Morgunblaðið - 21.07.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 169. tölublað . 109. árgangur .
RAGNAR
KOMINN HEIM
Í ÁRBÆINN
SALA Á
SPRITTI EYKST
VEGNA DELTA
ALLTAF AÐ
PÆLA Í MANN-
LEGRI HEGÐUN
VIÐSKIPTAMOGGINN ÁRELÍA EYDÍS 24ÍÞRÓTTIR 23
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fjármálaráðherra telur tímabært að
endurskoða löggjöf um áfengisversl-
un, hún sé tímaskekkja. Þetta kemur
fram í viðtali við Bjarna Benedikts-
son í Dagmálum í dag, streymi á net-
inu sem opið er öllum áskrifendum.
Aðspurður um nýleg kærumál
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
(ÁTVR) á hendur netverslunum með
áfengi segir Bjarni að hann hafi
skilning á því að „ríkið“ vilji fá skorið
úr um lögmætið, það sé rekið á
grundvelli einkaleyfis á smásölu með
áfengi.
Hann segir kærubréf ÁTVR um
skattskil vínkaupmanna í þessu máli
annað mál. „Ég skil ekki alveg hvað
ÁTVR er að fara þar. Mér sýndist
þetta bara vera einhverjar ágiskan-
ir,“ segir Bjarni.
„Ég hef verið talsmaður þess í
langan tíma að við myndum auka
frelsi í áfengisverslun á Íslandi,“
segir Bjarni um fyrirkomulag áfeng-
isverslunar.
„Ég hef einfaldlega ekki sannfær-
ingu fyrir því að það sé nauðsynlegt
að hið opinbera reki þessar verslanir
og það séu opinberir starfsmenn sem
afhendi vöruna.“
Hann segir að stjórnmálamenn
verði að komast frá þeirri hugsun að
ríkið þurfi að sjá um alla hluti sem
fólk vilji hafa í lagi.
„Ég á erfitt með að sjá að net-
verslun með áfengi stangist á við lög-
in,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég
fagna netverslun með áfengi, mér
finnst hún frábær viðbót.“ »6Dagmál Bjarni Benediktsson
Netverslun með áfengi góð viðbót
- Bjarni Benediktsson telur tímabært að endurskoða löggjöf um áfengisverslun
Það var litríkt yfir að líta við Reykjavíkur-
höfn í blíðunni, enda gerðu sér margir ferð
þangað.
Þar kölluðust á þeir feðgar Magni og Þór,
öflugasti dráttarbáturinn og flaggskip Land-
helgisgæslunnar.
Í norrænni goðafræði var Þór mestur með-
al ása, en Magni, sonur hans, átti að reynast
föðurbetrungur eftir ragnarök.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Feðgarnir við kajann
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og
íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er
samkvæmt heimildum Morgunblaðsins til
rannsóknar lögreglu í Manchester á Englandi
vegna meints brots gegn
barni. Aldur meints þol-
anda liggur ekki fyrir.
Klara Bjartmarz, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi að KSÍ myndi
ekki ekki tjá sig frekar um
mál Gylfa fyrr en sam-
bandið hefði fengið það
formlega staðfest að um ís-
lenska leikmanninn væri að
ræða.
Hafið þið haft samband við Gylfa eða aðra í
þeim tilgangi að fá slíka staðfestingu?
„Það er ekki tímabært að við séum að tjá
okkur frekar um þetta mál núna, svo ég hef
engu að bæta við það sem þegar hefur komið
fram,“ segir hún.
Þá segir Klara að það eina sem KSÍ hefur í
höndunum séu upplýsingar sem fram hafa
komið í fréttum á Íslandi og yfirlýsingar
Everton og lögregluyfirvalda í Manchester.
Hið síðarnefnda lítur KSÍ á sem staðfestar
upplýsingar en hvorki Everton né lögreglu-
yfirvöld í Manchester hafa nafngreint leik-
manninn.
Spurð hvort málið hafi verið rætt innan
KSÍ sagði Klara sambandið ekki myndu tjá
sig frekar um það að svo stöddu.
