Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
Límtré
• Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré
• Hægvaxið gæðalímtré
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
50 ÁRA Hjördís er fædd á
Sjúkrahúsinu á Akureyri
16. júlí 1971. Framan af ólst
hún upp á Akureyri en flutti
á unglingsaldri með móður
sinni og bróður til Egils-
staða. Hún byrjaði ung að
vinna á leikskóla og þá var
ekki aftur snúið. ,,Ég hef
alltaf haft yndi af börnum
og fannst mjög gaman að
vinna í leikskóla svo það lá
fyrir að hefja nám í leik-
skólafræðum. Hjördís lauk
námi sem leikskólakennari
frá Háskólanum á Akureyri
2001 og hefur starfað víða,
m.a. á Leikskólanum Hjalla
í Hafnarfirði, Leikskól-
anum Ásum í Garðabæ, Leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum og Leik-
skólanum Barnabóli á Þórshöfn þar sem hún hefur einnig gegnt stöðu leik-
skólastjóra. ,,Það var góð reynsla að vera leikskólastjóri en ég fann mig samt
betur inni á deild með börnunum.“
Hjördís hefur mjög gaman af söng og er í Kirkjukórnum á Þórshöfn. Síðan
býr hún í sveit og reynir í frítíma sínum að sinna sveitastörfum eftir bestu getu.
,,En það sem ég hef mest gaman af eru samvistir með fjölskyldunni minni.“
FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Hjördísar er bóndinn Eggert Stefánsson og
saman eiga þau Friðgeir Óla, f. 8.8. 2003, og Kristínu Svölu, f. 17.1 2009. Úr
fyrra sambandi á Hjördís Sigríði Friðnýju Halldórsdóttur, f. 10.1 1992, og Arn-
ar Frey Halldórsson Warén, f. 18.3 1995. ,,Ég er líka svo heppin að vera orðin
amma sem mér finnst alveg æðislegt en dóttir mín á tvö börn, Hrefnu Dís Þ.
Warén, f. 15.10. 2016, og Halldór Steinar Þ. Warén, f. 22.1. 2021. Foreldrar
Hjördísar eru Oktavía Halldóra Ólafsdóttir frá Víðirhóli á Hólsfjöllum, f.
4.10.1954, og Henry Henriksen frá Akureyri, f. 12.9. 1952. Á myndinni eru
Hjördís og Eggert með yngsta barnabarnið, Halldór Steinar, í skírnarveisl-
unni.
Hjördís Matthilde Henriksen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það þýðir ekkert fyrir þig að
öskra til að ná eyrum annarra í dag. Ef þú
sérð það ekki, þá ertu kannski ekki um-
kringdur því fólki sem þarfnast hæfileika
þinn.
20. apríl - 20. maí +
Naut Horfðu í baksýnisspegilinn en ekki
festast. Ef hugurinn reikar, beindu honum
þá aftur að því sem ástvinirnir eru að
segja.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú er líklegur til að draga þig í
hlé. Ef þú hefur efni á því að láta eitthvað
eftir þér, skaltu gera það.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ný tækifæri standa þér opin og
það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og
kannir alla málavexti til fulls. Mundu að
þú mátt engum bregðast í frásögn þinni.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Farðu varlega í sakirnar í dag og
fáðu þér miðdagslúr ef þú getur. Sýndu
þínar bestu hliðar og njóttu stundarinnar.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú stendur á tímamótum og þarft
að gera upp hug þinn til nýrra verkefna.
Vertu viss um að hafa tíma til þess að
lyfta þér upp.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Ekkert er meira spennandi en að
vera nýorðinn ástfanginn. Með réttu við-
horfi gæti þér fundist sem þú hefðir eng-
in vandamál - og kannski er það rétt.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að
sinna vandamálum þeirra, sem til þín
leita. Haltu fast við áform þín og láttu
skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Láttu ekki áhyggjurnar ná
tökum á þér í dag. Þú þarft verulega mik-
ið á hjálp, viðurkenningu og ást að halda.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Passaðu upp á það að setja af-
þreyingu og skemmtun inn á verkefna-
listann.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú hefur engar efasemdir
varðandi markmið þín og átt því auðveld-
ara með að fá fólk til samstarfs við þig.
Slakaðu á og reyndu bara að gera þitt
besta því enginn er fullkominn.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Ástin og tilfinningalífið verður með
bertra móti í dag og næstu vikur. Tæki-
færið býður handan hornsins en vandaðu
val þitt.
fé inni á Fjalli, nánar tiltekið á
Klukkugilsfitjum á Landmanna-
afrétti og fórum öll fjölskyldan saman
á tveimur traktorum og einum bíl, en
einn vinur okkar kom með að hjálpa
til.“
Elli hefur sterkar skoðanir þegar
kemur að landbúnaðarmálum, en
hann hefur verið bóndi núna í tuttugu
saman árið 2001. „Við þekktumst nú
bara þá, en síðan hittumst við á
árshátíð 2004 og þá fór eitthvað að
gerast. Síðan kemur hún til mín í
sauðburð um vorið 2005 og þá má
segja að hún hafi verið formlega flutt
heim að Skarði.“ Þau eiga núna þrjú
börn og fjölskyldan er samhent. „Við
vorum að koma heim eftir að sleppa
E
rlendur er fæddur 16.
júlí 1981 á Landspítal-
anum í Reykjavík, en
ólst upp á Hvolsvelli.
