Morgunblaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Verbena
hinn fullkomni
sumarilmur
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Bandaríski heraflinn lét sig hverfa
án nokkurs fyrirvara um miðja nótt
frá Bagram-herflugstöðinni í Afgan-
istan sem verið hefur þungamiðja
aðgerða bandaríska hersins gegn
hryðjuverkasveitum talíbana, að
sögn nýs yfirmanns stöðvarinnar,
Asadullah Kohistani hershöfðingja.
Hann sagði síðustu hermennina hafa
farið frá Bagram klukkan þrjú að
nóttu aðfaranótt sl. föstudags og afg-
anski herinn hefði fyrst uppgötvað
það nokkrum stundum seinna.
Í Bagram, sem er skammt frá höf-
uðborginni Kabúl, er að finna fang-
elsi og hermt hefur verið að þar
væru allt að 5.000 talíbanar í haldi.
Sveitir þeirra hafa verið í mikilli
sókn síðustu vikurnar á sama tíma
og bandarískar sveitir og sveitir
stjórnarhersins hafa hörfað frá
svæðum. Kohistani sagði í gær að
stjórnarherinn byggist þá og þegar
við árás talíbana á Bagram en þeir
hafa nálgast flugvöllinn hratt síðustu
daga.
Afgönsk yfirvöld hétu því í gær að
endurheimta öll þau svæði sem und-
anfarið hafa fallið í hendur talíbana.
Hefðu hundruð manna skyndiárás-
arsveitir auk hersveita verið sendar
norður í landið til að stöðva sókn ta-
líbana sem í fyrradag stökktu um
eitt þúsund stjórnarhermönnum á
flótta til grannríkisins Tadsíkistan.
Bardagar hafa verið einstaklega
harðir í nokkrum héruðum Afganist-
an og hafa uppreisnarsveitirnar ein-
beitt sér sérstaklega að því að upp-
ræta alla mótspyrnu í norðurhluta
landsins. Hafa þeir tekið tugi svæða
þar síðustu tvo mánuðina. Munu þær
nú mæta meiri mótspyrnu í héruðun-
um Takhar og Badakshan sem liðs-
auki stjórnarsveitanna hefur verið
sendur til.
Með heimkvaðningu bandarísku
sveitanna og sveita annarra NATO-
ríkja í með aðsetur í Bagram er
tveggja áratuga hernaði í landinu
svo gott sem að ljúka. Til hans var
stofnað í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna á Bandaríkin 11. september
2001.
„Það stendur yfir stríð, álagið er
mikið. Stundum leggjast hlutirnir
með okkur en stundum ekki. Við
munum eftir sem áður verja afg-
önsku þjóðina,“ sagði þjóðarráðgjaf-
inn Hamdullah Mohib við blaða-
menn. „Við erum með áætlanir um
endurheimt héraða,“ bætti hann við.
Ætlun stjórnarhersins er að end-
urheimta yfirráð í helstu borgum
landsins og tryggja öryggi þjóðvega
og landamærabæja eftir áhlaup talí-
bana. Skjót framrás þeirra og fyr-
irstöðulítil mótspyrna hafa vakið upp
spurningar um hvort stjórnarsveit-
irnar ráði við verkefnið nú þegar
stuðningur bandaríska flughersins
nær þrýtur með yfirtöku stjórnar-
hersins á Bagram-flugherstöðinni.
Bandaríkjamenn tilkynntu sl.
föstudag að þeir hefðu yfirgefið Bag-
ram en formlega stefna þeir að full-
um brottflutningi frá Afganistan fyr-
ir 11. september næstkomandi, eins
og Joe Biden tilkynnti fyrr á árinu.
Mikið fellur til frá jafn miklum
mannafla og var með aðsetur í bæki-
stöðinni í Bagram. Skildu Banda-
ríkjamenn eftir sig um 3,5 milljónir
hluti, að sögn Kohistani hershöfð-
ingja, þar á meðal tugþúsundir
vatnsflöskur, orkudrykki og tilbúna
matarskammta fyrir hermenn.
