Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021
Þá eru ferðamenn farnir að
streyma til Íslands á nýjan
leik. Á sinn hátt er skemmti-
legt að fá aðkomufólk til að skoða
landið og kynnast undrum þess. Þá
er ég sannfærður um, og þreytist
aldrei á að segja, að ferðamennskan
hefur orðið til þess að örva Íslend-
inga til að huga betur að menningu
sinni og sögulegri arfleifð. Söfn hafa
mörg vissulega verið lengi til fyr-
irmyndar en önnur síður. Þau hafa
hins vegar tekið framförum samhliða
auknum ferðamannastraumi enda
rækt lögð við að gera þau sem best úr
garði. Aðstandendur margra safna
hér á landi hafa sýnt mikla hug-
kvæmni að þessu leyti. Síðan er sumt
sem aldrei fangaði athygli heima-
manna, ef til vill vegna nálægð-
arinnar, nú orðið öllum sýnilegt.
Ferðamanni, sem
fer dagsferð um
heimabyggðina, er
sýnt sitthvað sem
við, sem þar búum,
höfðum hreinlega
ekki komið auga á
en þykir nú mikið
til koma.
Allt skapar
þetta grósku að
ógleymdri mat-
armenningunni
sem einnig fær inngjöf við ferða-
mennskuna. Það gera líka borg og
bæir, stórir og smáir. Allt iðar af lífi
sem fylgir margmenni á faraldsfæti.
Atvinnulífið glæðist og margir sem
voru tekjulausir, nánast bjarg-
arlausir, fá nú dregið björg í bú.
En þarna erum við líka farin að
nálgast dekkri hliðar ferðmennsk-
unnar sem óneitanlega eru mjög
dökkar. Fjöldinn getur orðið of mik-
ill, meira að segja alltof mikill, nánast
yfirþyrmandi og offors og græðgi
„gestgjafans“ að sama skapi. Hann
vill draga meiri björg í bú en gott er.
Og nú er okkur sagt að hægt sé að
græða meira, aðeins ef við erum
tilbúin að fórna íslenskunni. Nýleg
könnun á vegum ferðaþjónustunnar
sýni að annað borgi sig ekki en að
láta íslenskuna víkja fyrir ensku, og
sé svo komið að meirihluti ferðaþjón-
ustufyrirtækja noti bara ensku og
telji að þannig eigi það að vera.
Starfsfólk sem ráðið sé til starfa geti
ekki talað íslensku og ferðamennirnir
skilji ekki tungumál landsmanna. Ís-
lenskuna þurfi því að láta flakka,
sorrí, auglýsa verði á ensku og tala á
ensku. Að sjálfsögðu verði þetta líka
að ganga yfir Íslendinga enda segja
skýrsluhöfundar það nú vera algeng-
ara en hitt að Íslendingar þurfi að
panta mat og hótel á ensku.
Þetta er sem sagt reikningurinn
sem Íslendingum er gert að greiða
fyrir gróðann. Gjaldið er tungan.
Ég er náttúrlega ekki ferðaþjón-
ustuaðili en ég ferðast um Ísland og
er annt um íslenska tungu og menn-
ingu og áskil mér því rétt til þess að
hafa á þessu skoðun.
Og hún er þessi. Gerum allt sem
við getum til að sporna gegn þessari
þróun og til fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu leyfi ég mér að beina hvatning-
arorðum framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífsins fyrir fáeinum
misserum, Halldórs Benjamíns Þor-
bergssonar, að nota íslenskuna í heit-
um fyrirtækja, í auglýsingum og
samskiptum almennt.
Þegar við förum til náms eða
starfa erlendis erum við flest, ef ekki
öll, fljót að læra
nóg til að geta tjáð
okkur, þó ekki sé
nema lítið. Finnst
það gott og gam-
an. Við erum ekk-
ert ein um þetta.
