Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúð, Matarbúðin, Frú lauga, Gott & blessað og Matarbúr Kaja Akranes Lífrænt og ljúffengt 08.00 Uppskriftir fyrir svanga birni 08.02 Laugardagsklúbburinn 08.05 Rita og krókódíll 08.10 Regnbogasögur 08.13 Ég er fiskur 08.15 Risastóra næpan 08.16 Örstutt ævintýri 08.18 Ást er ást 08.20 Blíða og Blær 08.40 Monsurnar 08.55 Víkingurinn Viggó 09.05 Adda klóka 09.25 It’s Pony 09.50 K3 10.00 Mörgæsirnar frá Mada- gaskar 10.25 Lukku láki 10.50 Ævintýri Tinna 11.10 Angry Birds Stella 11.15 Are You Afraid of the Dark? 12.00 Friends 12.20 Nágrannar 14.15 Top 20 Funniest 14.55 Impractical Jokers 15.20 Cyrus vs. Cyrus Design and Conquer 15.45 First Dates 16.50 60 Minutes 17.40 Supernanny 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 Sportpakkinn 18.50 Rax – augnablik 19.10 Grand Designs: Aust- ralia 20.05 The Heart Guy 20.50 War of the Worlds 21.40 Prodigal Son ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Sjá Suðurland – Þáttur 3 20.30 Ríkur maður í Kat- mandú 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 20.00 Sigvaldi Kaldalóns – töfrar tónskáldsins og læknisins ljúfa (e) 20.30 Mannamál – Svala Björgvinsdóttir (e) 21.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 10.45 The Block 11.50 Bachelor in Paradise 13.15 The Bachelorette 15.15 The Biggest Loser 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 Ný sýn 18.05 Með Loga 19.05 The Block 20.10 Pabbi skoðar heiminn 20.45 Skandall 21.35 Yellowstone 22.25 Love Island 23.15 Penny Dreadful: City of Angels 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Söngvamál. 09.00 Fréttir. 09.05 Svona er þetta. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar – Sala- möndrustríðið. 11.00 Guðsþjónusta í Graf- arvogskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.50 Augnablik um sumar. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Tengivagninn. 15.00 Lífsformið. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Ástarsögur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Þar sem ennþá Öxará rennur. 20.30 Djassþáttur. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Refurinn Pablo 07.21 Hið mikla Bé 07.43 Poppý kisukló 07.54 Kúlugúbbarnir 08.18 Klingjur 08.29 Kátur 08.31 Hvolpasveitin 08.54 Hrúturinn Hreinn 09.01 Úmísúmí 09.24 Robbi og Skrímsli 09.46 Eldhugar – The Shaggs – rokkstjörnur 09.50 Sammi brunavörður 10.00 Skólahreysti 11.00 Fjörskyldan 11.40 Líkamsvirðingarbylt- ingin 12.10 Hungur 13.10 Fimleikahringurinn 2020 13.45 Davíð Stefánsson frá Fagraskógi 14.45 Mömmusoð 15.00 Popp- og rokksaga Ís- lands 16.00 Diddú 16.45 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni 17.10 Ólympíukvöld 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Vísindahorn Ævars 18.30 Vísindin allt í kring 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sumarlandinn 20.20 Íslendingar 21.20 Victor Hugo, óvinur rík- isins 22.10 Reykjavík 23.45 Ófærð 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm- plötuframleiðenda. Eitt samtal getur leitt til hinna ótrúlegustu hluta. Samstarfskonurnar Tia Wimbush og Susan Ellis kann- ast heldur betur við það en í þeirra tilfelli bjargaði samtalið lífum. Eiginmenn bæði Tiu og Susan glíma við nýrnabilun en það var ekki fyrr en konurnar höfðu unnið saman á Children’s Healthcare of Atlanta í ára- tug sem þær áttuðu sig á því að þær gætu bjargað lífi eiginmanna hvor annarrar með því að gefa nýra. Nánar er fjallað um málið á K100.is. Björguðu eiginmönnum hvor annarrar París. AFP. | Hönnunin kann að vera einföld, en v-laga mynstur skorið í hjartarbein fyrir rúmum 50 þúsund árum gefur til kynna að neander- dalsmaðurinn hafi haft sínar list- rænu hefðir löngu