Einnig skildu þeir eftir sig þúsundir
fólksbíla sem aðeins kveikjulyklarnir
voru hirtir úr og hundruð brynvarin
farartæki, að sögn AP-fréttastofunn-
ar. Með sér á brott höfðu þeir þunga-
vopn en sprengdu hluta skotfæra.
Hluta vopnabirgðanna afhentu þeir
stjórnarhernum afganska, að sögn
Kohistani.
Talsmaður bandaríska hersins
sagði brottför úr fjölda herstöðva
vera í samstarfi við Afgani.
AFP
Farinn Þegar herinn yfirgaf Bagram skildi hann eftir sig þúsundir fólksbíla
og hér má sjá hluta þeirra. Tóku þeir með sér kveikjulykilinn úr þeim öllum.
Létu sig hverfa að næturlagi
- Skildu eftir sig vopn, matvæli, orkudrykki og fólksbíla í Bagram í Afganistan
Pítsur sem bakaðar eru af svoköll-
uðum pítsuvélmennum njóta nú
mikilla vinsælda í París í Frakk-
landi. Um er að ræða pítsur sem
gerðar eru frá grunni af þjörkum í
sjálfsala þar sem þær eru hnoðaðar,
bakaðar og þeim pakkað í pítsu-
kassa án þess að ein einasta manns-
hönd komi að verkinu. Eftir pöntun
í sjálfsafgreiðslustöðvunum geta
viðskiptavinir horft á þegar vél-
arnar fletja út ferskt deig, dreifa
tómatsósu, bæta við áleggi og horft
á bakstur pítsunnar, allt í gegnum
gler. Pítsuvélmennið hefur vakið
mikla athygli meðal Parísarbúa.
FRAKKLAND
AFP
Tækni Vélmenni sér um baksturinn.
Pítsuvélmenni nýtur
vinsælda í París
Fjölgun hefur
verið á tilfellum
kórónuveiru-
smita í Mexíkó
eftir að nýjar til-
slakanir tóku þar
gildi. Bólusetn-
ingar hafa þó
hjálpað mikið til
við að koma í veg
fyrir dauðsföll,
greindi rík-
isstjórn Mexíkó frá á þriðjudag.
Samkvæmt aðstoðarheilbrigð-
isráðherra Mexíkó, Hugo Lopez-
Gatell, er um að ræða 22 prósent
fleiri smit en stjórnvöld höfðu gert
ráð fyrir. Dauðsföll og innlagnir á
sjúkrahús hafa þó ekki hækkað,
segir Lopez-Gatell. „Okkur hefur
tekist að draga úr dánartíðni og al-
varlegum tilfellum þar sem það eru
helstu áhrif bóluefnanna,“ segir
hann samkvæmt fréttastofu AFP.
MEXÍKÓ
Fjölgun smita eftir
tilslakanir
Bólusetningar
hafa hjálpað mikið.
Hafin er ný tilraun til að finna
rannsóknarskipið Endurance sem
festist í ís og sökk árið 1917 á Wed-
dell-hafi en hinsta leiðangur sinn
fór skipið undir stjórn pólkönn-
uðarins Ernests Shackletons.
Sigling um hafið er erfiðleikum
bundin sökum hafíss eins og
Shackleton fékk að kynnast. End-
urance er frægasta skip sem ekki
hefur fundist.
Síðasta tilraun þeirra mistókst en
þá týndist eina köfunartækið sem
var með í för. Nú verða tækin fleiri
og er ætlunin að ljósmynda hafs-
botninn og kortleggja legstað End-
urance en láta hann að öðru leyti
ósnertan.
Hin blauta gröf skips Shackleton
hefur verið útnefnd af SÞ sem
minnisvarði sem bannhelgi hvílir
yfir. Skipið sat fast í ís í 10 mánuði
þar til kraftar hafsins náðu yf-
irhöndinni og krömdu það. Sjálfur
bjargaðist Shackelton og 27 manna
áhöfn hans til lands á ís og í líf-
bátum.
Leita að skipi
Shackletons
Ljósmynd/Wikipedia
Leiðangur Endurance innilokað í haf-
ísnum við Suðurskautslandið.
SUÐURSKAUTSLANDIÐ