Morgunblaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
✝
Sigurður Val-
geirsson Þor-
mar fæddist 16.
febrúar 1967. Hann
lést 27. júní 2021.
Foreldrar hans
voru Sigurlaug Pét-
ursdóttir Þormar, f.
18.12. 1923, d. 5.5.
2016, og Valgeir
Þormar, f. 1.11.
1926, d. 8.7. 2005.
Systkini Sig-
urðar eru þrjú: 1) Sigmar, f.
1957, eiginkona hans er Alfa
Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru
Valgeir, f. 1987, Vigdís, f. 1988,
og Aðalsteinn, f. 1996. Vigdís er í
sambúð með Árna Gunnari Har-
aldssyni. Þau eiga þrjú börn. 2)
Anna, f. 1959, eiginmaður henn-
ar er Auðunn G. Guðmundsson.
Börn þeirra eru Magnea Erna, f.
1978, Daníel, f. 1982, og Guð-
mundur, f. 1988. Guðmundur er
giftur Jenný Maggý
Rúriksdóttur og
eiga þau þrjú börn.
3) Pétur, f. 1960.
Sigurður ólst upp
í Reykjavík. Hann
stundaði nám við
Fjölbrautaskólann
við Ármúla og lauk
þaðan stúdentsprófi
1988.
Sigurður var
mikill áhugamaður
um tungumál og lauk m.a. BA-
prófi í latínu frá Háskóla Íslands.
Sigurður bjó um nokkurra ára
skeið í Svíþjóð og starfaði m.a. í
bílaverksmiðju Volvo. Hann rak
um skeið Þvottahús Valgeirs
Þormar ehf. en starfaði frá árinu
2000 hjá ISAL í Straumsvík.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 7. júlí
2021, og hefst athöfnin klukkan
15.
Okkur systkinunum finnst
erfitt að kveðja litla bróður okk-
ar. Sigurður varð bráðkvaddur í
göngutúr á Esjuna þangað sem
hann hafði farið með vinum sín-
um.
Minningar höfum við þrjú um
örlítinn dreng í lítilli íbúð á
Hrísateig í Reykjavík. Sigurður
kom í heiminn það langt á eftir
okkur systkinunum að öll höfum
við þessar minningar. Og hann
fer fyrstur.
Sigurður bjó lengi í foreldra-
húsum. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Mikil gleði og spenningur lá í
loftinu hjá systkinabörnum hans
þegar farið var til afa og ömmu
og Sigga. Fyrsta verkið var að
vaða beint inn í herbergi Sigga.
Frændi tók ávallt ljúflega á móti
þeim. Síðan var farið í tölvuna
hans Sigga eða skoðaðar bíó-
myndir í gömlu vídeótæki. Vig-
dís bróðurdóttir hans lagði það í
vana sinn að benda á hluti í her-
berginu og spyrja hver ætti
þetta. Svar Sigga var alltaf það
sama: „Þú átt þetta, vina mín.“
Ferð Sigurðar í Tívolí niðri á
Reykjavíkurhöfn með frændum
sínum og ekki síst labbitúr til
baka heim á Granaskjól stendur
þó upp úr í barnsminni þeirra.
Mikið úrval bóka var í Sigga-
herbergi. Sigurður hafði sér-
stakan áhuga á tungumálum og
grúskaði í sagnfræði. Hann lauk
prófi í latínu frá Háskóla Íslands
og fjallaði lokaverkefni hans um
stóuspeki.
Sigurður tók við fjölskyldu-
fyrirtækinu, litlu þvottahúsi, og
rak það um margra ára skeið. En
síðan hóf hann störf í Álverinu í
Straumsvík og starfaði þar til
æviloka.
Sigurður hafði gaman af ferða-
lögum. Heimsótti mikið sögu-
staði. Eldri bróður er sérstaklega
í huga er Siggi kom til hans í Kan-
ada fyrst 16 ára og síðan 18 ára á
námsárum stóra bróður þar. Þeir
ferðuðust um þetta víðfeðma
land.
Yngri bróður er helst í huga
söguferð í Kaldaðarnes á vegum
Churchill-klúbbsins daginn fyrir
andlát Sigga. Einstaklega góður
dagur í vel heppnaðri ferð.
Það er svo óréttlátt að hann sé
tekinn frá okkur; drengurinn sem
lífgaði svo upp á æsku okkar
systkina. En maðurinn með ljáinn
spyr víst engan áður en hann læt-
ur fólk hverfa úr þessum heimi.
