Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kór- ónuveiran hefur fram að þessu ver- ið allsráðandi í allri umræðu og stundum notið óttablandinnar virðingar. Var því haldið að almenningi, austan hafs og vestan, að hún myndi hafa yfirburðastöðu allt þar til að lyfjarisarnir næðu að bjóða fram bóluefni af nægilegu öryggi. Þó var rækilega bent á, að almennt væri reiknað með að rann- sóknarskeið nýs bóluefnis gæti varað í tvö til þrjú ár áð- ur en óhætt væri að anda létt- ara. Heimurinn taldi sig ekki hafa efni á að bíða eftir því. Því voru gefin út leyfi heil- brigðisyfirvalda á notkun þessara bóluefna í skugga þeirrar miklu neyðar sem jarðarbúar stæðu frammi fyr- ir. Hún þýddi að hefðbundinn tími til að þrautreyna öryggi efnanna væri ekki til staðar. Áhættan af ófullkomleika bóluefnanna væri minni en að láta fárið fara um heiminn varnarlausan. Boris Johnson, forsætisráð- herra Breta, hafði ákveðið að neyðarlokunum yrði aflétt í Englandi í júní, en dró þá ákvörðun til baka og hélt landinu lokuðu í viðbótar vik- ur til að gefa bólusetningum enn lengri tíma til að styrkja varnirnar. Aðrar heima- stjórnir Bretlands kusu að sýna enn meiri varfærni en Boris. Stjórnmálamenn hafa víða reynt að halda bæði og sleppa og því slakað á stjórn- málalegri ábyrgð sinni og fært drjúgan hluta hennar á „ábyrgðarlausa“ embætt- ismenn, til að minnka líkur á að veiran myndi binda endi á þeirra pólitíska feril. Sá flótti frá ábyrgð er skiljanlegur en gefur óneitanlega var- hugavert fordæmi. Stjórn- málamenn austan hafs og vestan hamra á því að „vís- indin“ skuli vera í öndvegi allra ákvarðana. Þeir sem tala í nafni þeirra telja sig ekki hafa nokkurn rétt til að taka áhættu og allan vafa beri að túlka í hag hættu af veirunni. Enda hafa vísindamennirnir ekki beint umboð frá almenn- ingi, þótt kannanir sýni iðu- lega að þeir njóti trausts og virðingar. En hinu verður ekki neitað að „vísindin“ hafa í þessari lotu byggt á veikari grunni en æskilegt væri. Þegar yfirlit yfir fullyrð- ingar sóttvarnaryfirvalda vestan hafs er skoðað sést að iðulega hafa þær borið óþægi- legan keim af hreinum ágisk- unum, sem sveifl- ast hafa frá einum mánuði til annars. Í upphafi barátt- unnar við veiruna var opinskátt rætt um að eitt keppi- keflið gæti verið að ná svo- nefndu hjarðónæmi. Á leik- mannsmáli fælist það í því að nægjanlegur hlutfallslegur fjöldi fólks fengi smit og stæði af sér, svo að vítahringur hennar rofnaði. Þessari leið var þó víðast hafnað, m.a. vegna þess að ófært væri að stefna að slíku fyrr enn tekist hefði að einangra þá hópa í hverju þjóðfélagi sem veikast stæðu og eins þá hópa sem tryggja yrði að héldu sínu starfsþreki. Að öðrum kosti væri líklegast að heilbrigðis- kerfi þeirra þjóða, sem um væri að tefla í fyrstu lotu, myndu algjörlega koðna undir farginu. Og dánartölur yrðu þá algjörlega yfirþyrmandi. Miðað við það, sem áður var sagt, þá hefur nú allvíða, svo sem hér og í Bretlandi, fyrr- nefndum markmiðum verið náð með bólusetningum. Í ljós hefur komið að þótt smit hafi aukist verulega er það í þeim hópum sem vel ráða við þau þótt óbólusettir séu. Þeim fréttum, er einatt slegið upp að bólusettir séu einnig að smitast, og við- heldur það óttaástandi, þótt að varla nokkur bólusettur maður sem hefur „smitast“ hrelli sjúkrahúsin með kom- um þangað. Þrýstingur er á að bólusetja börn og unglinga þótt að fyrir liggi að bólusetn- ingarefnin fengu neyðarleyfi og það ekki að ástæðulausu. Margítrekað er að þessir hóp- ar standi af sér kórónuveiru- smit með svipuðum hætti og þeir hrista af sér hina árlegu flensu óbólusettir. Í Bandaríkjunum hafa þeir vísindamenn sem voru áber- andi og valdamestir sett nokkuð