Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 Björn Bjarnason rifjar á vef sínum upp brot úr ferli Gunnars Smára Egilssonar, nú sósíalistaforingja og -frambjóðanda. Björn rekur leik- ritið undanfarna daga um framboð foringjans, skipuð hafi verið með slembivali 30 manna kjörnefnd en um leið tilkynnt að Gunnar Smári gæfi kost á sér til Alþingis. Ríkis- útvarpið hafi rætt við hann og fengið þetta svar: „Það hefur ver- ið skorað á mig og kjörnefndin var að tala við mig og ég lofaði þeim að svara núna um helgina. Ef að þau geta notað mig þá er ég til.“ - - - Þetta leikrit um framboðið er auðvitað spaugilegt ekki síst þegar haft er í huga framboð sem Gunnar Smári kynnti fyrir nokkr- um árum. Um það segir Björn: „Áður en Gunnar Smári stofnaði Sósíalistaflokkinn í kringum sig fyrir fjórum árum og eftir að hann kvaddi Fréttatímann vildi hann að Ísland yrði fylki í Noregi og var kallaður til viðtala í fjöl- miðlum um þá hugmynd. Þar á meðal í ríkisútvarpinu en á ruv.is sagði 11. ágúst 2014: „Hugmyndir Gunnars Smára Egilssonar um að Ísland verði fylki í Noregi hafa vakið gríð- arlega athygli og nú stendur til að stofna stjórnmálaafl um málið. Fylkisflokkurinn verður stofnaður formlega í haust og fólki er nú boðið að skrá sig sem stofnendur.“ - - - Orðalag þessarar tilvitnunar sýnir hvernig fjölmiðlamenn kokgleypa það sem frá Gunnari Smára kemur. Nú segir á ruv.is að Gunnar Smári segi Sósíalista- flokkinn tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn eftir næstu kosningar bjóðist tækifæri til þess.“ Gunnar Smári Egilsson Nýr flokkur, nýtt leikrit STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram sextán skriflegar fyr- irspurnir í gær og óskaði eftir svör- um ráðherra. Hann vildi meðal ann- ars vita hver tók ákvörðun um að kalla ferðaávísun ríkisins „ferða- gjöf“, hvernig neysluskammtur fíkniefna væri skilgreindur og hvort fjórði orkupakkinn lægi fyrir. Hann spurði líka hversu mörg kyn væru að mati forsætisráðuneytisins. Logi Einarsson gagnrýndi Katr- ínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir kyrrstöðu í heilbrigðismálum og hélt því fram að það væri vegna þess að Vinstri græn og Sjálfstæð- isflokkurinn gætu ekki unnið sam- an. Katrín sagði það rangt að kyrr- staða hafi verið í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu og bætti við að hún ætlaði ekki að fara í stjórnarmynd- unarviðræður við háttvirtan þing- mann í þessum óundirbúnu fyr- irspurnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir að skýla sér bak við Covid þegar biðlistar í heilbrigðiskerfinu voru ræddir og spurði hvers vegna hún vildi ekki gera samninga við einkaaðila. Andrés Ingi Jónsson spurði Katr- ínu hvort hægt væri að treysta því að VG láti ekki einkavæða Lands- bankann eins og Íslandsbanka. Katrín svaraði að samkvæmt stefnu VG skyldi ríkið eiga Landsbankann. Ekki nauðsynlega alla bankana. Inga Sæland vakti athygli á því í sinni fyrirspurn að fólk sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi leiti til dómstóls götunnar því dóms- kerfið bregðist því. Hún telur þetta ógna réttarríkinu. Einstaklingar fái ekki tækifæri til að svara fyrir meint brot. „Mér finnst ekki hægt að taka fólk úr umferð án dóms og laga.“ Biðlistar, bankar og brigðult dómskerfi - Óundirbúnar fyrirspurnir Alþingis í gær - Sigmundur Davíð krefst 16 svara Tryggvi Ingólfsson, fv. verktaki á Hvolsvelli, lést sl. mánudag, 5. júlí, 71 árs að aldri. Tryggvi var fæddur í Neðri-Dal undir Vestur- Eyjafjöllum 16. mars 1950, sonur hjónanna Ingólfs Ingvarssonar og Þorbjargar Egg- ertsdóttur. Tryggvi ólst upp í foreldra- húsum og lauk gagn- fræðaprófi frá Skóga- skóla árið 1966. Fór í kjölfar þess út á vinnu- markaðinn, og reri sex vertíðir frá Eyjum og Þorlákshöfn en hóf vörubílaútgerð árið 1973. Sneri sér svo að rekstri vinnuvéla og jarðvinnu. Hann stofnaði verktaka- fyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Óskarssyni árið 1980 og stóð rekstur þess næstu 26 árin. Sinntu þeir félagar mörgum stórum verk- efnum, svo sem gerð íþróttavalla í Mosfellsbæ, að Laugarvatni og í Laugardal í Reykjavík. Tryggvi var virkur í félagsmálum, svo sem á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi. Var í hreppsnefnd Hvolhrepps 1986- 1998 og gegndi jafnhliða því ýmsum trúnaðarstörfum í héraði. Vorið 2006 lenti Tryggvi í hestaslysi, féll af baki, hlaut mænuskaða og lam- aðist fyrir neðan háls. Eftir sjúkahúsvist í kjölfar þess var Tryggvi næstu árin á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli, eða fram í desem- ber 2017 að hann fór til læknismeðferðar í Reykjavík. Fékk hins vegar ekki að snúa aft- ur á Kirkjuhvol, og var næstu misserin á sjúkrahúsinu. Fékk að lokum inni á hjúkrunardeildinni Ljósheimum á Selfossi og dvaldist þar síðustu árin, uns yfir lauk. Eftir slysið þurfti Tryggvi mikillar umönnunar við og aðstoð við allar helstu athafnir dag- legs lífs. Á nýársdag 1972 kvæntist Tryggvi Elísabetu Andrésdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð. Þau stofnuðu heimili á Hvolsvelli, byggðu sér hús og bjuggu þar alla tíð. Börn þeirra eru Finnur Bjarki, Berglind Elva, Þorbjörg og Aníta Þorgerður, sem öll búa á Selfossi. Fyrir hjónaband átti Tryggvi soninn Guðmund sem býr í Reykjavík. Andlát Tryggvi Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.