Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
✝
Ingibjörg Beck
fæddist 4. ágúst
1925 á Reyðarfirði.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
28. júní 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Eiríkur
Beck, fæddur á
Sómastöðum í
Reyðarfirði, 15.1.
1876, d. 9.7. 1950,
og Margrét Guð-
mundsdóttir Beck, fædd á Papós
í Lóni, 25.1. 1891, d. 20.5. 1982.
Ingibjörg átti einn albróður, Pál
Þóri Beck, f. 1921, d. 2018, og
einn bróður samfeðra, Emil
Friðrik Beck, f. 1906, d. 1925.
Ingibjörg giftist 4. ágúst 1951
Steingrími Bjarnasyni, f. 11.12.
1919, á Eskifirði, d. 30.8. 1997.
Foreldrar hans voru Bjarni Jak-
ob Marteinsson, f. 14.11. 1884 á
Signý Pála, f. 7.4. 2002, og
Hanna Steina Yin, f. 15.4. 2004.
Ingibjörg ólst upp í Seylu á
Reyðarfirði hjá foreldrum sín-
um. Hún gekk í barnaskóla
Reyðarfjarðar og fór síðan til
Reykjavíkur í Ingimarsskólann í
tvo vetur og stóð hugur hennar
til frekara náms. Vegna að-
stæðna sem hún réð ekki við
þurfti hún að hverfa frá námi og
fara heim til Reyðarfjarðar. Þar
vann hún í Kaupfélagi Hér-
aðsbúa, við fiskvinnslu og önnur
verkamannastörf. Hún og Stein-
grímur festu kaup á æskuheim-
ili hennar þegar þau giftu sig og
bjuggu þar fyrstu 15 árin er þau
byggðu sér hús við Eyrarstíg á
Reyðarfirði þar sem þau bjuggu
meðan Steingrímur lifði. Eftir
andlát hans flutti hún í Kópavog
og bjó þar ein í sinni íbúð þar til
í febrúar síðastliðinn er hún
flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Reyðarfjarðarkirkju í dag,
21. júlí 2021, klukkan 14.
Fáskrúðsfirði, d.
3.2. 1982, og Gunn-
hildur Steinsdóttir,
f. 6.6. 1886 í Reyð-
arfirði, d. 9.2. 1968.
Ingibjörg og
Steingrímur eign-
uðust þrjá syni: 1)
Eiríkur Beck, f.
30.12. 1951, d. 6.7.
2014. 2) Bjarni, f.
12.3. 1953, kvæntur
Ellen Rósu Jones, f.
8.1. 1953. Sonur Bjarna af fyrra
hjónabandi er Magnús Þór, f.
15.5. 1975, kvæntur Auði Dóru
Franklín, f. 26.7. 1981. Dætur
þeirra eru Rósa María, f. 27.5.
2007, Silvía Rán, f. 4.8. 2009 og
Katla Rut, f. 8.9. 2016. 3) Páll
Grétar, f. 25.1. 1965, kvæntur
Kristjönu Erlen Jóhannsdóttur,
f. 10.8. 1965. Þeirra börn eru:
Uni Dagur Anand, f. 4.1. 2001,
Stúlla. Ég trúði ekki að
mamma kærastans væri kölluð
þessu skrítna gælunafni fyrr en
ég heyrði aldraða móður hennar
ávarpa hana. Ég hélt að kærast-
inn og vinurinn væru að gera at í
mér. Þetta var fyrir næstum
fjörutíu árum og ég, 16 ára
stelpukrakkinn, í fyrstu heim-
sókninni minni til Stúllu, Stein-
gríms og Palla kærasta. Ég
reyndi líka eins og ég gat að
missa af hádegismatnum fyrsta
daginn, gat ekki hugsað mér að
fólkið fengi þá mynd af mér að ég
væri einhver gikkur. Við áttum
eftir að hlæja oft að þessum
fyrstu kynnum. Stúlla og Stein-
grímur umvöfðu mig með elsku
sinni og hlýju allt frá fyrsta degi.