ofan fyrir að hafa án raunverulegrar athugunar tekið undir fullyrðingar frá Kína um að leðurblökur á salatsdiskum útimarkaða í Wuhan hafi komið heims- fárinu áfram. Ekki var upp- lýst fyrr en upp komst að Bandaríkin áttu þétt samstarf við setur kórónuveirurann- sókna í Wuhan og styrktu það fjárhagslega. Hefur allt þetta pukur „vísindamanna“ vestra skaðað mjög trúverðugleika þeirra. Hér heima hafa þau kafla- skil orðið að stjórnmálaleið- togar geta ekki lengur falið sig með óljósri vísun til þeirra sem bera ekki endanlega ábyrgð á för þjóðarinnar. Það hafa orðið kaflaskil í umræðu um kórónuveiru og var kominn tími til} Kaflaskil R éttarríkið skapar grundvöll sam- félagsins. Að allir séu jafnir fyr- ir lögum, að enginn sé dæmdur til refsingar án sönnunar á broti og ekki síst rétturinn til rétt- látrar málsmeðferðar. Undanfarnar vikur hafa margir lærðir og leiknir fjallað um þennan grundvallarrétt sem ekki má skerða. Það er mikilvægt að við gef- um ekki afslátt á þessum rétti því ekki viljum við að saklaust fólk sitji bakvið lás og slá eða að sá sem misgert er við fái ekki notið vernd- ar. Já, það er í síðarnefnda tilvikinu sem skóinn kreppir. Í rannsókn sem gerð var á afdrifum kyn- ferðisbrotamála í réttarvörslukerfinu kom í ljós að einungis lítill hluti kynferðisbrota hér á landi er kærður. Jafnframt kom í ljós að örlítill hluti þeirra mála sem kærð eru ná inn til dómstóla og svo er aðeins sakfellt í 13% mála. Dómarar landsins fá því einungis lítinn hluta mála inn á sitt borð og má segja að með því sé verið að takmarka möguleika dómara á að sjá allar útgáfur af hegðun sakborninga fyrir og eftir kynferðisbrot og ekki síður hegðun brotaþola. Af störfum mínum sem réttargæslumaður brotaþola get ég fullyrt að það leikur sér enginn að því að leita til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og/eða kæra kynferðisbrot. Það er ekkert gamanmál að mæta að nóttu eða degi, þurfa síendurtekið að greina í smáatriðum frá hvað átti sér stað fyrir hjúkrunarfræðingi, lækni og lögreglu, fara í nákvæma læknisskoðun, í vett- vangsskoðun, mæta á lögreglustöðina, mæta aftur til að bregðast við orðum sakbornings eft- ir skýrslutöku, bíða milli vonar og ótta um hvað mun eiga sér stað, óttast það að mæta sakborn- ingi eða vinum sakbornings og fjölskyldu, óttast almenningsálitið, sami vinahópur, sami skóli, sami vinnustaður. Það að fólki sé í alvöru að detta það í hug að þolendur kynferðisofbeldis leiki sér að því að ganga þann veg að upplýsa um að brotið hafi verið á viðkomandi er með hreinum ólíkindum. Niðurstaða í þeim örfáu málum sem komast á leiðarenda næst einu til þremur árum eftir at- burð. Þessi staðreynd gerir það að verkum að færri kæra brot en þyrftu. Segja má að þessi langi biðtími eftir réttlæti, sem stjórnvöld bjóða brotaþolum upp á, sé sérstakt brot. Hvar stendur réttarríkið þegar kemur að brotaþolum? Það er rétt að enginn skal dæmdur til refsingar án þess að sekt sé sönnuð en að láta eins og allir þessir brotaþolar fari með fleipur vegna þess að sakborningur hefur ekki verið sakfelldur þegar brot kemur fram í dagsljósið leiðir til þeirra ályktunar að réttarríkið verndi ekki brotaþola. Hinn sjálfkrafa efi um sannleiksgildi frásagnar verður of- an á. Við viljum ekki dómstól götunnar, en við ættum þá að rísa upp og ræða þá eilífðar bið eftir réttlæti sem brotaþolar mega sæta. Þeim biðlista verður að útrýma. Helga Vala Helgadóttir Pistill Saklaus uns? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is R eglur um klæðaburð á bað- stöðum landsins hafa ver- ið mikið í umræðunni síð- astliðna daga eftir að Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon á Kársnesi fyrir það að vera berbrjósta í lóninu. Diljá greindi frá atvikinu í færslu á facebooksíðu sinni á laug- ardag þar sem hún lýsir óánægju sinni með viðbrögð starfsmanna Sky Lagoon sem tjáðu henni að hún þyrfti að hylja brjóst sín ellegar yrði henni vísað upp úr lóninu. Þá segir Diljá að með athæfinu hafi Sky Lagoon mismunað henni á grund- velli kyns hennar. Eftir samtal við starfsmenn Sky Lagoon valdi Diljá að yfirgefa lónið, niðurlægð að eigin sögn. Face- bookfærsla Diljár vakti mikla at- hygli og í kjölfarið fóru af stað heitar umræður um kynjamisrétti á sam- félagsmiðlum á borð við Twitter. Fékk reglunum breytt Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, neitaði í samtali við mbl.is að Diljá hefði verið vísað upp úr lóninu og taldi fyrirtækið ekki hafa mismunað eftir kynferði með athæfinu. Starfs- menn hefðu aðeins verið að fylgja skilmálum fyrirtækisins. Diljá hafði þó að eigin sögn kynnt sér skilmála Sky Lagoon áður en hún heimsótti lónið og að þar hefði einungis verið gerð sú krafa að gestir klæddust hefðbundnum sundfötum, sem hægt er að túlka eftir eigin hentugleika. Framkvæmdastjórn Sky La- goon hefur þó fundið sig knúna til að breyta reglunum í kjölfar umræð- unnar sem fór af stað eftir atvikið en reglum um klæðaburð í lóninu var breytt á mánudag. Í yfirlýsingu frá Sky Lagoon segir að hér eftir verði ekki gerður greinarmunur á kynjum um hvað teljist til fullnægjandi sundfata í skilmálum Sky Lagoon. Hefur áður hlotið gagnrýni Innt eftir viðbrögðum segist Diljá ánægð með breytingarnar á skilmálum Sky Lagoon. Þá vonar hún að atvikið verði öðrum bað- stöðum til eftirbreytni. Diljá hefur áður hlotið gagnrýni fyrir það að vera berbrjósta í sundi en Nútíminn greindi frá því 15. jan- úar að hún hefði verið gagnrýnd fyr- ir að vera berbrjósta í Jaðars- bakkalaug á Akranesi. Í tengslum við það atvik sagði Þórgnýr Thor- oddsen, formaður íþrótta- og tóm- stundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við RÚV að engum væri bannað að vera berbrjósta í sund- laugum borgarinnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort einkareknum baðstöðum sé heimilt að banna konum að vera berbrjósta. Við eftirgrennslan Morgun- blaðsins kemur í ljós að reglur um klæðaburð eru misskýrar milli bað- staða. Ekki eru gerðar sérstakar kröf- ur um klæðaburð í Vök Baths á Hér- aði. Þar mega allir gestir vera ber- brjósta kjósi þeir það, að sögn Aðalheiðar Óskar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vakar Baths. Í Bláa lóninu er gerð sú krafa að gestir klæðist „hefðbundnum sundfatnaði“, að sögn Helgu Árna- dóttur, framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Hvernig sem það má túlka. Að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna Umræðan um brjóst kvenna og berun þeirra er ekki ný af nálinni hér á landi. Árið 2015 tók fjöldi íslenskra kvenna þátt í svokallaðri brjóstabylt- ingu, sem var hluti af alþjóðlega gjörningnum „Free the Nipple“. Byltingin gekk út á að konur beri brjóst sín sem uppreisn gegn viðteknum fé- lagslegum gildum sem þær telja vera óréttlæti gagnvart sér. Upphaf brjóstabyltingarinnar má rekja til þess þegar ung íslensk kona birti myndir af berum brjóstum sínum inni á samfélagsmiðl- inum Twitter undir myllumerkinu #Freethenipple 26. mars, árið 2015. Sagði hún tilganginn með myndbirtingunni vera að vekja athygli á hefnd- arklámi og því sem hún teldi ójafnrétti. Geirvörturnar frelsaðar BRJÓSTABYLTINGIN Diljá Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eggert Reglubreyting Samkvæmt breyttum skilmálum Sky Lagoon geta allir gestir sem heimsækja lónið, óháð kyni, verið berbrjósta kjósi þeir það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.