Í kjölfar þess að mbl.is greindi frá því að
Gylfi sætti lögreglurannsókn, samkvæmt
heimildum, tók drykkjarframleiðandinn State
Energy ákvörðun um að fjarlægja allt mark-
aðsefni sitt úr verslun Hagkaupa. Gylfi er
andlit drykkjarins.
Gylfi var jafnframt andlit morgunkornsins
Weetabix. Ekki er þörf á að taka ákvarðanir
um auglýsingasamning Weetabix við Gylfa
þar sem þegar hafði verið ákveðið að einhver
annar íþróttamaður kæmi í hans stað sem
andlit morgunkornsframleiðandans. „Við höf-
um starfað með Gylfa, en það er engin her-
ferð með honum í gangi núna,“ sagði Jón
Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri Danóls,
innflutningsfyrirtækis Weetabix á Íslandi. »4
Tjá sig ekki
meir um mál
Gylfa í bili
- KSÍ hefur enga form-
lega staðfestingu fengið
Klara
Bjartmarz
_ Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra
segir það öfugmæli
að segja að hún hafi
skipað sér í stjórnar-
andstöðu með því að
reifa ólík sjónarmið í
ríkisstjórn. Áslaug
greindi frá þessari
skoðun sinni á Face-
book í dag en daginn áður hafði
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra gagnrýnt sjálfstæðismenn
fyrir að hafa verið á móti sóttvarna-
aðgerðum frá upphafi. 67 dagar eru
til þingkosninga.
Áslaug Arna sendir
Svandísi sneið
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli segja
mikinn vanda að fá nýtt starfsfólk til vinnu og
eftir að fólk sæki um sé erfitt að ná í það. Far-
aldurinn hefur reynst fyrirtækjum í ferðaþjón-
ustunni erfiður og flestir rekstraraðilar á vell-
inum fækkað starfsfólki verulega til að koma
til móts við tekjutapið.
„Okkur finnst umhugsunarefni, þar sem at-
vinnuleysi er ansi mikið hér á Suðurnesjum,
hvað það gengur erfiðlega að fá fólk í vinnu.
Við höfum einfaldlega ekki fengið svör, fólk
hefur ekki komið í viðtal að ræða laun og vinnu-
tíma. Erfitt hefur verið að ná til fólks og dæmi
eru um að það sé ekki svarað í símann. Þetta er
óheppileg þróun,“ segir Bergþór Karlsson,
framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hölds.
Rekstraraðilar á vellinum eru þó bjartsýnir
fyrir komandi mánuði og segja umskiptin lík-
ust „sprengju“ og að verulegur þrýstingur hafi
myndast á vellinum síðustu vikur.
„Þetta ástand er kvikt svo við verðum að
meta stöðuna betur. Þótt þrýstingurinn sé
mikill núna og mikil fjölgun þá mun koma jafn-
vægi á þetta og þá náum við að meta betur
raunþörf opnana og starfsmannafjölda,“ segir
Elsa Heimisdóttir, framkvæmdastjóri rekstr-
arsviðs hjá Lagardere, og bætir við að fjölgun
ferðamanna til landsins sé framar vonum en
langt frá því sem þau þekkja.
„Þegar mest lét tókum við á móti um 110 vél-
um á dag en núna koma 40 vélar á dag,“ segir
Elsa.
Mikil óvissa ríkir enn og aukning smita á
heimsvísu af svokölluðu Delta-afbrigði kórónu-
veirunnar veldur áhyggjum um upprisu ferða-
þjónustunnar hérlendis en rekstraraðilar þora
ekki annað en að vera bjartsýnir fyrir komandi
ár.
Mikill vandi að fá fólk
- Líkast „sprengju“ - Hröð umskipti komu á óvart - Óvissa vegna Delta en
rekstraraðilar bjartsýnir - Erfitt að ráða fólk þrátt fyrir mikið atvinnuleysi
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ferðamenn Keflavíkurflugvöllur vaknar
úr löngum dvala eftir faraldurinn.
MViðskiptaMogginn »6