Morgunblaðið - 16.07.2021, Side 15

Morgunblaðið - 16.07.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021 Grafa skýjum ofar Unnið er að gerð útsýnispalls á toppi Bolafjalls ofan Bolungarvíkur. Tvær gröfur eru að verki á fjallinu, sem er 638 metrar að hæð. Vægast sagt ekki fyrir lofthrædda. Áskell Þórisson Rétt eins og sið- menningin fór fjandans til þegar fyrri heims- styrjöldin hófst fyrir einni öld, þá er það áleitin spurning hví allt er ekki komið fjandans til á Íslandi eftir tveggja ára Covid-19- umsátur og loðnuleysi í tvær vertíðir og vænt- anlegan samdrátt í þorskveiðum. Birtingarmynd efnahagsvanda á Íslandi hefur ávallt verið sú sama. Aflabrestur og óábyrgar nafnlauna- hækkanir með verðbólgu í kjölfarið leiddi til þess að greiðslujöfnuður við útlönd hrundi. Afleiðingin varð veru- legur halli á utanríkisviðskiptum, innflutningur vöru og þjónustu fór langt fram úr útflutningi vöru og þjónustu. Gengisfall krónunnar fylgdi. Efnahagsvandi fyrri alda var fjár- fellir, sem leiddi til mannfækkunar af hallærum. Nú skiptir sauðkindin ekki máli enda er sauðfjárbúskapur sem næst 0% af landsframleiðslu. Gjaldeyrisvarasjóður og greiðslujöfnuður Nauðsynlegur gjaldeyris- varasjóður var ekki til staðar til að takast á við samdrátt. Viðbragð við greiðslujafnaðarvanda var gengis- felling gjaldmiðilsins, en varð „geng- issig í einu stökki“ eftir að horfið var frá fastgengisstefnu. Vissulega var verðbólga, sem í dag yrði kölluð óða- verðbólga, viðvarandi ástand. Hin eðlilega verðbólga var 10%- 12%. Eignir lífeyr- issjóða þola ekki þá verðmætaflutninga sem slík verðbólga hef- ur í för með sér. Ekk- ert samfélag þolir óða- verðbólgustig um og yfir 100% árs- verðbólgu. Fylgikvilli greiðslujafnaðarvanda og gengisfellingar var verðbólga eins og hér var lýst. Skammtímaáhrif gengisfell- ingar eru raunlaunalækkun almenn- ings. Í raun tilfærsla frá launþegum til fyrirtækja. Staða ríkissjóðs hjá Seðlabanka og erlendar eignir Seðlabanka Seðlabankinn gefur út mánaðar- legar tölur úr reikningum bankans. Seðlabankinn aflar einnig upplýs- inga um útlán lífeyrissjóða. Ekki verður séð að nokkrir kollhnísar hafi orðið í þessum efnahagsliðum þrátt fyrir halla á rekstri ríkissjóðs. Hér verður að hafa í huga að ríkissjóður fór inn í Covid-19-tímabilið með nokkuð sterkan efnahagsreikning. Sá styrkleiki virðist hafa haldist að nokkru þótt hann hafi veikst. Þá hafa útlán lífeyrissjóða til ríkissjóðs í markaðsbréfum ekki aukist að marki. Með því að lágmarka útlán lífeyrissjóða til ríkissjóðs er í raun verið að koma í veg fyrir að lífeyr- issjóðir verði gegnumstreymissjóðir. Íslenskir lífeyrissjóðir eru söfn- unarsjóðir þar sem hver og einn safnar fyrir eigin lífeyri. Hvernig myndaðist sterk staða ríkissjóðs? Sterk staða ríkissjóðs á Íslandi er ekki sjálfsagt mál. Á fyrri hluta síð- ustu aldar voru tolltekjur ríkissjóðs veðsettar erlendum bönkum, án þess að nokkur vissi hvernig hinir er- lendu bankar ættu að endurheimta sín lán í gjaldhæfum greiðslumiðli. Eftir fall íslensku bankanna 2008 kom upp undarleg staða. Þrotabú hinna erlendu banka áttu gífurlegar eignir í samanburði við íslenska landsframleiðslu. Þessar eignir samanstóðu af: - erlendum eignum utan ís- lenskrar lögsögu, sem höfðu engin áhrif á íslenskan greiðslujöfnuð - innlendum eignum, meðal ann- ars kröfum á íslenska