áður en nútíma- maðurinn kom fram á sjónarsviðið, að sögn vísindamanna, sem settu nið- urstöður sínar fram í fagtímaritinu Nature Ecology and Evolution. Hið útskorna bein fannst í helli í Þýskalandi þar sem neanderdals- menn lifðu fyrir tugþúsundum ára. Beinið hefur engan augljósan nyt- samlegan tilgang, segja vís- indamennirnir. Telja þeir að gripur- inn varpi nýju ljósi á sköpunargáfu tegundarinnar, sem þurrkaðist út. Langflestir listmunir frá steinöld sem fundist hafa í Evrópu eru eign- aðir nútímamanninum, homo sapi- ens. Sérfræðingar hafa löngum sagt að neandertalsmaðurinn hafi ekki byrjað að gera slíka muni fyrr en eft- ir að hann fór að blandast nútíma- manninum. Fyrir komu homo sapiens Með kolefnisgreiningu fundu forn- leifafræðingar út að beinið með út- skurðinum væri að minnsta kosti 51 þúsund ára gamalt og hefði því kom- ið til sögunnar rúmum tíu þúsund ár- um áður en homo sapiens kom til Mið-Evrópu, samkvæmt niður- stöðunum, sem birtust í tímaritinu. „Það fær því ekki lengur staðist að menningarleg áhrif h. sapiens sé eini þátturinn, sem geti útskýrt afstrakt menningarlega tjáningu neander- talsmanna,“ sagði í greininni. Dirk Leder, einn af höfundunum og vísindamaður við fornleifadeild Minjaverndar Neðra-Saxlands, sagði við AFP að beinið væri aug- ljóslega til marks um tjáningu af ein- hverjum toga. „Við erum sannfærð um að hér er verið að tjá hugmynd, sögu, eitthvað með merkingu til hóps,“ sagði hann. Útskorna beinið fannst í helli sem nefnist Einhornhöhle eða einhyrn- ingshellirinn og er þekktur fyrir fornminjafundi. Hellirinn er í fjöll- unum í Þýskalandi miðju og þangað fóru á miðöldum lukkuriddarar í leit að steingervingum úr einhyrningum, sem talið var að þar hefðu leitað skjóls, og var trú manna að þeir byggju yfir lækningamætti. Á níunda áratug tuttugustu aldar fundu vísindamenn fyrst ummerki frá ísöld um að neanderdalsmenn hefðu búið þar. Útskorna beinið fannst undir hrundum inngangi að hellinum á sama stað og munir höfðu fundist fyrir fjórum árum. Ekkert notagildi Beinið er úr fæti risavaxins hjartar, sem nú er útdauður og þá var fágæt- ur norðan Alpa. Það er um 5,5 cm á hæð og 4 cm á breidd. Sex línur línur hafa verið ristar í beinið og mynda v- laga mynstur. „Munurinn hefur ekk- ert notagildi,“ segir í greininni. „Þess í stað hið geometríska mynst- ur sjálft lykilþátturinn.“ Í greininni segir að nokkrar tilraunir hafi verið gerðar til að kom- ast að hvernig gripurinn var unninn með því að nota kúabein. Sennilega hafi það verið gert með því að sjóða beinið einu sinni eða tvisvar og rista í það með tinnusteini. Sú staðreynd að gripurinn er frá því áður en nútímamaðurinn birtist á þessum slóðum gæti verið til vitnis um að neanderdalsmaðurinn hafi skilið eftir sig varanlegri arfleifð en áður var talið. „Hugmyndin var sú að hinn mikli homo sapiens hefði gefið öðrum teg- undum viti bornar hugmyndir,“ sagði Leder. „Á undanförnum árum hafa birst greinar til fulltingis þeirri hugmynd að þessu gæti hafa verið öfugt farið.“ Í júní var gerður fornleifafundur sem gæti breytt skilningi okkar á þróun mannsins í grundvallatriðum. Þá fannst 140 þúsund ára gömul höf- uðkúpa af karlmanni með stóran heila. Kúpan var nánast fullkomlega varðveitt, fannst í norðausturhluta Kína og er af nýrri tegund, homo longi eða „drekamanninum“, sem er jafnvel skyldari nútímamanninum en neanderdalsmaðurinn. Mynstrið er skorið út í beinið úr einhyrningshellinum. AFP FUNDUR BREYTIR SÝN Á NEANDERDALSMANNINN Útskurður merki um listhefð? Höfuðkúpan sem fannst í Kína í júní er sögð af áður óþekktri tegund, homo longi, sem gæti verið skyldari nútímamanninum en neanderdalsmaðurinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.