Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 17
Kjósandinn hefur væntingar og er oftast fremur að horfa til framtíðar en fortíðar. En hafi flokkur eða flokkar ofboðið kjósandanum, eins og Samfylking og Vinstri grænir gerðu svo rækilega kjörtímabilið 2009-2013, þá verður þörfin til að rassskella pólitíska óþurftarmenn öllu öðru yfirsterkari. Annað er sláandi við fyrrnefnda könnun. Úrslitin sem hún málar sýnir að smáflokkager gæti orðið yfir- þyrmandi á þingi á næsta kjörtímabili. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir umsagnarmenn um stjórnmál eru langoftast allir úr sama skipsrúmi. Þeir virðast flestir áhugamenn um að smáflokkar um sér- visku fái góðan framgang í kosningum. Það er hrein undantekning ef gagn er af slíku. Yrðu úrslit kosninganna í sama dúr og könnunin þá er augljóst að marga flokka þyrfti til að koma saman ríkisstjórn. Jafnvel þótt stærsti flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, ætti sæti í ríkisstjórn eftir kosn- ingar, þá þyrftu samt fjórir flokkar að koma að henni! Það liggur í augum uppi að það er ekki í anda eða þágu Sjálfstæðisflokksins að taka þátt í eða leiða slíka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið táknmynd stöðugleika í íslenskum stjórn- málum. Frá því eru þó ný og gömul frávik. Klofn- ingur í flokknum fyrir 40 árum endaði með því að for- maður Sjálfstæðisflokksins leiddi stjórnar- andstöðuna og varaformaður sama flokks leiddi ríkisstjórnina! Þetta hljómar helst eins og að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði orðið allsráðandi í landinu frá febrúar 1980 og næstu rúm þrjú árin þar á eftir. En þessi ömurleikatími flokksins sýndi um leið að yrði þungavigtarflokkur landsins úr leik þá stæðu líkur til að þjóðarhagur yrði stórlega laskaður. Enda fór það svo að verðbólgan í landinu var á ekki lengri tíma en þetta komin yfir 80 prósent á árs- grundvelli og komin í 120% miðað við þá þrjá mánuði sem verstir urðu. Í kjölfarið varð óhjákvæmilegt að stíga harkalega á neyðarbremsur efnahagslífsins. Komu slíkar aðgerðir misjafnt niður á almenningi eins og vænta mátti og réð mestu hvar einstakling- arnir voru staddir í hringekjunni þegar dregið var úr hraða hennar með valdi. Foringjar þeirra flokka sem að þessu stóðu töldu að fórna mætti flestu til að ná að eyðileggja yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins, sem var yfirskrift og undirstrikun þessa verknaðar. Það var skiljanlegt mat þeirra að enginn flokkur kæmist óskaddaður út úr annarri eins gjörningahríð og þess- ari. Það flokkast sennilega undir pólitískt kraftaverk að slík ráðagjörð, eða eftir atvikum samsæri, fór út um þúfur. Að lokum fór þó svo að þeir sem sköpuðu skilyrði þessa pólitíska óskapnaðar höfðu ekki úthald. Meg- inástæða þess var að þeir sem réðu ekki við sig eða stóðust hina miklu pólitísku freistingu að gefa Sjálf- stæðisflokki högg sem yrði hans dauðahögg, var að ofsaleg og stjórnlaus verðbólgan stefndi landinu í öngþveiti. Meirihlutastuðningur hvarf frá stjórninni og óróleiki var orðinn mikill í stjórnarflokkunum báð- um. Flokksmenn óttuðust að tilraunin sem öllu mátti fórna fyrir, að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, var að verða „búmerang“ sem stefndi á flokka þeirra. Og í ljós var komið að límið í Sjálfstæðisflokknum var sterkt. Hann myndi því að lokum koma standandi niður. Eru skilaboð í könnuninni til formanns VG? Að lokum er óhjákvæmilegt að nefna eitt atriði könn- unarinnar sem óneitanlega kemur á óvart. Það er út- koma Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. Hann er eini stjórnarflokkurinn sem tapar þar merkjanlegu fylgi á meðan að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn halda sínu, þótt fylgi hvorugs flokks, og þá Sjálfstæðisflokks sérstaklega, sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Vinstri grænir myndu samkvæmt niðurstöðunni tapa 4 þingsætum af 11. Yrði þetta raunveruleikinn gæti VG ekki gert kröfu til embættis forsætisráð- herra, og enda umdeilanlegt hvort að flokkurinn geti gert slíka kröfu hvort sem er. Og óneitanlega væri hæpið að VG teldi sér stætt á af innanflokksástæðum að sækjast eftir ríkisstjórnar- sæti við þessar aðstæður. Það hefur legið í lofti, sem mat sem hafið sé yfir vafa, að Katrín Jakobsdóttir njóti mikils persónulegs fylgis og það langt út fyrir flokkinn. Ýmsar mælingar hafa bent í þá átt. En yrðu úrslit kosninga eitthvað svipuð þessum í tilviki VG væri staða þess flokks gjörbreytt frá því sem áður var. En undirstrika verður að allar þessar vangaveltur hafa enn mjög takmarkað gildi vegna aðstæðna sem áður voru raktar. Kjósendur voru teknir í rúminu í sinni sumarvímu. Þeir eru langfæstir komnir í pólitíska gírinn og vilja sjálfsagt fá að vera lausir við hann í nokkrar vikur enn. Þegar næst verður kannað er ekki ósennilegt að kjósendur verði öðruvísi upplagðir þegar þeir svara sambærilegum spurningum. Könnunin, sem birt var í gær, er eins og fyrr sagði næsta einstök. Það verður því spennandi að fylgjast með næstu könnun. Þá mun verða runnið upp fyrir kjósendum að kjörkassinn er skammt undan og þegar krossaður seðillinn hefur runnið niður um rifu hans verður ekk- ert aftur tekið, jafnvel ekki næstu fjögur árin. Morgunblaðið/Eggert ’ Það hefur legið í lofti, sem mat sem hafið sé yfir vafa, að Katrín Jakobsdóttir njóti mikils persónulegs fylgis og það langt út fyrir flokkinn. Ýmsar mælingar hafa bent í þá átt. En yrðu úrslit kosninga eitthvað svipuð þessum í tilviki VG væri staða þess flokks gjörbreytt frá því sem áður var. 18.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.