Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 LÍFSSTÍLL Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Innra byrði má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL Tókýó. AFP. | Flæðandi foss gerður úr ljósi fellur á stein á meðan glóð- arrós lýsist upp í ljósi, sem hríslar um hana. Þetta er meðal þess, sem ber fyrir augu á stafrænni listsýn- ingu í japönskum skógi sem opnuð var á föstudag. Á sýningunni eru innsetningar úr ljósi þar sem sjá má blóm í fullum blóma, risakarfa og hefðbundna let- urskrift eftir að dimma tekur og skapa umhverfi sem virðist vera af öðrum heimi á sýningu þar sem há- tækni blandast náttúrunni. Sýningin verður í fjöllum Kyushu í suðurhluta Japans og er nýjasta afurð listahópsins teamLab. Hópurinn er þekktur um allan heim fyrir töfrandi sýningar þar sem fara saman myndir og hljóð í vandlega hönnuðu rými. „Stundum heldur fólk að stafræn list og náttúran séu í algerri and- stöðu hvor við aðra,“ sagði Takashi Kudo, félagi í teamLab, við AFP á kynningu á sýningunni í Tókýó þar sem þar sem gefið var sýnishorn af því hvernig sýningin myndi líta út. „En um leið erum við á því að auð- velt sé að blanda saman hinu staf- ræna og náttúrunni vegna þess að okkar „málning“ er ljós. Þannig að við eyðileggjum ekki náttúruna, við málum hvorki á trén eða steinana … allt hverfur á daginn.“ Sýningin er í almenningsgarði, sem rennur saman við ævafornan skóg á Saga-svæðinu í grennd við Nagasaki. Skynjarar faldir í glóðarrós- arunnum virkjast þegar fólk gengur hjá og senda ljósgeisla, sem líkjast eldflugum, í gegnum laufþykknið í kring. Á yfirborði tjarnar birtast af- strakt línur úr fjólubláu, gulu og grænu ljósi líkt og endurspeglun af laufþykni neontrjáa fyrir ofan. Og í yfirgefnu baðhúsi birtast skær fyrirbæri í gólfinu í mótstöðu við myrkrið inni og úti. Kudo segir að sýningin, sem nefnist „teamLab: skógur þar sem guðir lifa“, muni hjálpa fólki að læra að meta fegurð náttúrulegs um- hverfis. „Laufin - þau virðast bara vera græn en fyrir okkur eru þau skjár.“ AFP Flæðandi ljós

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.