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Sigmar, Anna og Pétur.
Sigurður föðurbróðir minn
birtist mér í draumi stuttu eftir
að mér var tilkynnt um andlát
hans. Sagðist þurfa að fara frá
mér. Ég tók þétt utan um Sigga
og grátbað hann um að vera
áfram hjá mér. Við það vakna ég
með andfælum á vinnustað mín-
um fiskveiðiskipi við Íslands-
strendur.
Ég var settur í æsku í pössun
til lengri eða skemmri tíma hjá
afa og ömmu í Granaskjóli í
Reykjavík eða „Granó“ eins og
við kölluðum heimilið. Þar tók
Siggi oft á móti mér. Þó hann
væri í fullri vinnu eða krefjandi
háskólanámi gaf hann sér alltaf
nægan tíma fyrir mig barnið.
Alltaf var spennandi að fara í
herbergið hans Sigga, að spila
tölvuleiki í PC-tölvunni hans,
skoða hvaða muni hann hafði
komið með frá útlöndum og fleira.
Enginn skortur var á bæjarferð-
um eða göngutúrum á leikvöllinn
með frænda og ferð í sjoppuna í
þokkabót.
Ég tók eftir því að í tölvunni
hafði hann oft verið að vinna rit-
gerðir eða pistla sem fróðlegt var
að lesa.
Sigurður virtist að auki halda
verndarhendi yfir mér. Eitt sinn
þegar ég í gleði minni fór um
Eiðsgrandann á nýja BMX-reið-
hjólinu mínu umkringdi mig hóp-
ur eldri stráka og þeir tóku af
mér hjólið. Ég gekk snöktandi
heim til afa og ömmu. Siggi var
heima og spurði hvað væri að.
Hann var ekki lengi að stökkva út
við fréttirnar. Og kemur brátt til
baka hjólandi á reiðhjólinu mínu,
eftir hörð orðaskipti við þjófana.
Hann hafði mjög gaman af því
að ferðast um heiminn. Siggi
hringdi oft erlendis frá í mig og
systkini mín til að fá að vita hvaða
gjafir hann ætti að koma með
heim til okkar.
Í seinni tíð hafði frændi alltaf
að mér virtist raunverulegan
áhuga á því hvað var að gerast í
lífi okkar systkina. Var fullur
gleði þegar maður ræddi um lífið
og tilveruna við hann. En stund-
um rakst ég á hann í einum af lab-
bitúrum Sigga um Reykjavík.
Mér finnst ég ekki hafa end-
urgoldið frænda mínum nógu vel
allt það sem hann gerði fyrir mig.
Ég fékk reyndar eitt sinn tæki-
færi til þess.
Á námsárum mínum í Tækni-
skólanum réð hann mig sem að-
stoðarmann við þvotta í þvotta-
húsinu sem hann rak. Eitt sinni
vantaði Sigurð aðstoð við að koma
í gagnið tuskuvafningsiðnaðarvél
sem framleiddi bónþvottatuskur.
Frændi spurði mig hvort ég gæti
aðstoðað hann við að setja upp
vélina og koma henni í gang.
Þetta yrði mér létt verk í dag.
En þarna var ég unglingurinn
nýlega byrjaður í vélstjórnar-
námi. Ég horfði á vélina og sagði
Sigga að ég gæti ekki átt neitt við
þennan tæknirisa. Það nagar mig
nú að hafa ekkert getað gert í
málinu þannig að Siggi hefði get-
að framleitt bóntuskur á hraða
sem aldrei fyrr.
Ég er svekktur að fá ekki að
sjá Sigga frænda framar. Fá
ekki lengur að hlusta á pælingar
hans. Neyðast til að kveðja góð-
an frænda.
Valgeir Sigmarsson.
Siggi frændi er látinn. Eftir lif-
ir minning um hlédrægan og ró-
legan mann sem vildi öllum vel.
Við frændsystkinin gátum leitað
til hans eftir ráðum og sýndi hann
manni ætíð þolinmæði og vin-
semd. Siggi var mikill áhugamað-
ur um teiknimyndasögur og pass-
aði vel upp á bækurnar sínar.
Samt fengum við krakkarnir að
kíkja í safnið en það var fylgst vel
með því að maður færi varlega
með þær. Hann var mjög barn-
góður og hafði gaman af að eyða
tíma með okkur krökkunum.
