Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 Staðan í efnahagslífinu dag er um margt eftirsóknarverð og henni meg- um við ekki tapa. Efnahagsmálin hljóta því að verða áhersluatriði í kosningabaráttu haustsins, að dómi Halldórs Benjamíns Þorbergs- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Óslétt akbraut er teygjanlegt hug- tak, að mati Úrskurðarnefndar í vá- tryggingamálum. Umferðarspá verkfræðistofunnar Mannvits gerir ráð fyrir því að árið 2044 hafi umferð um Reykjanes- braut aukist um nær 165% og verði þá orðin um 52 þúsund ökutæki á sól- arhring. Ekkert bendir til þess að eldgosið í Geldingadölum sé í rénun. Það á sér ekki hliðstæðu í þeim eldgosum sem hafa orðið á Íslandi eftir að menn fóru að fylgjast með þeim með vís- indalegum hætti og nákvæmum mælitækjum, segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor. Hulda Þórhallsdóttir var jarðsungin við fallega athöfn frá Húsavík- urkirkju 11. júlí. Útförin fór fram á sunnudegi þar sem Hulda hefði átt 100 ára afmæli þann dag hefði hún lifað. Laxveiðimenn hafa munninn fyrir neðan nefið, eins og við þekkjum. Það staðfesti Ólafur Ágúst Haraldsson, sem hafði umsjón með barnadögum í Elliðaánum um liðna helgi. Sagði hann veiðina hafa gengið frábærlega og góð stemning væri við bakkann. „Og áin er malbikuð af laxi,“ bætti hann við. Þórunn Egilsdóttir alþingismaður lést á föstudagskvöld fyrir rúmri viku, 56 ára að aldri, eftir langvinna baráttu við krabbamein. Heldur hefur dregið úr fækkun í Þjóðkirkjunni á þessu ári. Fyrstu 10 dagar júlímánaðar voru hlýir og er þetta raunar hlýjasta júlí- byrjun aldarinnar um landið norð- austan- og austanvert og á miðhá- lendinu. Hiti náði 20 stigum á landinu 20 daga í röð. Segja þurfti fólki fyrir sunnan þessi tíðindi tvisvar. Gunnari Egilssyni, kaupmanni í versluninni Árborg í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, finnst hann stundum þekkja hálfa þjóðina enda sveitasjoppa miðlæg stofnun. . . . Ferðamenn halda áfram að leggja leið sína til landsins. Í júní voru er- lendir brottfararfarþegar 42.600 talsins, samkvæmt talningu Ferða- málastofu og Isavia. Eru það sjöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut muni nema 79,1 millj- arði króna. Kostnaðarmatið hljóðaði upp á 62,8 milljarða króna árið 2017, uppfært til verðlags í desember síð- astliðnum, og munar því 16,3 millj- örðum króna. Af þeim flugfélögum sem fljúga til Kaupmannahafnar og London, tveggja vinsælla áfangastaða Íslend- inga, býður Play lægstu fargjöldin. Eiríkur Sigurðarson, fyrrverandi bóndi, er nú á leið sinni hringinn um landið. Ekki liggur okkar manni þó á en fararkosturinn er Belarus- dráttarvél frá árinu 1967. Farþegar á leið sinni úr landi í gegn- um Flugstöð Leifs Eiríkssonar geta ekki innritað sig í flugið sjálfvirkt, hvort sem er á netinu eða í þar til gerðum innritunarvélum ein- hverjum til mæðu. Tilkynningum um vinnuslys við vinnslu landbúnaðarafurða fjölgaði talsvert árið 2020, samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnueftirlitinu. Þær fóru úr rúmlega 70 í 100. Hvorki hafa Lyfjastofnun Íslands borist tilkynningar um hjartavöðva- bólgu né gollurshúsbólgu í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Framtíð Hamborgarabúllunnar er í uppnámi eftir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkur tók jákvætt í ósk lóðar- hafa Ofanleitis 14 um að hann láti vinna frumdrög að tillögu að fyrir- komulagi breyttrar uppbyggingar á lóðinni. Verslingum er brugðið enda stutt að fara í hádeginu. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur III er nú auglýst til sölu hjá J. Gran & Co. AS skipamiðlara í Bergen í Noregi. Ásett verð er 4,5 milljónir evra eða tæpar 660 milljónir króna. Lögreglumenn og hjúkrunarfræð- ingar náðu að endurlífga mann sem fór í hjartastopp í vörslu lögreglu á Selfossi. Hann var útskrifaður heill heilsu. Eigendur tveggja byggingarlóða á Hlíðarenda hafa óskað eftir leyfi fyr- ir 350-390 íbúðum á lóðunum í stað atvinnuhúsnæðis sem átti að vera samtals 35 þúsund fermetrar. Athafnahjónin Aron Einar Gunn- arsson og Kristbjörg Jónasdóttir hafa gengið til liðs við fulltrúa Kola- portsins en fram undan er umbreyt- ing þess í Hafnarþorpið. Forseti Íslands kvaddi íslensku ólympíufarana á Bessastöðum. Ekki þurfti að ræsa út aukastarfslið en keppendurnir eru aðeins fjórir. Þar af voru tveir fjarverandi. Fjórir laumufarþegar voru um borð í súrálsskipinu sem kom til hafnar í Straumsvík 8. júlí. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvert förinni var heitið. En voru óheppnir að lenda ekki aust- ur á fjörðum, í ljósi veðurs. Hafdís Karlsdóttir viðskiptafræð- ingur var nýverið kjörin forseti Evr- ópusambands soroptimista. „Nýju stjórnarskrána er hvergi að finna,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur því ferlið allt var svo gallað frá upphafi til enda. Læknafélag Íslands hefur skipað starfshóp til að fara yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi og framkvæmd skimunar á leghálsi síð- astliðið ár og aðdraganda þeirra. . . . Síðustu bólusetningarnar fóru fram í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn og fékk Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra þá seinni skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. Baráttunni við kórónuveiruna er þó fráleitt lokið en smitum fjölgaði er leið á vikuna og nýr kafli gæti verið að hefjast, að mati Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis, sem hvetur til varfærni. Gríðarlegar hækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Viðunandi farveg vantar fyrir þol- endur til þess að leita réttar síns, að mati Helga Gunnlaugssonar, af- brotafræðings og prófessors. Bitvargurinn lúsmý hefur numið ný svæði á Íslandi, að sögn Náttúru- fræðistofnunar. Ekki dugar víst að hækka í gamla Loverboy-slagar- anum Turn Me Loose til að losna við óværuna. Pólski flugherinn undirbýr nú brott- för flugsveitar til Íslands til að gæta loftrýmis Íslendinga. Efnisneysla Íslendinga er sú þriðja mesta í Evrópu, samkvæmt nýjum gögnum frá Eurostat, hagstofu Evr- ópusambandsins. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur heimilað hækkun Pfaff-hússins. . . . Ríkisstjórnin félli ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri könnun MMR í samstarfi við mbl.is og Morgun- blaðið. Það gerist þrátt fyrir að hún njóti meirihlutastuðnings, en 55% svarenda segjast styðja ríkisstjórn- ina. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur lagt fram kæru á hendur frönsku netversluninni Sante SAS, systurfyrirtæki hennar, Santewines ehf. og eiganda beggja fyrirtækja, Arnari Sigurðssyni. Vígahnötturinn sem sprakk yfir Ís- landi í byrjun júlí með tilheyrandi drunum á Suðurlandi var líklega sjö metrar að þvermáli og sprakk um það bil 15 kílómetrum norðaustur af Þingvöllum. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður látinn eftir að hafa orðið undir steini við vinnu sína í Reykjanesbæ á miðvikudag. Bólusetningu lok- ið en enn og aftur bólar á pestinni Síðustu bólusetningarnar fóru fram í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn og fékk Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra þá seinni skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. Smitum fer nú fjölgandi á ný á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg 10.07.-16.07. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.