Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Síða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 Ég sé þá ljóslifandi fyrir mér: Uli Stielike óhuggandi. Didier Six á grúfu með andlitið falið í höndum sér. Maxime Bossis á hækjum sér og ör- væntingin skín úr augunum. Þetta er fyrsta minning mín frá víta- keppni á stórmóti í knattspyrnu. Þið eigið kollgátuna; Vestur-Þýskaland og Frakkland í undanúrslitum á HM á Spáni 1982. Þetta var ógleymanleg upp- lifun fyrir ungan pilt á Akureyri; ég er svei mér ekki frá því að þetta hafi ver- ið í fyrsta skipti sem ég sá fullorðinn karlmann gráta. Slíkt var ekki algengt í minni sveit. Til siðs var að bíta bara á jaxlinn. Hversu margar slíkar keppnir hefur maður séð síðan? Og alltaf finnur maður til með skyttunum sem bregst bogalistin; Roberto Baggio í úrslitaleik HM 1994, David Trezegu- et í úrslitaleik HM 2006 og þannig mætti lengi telja. Auðvitað er sársaukinn misjafn eftir því hversu vel maður tengir við liðin sem eiga í hlut og ég verð að viðurkenna að vítakeppnin í úrslita- leik EM á Wembley er sú erfiðasta sem ég hef upplifað um dagana. Ástæðan er sú að mér þykir mjög vænt um liðið sem tapaði og skytturnar sem brugðust, sér í lagi eina þeirra. Góðu fréttirnar eru þær að það er greinilega enn þá líf í manni! Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka þurfti að axla mikla ábyrgð og fékk í kjölfarið yfir sig mikla og óverðskuldaða drullu frá mönnum lítilla sanda og lítilla sæva. Mun þó ekki láta það buga sig, svo sem lesa mátti í hjartnæmri færslu frá honum á Twitter í vikunni, þar sem hann kallar meðal annars eftir því að forsvars- menn samfélagsmiðla verði duglegri að moka flórinn sinn. Út með rasisma! Mörgum er misboðið. Þeirra á meðal er Bragi V. Bergmann, fyrrverandi milliríkjadómari í knattspyrnu, sem kynnir bráðáhugaverðar hugmyndir sín- ar hér í blaðinu um að leiða jafna leiki á stórmótum til lykta með öðrum hætti (bls. 12). Hvet ykkur öll til að kynna ykkur þær og ræða sem víðast. Annars geri ég orð hins hugdjarfa Saka að mínum: Ástin vinnur alltaf! Ástin vinnur alltaf! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Vítakeppnin í úrslita- leik EM á Wembley er sú erfiðasta sem ég hef upplifað um dagana. Guðbjörn Jón Dagbjartsson Bara morgunkorn, það sem er til. SPURNING DAGSINS Hvað færðu þér í morgun- mat? Patrekur Smári Bjarnason Cheerios með Nesquik og rúsínum. Árni Bragi Eyjólfsson Ég fæ mér alltaf Cheerios með jarðarberjum. Rebekka Ösp Aradóttir Ég fæ mér Cheerios. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Segðu mér frá hljómsveitinni ykkar, Milkhouse. Við stofnuðum hljómsveitina árið 2012 þegar við vorum í 10. bekk í Hafnarfirði. Við vorum fyrst tvö til þrjú en svo bættist við hópinn og við urðum fimm að lokum. Fyrst fluttum við bara ábreiður en fórum svo að semja lög sjálf. Við fengum æfingaaðstöðu í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar og gerðum lítið annað en að æfa saman á þeim tíma. En leiðir skildu á einhverjum tímapunkti, ekki satt? Jú, árið 2017 þegar við vorum flest að klára framhaldsskóla eða byrj- uð í háskóla fóru nokkur okkar út til skiptináms og vorum við sjaldan öll á landinu á sama tíma. Þá fórum við að gera tónlist sjálf eða með öðrum hljómsveitum. Ég held að það hafi gert okkur gott því við höfðum verið svo lengi saman í hljómsveitinni. Það sést á lögunum sem við gerum núna að við höfum þroskast sem tónlistarmenn og orðið mun færari. Hver var aðdragandinn að þessu nýja lagi og væntanlegri plötu? Covid hefur líklega haft einhver áhrif þar. Okkur leiddist og höfðum lítið að gera og áttuðum okkur á því að við værum öll á landinu. Við fórum því í bústað saman í haust og prufuðum alls kyns hluti. Allir komu með eitt lag til að sjá hvernig það kom út. Hvenær á platan að koma út? Við stefnum á að hún komi út í haust en það er ekkert öruggt. Við erum að reyna að gera þetta ekki í alltof miklu stressi og platan hefur stækkað í sniðum þegar liðið hefur á. Er platan svipuð fyrra efni sem komið hefur frá ykkur? Já, ég held að hún hljómi nokkuð svipað. En þessi plata er kannski aðeins léttari og við unnum að því að hafa lögin ekki of löng. Þetta er indírokk og stíllinn getur verið rokkaður en líka hægur og fallegur. Ég held að það sé góð breidd á lög- unum sem við gerum, þau eru poppuð og skemmtileg en líka dramatísk. ANDRÉS ÞÓR SITUR FYRIR SVÖRUM Hægt og fallegt indírokk Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Hljómsveitin Milkhouse sendi frá sér nýtt lag og tónlistarmyndband á dögunum. Þá er ný plata væntanleg. Andrés Þór Þorvarðarson er einn fimm meðlima sveitarinnar. Morgunblaðið/Unnur Karen Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu Ég lifði af KRÍT 23. JÚLÍ - 03. ÁGÚST VERÐ FRÁ: 10 daga frí á grísku eyjunni Krít. Innifalið í verði: Beint flug, innritaður farangur, handfarangur og íslenskri fararstjórn. 95.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19 | 585 40000 | INFO@UU.IS BEINT FLUG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.