Ég dáist að öllu
því fólki sem hing-
að er komið og
gerir einmitt
þetta, talar til okk-
ar á íslensku. Læt-
ur sig hafa það að tala málið bjagað
framan af. „Ekki tala svona hátt
pabbi,“ sögðu börnin mín þegar við
bjuggum í Danmörku um skeið,
komum í búð þar sem ég talaði mína
dönsku. Börnin voru viðkvæm fyrir
því að pabbi talaði ekki alveg eins og
allir aðrir gerðu. Svo hlógum við
bara að þessu.
Auðvitað er þetta hægt. Leti og
metnaðarleysi í ferðaþjónustu má
ekki verða þess valdandi að íslensk-
unni verði fórnað; að hún verði gjalda
megin á reikningnum þegar ferða-
mennskan er gerð upp.
Sannið til, erlendu fólki sem hing-
að kemur til starfa þykir gaman að
geta talað íslensku – nákvæmlega
eins og okkur þykir þar sem við er-
um gestkomandi um alllangt skeið.
Ég vorkenni engum útlendingi að
læra að segja, má bjóða þér reikning-
inn, í stað þess að segja: Would you
like to have the bill?
Þann reikning vil ég helst ekki
þurfa að greiða.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Má bjóða þér
reikninginn
’
Auðvitað er þetta
hægt. Leti og metn-
aðarleysi í ferðaþjón-
ustu má ekki verða þess
valdandi að íslenskunni
verði fórnað; að hún
verði gjalda megin á
reikningnum þegar ferð-
mennskan er gerð upp.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Britney Spears þótti hafa orðið
nokkuð ágengt í tilraunum sínum til
að losna undan forræði föður síns
þegar dómari í Los Angeles ákvað á
miðvikudag að henni væri frjálst að
ráða sér lögmann að eigin vali.
Spears var svipt lögræði árið 2008
og hefur faðir hennar, Jamie Spears,
farið með öll hennar mál síðan.
Nýr lögmaður Spears heitir Mat-
hew Rosengart og eru leikstjórinn
Steven Spielberg og leikarinn Sean
Penn meðal fyrri skjólstæðinga
hans.
Kvaðst Rosengart myndu leggja
inn lögræðiskröfu fyrir hönd Spears
eins fljótt og honum væri auðið.
Lagði hann um leið til að faðir henn-
ar drægi sig einfaldlega í hlé af
sjálfsdáðum og furðaði sig á að hann
hefði ekki gert það nú þegar.
Spears er nú 39 ára gömul. Hún
varð heimsfræg á táningsaldri. Árið
2007 brotnaði hún saman og árið eft-
ir fékk faðir hennar forræði yfir
henni. Hún byrjaði brátt að koma
fram á ný og gaf út þrjár plötur eftir
það. Í janúar 2019 tilkynnti hún hins
vegar að hún væri hætt að koma
fram þar til annað yrði tilkynnt.
Fyrr í sumar kom hún fram og lýsti
þeim hremmingum, sem hún hefði
gengið í gegnum undir forræði föður
síns. Hún hefði ekki fengið að fjar-
lægja getnaðarvörn og verið neydd
til að taka lyf, sem hefðu þau áhrif að
henni liði eins og hún væri drukkin.
Þá hefði henni verið hótað lögsókn
hætti hún að koma fram og hefði
ekki fengið að aka eigin bíl.
Lögræðisbarátta Spears hefur
vakið mikla athygli og nýtur hún
stuðnings víða. Nokkrir þeirra komu
saman í vikunni við Lincoln-minnis-
varðann í Washington og hélt einn
þeirra á lofti skilti með áletruninni
Frelsið Britney. Skipuleggjandi við-
burðarins sagði að útifundurinn
snerist ekki bara um Britney
Spears, heldur bæri mál hennar því
vitni að fara þyrfti ofan í saumana á
því hvernig lögræðismálum af þess-
um toga væri háttað í Bandaríkj-
unum.
AFP
Áfangasigur Spears