Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
_ Íslenska kvennalandsliðið í hand-
bolta skipað leikmönnum 19 ára og
yngri var hársbreidd frá því að komast
í undanúrslit í B-deild Evrópumótsins í
gær eftir 24:24-jafntefli við Pólland í
Skopje. Sigur hefði komið Íslandi
áfram en jafnteflið nægði Pólverjum
sem luku riðlinum með betri marka-
tölu en íslenska liðið. Jóhanna Mar-
grét Sigurðardóttir skoraði átta mörk,
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði fjögur
og þær Bríet Ómarsdóttir, Rakel Sara
Elvarsdóttir og Sara Katrín Gunn-
arsdóttir skoruðu þrjú mörk hver. Ís-
land fer nú í keppni um 5.-8. sæti á
mótinu.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís-
landsmeistari kvenna í golfi, fór ekki
vel af stað á Gant Ladies Open-mótinu
í Finnlandi í gær en það er liður í Evr-
ópumótaröðinni. Guðrún lék hringinn
á 77 höggum, sex höggum yfir pari
vallarins, og er í 74.-90. sæti af 112
keppendum á mótinu.
_ KR náði fimm stiga forskoti í 1.
deild kvenna í fótbolta í gærkvöld en
lenti í miklum vandræðum með botn-
lið Augnabliks, sem einmitt vann KR í
fyrstu umferðinni í vor. Guðmunda
Brynja Óladóttir skoraði tvö marka KR
og Margrét Edda Bjarnadóttir gerði
sigurmarkið. Margrét Brynja Krist-
insdóttir og Vigdís Lilja Kristjáns-
dóttir, leikmenn U16 ára landsliðsins,
skoruðu mörk Augnabliks.
_ Franski knattspyrnumaðurinn Oli-
vier Giroud kom til Mílanó á Ítalíu í
gærkvöld til að gangast undir lækn-
isskoðun hjá AC Milan. Hann mun í
framhaldi af því skrifa undir tveggja
ára samning. Ítalirnir kaupa hann af
Chelsea sem Frakkinn hefur leikið með
frá 2018 en hann hefur spilað á Eng-
landi frá 2012, áður með Arsenal.
_ Kristján Viggó Sigfinnsson missti
naumlega af sæti í úrslitakeppni há-
stökks karla á Evrópumeistaramóti
U20 ára í frjálsíþróttum í Tallinn í Eist-
landi í gær. Kristján stökk 2,13 metra,
jafnhátt og fimm aðrir
sem komust áfram,
en var með fleiri til-
raunir. Hann hafn-
aði því í 13. sæti
en tólf komust í
úrslit. Í dag
keppa El-
ísabet Rut
Rúnars-
dóttir og
Eva María
Bald-
ursdóttir í
undankeppni í
Tallinn, El-
ísabet í
sleggjukasti
og Eva í há-
stökki.
Eitt
ogannað
1. DEILD
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fram er áfram með níu stiga forskot
á ÍBV á toppi Lengjudeildar karla í
fótbolta, 1. deild, eftir 1:1-jafntefli
liðanna í Safamýrinni í gærkvöldi.
Kórdrengir færðu sér það í nyt og
eru nú aðeins einu stigi frá ÍBV í
öðru sæti.
Þrátt fyrir að úrslitin séu ágæt
fyrir Framara voru þeir eflaust
svekktari en gestirnir frá Vest-
mannaeyjum í leikslok. Indriði Áki
Þorláksson kom Fram yfir á 71. mín-
útu en strax í næstu sókn jafnaði
Spánverjinn José Sito fyrir ÍBV.
Halldór Páll Geirsson varði víti frá
Alberti Hafsteinssyni undir lokin og
hefðu Framarar því hæglega getað
náð tólf stiga forskoti á toppnum.
