Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
ENGINN
ÐBÆTTUR SYKUR
ENGIN
ROTVARNAREFNI
85%
TÓMATPÚRRA
VI
Ýmsir flokkar segjast nú fyrir
kosningar vilja kasta því sem
vel hefur reynst og taka í staðinn
upp eitthvað annað. Sjálf stjórn-
arskráin er það sem sumir vilja
setja á bálið og segja að í staðinn
eigi að taka upp „nýju stjórnar-
skrána“, en eins og
öllum má nú vera
kunnugt er hún ekki
til og hefur aldrei
verið. Hún er inn-
antómt tal, í besta
falli slagorð eða
áróðursbragð.
- - -
Annað sem ein-
hverjir flokkar
vilja fórna í hömlu-
lausum atkvæða-
veiðum sínum er ís-
lenska krónan, sem
komið hefur þjóð-
inni úr fátækt í
fremstu röð lífs-
gæða og hvað eftir annað rétt efna-
haginn við þegar á hefur bjátað.
- - -
Viðreisn hefur þetta á stefnuskrá
sinni enda hluti af því trúboði
flokksins að þjóðin skuli ganga
Brussel-valdinu á hönd. En það er
eins með evruna og stjórnarskrána,
byltingarframboðunum gengur illa
að útfæra hugmyndir sínar.
- - -
Eitt grundvallaratriði við slíka
breytingu er á hvaða gengi
skuli skipt. Þessu hefur Viðreisn
verið treg til að svara en einn fram-
bjóðandi flokksins sagði þó í viðtali
í Dagmálum að þetta mundi skýrast
fyrir kosningar. Þegar varafor-
maður flokksins var inntur eftir
þessu, einnig í Dagmálum, var ljóst
að honum þótti svar meðframbjóð-
anda síns heldur spaugilegt og
veitti ekki skýrt svar.
- - -
Nú er hugmyndin svo sem hlægi-
leg, en þó er lágmarkskrafa
að þeir sem leggja til að kasta krón-
unni svari því skýrt á hvaða gengi
það yrði gert.
Sigmar
Guðmundsson
Skortur á svörum
STAKSTEINAR
Daði Már
Kristófersson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hraun frá gígnum í Geldingadölum hefur aðallega
streymt austur í Meradali að undanförnu. Lítið
hefur bæst við hraunið í Nátthaga.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði
við HÍ, telur að hraunflæðið sé svipað og verið hef-
ur. Hraun streymi undir yfirborðinu þótt lítið virð-
ist um að vera í sjálfum gígnum.
Hann segir að takturinn í gosinu hafi haldist
nokkuð jafn. Ummál gígsins er miklu meira nú en
þegar strókavirknin var sem mest. Öflugir og
breiðir strókar sjást nú þegar mest gengur á.
Ferlið virðist ráðast mest af kvikustrókavirkninni.
Þorvaldur segir að hún sé keyrð áfram af hluta
gassins sem er í það stórum blöðrum eða bólum að
þær rísa óháð öðru flæði. Stóru blöðrurnar fara
hraðar upp en annað flæði og búa til þá hrynjandi
og óróa sem mælist frá eldgosinu.
Gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands í gær
gerði ráð fyrir SV-átt við gosstöðvarnar fram eftir
degi í dag. Mengun frá eldgosinu mun því berast
austur í Ölfus. Þegar líður á kvöldið snýst til sunn-
anáttar. Lítilsháttar mengun getur borist yfir höf-
uðborgarsvæðið upp úr kl. 22.00. gudni@mbl.is
Hraunið streymir í Meradali
- Lítið bætist við í Nátt-
haga - Stórar gasbólur
Morgunblaðið/Vefmyndavél mbl.is
Eldgosið Hraunið hefur streymt á yfirborðinu og
undir því. Mest virðist renna í Meradali.
Þröstur Guðbjarts-
son, leikari og leik-
stjóri, lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 17. júlí
síðastliðinn, 68 ára
að aldri.
Þröstur fæddist
23. október 1952 í
Bolungarvík, sonur
Kristínar Ólafs-
dóttur og Guðbjarts
Þóris Oddssonar.
Þröstur kemur úr
stórum systkinahópi
en eftirlifandi al-
systkini hans eru sjö
og þrjú hálfsystkini.
Hann ólst upp í Bolungarvík til
níu ára aldurs, en þá flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Þröstur
var svo í sveit í Máskeldu í
Saurbæ í Dalasýslu til 15 ára ald-
urs. Hann gekk í Barnaskóla Bol-
ungarvíkur, var í Austurbæjar-
skólanum, einn vetur í Reykja-
skóla í Hrútafirði og lauk
sveinsprófi í bakaraiðn frá Iðn-
skólanum í Reykjavík árið 1973.
Þröstur stundaði nám við Leik-
listarskólann Sál í einn vetur og
útskrifaðist síðan frá Leiklistar-
skóla Íslands 1978. Hann vann
sem leikari og leik-
stjóri hjá Þjóðleik-
húsinu, Borgar-
leikhúsinu,
Leikfélagi Akur-
eyrar og fleiri leik-
húsum og leik-
hópum. Urðu
hlutverkin um 50
talsins en einna
þekktastur er hann
fyrir kvikmynd
Óskars Jónas-
sonar, Sódóma
Reykjavík, þar
sem hann fór með
hlutverk Ella. Þá
lék hann í mynd Egils Eðvarðs-
sonar, Agnesi. Einnig má nefna
sjónvarpsþætti eins og Dagvaktina
og Heimsendi.
Þröstur var leikstjóri hjá mörg-
um áhugaleikfélögum víða um
land, fyrst á Hvammstanga árið
1980. Hann setti á svið um 80 leik-
sýningar. Einnig leikstýrði hann
hjá leikfélögum framhaldsskóla
víða um land og kenndi á leiklist-
arnámskeiðum.
Þröstur var ókvæntur og barn-
laus. Útför hans verður frá Hafn-
arfjarðarkirkju mánudaginn 26.
júlí klukkan 13.
Andlát
Þröstur Guðbjartsson,
leikari og leikstjóri