Morgunblaðið - 16.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
MADEIRA
28. SEPTEMBER - 07. OKTÓBER
VERÐ FRÁ:
10 daga frí á ævintýralegu eyjunni Madeira.
Innifalið í verði: Beint flug, innritaður farangur,
gisting með morgunverði og íslenskri fararstjórn.
129.900 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19 | 585 40000 | INFO@UU.IS
BEINT
FLUG
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
Erla María Markúsdóttir
Nýr kafli í baráttunni við Covid-19 er
að hefjast, að mati Þórólfs Guðnason-
ar sóttvarnalæknis. Hann telur þó
ekki tilefni til að herða aðgerðir inn-
anlands en segir það vera til skoð-
unar að herða aðgerðir á landamær-
unum. Þetta kom fram á
upplýsingafundi almannavarna í gær.
Tíu smit greindust innanlands í fyrra-
dag, helmingur tilfella var í sóttkví en
allir einstaklingarnir bólusettir.
Bólusettir veikjast síður illa
Bólusetning gegn kórónuveirunni
veitir vernd en bólusettir geta smit-
ast ef þeir eru berskjaldaðir fyrir
smitefni. Þetta segir Runólfur Páls-
son, forstöðumaður lyflækninga og
bráðaþjónustu á Landspítala og einn
yfirmanna Covid-19-göngu-
deildarinnar.
„Megintilgangurinn með bólusetn-
ingu er að draga úr alvarleika veik-
inda ef fólk smitast af þeirri veiki sem
bólusett er gegn,“ segir Runólfur og
bætir við að smitist bólusettur ein-
staklingur af Covid-19 verði veikindi
hans vægari en ef hann hefði ekki
verið bólusettur.
„Það hefur einkennt Covid-19 hve
mikill breytileiki er í sjúkdómsmynd-
inni. Allt frá því að fólk sé nánast ein-
kennalaust yfir í að það verði alvar-
lega veikt með lungnabólgu og
öndunarbilun. Þorri fólks hefur feng-
ið tiltölulega væg einkenni eða verið
einkennalaust. Bólusetning snar-
minnkar hættuna á að veikjast alvar-
lega.“
Runólfur segir bóluefnin fyrst og
fremst hafa verið prófuð á heilbrigðu
fólki. Vitað sé að bólusetning veiti
þeim hópi mjög góða vernd gegn al-
varlegum veikindum. Gera megi ráð
fyrir því að bólusetning veiti þeim
minni vörn sem eru með alvarlega
undirliggjandi sjúkdóma, að ekki sé
talað um þá sem eru á lyfjum sem
bæla ónæmiskerfið.
„Við vonum að vörnin sem bólu-
setning veitir sé nægileg, en við vitum
að þegar mótefni í blóði eru mæld hjá
þessum hópi er mótefnasvörunin
minni en hjá þeim sem eru með heil-
brigt ónæmiskerfi,“ segir Runólfur.
Hann bendir á að umtalsverður
hópur bólusettra hafi nú greinst með
Covid-smit. Nær undantekningar-
laust séu þeir með lítil sjúkdóms-
einkenni. En hver eru þau?
„Þetta geta verið væg öndunar-
færaeinkenni eða væg flensulík ein-
kenni. Jafnvel nær engin einkenni,“
segir hann. Allir sem fái einkenni eigi
að fara í sýnatöku. Það sé leiðin til að
hefta útbreiðslu sjúkdómsins, að
greina þá sem eru smitandi.
„Við hvetjum líka fólk til að stunda
áfram persónulegar sóttvarnir og að
forðast óþarfa nánd og fjölmenni eftir
því sem hægt er. Eftir því sem smit
dreifist víðar er hættan meiri fyrir þá
sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart
þessum sjúkdómi,“ segir Runólfur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Almannavarnir Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í gær, þeim fyrsta síðan í lok maí.
Smitum fjölgar en að-
gerðir ekki hertar í bili
- Bólusettir geta smitast - Mikilvægt að sýna áfram aðgát
10 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
60 eru með virkt smit
og í einangrun
Fjöldi smita
frá 1. júlí H
ei
m
ild
:
co
vi
d
.is
168 eru í
sóttkví
10
8
6
4
2
0
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
10
5
Innanlands
Landamæri
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur kært
Arnar Sigurðsson, auk frönsku netverslunar-
innar Santewines SAS og innflutningsfyrir-
tækisins Sante ehf. til lögreglu og skattayfir-
valda. Arnar er eigandi fyrirtækjanna beggja.
Þetta sýna bréf sem Morgunblaðið hefur undir
höndum sem dagsett eru 28. júní síðastliðinn
og stíluð á Snorra Olsen ríkisskattstjóra og
Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á
höfuðborgarsvæðinu. Bréfið er undirritað af
Ívari Árdal, forstjóra ÁTVR. Af bréfunum
tveimur að dæma hefur ÁTVR einnig látið til
skarar skríða gagnvart fyrirtækjunum Bjór-
landi ehf. og Brugghúsinu Steðja ehf. auk eig-
enda þeirra.