Davíð Ásbjörnsson var hetja Kór-
drengja því hann skoraði sigurmark
á 78. mínútu á Selfossi,1 :0. Kór-
drengir eru með tvo sigra í röð eftir
þrjá leiki í röð án sigurs þar á undan.
Selfoss hefur leikið fjóra leiki í röð án
sigurs og tapað þremur þeirra.
Grótta fagnaði sínum þriðja sigri í
röð er liðið vann Fjölni á heimavelli í
uppgjöri liðanna sem féllu úr efstu
deild á síðustu leiktíð. Lokatölur
urðu 2:1. Grótta komst yfir með
sjálfsmarki og Kristófer Melsted
bætti við marki á 81. mínútu. Helgi
Snær Agnarsson minnkaði muninn
fyrir Fjölni á lokamínútunni en það
dugði skammt.
Þá var boðið upp á sjö marka
veislu í Mosfellsbænum. Því miður
fyrir botnlið Víkings frá Ólafsvík
skoraði Afturelding sex þeirra í 6:1-
sigri. Spánverjinn José Amat skoraði
í sínum fyrsta leik með Víkingi er
hann kom liðinu yfir á 8. mínútu.
Arnór Gauti Ragnarsson svaraði með
tveimur mörkum fyrir hlé og þeir Ar-
on Elí Sævarsson, Pedro Vazquez,
Kristófer Óskar Óskarsson og Haf-
liði Sigurðarson skoruðu svo allir í
seinni hálfleik og tryggðu Aftureld-
ingu sannfærandi sigur. Afturelding
er í sjöunda sæti með 16 stig og Vík-
ingur á botninum með aðeins tvö stig.
Línurnar farnar að skýrast
Línurnar eru verulega farnar að
skýrast í deildinni. Allar líkur eru á
því að Víkingur falli og annaðhvort
Þróttur Reykjavík eða Selfoss fari
með niður. Fram vinnur væntanlega
deildina og ÍBV, Kórdrengir og
Grindavík munu líklegast berjast um
annað sætið. Fjölnir missti af góðu
tækifæri til að sækja á ÍBV í öðru
sæti.
ÍBV tókst ekki að saxa á Fram
- Kórdrengir einu stigi frá öðru sæti - Grótta fór upp fyrir Fjölnismenn
Morgunblaðið/Unnur Karen
Safamýri Kyle McLagan miðvörður Framara með boltann í einvígi topp-
liðanna. Framarar eru enn taplausir eftir tólf umferðir í deildinni.
Milwaukee Bucks jafnaði í einvígi
sínu og Phoenix Suns í úrslitum
NBA-deildarinnar í körfuknattleik
í 2:2 eftir annan sigur liðsins í röð á
heimavelli í fyrrinótt, 109:103.
Khris Middleton fór fyrir Bucks
og skoraði 40 stig en þeirra helsta
stjarna, Grikkinn Giannis Ante-
tokounmpo var sömuleiðis feikilega
öflugur með tvöfalda tvennu. Skor-
aði hann 26 stig og tók 14 fráköst.
Devin Booker fór á kostum í liði
Phoenix og skoraði 42 stig en fram-
lag frá samherjum hans var ekki
sérlega mikið.
Staðan er orðin
jöfn í einvíginu
AFP
Frábær Khris Middleton fagnað af
samherjum sínum í Milwaukee.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er
meðal efstu manna eftir fyrsta
hring á Euram Bank Open-
golfmótinu í Ramsau í Austurríki
en það er liður í Áskorendamótaröð
Evrópu. Guðmundur lék hringinn á
65 höggum, fimm undir pari, í gær
og er í 5.-13. sæti, tveimur höggum
á eftir efstu mönnum. Haraldur
Franklín Magnús er í 22.-32. sæti á
þremur höggum undir pari, Andri
Þór Björnsson í 47.-66. sæti á einu
höggi undir pari og Bjarki Pét-
ursson er í 84.-100. sæti af 155
keppendum á einu höggi yfir pari.