Þau sáu fljótt að okkur Palla var
alvara með sambandinu okkar og
hjálpuðu okkur „krökkunum“
eins og þau gátu við að stíga
fyrstu skrefin inn í fullorðinslífið.
Það var alltaf gott að vera hjá
Stúllu og Steingrími og upplifa
þá ró og umhyggju sem ein-
kenndi þau. Það var líka gaman
að ferðast með þeim. Við fórum í
tjaldferðalög á staði sem ég hafði
ekki einu sinni heyrt um, einu
sinni stýfðum við kalt lambalæri
með smjöri úr hnefa inni í bíl af
því það rigndi úti og í annað
skipti vöknuðum í snjó. Þetta var
allt saman ævintýri fyrir mér.
Stúlla missti Steingrím og það
var sárt. Hún kom suður tveimur
árum seinna og skapaði sér fal-
legt heimili í nýju íbúðinni sinni í
Lækjasmáranum. Við höfðum
áhyggjur af því hvernig líf henn-
ar yrði án Steingríms, en hún
kom okkur sífellt á óvart með
sjálfstæði sínu og aðlögunar-
hæfni. Sjálfri sér nóg og ekkert
fyrir það að láta hafa fyrir sér
stóð hún keik og átti gott tuttugu
og eitt ár í Lækjasmára.
Tuttugu árum eftir fyrstu
kynni okkar Stúllu varð hún
„amma Dúlla“ þegar við eignuð-
umst börnin okkar þrjú með
stuttu millibili. Þá má segja að ég
hafi kynnst henni upp á nýtt. Hún
var yndisleg amma sem þótti jafn
vænt um börnin mín og mér
sjálfri og fannst allt merkilegt
sem þau sögðu og gerðu, alveg
eins og mér. Þá sá ég betur hvað
við höfðum líka sýn á lífið og
ræddum þau mál oft og mikið.
Hún var stolt af okkur fyrir að
setja börnin okkar í forgang í líf-
inu á meðan þau voru lítil og hún
var afar stolt af þeim. Árlegu
ferðalögin okkar austur á firðina
okkar fallegu eru ógleymanlegar
minningar. Mamma, amma,
börnin þrjú, hýsi og hamstur,
haldið upp á 85 ára afmæli í hýs-
inu og þessum fína félagsskap
með frosna súkkulaðiköku úr
vegasjoppu með kaffinu. Stúlla
Ingibjörg Beck
✝
Soffía G. Jó-
hannsdóttir
fæddist 28. júní
1931 á Siglufirði.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 11. júlí 2021.
Foreldrar hennar
voru Björn Jóhann
Aðalbjörnsson, frá
Máná í Úlfsdölum í
Fljótum, f. 31.3.
1906, d. 15.5. 1966,
og Petrína Friðbjörnsdóttir, frá
Efstakoti á Dalvík, f. 28.7. 1895,
d. 15.5. 1989. Systkini Soffíu
voru: Friðbjörn Hólmfreð, f.
1928, d. 1935, Jón Heiðar, f. 1933,
d. 1933, Anna Bára, f. 1935, d.
2014, og Hólmfríður Jóna, f.
1937. Soffía giftist Jóni G. Hjálm-
arssyni 22.11. 1952. Jón var fædd-
ur 30.12. 1922 í Vestmanna-
eyjum, d. 31.8. 2014. Foreldrar
hans voru Hjálmar Jónsson, f. 5.6.
1899 á Bólstað í Mýrdal, d. 25.7.
1968, og Guðbjörg Einara Helga-
dóttir, f. 16.10. 1898 á Gili í Fljót-
um í Skagafirði, d. 23.6. 1958.
Börn þeirra Soffíu og Jóns eru: 1)
mundur Hjálmar 2.2. Íris Ósk, f.
1986, maki er Ásgeir Elvar
Guðnason, börn: Elva Karen,
Arnar Bjarki og Heiðdís Erla 2.3.
Einar Jón, f. 1997. 3) Hafdís, f.
25.8. 1962, maki er Georg Kulp.
Börn : 3.1. Helena, f. 1983, maki
er Andri H. Oddsson, börn:
Emelía Mist, Viktoría Von, og Al-
exander Máni. 3.2. Jóhann Páll, f.
1989, maki er Erla Rún Þórhild-
ardóttir, börn: Marín Húna og
Bjarmi Snær. 3.3. Georg Ingi, f.
1994. 4) Kristrún, f. 18.2. 1973,
maki er Ólafur Fannar Vigfús-
son, börn: 4.1. Vigfús Máni, f.
2003, og 4.2. Sindri Jón, f. 2007.
Soffía fæddist og ólst upp á
Siglufirði og stundaði þar ýmis
störf. Hún útskrifaðist úr Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar árið
1946, giftist 1952, Jóni Hjálm-
arssyni (d. 2014) og hófu þau bú-
skap á Siglufirði en fluttust til
Reykjavíkur 1954. Soffía starf-
aði m.a. hjá Þvottahúsinu Fönn,
á saumastofu Kleppsspítalans en
starfaði lengst af í mötuneyti á
aðalskrifstofu Olíufélagsins hf.,
að Suðurlandsbraut 18. Sauma-
skapur skipaði stóran sess hjá
Soffíu og með vinnu saumaði
hún alla tíð mikið fyrir fjölskyld-
una, vini og ættingja.
Útför Soffíu G. Jóhannsdóttur
fer fram frá Áskirkju í dag, 21.
júlí 2021, klukkan 13.
Jóhann Pétur, f. 8.5.
1953, maki Kristín
Salóme Steingríms-
dóttir, börn: 1.1.
Soffía Guðrún, f.
1973, maki er Hans
Júlíus Þórðarson.
Barn Soffíu frá fyrri
sambúð er Snær Jó-
hannsson. Börn
Soffíu og Júlíusar:
Salóme og Þóra
Andrea. 1.2. Re-
bekka, f. 1978, maki er Jóhannes
Kolbeinsson, börn þeirra eru
Bryndís, Jóhann Bergur og Ás-
björn Daði. 1.3. Gunnar Örn, f.
1982, maki er Tinna Rós Finn-
bogadóttir, Börn Gunnars frá
fyrri sambúð; Júlía Kristey og
Kristján Bjarki. Börn Gunnars og
Tinnu eru Benedikt Helgi og
Hörður Bogi. 1.4. Hörður Þór, f.
1991, maki: Ása Hulda Odds-
dóttir, barn þeirra er Hugrún
Lea. 2) Einar Hjálmar, f. 22.11.
1957, maki er Erla J. Erlings-
dóttir, börn: 2.1. Jón Gunnsteinn,
f. 1980, maki er Guðrún Jóns-
dóttir, barn þeirra er Guð-
Ástkær móðir mín, Soffía Guð-
rún Jóhannsdóttir, hefur kvatt
þessa jarðvist og víst er að henn-
ar verður sárt saknað og hennar
skarð vandfyllt. En góðar minn-
ingar ylja. Mamma fæddist á
Siglufirði og ólst þar upp, oft við
kröpp kjör eins og títt var á þeim
árum. Skólaganga mömmu var
ekki löng en hugur hennar og
langanir voru að komast í hús-
mæðraskóla en fjárhagslegar að-
stæður urðu þess valdandi að
ekkert varð úr þeim draumum.
Sem barn dvaldi móðir mín á
sumrin hjá ættingjum sínum í
Efstakoti við Dalvík og það kom
alltaf sérstakt blik í auga þegar
þessi tími var rifjaður upp, þær
minningar skipuðu stóran sess í
hjarta hennar. Foreldrar mínir
hófu búskap á Siglufirði og eign-
uðust þau þar sitt fyrst barn,
þann sem þessar línur ritar. Þau
fluttust til Reykjavíkur 1954,
fyrst í Efstasund en síðar í Skipa-
sund 35, þar sem þau bjuggu í 45
ár. Mörg dýrmæt minningabrot á
ég í huga mínum þegar ég fór
með mömmu norður til Siglu-
fjarðar til ömmu og afa sem þar
bjuggu þá enn. Mynd af mömmu
að salta síld í tunnu á síldarplani
greyptist í huga barnsins sem
þótti þessi hamagangur á sílda-
plönunum með ólíkindum. Það
var mikið fjör á Siglufirði á þess-
um árum. Handavinna var móður
minni mjög hugleikin og eftir að
hafa farið á sníðanámskeið varð
ekki aftur snúið; saumaskapur og
prjónverk lék í höndum hennar.
Með fram annarri vinnu saumaði
hún föt og prjónaði peysur á okk-
ur systkinin, ættingja og vini.
Það var mikil hátíð í bæ þegar
græna Husqarna-saumavélin var
keypt fyrir 60 árum og fylgdi hún
mömmu til æviloka. Móðir mín
var sterk persóna, félagslynd,
glaðlynd og jákvæð með afbrigð-
um. Aldrei sá ég hana skipta
skapi. Hún hafði einstaka hæfi-
leika til að laða að sér fólk og oft
Soffía Guðrún
Jóhannsdóttir
Helga
Skúladóttir
✝
Helga
Skúladóttir
fæddist í Urð-
arteigi í Beru-
firði 19. október
1944. Hún lést á
Sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 2.
júlí 2021.
Útför Helgu fór fram í Norð-
fjarðarkirkju 13. júlí 2021.
Meira á: https://mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
✝
Pétur
Kristjánsson
fæddist í Reykja-
vík 29. desember
1944. Hann lést á
Landspítalanum 4.
júlí 2021.
Foreldrar Pét-
urs voru hjónin
Kristján Þorsteins-
son, f. 1. nóvember
1899, d. 9. ágúst
1993, og Kristín
Bjarnadóttir, f. 8. mars 1902,
d. 24. september 1969.
Bræður Péturs voru Bjarni,
f. 1. apríl 1932, d. 28. maí 1999,
og Þorsteinn, f. 23. júní 1936,
d. 3. júlí 2012.
Eftirlifandi sambýliskona
Péturs er Ásgerður Birna
Björnsdóttir.
Pétur giftist Ingibjörgu
Fríðu Ragnarsdóttur hinn 11.
mars 1967. Þau skildu. Börn
Péturs og Ingibjargar eru: 1)
Ragnar Már, f. 1968, maki An-
nelise Larsen-Kaasgaard. Son-
ur Ragnars er Sverrir Pétur, f.
1994. 2) Kristín, f. 1971, maki
Finnbogi Karlsson. Börn
þeirra eru, Auður
f. 1993, sambýlis-
maður Guðjón,
sonur þeirra er
Ragnar Bogi,
Bjarki Freyr, f.
1999, og Jón Arn-
ar, f. 2006. 3) Guð-
rún, f. 1976, maki
Baldur M. Einars-
son. Börn þeirra
eru Hekla Maren,
f. 2001, Kristey
Bríet, f. 2006, og Einar Bragi,
f. 2009.
Pétur var með meistarapróf
bæði í útvarpsvirkjun og raf-
eindavirkjun og starfaði
stærstan hluta ævinnar hjá
Reykjavíkurborg, þar sem
hann sá lengst af um hljóðkerf-
ismál hjá borginni. Einnig
starfaði hann við jarð-
skjálftamælingar, hjá Heyrnar-
og talmeinastöð Íslands, á radí-
óverkstæðum og þá vann hann
sjálfstætt við uppsetningar á
loftnetum ásamt viðgerðum á
útvörpum og sjónvörpum.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Til besta míns
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín
Birna.
Það er alltaf sárt að missa
einhvern sem maður elskar.
Þótt ég hafi lengi vitað í hvað
stefndi hjá föður mínum þá var
það samt svo sárt og erfitt þeg-
ar kallið kom. Pabbi var búinn
að vera veikur lengi, var meðal
annars í nýrnavél þrisvar sinn-
um í viku í rúm 5 ár en slíkt
tekur sinn toll. Krabbinn bank-
aði líka upp á hjá honum síð-
ustu ár en unnið var að því að
halda meininu í skefjum. Þrátt
fyrir veikindin var lífsvilji
pabba mikill. Hann vildi vera
hjá fólkinu sínu, sjá það þrosk-
ast og dafna og taka þátt í lífi
þeirra sem voru honum nán-
astir. Hann barðist eins og
hetja fyrir tilveru sinni á þess-
ari jörð en varð að lokum að
láta í minni pokann. Þótt ég sé
sorgmædd yfir fráfalli pabba
gleðst ég um leið yfir því að
hann sé laus úr viðjum veik-
inda sinna. Núna veit ég að
hann er kominn í sumarlandið
fagra, til foreldra sinna og
bræðra. Þau eru öll sameinuð á
ný og eflaust komin í fjörugar
samræður yfir góðum kaffi-
bolla og kökusneið.
Það eru margar hlýjar og
góðar minningar sem koma upp
í huga minn á þessari kveðju-
stund. Þær mun ég ávallt varð-
veita í hjarta mínu. Pabbi var
hjálpsamasti maður sem ég
þekki, hann vildi allt fyrir fólkið
sitt gera. Hann lagði sig fram
við að gleðja aðra og láta fólk-
inu í kringum sig líða vel. Það
er góður eiginleiki að mínu
mati.
Við pabbi áttum margar góð-
ar samverustundir og ég minn-
ist sérstaklega þeirra stunda
sem við áttum á íþróttamótum
úti um allt land þegar ég var
yngri. Pabbi var yfirleitt að
setja upp hljóðkerfi á þessum
mótum og ég að keppa í hlaupi,
langstökki, hástökki eða öðrum
greinum frjálsra íþrótta. Hann
var kletturinn minn þarna og
stuðningsmaður númer eitt,
hvatti mig áfram til að gera
mitt besta og stóð á hliðarlín-
unni mér til halds og trausts.
Þá fór ég á fjölda tónleika, fót-
boltaleikja og alls konar við-
burða með honum og systkinum
mínum, enda þurfti alltaf að
hafa tæknimann á slíkum við-
burðum sem gat séð um að
hljóðkerfið virkaði. Þar var fað-
ir minn í essinu sínu.
Þegar börnin mín fóru svo að
stunda sínar íþróttir og áhuga-
mál mætti faðir minn oft á mót-
in eða sýningarnar sem þau
tóku þátt í eða spurði út í gengi
þeirra þar. Hann vildi upplifa
með þeim og var alltaf svo
stoltur af barnabörnunum sín-
um. Fyrir það verð ég ávallt
þakklát. Fyrsta og eina barna-
barnabarn pabba fæddist svo í
júní í fyrra. Það má með sanni
segja að litli drengurinn hafi
orðið gimsteinninn hans. Pabbi
fékk það hlutverk að halda á
honum undir skírn og það sem
hann ljómaði á þeirri stundu.
Þegar ég kom og heimsótti
pabba á spítalann undir það síð-
asta spurði hann alltaf fregna
af litla langafadrengnum sínum.
Ég sýndi honum myndir og
myndbönd af litla kút og faðir
minn brosti út að eyrum við
upplifunina. Þær stundir voru
afar fallegar og ég er svo
ánægð að hafa fengið að eiga
þær með honum.
Takk fyrir samveruna elsku
pabbi minn og góða ferð til
nýrra heimkynna. Minningin
um þig mun lifa með mér að ei-
lífu.
Þín dóttir,
Kristín.
