Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 LESBÓK Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ÿ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ÿ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ÿ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is MYRKVA RÚLLUGARDÍNUR UMPÓLUN Íslandsvinurinn Ed Sheeran, sem þekktur er fyrir silkimjúka poppslagara sína, hefur ábyggilega komið mörgum í opna skjöldu þegar hann útilokaði ekki, í samtali við breska blaðið The Sun, að hann ætti eftir að snúa sér að dauðamálmi í framtíðinni. „Ég var á bólakafi í dauðamálmi sem krakki. Ég hlustaði á Cradle of Filth, Slipknot og allt það. Ég er ekki að segja að ég sé þess umkominn að taka skrefið inn í þann heim en ég lærði þessi riff á gítarinn á sinni tíð. Ég hef svo sem ekki velt þessu fyrir mér – en væri þó alls ekki á móti því að skapa eitthvað af þessu tagi,“ sagði Sheeran. Dani Filth, forsprakki Cradle of Filth, greip þessa pælingu strax á lofti á samfélagsmiðlum og Corey Taylor, söngvari Slipknot, hefur lýst aðdáun sinni á Sheeran opinberlega. Á leið í dauðamálminn? Ed Sheeran á Laugardals- vellinum. Morgunblaðið/Kristinn M. ALDUR Þegar írska leikkonan Fiona Shaw hafði lagt leikhúsið í Bretlandi að fótum sér og búin að leika í áhugaverðum kvikmyndum þar í landi blasti við að stefna skónum næst til Hollywood. Við komuna þangað litu menn snöggt á hana, rannsakandi augum. „Þú ert mjög gömul!“ Shaw brá að vonum í brún og hugsaði með sér: „Fjandakornið, þetta er slæmt!“ Enda var hún ekki nema 28 ára. Í framhaldinu fékk hún hlutverk í kvikmynd- inni Three Men and a Little Lady, lék úrillan kennara. „Sú mynd rústaði kvikmyndaferli mínum gjörsamlega,“ segir Shaw í samtali við The Guardian og skellir upp úr. Þú ert mjög gömul, 28 ára! Írinn Fiona Shaw er vinsæl sjónvarpsleikkona. AFP Aisling Bea lék oft „fyndna pabbann“. Stutt frá spaug- inu í sorgina FEÐUR Írski uppistandarinn og leikkonan Aisling Bea heldur því fram í samtali við breska blaðið In- dependent að margir kvenkyns uppistandarar eigi það sameigin- legt að hafa alist upp án föður á heimilinu; þeir hafi annaðhvort ver- ið látnir eða látið sig hverfa. „Vís- indamenn, lítið á það sjálfir. Ég hef ekki tíma til þess,“ segir Bea sem sjálf missti föður sinn aðeins þriggja ára að aldri. Komst þó ekki að því fyrr en áratug síðar að hann hefði svipt sig lífi. Hún ólst upp með fimm systrum og kveðst oft hafa tekið að sér hlutverk „fyndna pabb- ans“. Í samtalinu kemur einnig fram að margir Írar líti ekki á spé og sorg sem andstæður, heldur þrífist þetta tvennt hlið við hlið. Það er svo margt sem maður sér ekki fyrir í þessu lífi. Hver hefði til dæmis búist við því að Turbo, tíunda breiðskífa Judas Priest, ætti eftir að rata á fóninn hjá mér í vikunni? Nú súpa ugglaust margir hveljur enda er Turbo langumdeildasta breiðskífa breska málmbandsins goðsagna- kennda og hleypti illu blóði í marga á sinni tíð, ekki síst hörðustu aðdá- endur bandsins. Mér er í fersku minni að vér málmhausar að norðan vorum einu sinni fyrir ofboðslega mörgum árum spjaldaðir af koll- egum okkar hér syðra fyrir að nefna skífuna á nafn, hvað þá hafa hlustað á hana oftar en einu sinni. Judas Priest hafði skipað sér í forystusveit málmsins á öndverðum níunda áratugi síðustu aldar með plötum á borð við British Steel, Screaming for Vengeance og kannski sérstaklega Defenders of the Faith. Tónlistin var þung, þétt og framsækin og Priest þótti hafa fundið sinn eina sanna tón. U- beygjan á Turbo, sem kom út 1986, Rob Halford í essinu sínu á tónleikum með Judas Priest árið 2019. Kappinn verður sjötugur í næsta mánuði. Kynferðisleg ögrun og guðlast Siðferði í dægurlagatextum var mjög í deiglunni í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratuginn eins og Judas Priest og fleiri listamenn fengu að kenna á þegar þeir lentu á lista yfir 15 viðbjóðslög. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tipper Gore, síðar varaforsetafrú, átti aðild að nefndinni sem passa átti upp á siðgæði í dægurtónlist og vernda börn og ungmenni um miðbik 9. áratugarins. AFP Vatnaskil urðu í lífi Robs Halfords, söngvara Judas Priest, árið sem Turbo kom út, 1986. Hann þurrkaði sig upp. Halford er samkyn- hneigður en var ekki kominn út úr skápnum á þessum tíma; um- boðsmönnum og útgefendum bandsins þótti það óráðlegt með til- liti til vinsælda og plötusölu. Halford gekkst ekki opinberlega við kynhneigð sinni fyrr en 1998, í frægu viðtali á sjónvarpsstöðinni MTV. Það þótti mikil dirfska enda er álíka erfitt fyrir málmlista- menn að koma út úr skápnum og karla í boltaíþróttum. Halford talar enn þá um sjálfan sig sem „eina hommann í þungamálminum“. Halford reyndist þungbært að leyna kynhneigð sinni enda kallaði það yfir hann mikið helsi sem leiddi til þung- lyndis, depurðar og ofneyslu áfengis og lyfja. Hann lenti að lokum á vegg og rit- aði sig inn í meðferð í ársbyrjun 1986 og hefur verið edrú síðan. Féll ekki þótt hann yrði fyrir miklu áfalli skömmu síð- ar þegar ástmaður hans fyrirfór sér. Ástmaðurinn fyrirfór sér

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.