Tungumál lágu vel fyrir honum
og það var alltaf hægt að spjalla
við hann um utanlandsferðir og fá
góð ferðaráð. Siggi var víðförull
og hans helsta áhugamál var að
kynna sér menningu og tungumál
annarra þjóða. Það er mikill miss-
ir af þessum góða frænda en eftir
lifa dýrmætar minningar. Nú er
hann kominn til afa og ömmu sem
munu hugsa vel um hann.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Guð geymi þig elsku frændi.
Þín frændsystkini,
Magnea Erna, Daníel og
Guðmundur Auðunsbörn.
Það hefur fækkað um einn í
vinahópnum. Það er ömurleg og
erfið staðreynd að sættast við.
Siggi er búinn að vera hluti af
hópnum okkar frá því árið 1992.
Þessi hópur hefur átt margar
ógleymanlegar stundir saman.
Það var djammað, það var rúnt-
að, það voru bíóferðir, ferðalög
og það voru spilakvöld. Allt það
sem vinir gera. Rólyndismaður-
inn Siggi var ekki alltaf mest
áberandi, en hann var hugsuður-
inn í hópnum, sem gjarnan skaut
inn spaugilegum athugasemdum
sem reglulega eru rifjaðar upp
og eru orðnar ódauðlegar meðal
okkar. Hann var ólíkur okkur
hinum að mörgu leyti og kom
með gott jafnvægi inn í hópinn. Í
léttum tón uppfræddi hann okk-
ur íþróttalúðana reglulega um
menningarleg gildi. Þannig var
Siggi. Hann var minnugur, fróð-
leiksfús og víðlesinn, og hann
vildi deila því með okkur. En
hann var fyrst og fremst góður
vinur. Hér eftir munum við vin-
irnir ávallt minnast Sigga þegar
við hittumst. Við söknum hans
sárt. Siggi var einn af hópnum.
Hann var einn af okkur og það er
óendanlega sárt að sjá á eftir
honum. Hvíldu í friði, kæri vin-
ur.
Andrew, Árni, Gauti,
Stefán (Stebbi), Trausti,
Þorvaldur (Valdi),
Viðar (Viddi).
Sigurður Valgeirs-
son Þormar
Það eru orðin
fimmtíu og tvö ár
síðan við Sólrún
komum í Brautar-
holt til að opinbera
trúlofun okkar. Steinunn og
Gunnar tóku mér afar vel eins og
þeirra var von og vísa. Þau voru
bæði sérlega gestrisin, alúðleg og
einstakir samræðusnillingar.
Steinunn var mikil kökukona
og óspör á veitingarnar þegar
gesti bar að garði enda fannst
henni fátt skemmtilegra en að
setjast niður og fá sér sopa með
fólki. Það var alltaf mikill gesta-
gangur hjá henni því hún hafði svo
Steinunn
Árnadóttir
✝
Steinunn Árna-
dóttir fæddist
15. maí 1929. Hún
lést 22. júní 2021.
Útför Stein-
unnar fór fram 5.
júlí 2021.
góða nærveru að
fólk sogaðist að
henni. Hún var ró-
lynd en gamansöm
og fylgdi húmorinn
henni alla ævi.
Steinunn talaði
mjög fallegt mál,
næstum hátíðlegt á
köflum og sagði vel
frá. Hún var prúð og
fáguð í framkomu en
þó ákveðin og sagði
sína meiningu á hógværan hátt.
Eitt sinn barst í tal fólk sem hún
vissi deili á og samdi frekar illa.
Ég spurði hverju það sætti og hún
svaraði: Ég held að það séu ein-
hverjir brestir í því. Málið var út-
rætt.
Steinunn las Hello og Hjemmet
og vissi allt um kóngafólk heims-
ins. Ég var á annarri línu en það
kom ekki að sök því að fyrir
bragðið skemmtum við okkur við
að tala um kóngaslektið í hálfkær-
ingi, ekki síst ef því hafði orðið á í
messunni.
Hún fylgdist vel með því helsta
sem var að gerast í heiminum og
las mikið sér til gagns og ánægju.
Steinunn var tónelsk og hafði
gaman af að hlusta á helstu óp-
erusöngvara og ekki síður hafði
hún yndi af jólatónlist. Það var
ekki að undra því hún var mikið
jólabarn. Hún var hjá okkur Sól-
rúnu nokkur síðustu jólin fram að
Kóvid öllum til ómældrar ánægju.
