Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 21
18.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
TÍMAVÉLIN
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is
H
eimildir getur borið að
með ýmsum hætti, það
þekkjum við sem vinnum
á fjölmiðlum. Þannig leit fylgd-
armaður ferðamanna inn til Vel-
vakanda á Morgunblaðinu, daginn
eftir að seinna stóra skemmti-
ferðaskipið var hér um mitt sumar
1961, og lagði inn eftirfarandi hug-
leiðingar:
„Nú stendur sá tími hæst sem
ferðamenn koma til landsins. Allar
þjóðir keppast um að hæna til sín
ferðamenn með öllu hugsanlegu
móti, og sá gjaldeyrir sem ferða-
menn koma með, er að verða æ
ríkari þáttur í lífi ótal þjóða og
liggur í því sambandi næst við að
líta til frændþjóðanna á Norð-
urlöndum, en einnig í Alaska hefur
ferðamannastraumur orðið ein
helzta tekjulind ríkisins og það á
aðeins fáum áratugum. Hér á landi
er vitanlega við ýmsar aðstæður að
etja sem erfitt er að ráða við, t.d.
óstöðugleika í veðurfari, en annað
er meira á valdi okkar sjálfra. Hér
veður uppi margskonar skilnings-
leysi á þessum málum.“
Fylgdarmaðurinn nefndi eitt
ljóst dæmi: „Lystiskipin, sem hing-
að koma eru með mörg hundruð
farþega, sem standa aðeins við
hálfan sólarhring eða svo. Obbinn
af þessu fólki ferðast fyrst og
fremst til þess að láta fara vel um
sig um leið og það fer vítt yfir. Það
hefur mjög takmarkaðan áhuga
fyrir menningu eða sögu viðkom-
andi þjóða. Það tekur mýgrút af
myndum, sem það sýnir seinna
kunningjum sínum eða á fé-
lagsheimilum og man þá oft óljóst
af hverju eða hvaðan myndirnar
eru. Þegar það segir ferðasögu
sína, metur það ferðalagið fyrst og
fremst eftir því hvort það hafi farið
notalega um það, ef allt hefur
gengið snurðulaust, er það ánægt
og ferðin hefur verið vel heppnuð,
og eðlilega því betur heppnuð sem
ánægjan og skemmtunin hefur ver-
ið meiri.“
Skilur ekki þess háttar
Hins vegar ef eitthvað hefur komið
flatt upp á það og valdið óþæg-
indum, setur það sinn stimpil á við-
komandi stað, að sögn fylgd-
armannsins. Og svo hlóð okkar
maður í og dró hvergi af sér. Rétt-
ast að stúkumenn taki hér fyrir
augun.
„Þannig munu ótrúlega margir
af slíkum túristum muna það eitt
úr Íslandsferð að hér er ódrekk-
andi vatnssull, sem innlendir kalla
bjór, ógerningur að fá kokteil á
undan mat í svokölluðu beztu hót-
elum utan bæjarins eða létt vín
með máltíð. Þetta fólk er vana-
bundið hófsemdarfólk og skilur
ekki þvílíkar ráðstafanir. Það getur
smakkað áfengi án þess að verða
drukkið. Það er sæmilega sið-
menntað og lítur á víndrykkju sem
þægilega örvun til félagslyndis og
gleði. Viðhorf þeirra skapast ekki
af ofstækisfullri dýrkun eða afneit-
un. Það er hvorki drykkjusjúkling-
ar eða fyrrverandi drykkjusjúk-
lingar. Það hefur lært að fara með
vín líkt og menn hafa lært að um-
gangast eld án þess að brenna
sjálfa sig. Og það spyr: hvernig
stendur á svona reglugerðum?“
Er nema von að maðurinn
spyrji?
Erfitt að viðurkenna
Og hverju á að svara? velti fylgd-
armaður ferðamanna fyrir sér í
þessu samtali við Velvakanda –
sem þegar hér er komið sögu var
orðinn vel vakandi.
„Þröngsýni og einstrengingshátt
er erfitt að viðurkenna í eigin fari
eða að Íslendingar standi á lægra
menningarstigi en aðrar þjóðir.
Náttúrlega eru alls staðar til vand-
ræðafólk, sem neytir áfengis sér til
skaða og vansæmdar, en hér er
tæplega meira af því fólki en ann-
ars staðar og ekki getur það mótað
svo viðhorf almennings. En svo er
það hinn hópurinn, sem kann ekki
eða treystir sér ekki að umgangast
áfengi og vill því láta þennan van-
mátt sinn bitna á öðru fólki. Því
ekki er nóg með að það neiti sér
sjálft um vín, það vill með lagaboð-
um banna öðrum að njóta þess.
Það gildir sama um það og um
karlinn sem konan hjó í augað á,
að hann vildi láta banna hænsna-
rækt.“
Eftir þennan snarpa útúrdúr vék
fylgdarmaðurinn aftur að ferða-
mönnum og sagði dæmið einfalt:
„Fyrsta skilyrðið er að vita hvað
þeir vilja og síðan að veita þeim
það eftir því sem tök eru á. Ef það
tekst illa eða ekki fara þeir
óánægðir, koma ekki aftur og vara
aðra við reynzlu sinni. Það stoðar
lítið þó að reynt sé að ginna þá
með auglýsingum til landsins, ef
þeir kunna illa við sig þegar hingað
er komið, ef þeir verða hér að fara
á mis við daglegu lífsþægindi, sem
í öllum öðrum löndum eru talin
sjálfsögð og engum dettur lengur í
hug að deila um.“
Fylgdarmaðurinn klykkti út með
því að vísa í skrif erlendrar blaða-
konu sem skrifað hafði langa grein
um Ísland veturinn áður í víðlesið
tímarit í Bandaríkunum og lýst því
yfir að daglegt líf hér væri með fá-
dæmum óþjált og einstrengings-
legt.
„Og þetta kom henni því meir á
óvart sem hún kunni ágætlega við
einstaklinga og fólk sem hún
kynntist. Á yfirborðinu ríkir hér
enn einhver kurfsháttur frá dögum
niðurlægingarinnar, þegar menn
máttu hvorki standa né sitja vegna
boða og banna, en við höfum sagt
skilið við þá tíma og allt sem þeim
fylgdi. Íslendingurinn í dag er orð-
inn heimsborgari, og óttast ekki að
lifa frjálsmannlegu lífi eins og aðr-
ar þjóðir. Kurfshátturinn er eins
og svitalykt sem menn þvo af sér
og umfram allt er ekki útflutnings-
vara.“
Við þurfum oftar að fá fylgd-
armenn ferðamanna í heimsókn
hingað á ritstjórnina!
Ferðamenn við Gullfoss árið 1978. Engum
sögum fer af vínveitingum þeim til handa.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Skemmtiferðaskip fyrir
utan Reykjavíkurhöfn árið
1979, talsvert eftir ádrepu
fylgdarmanns ferðamanna.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kurfshátturinn er eins og svitalykt
Fylgdarmaður ferðamanna sem drap niður fæti á ritstjórn Morgunblaðsins sumarið 1961 hafði sitthvað
við ferðaþjónustuna hér á landi að athuga, svo sem forneskjulega afstöðu til áfengis sem ferðamenn þyrsti í.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is