Morgunblaðið - 16.07.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga
til og með 15. júlí 2021, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2021 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí
2021, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti
í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á
skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi,
gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi
af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna-
gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri
uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á
uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi
og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2021
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Af 131 stjórnarfrumvarpi sem sam-
þykkt var á nýliðnu þingi hafa 26
tengsl við EES-samninginn. Það eru
rétt tæplega 20% stjórnarfrumvarpa
á 151. þingi Alþingis.
Flest þessara mála fóru um Efna-
hags- og viðskiptanefnd og varða
regluverk á fjármálamarkaði.
Þau stjórnarfrumvörp, sem voru
afgreidd sem lög og tengdust EES-
samningnum voru eftirfarandi:
Merkingar og upplýsingaskylda
varðandi vöru sem tengist orkunotk-
un. Viðskiptaleyndarmál. Lækn-
ingatæki. Ráðstafanir gegn órétt-
mætri takmörkun á netumferð o.fl.
Höfundalög. Schengen-upplýsinga-
kerfið á Íslandi. Fjárhagslegar við-
miðanir. Hollustuhættir og mengun-
arvarnir o.fl. Reglubundin og
viðvarandi upplýsingaskylda útgef-
enda verðbréfa og flöggunarskylda.
Breyting á ýmsum lögum er varða
úrskurðaraðila á sviði neytendamála
(einföldun úrskurðarnefnda). Sjúk-
lingatrygging. Ráðstafanir gegn um-
hverfismengun af völdum einnota
umbúða fyrir drykkjarvörur. Póst-
þjónusta og Byggðastofnun (flutn-
ingur póstmála). Loftslagsmál (leið-
rétting o.fl.). Skilameðferð
lánastofnana og verðbréfafyrirtækja
(forgangsröð krafna við skila- og
slitameðferð). Greiðsluþjónusta. Að-
gerðir gegn markaðssvikum. Breyt-
ing á lögum um einkaleyfi. Markaðir
fyrir fjármálagerninga. Lykilupplýs-
ingaskjöl vegna tiltekinna fjárfest-
ingarafurða fyrir almenna fjárfesta.
Fjármálafyrirtæki (innleiðing evr-
ópskra gerða og endurbótaáætlanir).
Afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar
og afleiðuviðskiptaskrár (dregið úr
reglubyrði). Breyting á ýmsum lög-
um á vátryggingamarkaði og banka-
markaði. Verðbréfasjóðir. Hollustu-
hættir og mengunarvarnir o.fl.
Umhverfismat framkvæmda og
áætlana.
26 EES-mál af-
greidd í þinginu
- 20% stjórnarfrumvarpa tengd EES
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Fimmtungur afgreiddra
stjórnarfrumvarpa tengdist EES.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Vígahnötturinn sem sprakk yfir Ís-
landi í byrjun júlí með tilheyrandi
drunum á Suðurlandi var líklega
sjö metrar að þvermáli og sprakk
um það bil 15 kílómetrum norð-
austur af Þingvöllum, skammt
norður af Hrafnabjörgum í um 37
kílómetra hæð. Vígahnettir af þess-
ari stærð eru sjaldséð fyrirbrigði
hérlendis en endurkomutími þeirra
til Íslands er mörg þúsund ár.
Hjalti Sigurjónsson, jarðeðlis-
fræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu
Vatnaskilum, reiknaði út staðsetn-
inguna með hjálp gagna úr
skjálftamælum frá Veðurstofu Ís-
lands. Hann komst að því að lík-
lega hefði loftsteinninn sprungið
um klukkan 22.42 þann 2. júlí.
Óvenjustór hnöttur
Ýmsar tilgátur fóru af stað þeg-
ar fólk fann fyrir drununum á Suð-
urlandi en var loks líklegasta til-
gátan talin sú að loftsteinn,
svokallaður vígahnöttur, hefði
sprungið yfir Íslandi og framkallað
drunurnar.
- Er alveg á hreinu að um víga-
hnött var að ræða?
„Já, ég held að það sé engin
spurning. Það eru líka sjónarvottar
sem sáu ljósrák á himni þegar
sprengingin varð,“ segir Hjalti.
Aðspurður segir hann um
óvenjustóran vígahnött að ræða.
„Steinn sem er sjö metrar í
þvermál er með nokkurra ára end-
urkomutíma á jörðina og mörg þús-
und ára endurkomutíma á Ísland.“
Litlar líkur á að finna
brot úr vígahnettinum
Þrátt fyrir að loftsteinninn hafi
verið óvenjustór hafa líklega ein-
ungis smá brot úr honum komist til
jarðar. Reikningar Hjalta gera
fólki það auðveldara að áætla hvar
væri hægt að hefja leit að brot-
unum þótt líkurnar á að finna slík
brot séu takmarkaðar.
- Hvernig gast þú reiknað út
hvar steinninn sprakk?
„Ég nota mynd sem Veðurstofan
gaf út og sýnir komutíma á 25
jarðskjálftamælum og hnita upp
býsna nákvæmlega komutímana á
bylgjunni eins og þeir birtast á
þessum mismunandi mælum. Þegar
það var komið var hægt að reikna
hversu lengi hljóðbylgjan væri að
berast frá mögulegum upptaka-
punkti á hvern og einn mæli og
bera saman við mælinguna. Svo er
notuð aðhvarfsgreining til þess að
finna þann stað sem nálgar best
komutímana, þ.e. reikna gildi á
komutíma sem passar við mælingu
á hverjum stað,“ segir Hjalti og
bætir við:
„Þessi tilgáta, að steinninn hafi
sprungið á þessum stað, skýrir eig-
inlega fullkomlega þessa mældu
komutíma svo það er voðalega erf-
itt að sjá fyrir sér að þetta hafi
orðið með einhverjum öðrum
hætti.“
Vígahnötturinn
sprakk skammt
frá Þingvöllum
- Talinn hafa verið 7 metrar í þvermál
Vígahnötturinn sprakk
kl. 22:42 þann 2. júlí sl. um
15 km norðaustur af Þing-
völlum í um 37 km hæð
Vígahnöttur
yfir Þingvöllum
Fossinn Dynjandi í Arnarfirði hefur mikið aðdráttarafl
fyrir þá ferðamenn sem leið eiga um Vestfirði. Í gær
voru nokkrir ferðamenn á göngu við fossinn og að
sjálfsögðu smelltu flestir sér í myndatöku. Fossinn, sem
rennur niður af Dynjandisheiði, er 100 metra hár en
rúm 40 ár eru liðin síðan hann var friðlýstur.
Morgunblaðið/áij
Brosað fyrir framan Dynjanda