Sagt málamyndagjörningur
Í kærunni til lögreglunnar er kallað eftir
rannsókn á meintum brotum Arnars Sigurðs-
sonar og „viðeigandi refsingu yfir kærða“. Er
þar sagt að viðskipti þau sem Santewines SAS,
hið franska félag, bjóði upp á sé „augljós mála-
myndagjörningur“ þar sem vínið sem selt er til
neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante
ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem
selji það svo áfram í gegnum verslun sína á net-
inu. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki
milli landa og séu vistuð á einum og sama lag-
ernum allan tímann. „Ljóst er að ef um raun-
verulega sölu Sante ehf. úr landi væri að ræða
þá þyrfti franska félagið að flytja áfengið inn
að nýju áður en það yrði selt hér í smásölu,“
segir í kæru ÁTVR.
Fangelsisrefsingar krafist
Bendir Ívar í bréfinu á að flest bendi til þess
að áfengissala Santewines hér á landi sé um-
fangsmikil og að hún sé augljóslega smásala og
þar með í trássi við einkarétt ÁTVR sem
ákveðinn sé með áfengislögum. „Brot kærða
virðast margítrekuð og stórfelld og varða að
mati kæranda sektum eða fangelsi [...]“
Þá segir einnig í bréfinu að af reikningum
sem Santewines hefur gefið út, og stofnunin
hefur undir höndum, megi ráða að lagður sé
11% virðisaukaskattur ofan á hina seldu vöru.
„Hið franska félag hefur hins vegar hvorki ís-
lenska kennitölu né virðisaukaskattsnúmer og
hefur enga heimild til þess að innheimta hér
virðisaukaskatt.“ Í bréfi til skattsstjóra er
virðisaukaskattsinnheimtan gerð að umtals-
efni og segir þar að „ekkert bendi til þess“ að
hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og
skyldur“. Af þeim sökum telur stofnunin að í
starfseminni felist „undanskot á virðisauka-
skatti“ og að „ef um þau er að ræða, hljóta
þannig að nema verulegum fjárhæðum“.
Í kröfugerð til skattayfirvalda er bent á að
ríkisskattstjóri hafi lögum samkvæmt eftirlits-
hlutverki að gegna gagnvart þeim sem hlotið
hafa leyfisbréf til áfengisinnflutnings og að
hann hafi auk þess ríkar heimildir til eftirlits
með starfsemi áfengisinnflutningsleyfa. Þá er
ítrekað að leyfi Sante ehf. til innflutnings renni
út 1. desember næstkomandi og að „á eftirlits-
aðilum með leyfinu hlýtur að hvíla að ganga úr
skugga um að starfsemi leyfishafans sé í sam-
ræmi við þau skilyrði sem þar eru sett áður en
leyfi hans er endurnýjað“.
ÁTVR lætur kné fylgja kviði
- Hefur kært fyrirtækin Santewines og Sante auk eiganda þeirra til lögreglu og Skattsins - Kærur
einnig lagðar fram gagnvart Bjórlandi og Brugghúsinu Steðja - Krefst refsingar yfir eigendum
Morgunblaðið/Eggert
Vín Arnar er eigandi beggja fyrirtækjanna.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur
verið úrskurðaður látinn eftir að
hafa orðið undir steini við vinnu
sína í Reykjanesbæ á miðvikudag.
Maðurinn var við vinnu á bygg-
ingarsvæði þegar þungur steinn
lenti á honum og var fjölmennt lið
viðbragðsaðila kallað út á vettvang.
Vinnueftirlitið og lögregla eru með
málið til rannsóknar.
Lést eftir vinnuslys í Reykjanesbæ
Lögreglan á Austurlandi skoðar nú
hugsanlegt brot á sóttvarnareglum,
eftir að skemmtiferðaskip hafði
viðkomu á Djúpavogi í gær.
Allir um borð eru bólusettir, en
hjá einum farþega greindist kór-
ónuveirusmit. Sá er þegar kominn í
einangrun um borð. Farþegar
skipsins fóru í land án tilskilins
leyfis í ljósi aðstæðna um borð.
Er það mat aðgerðastjórnar al-
mannavarna í landsfjórðungnum að
hætta á dreifingu smits af þessum
sökum sé lítil.
Hún hvetur engu að síður versl-
unareigendur og þjónustuaðila sem
fengu til sín gesti frá skipinu, að
gæta vel að sprittun og þrifum.
Farþegar fóru í land á Djúpavogi án leyfis
Djúpivogur Gestir skipsins fóru í land.