Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 _ Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Gautaborgar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið útnefndur leikmaður umferðarinnar í sænsku úr- valsdeildinni af sjónvarpsstöðinni Discovery+. Kolbeinn lék mjög vel þeg- ar Gautaborg sigraði Mjällby 3:2 á sunnudaginn. Hann skoraði fyrsta mark liðsins og lagði upp hin tvö. Gautaborg komst upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum. _ Aganefnd KSÍ úrskurðaði í gær sex leikmenn úrvalsdeildar karla í fótbolta í eins leiks bann fyrir að safna fjórum gulum spjöldum í deildinni í sumar. Kjartan Henry Finnbogason, leik- maður KR, leikur ekki með liðinu gegn Fylki á mánudaginn kemur. Orri Sveinn Stefánsson verður ekki í vörn Fylkis af sömu ástæðu. FH leikur án Péturs Viðarssonar gegn ÍA á sunnu- daginn og Jón Gísli Eyland Gíslason verður ekki með Skagamönnum. Þá verður KA án Dusan Brkovic gegn Leikni á sunnudag og Víkingur úr Reykjavík án Erlings Agnarssonar gegn Stjörnunni á sunnudaginn kem- ur. Þá er Hólmfríður Magnúsdóttir úr Selfossi komin í bann í úrvalsdeild kvenna og spilar ekki gegn Breiðabliki á laugardaginn. _ Íslenska U20 ára liðið í karlaflokki í körfubolta beið lægri hlut fyrir Finn- um, 65:86, í fyrsta leik á Norður- landamótinu í þessum aldursflokki sem hófst í Tallinn í Eistlandi í gær. Júlíus Orri Ágústsson og Dúi Þór Jónsson skoruðu 13 stig hvor, Ástþór Svalason níu og Styrmir Snær Þrast- arson og Veigar Páll Alexandersson sex stig hvor. Íslensku strákarnir mæta Eistlandi í öðrum leik sínum í dag. _ Enska knattspyrnufélagið Everton fékk í gær tvo nýja leikmenn í sínar raðir og báða án greiðslu því þeir voru lausir undan samningum við sín félög. Kantmaðurinn Andros Townsend, sem á 13 landsleiki að baki fyrir Englands hönd, er kominn til Everton frá Crystal Palace og bosníski markvörðurinn Asmir Begovic kemur frá Bourne- mouth. Hann hefur leikið 63 landsleiki fyrir Bosníu og á að veita Jordan Pick- ford keppni um markmannsstöðuna. _ Sandra Nabweteme, landsliðskona Úganda í knattspyrnu, er komin til fyrstudeildarliðs FH í láni frá Þór/KA. Hún skoraði þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Akureyrarliðið í úrvalsdeildinni en var aðeins tvisvar í byrjunarliðinu. Tvö markanna skoraði Sandra þegar hún kom inn á sem varamaður og tryggði Þór/KA 2:1 sigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki. _ Deane Williams, enski körfuboltamað- urinn sem lék með Keflavík tvö síð- ustu keppnis- tímabil, er genginn til liðs við Saint-Quentin í frönsku B-deild- inni. Williams, sem er 24 ára gamall fram- herji og kom úr há- skólaliði Augusta í Bandaríkjunum, setti mikinn svip á Kefla- víkurliðið og var valinn besti er- lendi leikmaður deildarinnar í vetur. Eitt ogannað Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur gert sam- komulag við San Sebastián Gipuz- koa frá Baskalandi á Norður-Spáni. Félagið leikur í næstefstu deild spænska körfuboltans. Ægir fer til spænska liðsins frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið frá árinu 2018. Landsliðsbakvörðurinn skor- aði 18 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar í 32 leikjum með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Ægir þekkir vel til spænska körfuboltans því hann lék með Huesca, Burgos og Castello frá 2016 til 2018. Ægir spilar aftur á Spáni Morgunblaði/Arnþór Birkisson Baskaland Ægir Þór Steinarsson fer til San Sebastian í þetta sinn. Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er farinn frá Siauliai í Litháen eftir vel heppnað tímabil þar og gengur í staðinn í raðir Antwerp Giants í Belgíu. Elvar var valinn besti leik- maður litháísku deildarinnar síð- asta vetur. Antwerp Giants hafnaði í þriðja sæti í Belgíu á síðasta tíma- bili og hefur oft náð langt í Evr- ópukeppni, var m.a. í Evrópubik- arnum síðasta vetur. Liðið er á leið í nýja sameiginlega deild Belga og Hollendinga, BNXT-deildina, sem fer af stað í haust. Elvar Már á leið til Belgíu Ljósmynd/FIBA Belgía Elvar Már Friðriksson fer frá Siauliai til Antwerp Giants. HEIMKOMA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ragnar Sigurðsson, einn reyndasti landsliðsmaður Íslands í knatt- spyrnunni fyrr og síðar, er kominn heim eftir fjórtán ár í atvinnu- mennsku og hefur samið við Fylki til hálfs annars árs. Þar með bætist enn einn reynslu- boltinn við í úrvalsdeildina en hann er sjötti leikmaðurinn sem snýr heim á síðustu tólf mánuðum eftir