Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Stuðningsfólki enska knattspyrnu-
liðsins Everton varð að vonum tíð-
rætt um mál Gylfa Þórs Sigurðs-
sonar á samfélagsmiðlum félagsins í
gær en þær umræður einkenndust
fyrst og fremst af varkárni.
„Saklaus uns sekt er sönnuð“ var
setning sem kom fyrir hjá mörgum
þeirra sem skrifuðu athugasemdir á
facebooksíðu félagsins um yfirlýs-
inguna sem Everton gaf út í fyrra-
kvöld um að leikmaður félagsins
væri í banni vegna rannsóknar lög-
reglu.
„Viðkomandi leikmaður gæti
meira að segja sjálfur verið fórn-
arlamb í málinu. Enginn hefur sem
stendur verið ákærður eða fundinn
sekur. Fáum fram staðreyndir
málsins áður en við dæmum,“ skrif-
aði einn stuðningsmannanna og
fékk góðar undirtektir.
Ljóst er að hjá Everton muna
margir eftir máli sem kom upp í
kringum síðustu aldamót þegar leik-
maður félagsins, Dave Jones, var
ásakaður og kærður fyrir meint níð
gegn börnum. Hann var eftir langt
ferli hreinsaður af öllum ákærum
eftir að í ljós kom að um upplognar
sakir var að ræða. Margir þeirra
sem hafa tjáð sig um málið á síðu
Everton hafa minnt á þetta.
„Bíðum eftir að staðreyndirnar
verði lagðar á borðið. Við erum fé-
lag fólksins, og það þýðir líka að við
afskrifum engan fyrr en við vitum
um málavöxtu og sannanir liggja
fyrir,“ skrifaði stuðningsmaður
Everton.
Saklaus uns sekt er sönnuð
Ljósmynd/Everton FC
Everton Stuðningsfólki enska félagsins er að vonum brugðið eftir að
leikmaður liðsins var settur í bann vegna lögreglurannsóknar.
- Stuðningsfólk
Everton varkárt
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Oddur Þórðarson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður
Everton og íslenska landsliðsins í
knattspyrnu, er, samkvæmt heimild-
um Morgublaðsins, til rannsóknar
lögreglu í Manchester á Englandi
vegna meints brots gegn barni. Ald-
ur barnsins hefur ekki verið stað-
festur. Ekki er vitað hvort barnið
sem um ræðir er undir lögaldri eða
yngra en 16 ára, en 16 ára aldur er
svokallaður „samþykkisaldur“ í
Bretlandi. Með því er átt við að þeim
sem hafa náð 16 ára aldri sé heimilt
að veita samþykki til kynferðislegra
athafna. Lögaldur á Englandi er 18
ár.
mbl.is greindi fyrst íslenskra
miðla frá því að maðurinn sem um
ræðir sé Gylfi, samkvæmt heimild-
um. Hann hefur ekki verið nafn-
greindur í breskum fjölmiðlum, en
þar hefur þó komið fram að umrædd-
ur leikmaður Everton sé kvæntur,
31 árs og spili reglulega með sínu
landsliði. Í miðlunum er tekið fram
að viðkomandi sé ekki nafngreindur
sökum lagalegra ástæðna.
Æfingaleikur fór fram hjá Ever-
ton um liðna helgi. Gylfi lék ekki
með liðinu og var ekki á lista yfir
leikmenn liðsins.
Everton staðfesti í gærkvöldi að
leikmaður úr aðalliði félagsins hefði
verið settur í bann vegna lögreglu-
rannsóknar.
Hafa engin gögn í höndunum
Í tilkynningu félagsins sagði:
„Félagið mun halda áfram að að-
stoða yfirvöld við þeirra rannsókn
og mun ekki gefa neitt frekar út að
sinni.“
Eins og greint var frá á mánudag
var umræddur leikmaður Everton
handtekinn á föstudag og síðan lát-
inn laus gegn tryggingu. Húsleit
hafi verið gerð heima hjá leikmann-
inum fyrr í mánuðinum og hald lagt
á hluti ásamt því að leikmaðurinn
var yfirheyrður.
Ekki hefur verið ákveðið að funda
formlega um mál Gylfa af hálfu
Knattspyrnusambands Íslands, að
sögn Klöru Bjartmarz, fram-
kvæmdastjóra ÍSÍ.
„Það eina sem við höfum í hönd-
unum eru þær upplýsingar sem eru
í fjölmiðlum, meðal annars Morgun-
blaðinu, þannig að við bíðum eftir að
frá frekari gögn í málinu,“ segir
Klara.
Hún segir einnig að KSÍ hafi eng-
in gögn undir höndum þar sem Gylfi
er nafngreindur og sagður vera sá
sem um ræðir.
