fyrir leikinn. Þetta er mjög stórt og krefjandi verkefni sem við erum að fara í en við erum fullir tilhlökkunar fyrir því.“ Gerum allt sem við getum Undirbúningstímabil Dinamo er nýhafið á meðan Valur er á miðju keppnistímabili. Telur Haukur Páll að það muni koma til með að hjálpa Val eitthvað í viðureigninni? „Hjálpa okkur og ekki hjálpa okkur. Við vit- um að við erum að fara að mæta gríðarlega sterku liði sem fór mjög langt í Evrópudeildinni í fyrra. Það þarf margt að spila inn í svo við getum náð í úrslit á móti þessu liði, en við ætlum að reyna að gera allt sem við getum til þess að fara heim til Íslands þannig að það sé allavega möguleiki, að það sé hægt að gera eitthvað í seinni leiknum. Þetta er bara alvöru, gott atvinnu- mannalið. Þeir eru á undirbúnings- tímabili og við á miðju tímabili, en hvort það gefi okkur eitthvert for- skot veit ég ekki, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Haukur Páll að lokum í samtali við Morgunblaðið. Erfitt verkefni í Króatíu - Fjöldi lykilmanna Dinamo Zagreb fjarverandi - Hafa komist langt í Evrópu Morgunblaðið/Eggert Barátta Hauks Páls Sigurðssonar og félaga í Val bíður verðugt verkefni. MEISTARADEILDIN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslandsmeistarar Vals mæta króat- ísku meisturunum í Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð und- ankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu klukkan 17 í dag. Ljóst er að afar strembið verkefni bíður Valsmanna enda lið Dinamo ógn- arsterkt. Til marks um hversu sterkt liðið er tóku átta leikmenn þess þátt á Evr- ópumótinu í sumar, þar af fimm leik- menn sem voru í landsliðshóp Króat- íu, tveir hjá Norður-Makedóníu og einn hjá Sviss. Búist er við því að flestir þeirra verði fjarri góðu gamni í leiknum í dag vegna örstutts sum- arfrís sem þeir fengu í kjölfar EM. Í króatíska dagblaðinu Sata 24 hefur verið greint frá því að Króat- arnir Dominik Livakovic, aðal- markvörður landsliðsins, vængmað- urinn Mislav Orsic og framherjinn Bruno Petkovic verði ekki með, auk þess sem framherjinn frá Sviss, Mar- io Gavranovic, muni ekki heldur taka þátt. Damir Krznar, þjálfari Dinamo, staðfesti í samtali við opinbera heimasíðu félagsins í gær að Petko- vic og Gavranovic yrðu ekki með í fyrri leiknum en kæmu til með að taka þátt í þeim síðari á Origo- vellinum á Hlíðarenda eftir tæpa viku. Josko Gvardiol, varnarmað- urinn ungi sem spilaði alla leiki Króatíu á EM, er svo nýbúinn að skipta yfir til RB Leipzig í Þýska- landi. Nokkrir EM-farar með? Þá er ógetið sóknartengiliðarins Luka Ivanusec, sem tók þátt í þrem- ur leikjum á EM þótt mínúturnar hafi ekki verið margar, en engum EM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ítalía leikur til úrslita á Evr- ópumóti karla í knattspyrnu eftir dramatískan sigur gegn Spáni í vítakeppni á Wembley-leikvang- inum í London á Englandi í undan- úrslitum keppninnar í gær. Spánverjar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið og staðan því markalaus í hálfleik, 0:0. Fe- derico Chiesa kom Ítölum yfir á 60. mínútu með frábæru marki þegar hann smurði boltann í hornið fjær, utarlega í teignum, og Unai Simon í marki Spánverja stóð grafkyrr á línunni. Álvaro Morata jafnaði met- in fyrir Spánverja á 80. mínútu eft- ir laglegt þríhyrningsspil við Dani- el Olmo og staðan því 1:1 að loknum venjulegum leiktíma. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Ítalir höfðu betur, 4:2, en Jorginho skor- aði úr fimmtu spyrnu Ítala og tryggði þeim þannig sigur eftir að Spánverjar höfðu brennt af tveim- ur spyrnum í vítakeppninni. Ítalir mæta annaðhvort Englandi eða Danmörku í úrslitaleik á Wem- bley sunnudaginn 11. júlí. _ Ítalía átti eitt skot á markið í fyrri hálfleik en það kom á 45. mínútu. _ Ítalir hafa einu sinni orðið Evrópumeistarar, árið 1968 eftir 2:0-sigur gegn gömlu Júgóslavíu í Róm. Þá hafa Ítalir tvívegis hafn- að í öðru sæti á EM, árið 2000 þegar þeir töpuðu 1:2-gegn Frökk- um í framlengdum úrslitaleik í Rotterdam, og árið 2012 þegar þeir töpuðu 0:4-gegn Spánverjum í Kiev. _ Þetta er í tíunda sinn sem Ítalía kemst í úrslit á stórmóti í knattspyrnu en aðeins Þjóðverjar hafa leikið oftar til úrslita af Evr- ópuþjóðunum eða fjórtán sinnum. Tíundi úrslitaleikurinn - Ítalía hafði betur gegn Spáni eftir dramatíska vítakeppni AFP Hetja Jorginho fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir að hafa skotið Ítölum áfram í úrslitaleikinn á Wembley með lokaspyrnu vítakeppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.