Hún spilaði dálítið á hljómborð
sem hún átti og hafði líka gaman
af að syngja. Starfsstúlkurnar á
hjúkrunarheimilinu höfðu orð á
því hvað hún væri glaðlynd og að
hún syngi oft með þegar kveikt
var á útvarpinu í matsalnum.
Mótlæti tók hún með jafnaðar-
geði. Gunnar varð ekki háaldrað-
ur og Maggi tengdasonur hennar
féll frá langt um aldur fram. Hún
syrgði þá báða en æðraðist ekki.
Reyndar fannst henni Gunnar
alltaf vera nálægur og lét það oft í
ljós. Einu sinni fundum við ekki
eitthvað sem vantaði og fórum að
leita. Eftir smástund sagði Stein-
unn: Verið ekkert að leita að
þessu, ég bið hann Gunnar bara
að finna þetta fyrir mig. Ég geri
það oft. Og auðvitað kom hlutur-
inn í leitirnar hvort sem Gunnar
kom þar við sögu eða ekki.
Ég minnist þess líka að það var
nokkurt átak fyrir hana að flytja
úr húsinu sínu í Borgarnesi þar
sem þau höfðu búið í hartnær
hálfa öld og átt mörg sín bestu ár.
Það kom í minn hlut að keyra
hana suður og fann ég að hún var
svolítið meyr er við lögðum af
stað. En við höfðum ekki ekið
lengi þegar við fórum að spjalla
saman og skorti okkur ekki um-
ræðuefni það sem eftir var ferð-
arinnar.
Það var mjög gott á milli okkar
Steinunnar og gagnkvæm vænt-
umþykja. Ég minnist fjölmargra
ánægjustunda sem við höfum átt
með henni og þeim Gunnari með-
an hans naut við. Hún var góð
amma og barnabörnunum þótti
afar vænt um hana.
Allt hefur sinn tíma og nú hefur
mín kæra tengdamóðir lokið sinni
göngu. Ég þakka henni samfylgd-
ina af heilum hug og gleðst yfir
því að hún hafi nú fengið hvíldina.
Gylfi Már Guðjónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÖLVI VÍKINGUR AÐALBJARNARSON
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju
sunnudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá
Egilsstaðakirkju mánudaginn 12. júlí
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði.
Sigurborg Sigurbjörnsdóttir
Sigurþór Steinarsson
Una Sölvadóttir
Heiðar Víkingur Sölvason
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA SKÚLADÓTTIR
frá Urðarteigi, Berufirði,
til heimilis í Neskaupstað,
lést föstudaginn 2. júlí á Sjúkrahúsinu
í Neskaupstað í faðmi fjölskyldunnar.
Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. júlí
klukkan 14.
Þorsteinn Ársælsson
Gunnar Þorsteinsson Anna Sigríður Þórðardóttir
Bjarney Kolbrún Þorsteinsd. Þorgeir Jónsson
Heiðrún Þorsteinsdóttir Halldór Freyr Sturluson
Sigrún Þorsteinsdóttir Snorri Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNA GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR,
Nesvöllum 6,
lést á HSS fimmtudaginn 29. júní.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks.
Sveinn Jensson
Jón Heiðar Sveinsson Sigrún Harpa Hauksdóttir
Esther Selma Sveinsdóttir
Lilja Sveinsdóttir
Sveinbjörn Sveinsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Stjúpfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HANNESSON
húsasmíðameistari
frá Brekkukoti í Reykholtsdal,
lést fimmtudaginn 1. júlí á hjúkrunar-
heimilinu Sléttu. Útför hans fer fram
frá Fella- og Hólakirkju á morgun, fimmtudaginn 8. júlí, klukkan
13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð
Oddfellow á Íslandi á www.oddfellow.is.
Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir
Ólafur Axelsson
afabörn og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN GUÐMUNDSSON,
fv. flugvélstjóri,
lést á líknardeild Landspítala sunnudaginn
4. júlí.
Laufey Hrefna Einarsdóttir
Ingvar Ágúst Jóhannsson Catherine Beyer Jóhannsson
Einar Marinó Jóhannsson Sigríður Jakobsdóttir
Þorkell Jóhannsson Anna Sólveig Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabarn