Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 ✝ Kolbrún Vil- bergsdóttir fæddist í Borgar- nesi 12. mars 1944. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Magnúsdóttir, f. 8. september 1925, d. 22. febrúar 2006, og Vilberg Daníelsson, f. 19. september 1914, d. 2. febr- úar 2004. Systur hennar eru Fanney Eva, f. 18. júlí 1949, og Þóra, f. 15. apríl 1954, gift Júlíusi Karlssyni. Börn Kolbrúnar eru: 1) Vil- berg Guðmundsson, f. 17. des- ember 1967, unnusta Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir. 2) húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði. Hún sótti enskuskóla Erlu Aradóttur í nokkra vetur og hafði yndi af því. Í saumaklúbbi með vinkon- um sínum í um hálfa öld átti hún margar góðar stundir. Hún tók virkan þátt í starfi eldri borgara í Hafnarfirði og naut samvista við góða vini þar í mánudagsgöngunum og zumbadansi. Kolbrún vann við versl- unarstörf eftir gagnfræða- skóla, meðal annars í Kaup- félagi Hafnfirðinga og um tíma í Hólsbúð og aftur hjá Kaupfélaginu til ársins 1989 er hún hóf störf á Hrafnistu í Hafnarfirði sem yfirmaður í matsal þar sem hún vann til starfsloka árið 2011. Í starfi sínu á Hrafnistu eignaðist hún margar góðar vinkonur sem héldu hópinn alla tíð og fóru þær í margar ferðir innan- lands og utan í gegnum árin. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 21. júlí 2021, klukkan 13. Ingigerður A. Kristjánsdóttir, f. 23. maí 1972, gift Sigfúsi Bergmann. Barnabarn Kol- brúnar er Þórhall- ur Arnar Vil- bergsson, f. 10. maí 1994. Kolbrún fæddist og ólst upp á Eg- ilsgötu 17 í Borgarnesi til þriggja ára aldurs en þá flutti hún með móður sinni til Reykjavíkur í stuttan tíma og þaðan til Grindavíkur og 1949 flutti hún á Kirkjuveg 11 í Hafnarfirði ásamt foreldrum sínum. Frá 1998 bjó Kolbrún á Miðvangi 6. Kolbrún lauk gagnafræða- prófi frá Flensborg 1960. Vet- urinn 1962-63 fór Kolbrún í Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold … (Ómar Ragnarsson) Hinn 19. maí sl. keyrði ég þig inn á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi og ekki grunaði mig þá að aðeins örfáum vikum síðar væri ég að skrifa um þig minn- ingargrein. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Þú sem varst svo hress og vel á þig komin, jú jú auðvitað sá ég og skynjaði ákveðnar breytingar á þér og ég vissi að það væri ekki allt í lagi en að það yrði hringt í mig fjórum vikum síðar og mér til- kynnt að þú værir með illkynja krabbamein og tíminn sem ég ætti eftir með þér væru vikur, mögulega mánuðir, grunaði mig ekki. Auðvitað fer heilinn á flug og minningarnar streyma fram: Hafnarfjörður, Kirkjuvegurinn, Breiðvangurinn, Njarðvík, Eyjafjörðurinn, Laugarholt, Borgarnes, Ameríka, Danmörk. Allt staðir sem tengjast okkur og kalla fram góðar og skemmtilegar minningar. Amma og afi, Þórhallur (prins- inn hennar ömmu), Kolla frænka, jú það voru nefnilega mörg börn sem kölluðu þig Kollu frænku og sum meira að segja ömmu Kollu. Þú hafðir þann eiginleika að laða að þér fólk, hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Það er alveg sama við hvern ég tala; allir segja það sama um þig. Alla sömu góðu hlutina. Glaðlynd, trygglynd, fórnfús, gast glaðst með öðrum, barngóð með ein- dæmum, svona man ég þig líka og listinn er ótæmandi. Ég naut þess að vera með þér þessar síðustu vikur þótt erfiðar væru. Bíltúrinn sem við fórum í á 17. júní og fengum okkur ís stendur upp úr. Þú áttir líka þín- ar erfiðu stundir í lífinu en þú kaust að tala ekki mikið um þær heldur einbeittir þér meira að því að styðja aðra. Það fer enginn óstuddur í gegnum svona reynslu að missa ástvin. Mig langar að þakka unnustu minni, syni mínum og fjölskyldu minni, núverandi og fyrrverandi, vinum, vinkonum mömmu, fyrrverandi vinnufélög- um mömmu, vinnuveitanda mín- um og unnustu minni fyrir alla hjálpina, skilninginn og stuðn- inginn. Eins og ég sagði í upphafi þá mun ég lúta höfði þér til heiðurs í dag og tár munu örugglega falla á fold. Ég vil þakka sér- staklega útfararstofu Hafnar- fjarðar og starfsfólki Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði fyrir auðsýnda samúð og velvild á erf- iðum tíma. Ég elska þig mamma. Þinn sonur, Guðlaugur Vilberg Guðmundsson (Villi). Elsku fallega Kolla mín, mikið er ég þakklát fyrir að hafa feng- ið þig inn í líf mitt og svo sárt að hafa ekki fengið að njóta sam- vista við þig lengur en þessi rúm fjögur ár sem við áttum saman. Sterkari konu hef ég aldrei áður hitt og með svo ofurstórt hjarta sem rúmaði alla í þínu umhverfi. Þú elskaðir fólkið þitt og gafst þig alla í að sinna þeim sem þér þótti vænt um. Börn sem full- orðnir hændust að þér og það var svo gott og notalegt að vera í nærveru þinni. Mér fannst ég hafa eignast aðra móður, þú minntir mig svo mikið á mína dásamlegu móður sem ég sakna svo sárt og nú sakna ég ykkar beggja. Ég er þess fullviss að nú eruð þið mamma að hittast í fyrsta sinn og án efa er að myndast mikill vinskapur með ykkur í sumarlandinu. Þú varst líka svo skemmtilega ákveðin, lást ekkert á skoðunum þínum og varst líka ávallt samkvæm sjálfri þér og heiðarleg í öllum samskiptum. Alltaf komstu vel fyrir og naust þess að vera fín, fyrir mér varstu dama í eiginleg- um skilningi þess orðs. Þú áttir það til að senda syni þínum tón- inn ef hann var órakaður þegar hann kom í heimsókn. Ég dáðist alltaf að því hvað þú varst fé- lagslynd og dugleg að hreyfa þig, ég skammaðist mín líka pínu fyrir letina, töluvert yngri konan. Enda varstu vinmörg og áttir fjöldann allan af góðum vinkonum sem dönsuðu, löbbuðu og ferðuðust með þér um heim- inn. Þú varst höfðingi heim að sækja, alltaf voru reiddar fram veitingar þegar einhver datt inn í heimsókn og við eigum eftir að sakna matarboðanna í Miðvang- inum sem voru ávallt glæsileg. Þú elskaðir strákana þína Villa og Þórhall, fylgdist með þeirra sigrum og ósigrum og passaðir vel upp á þá. Áttir alltaf eitt- hvert uppáhaldsljúfmeti þeirra í skápunum þínum. Ég er ríkari og betri kona eft- ir að hafa kynnst þér og mun passa strákinn þinn vel elsku Kolla. Elska þig ávallt. Þín tengdadóttir, Jóna Guðrún. Minningarnar um Kollu mág- konu leita á hugann og eru allar góðar og jákvæðar. Hún var ein- stök. Ég kynntist Kollu fyrir meira en 50 árum þegar við fé- lagarnir 13 og 14 ára komum við í Kaupfélaginu á Hringbraut á leið úr skólanum. Við gerðum okkur heimakomna í Kaupfélag- inu og vorum ákaflega skemmti- legir að eigin mati. Þar var há- vaxin kona, dökkhærð og myndarleg sem hafði mjög gam- an af okkur og gerði allt skemmtilegra sem okkur datt í hug. Enga hugmynd hafði ég um að þarna væri mágkona mín verðandi á ferð. Kolla hló að öllu sem við höfðum fram að færa og gerði gott úr öllu þannig að fljót- lega komum við aðallega við til að kaupa snúða og hitta Kollu og spjalla við hana. Ég held að þarna hafi komið fram fágætur eiginleiki hennar að tala við alla sem jafningja og gera lífið skemmtilegt. Við urðum strax miklir vinir og höfum verið það alla tíð. Ég hafði alls enga hug- mynd um að hún væri systir stelpunnar sem nýlega hafði sest í sama bekk og ég í Flensborg, það skýrðist þó fljótlega. Þarna hafði ég því eignast bandamann innan fjölskyldunnar og átti ég eftir að njóta góðs af því. Ekki að þess hafi þurft en ekki sakaði það. Við Þóra horfum yfir farinn veg og minnumst margra góðra stunda með Kollu. Hún kíkti við á Miðvanginum reglulega og stundum oft í viku til að hitta á fjölskylduna og krakkana okkar. Alltaf var gott að hitta hana og umræður urðu skemmtilegar og gefandi með henni. Hún var oft og tíðum sem mamma númer tvö eða amma barnanna okkar og tók við heimilinu þegar við Þóra brugðum okkar til útlanda um helgar eða jafnvel lengur. Það kom fyrir að krökkunum fannst við koma óþarflega snemma heim því það var svo gott að hafa Kollu út af fyrir sig. Þannig studdi Kolla okkur mjög mikið í uppeldi barnanna og erum við henni ævarandi þakklát fyrir. Enda á hún stóran stað í hjört- um þeirra og okkar. Betri systur og mágkonu er ekki hægt að hugsa sér. Kolla og Villi komu í heim- sókn til okkar þegar við bjugg- um í Bandaríkjunum 1981, var þetta mikil upplifun fyrir okkur öll og fórum við víða um og tal- aði Kolla oft um þessa ferð. Í ferðum til Danmerkur með krakkana okkar litla var frábært að hafa Kollu með, hún var vinur og félagi okkar allra. Kolla gat verið dálítill hrak- fallabálkur og ósjaldan þurfti að sækja hana á slysó. Hún hló mikið að þessum eiginleika sín- um og gerði grín að sjálfri sér fyrir. Hún gat oft á tíðum farið hratt yfir og sá eiginleiki nýttist líka vel í veislum og samkomum. Þá var hún fljótust að taka til hendinni og aðstoða í eldhúsinu og gat samt spjallað og átt góð samskipti við alla. Kolla ákvað snemma að taka ekki bílpróf og fór sinna ferða gangandi að mestu eða tók gulu limósínuna. Nú hefur hún tekið gullvagninn í sumarlandið eftir snörp og erfið veikindi, sem komu okkur öllum að óvörum. Við kveðjum kæra systur og mágkonu með miklum söknuði. Lífið verður ekki samt eftir. Mestur er söknuður Villa, Jónu og Þórhalls og vottum við þeim okkar innilegustu samúð. Far í friði og takk fyrir allt og allt elsku Kolla. Guð geymi þig. Júlíus (Júlli) og Þóra. Elsku Kolla mín. Samveruna þér við þökkum þýðlega af huga klökkum af augum svífa saknaðs tár. Farðu sæl til sólarheima samhuga við munum geyma minning þín um æviár. (RGK) Fram í hugann koma ótal minningar nú þegar við kveðjum Kollu. Kolla frænka fæddist hér í afahúsi og átti heima hér fyrstu æviár sín. Þá bjuggu hér þrjár kynslóðir, afi, við Kolla, mæður okkar og bróðir þeirra með konu og dóttur. Það var oft fjör hjá okkur frænkunum, við á svip- uðum aldri og ekki alltaf stilltar. Ég á minningu um okkur þrjár frænkurnar í sumri og sól að leika úti í garði í kringum afa sem sat þar í körfustólnum sín- um. Þegar inn var komið hringl- aði afi í lyklunum sínum og gekk að skrifborðinu, opnaði nammi- skúffuna og gaf okkur mola. Við mamma að fara suður í Hafn- arfjörð að hitta fjölskylduna á Kirkjuveginum. Heimsóknir Kollu hingað í Borgarnes á hverju sumri. Alltaf fannst henni hún vera að koma heim þegar keyrt var inn Egils- götuna. Tilhlökkunin hjá mér og mínu fólki alltaf jafn mikil þegar von var á Kollu. Hún sagði mér einhvern tíma að hún liti á mömmu mína sem mömmu sína. Þær systur voru alltaf mjög nán- ar og mikill kærleikur á milli þeirra, svo var einnig um okkur Kollu. Börnin mín og barnabörn elskuðu Kollu frænku. Hún var frænka með stóru F-i. Skemmtilegu frænkuferðirnar okkar Ásu, Ingibjargar, Kollu og Systu. Þá var mikið talað og hlegið. Skemmtileg var ferð okk- ar fyrir Vatnsnes í blíðskapar- veðri. Lognið það mikið að við gátum haft kveikt á kerti meðan við gerðum nestinu skil, mynda- vélin stillt á tíma, þá varð nú myndasmiðurinn að vera fljótur að hlaupa til að við værum allar saman á mynd. Ógleymanleg er Reykjanesferðin okkar sem Kolla sá um að skipuleggja. Byrjað var í morgunverði á Mið- vanginum, keyrðum síðan til Keflavíkur þar sem Þórhallur, barnabarn Kollu, sýndi okkur Rokksafnið og sagði okkur frá því. Stoppuðum á öllum merki- legum stöðum og enduðum með að fá okkur súpu í Grindavík. Þetta var yndisleg ferð, veðrið lék við okkur allan tímann. Gott og gaman að eiga í minninga- safninu um elsku Kollu. Kolla frænka var heilsteypt og góð kona, hennar verður sárt saknað. Við frændfólkið af Egils- götunni sendum Villa, Þórhalli, Jónu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Kolla mín, ég vil þakka þér alla frændsemina og vin- skapinn alla okkar ævi með orð- unum sem ég kvaddi þig með: „Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Þín Ingibjörg. „Takk fyrir mig,“ var það síð- asta sem þú sagðir við mig og ég sá tár leka niður hvarma þína. Ég hafði setið hjá þér í nokkra stund og sagt þér allt sem ég þurfti að segja þér. Þú kreistir hendur mínar, við horfðumst í augu og ég fann að við vissum báðar hvað var í vændum. Þakklætið er á báða bóga og ekki síst mitt og fjölskyldu minnar, því orð fá ekki lýst hve mikið við elskum þig og söknum þín en minningarnar lifa í hjört- um okkar. En nú ertu farin yfir í Sum- arlandið svo ég kveð þig að sinni elsku besta yndislega Kolla mín Kolbrún Vilbergsdóttir Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR KRISTJÁNSSON, lést á nýrnadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 4. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásgerður Birna Björnsdóttir Ragnar Már Pétursson Annelise Larsen-Kaasgaard Kristín Pétursdóttir Finnbogi Karlsson Guðrún Pétursdóttir Baldur M. Einarsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG INGIMUNDARDÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, lést miðvikudaginn 14. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. júlí klukkan 14. Ólafur Halldórsson Þorsteinn I. Hjálmarsson Ingibjörg Ó. Jóhannsdóttir Guðmundur Smári Ólafsson Ingveldur Sæmundsdóttir Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir Hlynur Guðmundsson Rögnvaldur Ólafsson Sigrún Edda Lövdal Baldur Smári Ólafsson Ragnhildur I.S. Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og afi, DR. SIGURÐUR DAGBJARTSSON eðlisfræðingur, andaðist á heimili sínu í Leonberg í Þýskalandi 17. júlí. Minningarathöfn auglýst síðar. Ute Dagbjartsson Andreas Kristján Sigurðsson Dagmar Regína Sigurðardóttir og vandamenn Ástkær bróðir okkar, frændi og vinur, KRISTJÁN ÞÓR GUÐMUNDSSON, lést 24. júní á heimili sínu í Malmø. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. júlí klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Píetasamtökin. Sigurður Freyr Kristmundsson Bjarndís Hrönn Hönnudóttir Tanya Kristrún Gunnarsdóttir Michelle Arnarson fjölskylda og vinir DR. AÐALGEIR KRISTJÁNSSON frá Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi, sagnfræðingur og fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík sunnudaginn 18. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Systkinabörn hins látna Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJARTUR ALEXANDERSSON frá Miklaholti II, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést á Brákarhlíð Borgarnesi sunnudaginn 18. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Alexander Guðbjartsson Dueanngam Guðbjartsson Valgeir Guðbjartsson Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.