„Það var frábært að
alast upp á Hvolsvelli. Ég var í mjög
samheldnum bekk og við fórum sam-
an í Fjölbrautaskólann á Selfossi.“
Erlendur var mikið í hestamennsku,
en var þó sá eini í sinni fjölskyldu sem
stundaði það. „Ég var á hestbaki al-
veg frá því ég var smákrakki. Mamma
er frá Skarði og ég var þar í sveit, en
þar er rótgróin hestamennska. Síðan
var ég mikið að keppa og fór á mitt
fyrsta landsmót á Vindheimamelum í
Skagafirði 1990.“ Erlendi gekk vel í
hestamennskunni og var oft í fyrsta
sæti í sínum flokki, en síðasta lands-
mótið hans var á Melgerðismelum ár-
ið 1998. „Þá var ég bara kominn með
svo mikinn áhuga á búskapnum, að ég
lauk við ungmennaflokkinn og sneri
mér alfarið að búskapnum.“
Erlendur, sem er kallaður Elli í
Skarði, segir að veran í Fjölbrauta-
skólanum hafi verið skemmtileg, fyrir
utan bóknámið. „Já, það má eiginlega
segja að bóknám er ekki mitt uppá-
haldsnám. Ég vissi að ég vildi fara á
Hvanneyri og þurfti því einhverjar
einingar til að komast í búfræðinámið,
en mér fannst allt annað skemmti-
legra en að læra heima.“ Elli gekk í
ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins
í Rangárvallasýslu þegar hann var í
Fjölbrautaskólanum á Selfossi og
segist aldrei hafa kosið annan flokk.
„Ég er mikill Davíðsmaður enda er
hann toppmaður og ég hef alltaf fylgt
flokknum að málum.“
Elli fann sig miklu betur í náminu á
Hvanneyri. „Það var alveg frábær
tími og þar kynntist ég fólki af öllu
landinu. Ég var líka heppinn því ég
lenti í mjög góðum og sterkum bekk.“
Hann náði því afreki að ná Morgun-
blaðsskeifunni á Hvanneyri árið 2001,
en hún er veitt fyrir frumtamningu á
hrossi og skoraði hann hæst af nem-
endum í keppninni. „Það bjuggust
margir við að ég færi á Hóla frekar en
á Hvanneyri út af hestunum, en ég
vildi alltaf verða bóndi og er ekkert
minna fyrir sauðfé en hesta.“
Elli kynntist Berglindi, konu sinni,
á Hvanneyri, en þau útskrifuðust
ár. „Bændastarfið er krefjandi og
sagan segir nú alltaf að það sé ákveðin
kjarabarátta eins og í öðrum stéttar-
félögum. Margt finnst margt hafa
breyst á þessum 20 árum sem ég hef
verið bóndi og sumt ekki til batnaðar.
Mér finnst þessi kolefnisumræða al-
veg gengin út í öfgar. Núna eru menn
sem mjólka kýr kallaðir umhverfis-
sóðar út af einhverju kolefnisfótspori.
Stundum finnst mér þetta vera bara
beinar árásir á landbúnaðinn, og ekk-
ert gert í því að líta heildstætt á málin
og taka tillit til fleiri þátta. Nú erum
við sauðfjárbændur að nýta land til
beitar, og beit bindur kolefni og af
hverju er það ekki hluti af þessum út-
reikningum? Þessi fræði öll virðast
ekkert komin á hreint og stefnan ekki
nógu skýr.“
Hann bendir á málið um miðhá-
lendisþjóðgarð, og segir að bændur
hafi nytjað hálendi Íslands frá land-
námi. „Dómur féll í Hæstarétti á þann
veg að ríkið fer með umráðarétt yfir
landi, en nytjarétturinn var dæmdur
bændum í vil. Í frumvarpi um miðhá-
lendisþjóðgarð er ráðherra færð mikil
völd. Umhverfisráðherrann kemur nú
úr herbúðum Landverndar og hafa
þeir verið á öndverðum meiði við okk-
ur sem nytjum hálendið. Sem betur
fer fór frumvarpið ekki í gegnum
Erlendur Ingvarsson bóndi í Skarði á Landi – 40 ára
Hestamaðurinn Erlendur á hesti sínum Landmótsstjarna í
Hattvin í Jökulgili og sést náttúruperlan Hattur fyrir aftan.
Sjálfstæðismaðurinn í Skarði
Börnin Hér er Erlendur með afkomendurna. F.v.: Sumarliði, Helga Fjóla,
Anna Sigríður og Erlendur. Eiginkonan Berglind var bakvið myndavélina.
Sumarið 2010 F.v.: Guðmundur, frændi Ella og
hjónin Erlendur og Berglind. Torfajökull er í baksýn.
Til hamingju með daginn