Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 32
Níu tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á tónlist- arhátíð sem haldin verður í Post-húsinu, húsnæði lista- samlagsins Post-dreifingar að Skeljanesi 21, á morgun, laugardag, frá kl. 15 til um það bil tvö um nóttina. Fram koma Countess Malaise, Gróa, Guðir hins nýja tíma, Holdgervlar, Kælan mikla, Madonna + Child, MSEA, Necro Bros og Rex Pistols. Einnig verða plötusnúðar, veganmatur og ólympíuleikar Myrkfælni. Myrkfælni er samstarfsverkefni tveggja ungra kvenna og markmiðið að kynna íslenska neðanjarðartónlist. Tónlistarveisla í Post-húsinu FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Fram er áfram með níu stiga forskot á ÍBV á toppi 1. deildar karla í fótbolta, Lengjudeildarinnar, eftir 1:1- jafntefli liðanna í toppslag liðanna í Safamýrinni í gær- kvöld. Kórdrengir, sem leika í deildinni í fyrsta skipti, færðu sér stigamissi Eyjamanna í nyt, sigruðu Selfyss- inga á útivelli og eru nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í þriðja sæti deildarinnar. »27 Fram enn ósigrað og Kórdrengir í baráttu um úrvalsdeildarsæti ÍÞRÓTTIR MENNING Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is „Ég er ekkert einmana þótt ég sé einn,“ segir Dagur Fannar Magn- ússon, 29 ára Selfyssingur og prestur í Heydölum, sem var staddur í miðri pílagrímsgöngu uppi á hálendi þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Um er að ræða tíu daga langa göngu frá Hólum í Reykholti og lagði Dagur af stað í hana, einn síns liðs, á fimmtu- dag. Segist ekki vanur göngumaður Hann segir það ótrúlega upplifun að vera einn í óbyggðum í lengri tíma. „Maður fer í gegnum allan tilfinn- ingaskalann. Stundum er maður bara alveg að missa það og svo horfir mað- ur upp til himins og þá verður allt betra,“ segir hann. „Gengið var með mér fyrstu dagleiðina en þá vorum við bara tvö. Svo komu nú vígslubisk- upinn í Skálholti og kona hans og gengu með mér eina dagleið milli Hveravalla og Þverbrekkumúla. Annars er ég bara búinn að vera einn í þessu.“ Dagur er ekki vanur göngumaður að eigin sögn. Hann býr þó að reynslu af íþróttum frá yngri árum sem hann segir hafa hjálpað sér á göngunni. „Ég var í sleggjukasti og æfði frjálsar íþróttir frá 13-20 ára og ég mun alltaf búa að þeirri reynslu.“ Inntur eftir því segist Dagur ekki hafa æft sig neitt sérstaklega fyrir gönguna sem er um 230 km löng. „Við vorum með svona pílagrímagöngur í Austfjarðaprestkalli en þær voru bara einhverjir 7 km einu sinni í viku. Svo reyndi ég einu sinni að labba 16 km í einni beit með 17 kg á bakinu en hef ekkert æft neitt meira en það,“ segir Dagur. „Mér var sagt að ég myndi ganga mig í form í þessari ferð og það virðist vera að raungerast.“ Ekki síður andleg vegferð Hann segir gönguna persónulegt afrek fyrir sig sjálfan en að það jafn- ist ekkert á við afrek þeirra ferða- langa sem hann hefur mætt á göng- unni. „Ég er búinn að hitta alveg magnað fólk á leiðinni sem hefur bæði hlaupið og gengið miklu lengra en ég. Mín ganga bliknar í samanburði við afrek þessa fólks sem ég hef mætt á göngunni.“ Þótt gangan taki líkamlega á segir Dagur hana ekki síður vera andlega vegferð. „Þetta snýst um að passa að vera í núvitund allan tímann, íhuga, hugleiða og biðja bænir,“ segir hann. Fékk bænum sínum svarað Á ákveðnum tímapunkti í ferðinni buðust ferðamenn til að skutla bak- pokanum hans Dags hluta af leiðinni þar sem Dagur var orðinn svo sól- brunninn á bakinu. Hann þáði boðið og treysti á að geta drukkið lækj- arvatn úr bollanum sínum næsta legg leiðarinnar sem var um 20 km langur. „Svo var bara ekki einn lækur á leið- inni, glampandi sólskin og ég ekki með neitt vatn með mér,“ segir Dag- ur. Þegar hann hafði gengið 10-12 km af leiðinni var hann svo aðframkom- inn af þorsta að hann ákvað að leggj- ast á bæn. „Ég bað guð að sjá mér fyrir vatni, láta það bara renna úr ein- hverju grjóti.“ Stuttu seinna var bæn- um hans svarað þegar bíll kom akandi hjá og nam staðar við hlið hans. „Þá var þar fólk sem sagðist hafa frétt af mér og spurði hvort ég væri ekki með neitt að drekka og réttu mér svo kók, Prins Póló og Snickers,“ segir Dagur. „Ég var svo upp með mér að ég brast bara í grát. Á þessu augnabliki fékk ég aukna trú á mann- kynið.“ Síðar hafi þetta sama fólk svo komið aftur og fært honum þrjár hálfs lítra flöskur af vatni og lítinn bakpoka. „Ég upplifði að það hafi ver- ið sönn bænaheyrsla í gangi þarna,“ segir Dagur. Helsti lærdómurinn sem Dagur hefur dregið af ferðinni hingað til er að pakka létt og ekki bara í bakpok- ann heldur lífinu yfir höfuð. „Þessi ferð opnaði augun fyrir því hvað mað- ur þarf lítið til að lifa. Af hverju að bögglast með endalaust af verald- legum hlutum, áhyggjum og kvíða þegar við þurfum þess ekki?“ Munur á að vera einn og að vera einmana - Pílagrímsganga ungs prests breyttist í píslargöngu Ljósmynd/Gunnar Rögnvaldsson Göngugarpur Séra Dagur Fannar Magnússon á göngu á Kjalvegi. Hólar Skálholt Þingvellir Pílagríma- ganga Dags Frá Hólum í Skálholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.