„Það sem við lítum á sem staðfest-
ar upplýsingar er fréttatilkynning
frá ensku lögreglunni og svo Ever-
ton, þar sem ekki er nafngreindur
leikmaður. Þannig að við bíðum eftir
frekari upplýsingum.“
KSÍ muni ekki tjá sig frekar
Í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Klara að KSÍ myndi
ekki tjá sig um málið fyrr en sam-
tökin hefðu fengið það formlega
staðfest að um íslenskan leikmann
væri að ræða.
Hafið þið haft samband við Gylfa
eða aðra í þeim tilgangi að fá slíka
staðfestingu?
„Það er ekki tímabært að við séum
að tjá okkur frekar um þetta mál
núna, svo ég hef engu að bæta við
það sem þegar hefur komið fram,“
segir hún.
Spurð hvort málið hafi verið rætt
innan KSÍ sagði Klara sambandið
ekki myndu tjá sig frekar um málið
að svo stöddu.
Gylfi sætir lögreglurannsókn
- Hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum - Aldur meints þolanda liggur ekki fyrir
- Engin ákvörðun um formlegan fund verið tekin hjá KSÍ - Sambandið bíður eftir gögnum
AFP
Gylfi Þór Sigurðsson Æfingaleikur fór fram hjá Everton síðastliðna helgi.
Gylfi lék ekki með liðinu og var ekki á lista yfir leikmenn þess.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Drykkjarframleiðandinn State
Energy ákvað í gær að fjarlægja allt
markaðsefni með Gylfa Þór Sigurðs-
syni í verslunum Hagkaupa en Gylfi
hafði verið andlit drykkjarins um
tíma. Drykkurinn sjálfur, sem skart-
ar ekki myndum af Gylfa, er þó enn
til sölu.
„Við fórum bara yfir þetta með
innflutningsaðilanum í morgun og
niðurstaðan var sem sagt sú að hann
ætlaði að fara hringinn og breyta
öllu markaðsefni,“ sagði Sigurður
Reynaldsson, framkvæmdastjóri
Hagkaupa í samtali við Morgunblað-
ið. „Þannig að ég get staðfest að það
er búið að fjarlægja allt markaðs-
efnið.“
Gylfi var einnig andlit morgun-
kornsins Weetabix. Ekki er þörf á
að taka ákvarðanir um auglýsinga-
samning Weetabix við Gylfa þar
sem nú þegar hafði verið ákveðið að
einhver annar íþróttamaður kæmi í
hans stað sem andlit morgunkorns-
framleiðandans.
„Við höfum starfað með Gylfa, en
það er engin herferð með honum í
gangi núna,“ segir Jón Mikael Jón-
asson, framkvæmdastjóri Danóls,
innflutningsaðila Weetabix á Ís-
landi.
Hugmyndavinna í gangi í
kringum Evrópukeppni kvenna
Jón Mikael segir að hugmynda-
vinna hafi farið af stað um að næsta
auglýsingaherferð Weetabix muni
tengjast Evrópukeppni kvenna-
landsliða í knattspyrnu á næsta ári,
þar sem íslenska kvennalandsliðið
mun etja kappi.
„Ég veit til þess að það hefur ver-
ið hugmyndavinna í gangi í kringum
Evrópukeppni kvenna á næsta ári.“
Fjarlægja mark-
aðsefni með Gylfa
- Var andlit orkudrykkjar og morgunkorns
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Stjórnvöld þurfa að setja fram skýra
framtíðarsýn og markmið í barátt-
unni við faraldurinn, segir Birgir
Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play.
„Stjórnvöld á Íslandi þurfa að vera
með skýra stefnu, það þarf að vera
skýrt til hvers er barist og hver mark-
miðin eru í raun og veru. Maður er
fyrst og fremst að skynja að fólk átti
sig ekki alveg á því; einu sinni var
markmiðið að verja heilbrigðiskerfið
og svo eldra fólkið en nú er fólk
kannski ekki alveg með á hreinu hver
tilgangurinn er.“
Aðgerðirnar sem stjórnvöld
kynntu í gær, um að bólusettir þurfi
að framvísa neikvæðu veiruprófi þeg-
ar þeir ferðast til landsins, séu íþyngj-
andi fyrir ferðaþjónustuna og Play,
en miklu máli skipti að mótefnahrað-
próf hafi verið leyfð til viðbótar við
PCR-próf.
„Við erum öll í sama bátnum og
sitjum hér á litlum steini í miðju ball-
arhafi og þurfum ferðamenn og krón-
ur í kassann og það fer út í samneysl-
una. Þannig að við verðum að reyna
að horfa á þetta heildstætt.
Á sama tíma er ég alls ekki að segja
að það verði að galopna allt, við verð-
um bara að ná einhverri skynsam-
legri nálgun svo allir geti verið sam-
mála um hvert heildarmarkmiðið og
hagsmunirnir eru,“ segir Birgir.
Kallar eftir framtíðarsýn
stjórnvalda í faraldrinum
- Forstjóri Play vill að markmið sóttvarnaaðgerða séu skýr
Morgunblaðið/Eggert
Sóttvarnir Birgir Jónsson, forstjóri
Play, segir aðgerðir íþyngjandi.