Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 Akrýlsteinn • Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið - endalausir möguleikar • Auðvelt að þrífa og gera við Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á að Herkastalanum í Kirkjustræti verði breytt úr gisti- heimili í hótelíbúðir. Herkastalinn er sögufrægt hús í miðbæ Reykjavíkur. Hjálpræðisherinn rak þar sam- komu- og gistihús í eina öld en ekki hefur verið starfsemi í húsinu síðan árið 2017. Það er félagið Kastali fasteigna- félag ehf., Katrínartúni 2, sem sendi umsóknina til Reykjavíkurborgar. Húsið er fjórar hæðir og er gert ráð fyrir hótelíbúðum á öllum hæðum. Á fyrstu hæð verður ein hótelíbúð ásamt móttöku, aðstöðu fyrir starfs- fólk og geymsla. Þá verður lyftu komið fyrir þar sem nú er suður- stigahús. Inngangur fyrir húsið verður sá sami og áður, þ.e. frá Kirkjustræti. Breytingar utanhúss verða þær, auk lyftunnar, að skipt verður um glugga og verða þeir í anda upp- runalegu glugga hússins. Það var niðurstaða verkefnastjóra skipulagsfulltrúa að gera ekki skipu- lagslegar athugasemdir við erindið. Vegna sögu hússins, sem og skrán- ingu þess sem gistihúss, sé fyrst og fremst um að ræða nýtt fyrir- komulag á sams konar rekstri. Áætl- uðum hámarksfjölda gesta fækkar úr 95 í 71 miðað við síðasta útgefna rekstrarleyfi frá júní 2017. Húsið Kirkjustræti 2 er betur þekkt sem Herkastalinn, eða Kast- alinn. Húsið er sögufrægt en það hýsti Hjálpræðisherinn frá bygg- ingu hússins þangað til það var selt árið 2016. Hjálpræðisherinn hefur sem kunngt er byggt nýjan Her- kastala við Suðurlandsbraut. Herkastalinn er friðaður Kirkjustræti 2 er byggt árið 1916 eftir teikningum Einars Erlends- sonar og er fyrsta stórvirki hans í steinsteypu. Eftir breytingarnar verður það 4.211 fermetrar. Húsið nýtur aldursfriðunar og því þurfti að leita leyfis hjá Minjastofnun Íslands. Stofnunin hefur heimilað breytingar á húsinu, samkvæmt uppdráttum T.ark frá 8. júní 2021. Breyting á þaki vegna lyftustokks hafi ekki áhrif á ásýnd frá götu. Þá verði end- urnýjun glugga í upprunlegri mynd mikil bót fyrir útlit hússins og bygg- ingalist. Minjastofnun óskar eftir að fá teikningar af gluggum til skoð- unar og samþykktar þegar þær liggja fyrir. Í árslok 2015 tók Hjálpræðisher- inn ákvörðun um að setja Herkast- alann á sölu. Nýir eigendur höfðu áform um að breyta húsinu í hótel, en þau áform náðu ekki fram að ganga. Árið 2017 keypti fasteigna- félagið Heild, sem var á vegum Gamma verðbréfasjóða, eignina. Eignin var enn á ný sett á sölu árið 2019. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herkastalinn Veglegt steinsteypt hús sem setur mikinn svip á miðborgina. Hótelíbúðir í Herkastalann - Síðast var starfsemi í húsinu 2017 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Heimildir til strandveiða hafa verið auknar um 1.171 tonn af þorski fyrir yfirstandandi strandveiðitímabil. Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur þegar gefið út reglugerð um það. Um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skipt- um fyrir makríl og fleiri tegundir. Með aukningunni er heildarmagn veiðiheimilda í þorski á strandveið- um orðið 11.171 tonn og samtals 12.271 af óslægðum botnfiski. Hefðu stöðvað strandveiðar um miðjan ágúst „Hinn 19. júlí 2021 sl., að loknum 42 veiðidegi, var heildarafli á strand- veiðum alls um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski,“ segir í tilkynn- ingu. Að meðaltali hefur heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. Aukningin á einnig að jafna stöðu milli veiðisvæða. Heimildir til strandveiða auknar - Rúm þúsund tonn af þorski í viðbót Strandveiðar Auknar heimildir eiga að duga til veiða út ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.