ríkið - eignarhlutum í þeim bönkum, sem tóku yfir innlenda starfsemi hinna föllnu banka. Hinar erlendu eignir voru í lítilli ávöxtun á erlendum bankareikn- ingum eða erlendum verðbréfa- sjóðum. Slíkt var kröfuhöfum lítt að skapi. Óleysanlegur vandi Það var óleysanlegur vandi að breyta innlendum eignum þrotabúa íslensku bankanna í erlendan gjald- eyri. Það að breyta þessum innlendu eignum í erlendan gjaldeyri hefði leitt til þess að gengi íslensku krón- unnar hefði hrunið með afdrifaríkum áhrifum á íslenskan vinnumarkað og lífskjör. Þrotabúunum var því haldið í pattstöðu með gjaldeyrishöftum. Þau gjaldeyrishöft náðu einnig til ís- lenskra lífeyrissjóða. Það gat leitt til verulegra neikvæðra áhrifa á lífs- kjör lífeyrisþega um ómunatíð. Lausin Í raun var ríkissjóður ekki aðili að þrotabúum hinna föllnu íslensku banka. Eignir þrotabúanna voru lög- varðar eignir kröfuhafa. Það var grundvallaratriði að úrvinnsla á eignum og skuldum þrotabúanna yrði með þeim hætti, sem almennt er viðurkennt í þeim löndum þar sem erlendar eignir þrotabúanna voru geymdar og siðmenning ríkir. Ef brugðið yrði út af, var hætta á að kröfuhafar fengju beinan haldsrétt í hinum erlendu eignum. Eftir stæðu meðal annars innlendar eignir, með- al annars innlend ríkisskuldabréf, sem ekki fengjust greidd. Slíkt var í raun greiðslufall ríkissjóðs, með af- leiðingum sem enginn gat séð fyrir. Úrlausn þrotabúanna gat því haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og innlend lífskjör. Upplausn þrotabúanna gat aðeins orðið með þeim hætti að greiðslujöfnuður við útlönd færi ekki fjandans til eins og siðmenning í styrjöld. Það var því mikil snilld þegar kröfuhafar feng- ust til að bjóða íslenska ríkinu allar innlendar eignir þrotabúanna, þar með talið annan bankann í eigu þrotabúanna og verulegan hluta hins, gegn því að fá erlendar eignir sínar til umráða. Fjármálaráðherra treysti sér ekki til að eiga frumkvæði að slíkri lausn. Lausnin skilaði rúm- lega 500 milljörðum í ríkissjóð. Þessi lausn er einsdæmi í úrlausn á skuldavanda þjóðríkja. Lausnin leiddi í raun til þess að íslenska ríkið kom inn í Covid-19 ástand með veru- lega sterka stöðu. Vissulega hafði vöxtur í ferðaþjónustu á árunum 2014-2019 áhrif til þess að styrkja stöðu hagkerfisins. Sú styrking hófst þegar kröfuhafar höfðu boðið fram tillögu sína að lausn. Íslendingar eru lögflóknir Íslendingur situr aldrei af sér góða deilu. Það mætti halda að Ís- lendingar séu ávallt drukknir. Slík er deilufíknin! Þegar menn eru dæmdir, þá telja þeir sig dæmda eftir lögum sem kóngsbjánar hafa sett, ellegar að lögin hafi aldrei verið sett með stjórnskipulegum hætti, eða jafnvel að lagaákvæði gangi gegn lögum Ólafs helga. Íslendingurinn vill helst að sett séu lög sem sýkna þá af öllum glæpum og öllum kröfum. Með tilboði kröfuhafa um að af- henda íslenska ríkinu allar innlendar eignir þrotabúa bankanna fóru Ís- lendingar á mis við góða deilu. En fengu þess í stað efnahags- legan stöðugleika. Var það einhvers virði? Eftir Vilhjálm Bjarnason »Með tilboði kröfu- hafa um að afhenda íslenska ríkinu allar innlendar eignir þrota- búa bankanna fóru Íslendingar á mis við góða deilu. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Af hverju er ekki allt komið fjandans til og út fyrir siðmenningu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.