langan feril erlendis. Sennilega hafa aldrei jafnmargir þrautreyndir íslenskir fótboltamenn leikið á sama tíma í efstu deild hér á landi. Frá miðju sumri 2020 hafa Egg- ert Gunnþór Jónsson (FH), Matt- hías Vilhjálmsson (FH), Arnór Smárason (Val), Kjartan Henry Finnbogason (KR) og Theódór Elmar Bjarnason (KR) allir komið heim og gengið til liðs við íslensk félög. Með Ragnari eru þetta sex leikmenn sem hafa spilað samtals meira en 2.000 deildaleiki á ferl- inum. Á undan þeim hafa komið heim leikmenn á borð við Kára Árnason (Víkingi), Birki Má Sævarsson (Val) og Hannes Þór Halldórsson (Val), og Ragnar hittir nú í deildinni sex af þeim sem tóku þátt í EM- ævintýrinu með honum í Frakk- landi sumarið 2016, þá Hannes, Birki Má, Kára, Theódór Elmar, Ingvar Jónsson (Víkingi) og Hauk Heiðar Hauksson (KA). Meistari í tveimur löndum Ragnar lék síðast í deildinni með Fylki árið 2006 en hann hefur síðan leikið með Gautaborg í Svíþjóð, Köbenhavn í Danmörku (tvisvar), Krasnodar, Rubin Kazan og Rostov í Rússlandi, Fulham á Englandi og Rukh Lviv í Úkraínu. Hann varð sænskur meistari með Gautaborg árið 2007 og danskur meistari með Köbenhavn árið 2013. Hann er kominn í hóp leikja- hærri atvinnumanna Íslands en Ragnar hefur leikið 375 deildaleiki á ferlinum og þar af 337 leiki er- lendis. Hann hefur þó lítið spilað í hálft annað ár því frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur Ragnar að- eins leikið sex deildaleiki í Dan- mörku og Úkraínu, ásamt þremur landsleikjum fyrir Íslands hönd. Enn einn reynslubolti heim - Ragnar til Fylkis - Sá sjötti sem snýr heim á einu ári eftir langan feril úti Morgunblaðið/Árni Torfason Árbærinn Ragnar Sigurðsson lék síðast með Fylkismönnum árið 2006 og hér á hann í höggi við Tryggva Guðmundsson í leik gegn FH. Aron Snær Friðriksson markvörður Fylkis var besti leikmaðurinn í 13. um- ferð úrvalsdeildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Aron átti afar góðan leik með Fylki gegn FH í Kaplakrika á sunnudagskvöldið, varði hvað eftir annað mjög vel en náði þó ekki að forða Árbæjarliðinu frá 1:0 ósigri. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína og það fékk reyndar einnig markvörður FH, Gunnar Nielsen. Sex leikmenn eru valdir í fyrsta sinn í lið umferðarinnar, þar á meðal tveir Skagamenn eftir sigurinn óvænta á Val. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks og Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis eru hins vegar báðir í liði umferðarinnar í fjórða sinn á tímabilinu. vs@mbl.is 13. umferð í Pepsi Max-deild karla 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Aron Snær Friðriksson Fylkir Kwame Quee Víkingur R. Nikolaj Hansen Víkingur R. Sindri Snær Magnússon ÍA Höskuldur Gunnlaugsson Breiðablik Björn Daníel Sverrisson FH Kjartan Henry Finnbogason KR Hjalti Sigurðsson Leiknir R. Dusan Brkovic KA Sævar Atli Magnússon Leiknir R. Elias Tamburini ÍA 2 3 3 4 4 Aron bestur í 13. umferðinni Valsmenn freista þess að komast í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í haust, en til þess þurfa þeir að byrja á að sigra króat- íska liðið Porac í fyrstu umferðinni. Porac hafnaði í þriðja sæti í Kró- atíu í vetur, á eftir tveimur bestu liðum landsins, PPD Zagreb og Nexe. Komast þarf í gegnum tvær um- ferðir í undankeppni til að vinna sér sæti í riðlakeppninni en þar verður leikið frá og með október. Sjö íslensk lið fara í Evrópumót félagsliða í vetur, fjögur karlalið og þrjú kvennalið. _ Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta Istogu frá Kósóvó í Evrópu- bikar kvenna. Istogu komst í gegn- um eina umferð í þessari keppni í fyrra en var síðan slegið út af hvít- rússnesku liði með sjö mörkum samtals. _ Valur mætir Bekament Buko- vica frá Serbíu í Evrópubikar kvenna. _ ÍBV mætir PAOK Saloniki frá Grikklandi í Evrópubikar kvenna. _ Selfoss mætir Koprivnice frá Tékklandi í 1. umferð Evrópubik- ars karla og sigurliðið mætir Je- ruzalem Ormoz frá Slóveníu í 2. umferð. Koprivnice endaði í 7. sæti í Tékklandi í vetur. _ Haukar mæta Parnassos Stro- volu frá Kýpur í 2. umferð Evrópu- bikars karla. _ FH mætir SKA Minsk í 2. um- ferð Evrópubikars karla. SKA end- aði í öðru sæti í Hvíta-Rússlandi í vetur, á eftir yfirburðaliðinu Mesh- kov Brest. Karlalið Vals hefur keppni strax í lok ágúst en hin íslensku liðin spila ekki fyrr en í október. Valur mætir þriðja sterkasta liði Króata Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarar Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.