Heimspekingurinn Gunnar
Dal segir í einu ljóða sinna:
„Ástin er dýrust gjafa Guði
frá.“ Pétur Kristjánsson sem
við kveðjum nú hitti ástina sína
í systur minni Birnu fyrir rúm-
um fjórtán árum. Hjá honum
var það ást við fyrstu sýn.
Hann þreyttist aldrei á að
dásama hana. „Fallegust,“
sagði hann. Þegar ég hitti þau
fyrst ljómuðu þau eins og ung-
lingar. En þau voru engin ung-
lömb, það tók þau fáar vikur að
ákveða sambúð. „Það er ekki
eftir neinu að bíða,“ sögðu þau í
kór.
Við tók skemmtilegur tími,
ferðalög innanlands og utan.
Þau heimsóttu okkur Dónald í
Grímsey og settu upp hringa á
heimskautsbaug. Þau áttu sér
uppáhaldsstað að heimsækja;
Reykholt í Borgarfirði, en Pét-
ur átti rætur að rekja til
Skorradals og átti kærar minn-
ingar þaðan. Þau flugu og
sigldu um heiminn, ýmist ein
eða með börnum og góðum vin-
um. Pétur, þessi mikli tækja-
og tæknimaður, var alltaf með
myndavélina tilbúna. Tók ótelj-
andi myndir af Birnu sinni, fjöl-
skyldunni, fólki og stöðum. Pét-
ur var líka einlægur unnandi
íslenska fánans og vildi veg
hans sem mestan. Dýrmætar
minningar. Systir mín ánægð
og þau bæði. Pétur einstakt
ljúfmenni, sem vildi öllum gott
gera, en líka mikill höfðingi
sem hafði gaman af að veita og
gefa. Já, gleðin góða við völd.
Lífið okkar á sér margar
hliðar. Pétur, þessi stóri sterki
tveggja metra maður, hafði
glímt við alvarleg veikindi en
náð sér að fullu. Bera tók á
veikindum hjá Pétri á ný. Björt
stóðu þau saman í því stóra
verkefni sem fljótlega setti
þeim skorður og gaf þeim mis-
þunga daga. Bæði lögðu þau
sig fram af fullum krafti, allt
snerist um betri líðan fyrir
Pétur. Systir mín, öflug eins og
hún er, gerði allt sem í hennar
valdi stóð til að maðurinn
hennar næði heilsu og lífið létt-
ist. Inn á milli komu margir
góðir dagar með sólskini og ís-
bíltúrum.
Og nú hefur hann kvatt,
prúðmennið Pétur. Hann er
farinn í ferðina sem bíður okkar
allra. Á þessari stundu viljum
við Dónald þakka Pétri af alhug
elskuleg kynni árin öll. Það var
notalegt að vera í návist hans.
En fallegast af öllu finnst mér
sambandið þeirra, ástin sem
þeim var gefin, ef til vill þegar
þau áttu síst von á að hún
myndi banka upp á. Já, ástin er
sannlega dýrust gjafa Guði frá
eins og segir í ljóðinu hans
Gunnars Dal. Guð blessi minn-
ingu Péturs Kristjánssonar.
Góða ferð góði vinur.
Helga Mattína
Björnsdóttir, Dalvík.
Kæri Pétur. Við þökkum þér
kærlega fyrir þessi ár, sem þú
varst hluti af fjölskyldu okkar.
Þú gladdir okkur með hlýju
þinni og þægilegri nærveru –
en þú gladdir okkur mest með
hamingjunni og gleðinni sem
geislaði af ykkur mömmu, þeg-
ar þið voruð saman.
Kærar þakkir fyrir allt og
allt.
Hvíldu í friði og við minn-
umst þín með eftirfarandi ljóði
Jóhannesar úr Kötlum:
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð,
– vor hjörtu blessa þína slóð
og Borgarfjörður þrýstir þér
í þægum friði að brjósti sér.
Björn, Margrét Helga,
Guðbjörg og Vilhjálmur
Þór Vilhjálmsbörn, makar
þeirra, börn og barnabörn.
Pétur
Kristjánsson