Meðal þeirra
efstu í Austurríki
Ljósmynd/seth@golf.is
Austurríki Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson lék á 65 höggum í gær.
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oost-
huizen er með forystu eftir fyrsta
hring á The Open á Royal St.
George‘s-golfvellinum í Kent á
Englandi, en mótið er eitt fjögurra
risamótanna. Oosthuizen lék fyrsta
hringinn í gær á 64 höggum, sex
höggum undir pari. Bandaríkja-
mennirnir Jordan Spieth og Brian
Harman koma næstir á fimm högg-
um undir pari.
Forystusauðurinn lék afar
öruggt og gott golf og fékk sex
fugla og engan skolla. Oosthuizen,
sem er 38 ára, hefur einu sinni unn-
ið risamót en hann vann einmitt
The Open árið 2010. Hann hefur
verið í öðru sæti á öllum hinum
þremur risamótunum.
Englendingarnir Justin Rose og
Tommy Fleetwood léku báðir á
þremur undir pari og sterkir kylf-
ingar á borð við Justin Johnson og
Sergio Garcia á tveimur undir.
Rory McIlroy er á pari í 48. sæti.
Stjarnan Phil Mickelson átti hins
vegar afleitan hring og er á tíu
höggum yfir pari og í neðsta sæti.
AFP
Efstur Louis Oosthuizen fagnar fugli á góðum fyrsta hring í gær.
Oosthuizen lék best
allra á fyrsta hring
Tíu leikmenn úr ensku úrvals-
deildinni eru á leiðinni á Ólympíu-
leikana í Tókýó með landsliðum
sinna þjóða og verða því ekkert
með liðum sínum á undirbúnings-
tímabilinu en keppni í úrvalsdeild-
inni hefst föstudaginn 13. ágúst,
fimm dögum eftir að leikunum
lýkur.
Á Ólympíuleikum spila lið skip-
uð leikmönnum 23 ára og yngri en
í Evrópu eru það liðin sem hófu
síðustu Evrópukeppni 21-árs
landsliða. Nú eru leikmennirnir
hinsvegar 24 ára og yngri þar sem
leikunum var frestað um eitt ár.
Þá má hvert lið vera með þrjá
eldri leikmenn.
Flestir úr úrvalsdeildinni á Eng-
landi eru í liði Brasilíu en með lið-
inu spila Richarlison, sókn-
armaður Everton, Douglas Luiz,
miðjumaður Aston Villa, og Gabr-
iel Martinelli, sóknarmaður Arsen-
al.
Með liði Fílabeinsstrandarinnar
eru tveir frá Manchester United,
kantmaðurinn Amad Diallo og
miðvörðurinn Eric Bailly.
Með Frökkum er Niels Nko-
unkou, tvítugur vinstri bakvörður
frá Everton.
Með liði Nýja-Sjálands eru Chris
Wood, sóknarmaður Burnley, og
Winston Reid, varnarmaður West
Ham.
Með liði Argentínu er Alexis
MacAllister, sóknarmaður Brig-
hton.
Með lið Ástralíu er Daniel Arz-
ani, ungur sóknarmaður frá Man-
chester City sem var samherji
Jóns Dags Þorsteinssonar hjá AGF
í Danmörku á síðasta tímabili sem
lánsmaður.
Tíu úr ensku deild-
inni fara til Tókýó
AFP
ÓL Richarlison fer beint úr
Ameríkubikarnum til Tókýó.
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar kvenna, undanúrslit:
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – FH............. 18
Kópavogsv.: Breiðablik – Valur .......... 20.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grindavíkurv.: Grindavík – Þór ............... 18
2. deild kvenna:
Hertz-völlur: ÍR – Fram...................... 19.15
GOLF
Hvaleyrarbikarinn, sem er hluti af stiga-
mótaröð GSÍ, fer fram á Hvaleyrarvelli í
Hafnarfirði og er annar keppnisdagur í
dag.
Í KVÖLD!