Morgunblaðið - 02.07.2021, Page 1
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, segir hagþróun á
fyrri hluta ársins gefa tilefni til
bjartsýni um hraðari viðsnúning í
hagkerfinu en útlit var fyrir. Með því
sé sagan að endurtaka sig og hag-
kerfið að vaxa umfram spár.
„Þetta sýndi sig til dæmis þegar
við fórum fram úr öllum spám um
vöxt ferðaþjónustunnar mörg ár í
röð og er mögulega að sýna sig nú
þegar á þessu ári, þegar við virðumst
ætla að fara fram úr eldri spám,“
segir Bjarni og bætir því við að
ríkisskuldir stefni í að aukast minna í
kórónukreppunni en óttast var.
Rúmlega milljón á mann
Fjallað er um áhrif kórónukrepp-
unnar á ríkisskuldirnar í Morgun-
blaðinu í dag. Heildarskuldir hafa
aukist um nærri 500 milljarða króna
frá febrúar í fyrra, eða um vel á aðra
milljón króna á hvern landsmann.
Spurður hvaða áhrif þessi skulda-
söfnun muni hafa á þjóðarbúskapinn
á næstu árum segir Bjarni forgangs-
mál að auka landsframleiðsluna og
með því ná niður atvinnuleysinu.
„Við horfum
ekki síst á at-
vinnustigið og
hagvaxtartölurn-
ar. Það skiptir
miklu máli að
landsframleiðslan
nái hærra stigi
strax á næsta ári.
Við tökum það þá
með okkur inn í
framtíðina og höf-
um, ef vöxturinn verður meiri, þá
ekki sömu þörf fyrir aðhald á næstu
árum,“ segir Bjarni og bendir á að
vaxtakjör séu nú sérlega hagfelld.
Vekur þessi greining athygli en í
apríl síðastliðnum sagði í skýrslu
fjármálaráðs að óvissa í efnahags-
málum vegna faraldursins væri þá
síst minni en mánuðina á undan.
Virðist hafa dregið úr óvissunni.
Metin á 80 milljarða
Samkvæmt nýbirtum ríkisreikn-
ingi var afkoma ríkissjóðs neikvæð
um 144 milljarða króna í fyrra. Þá
voru bein útgjöld vegna faraldurs-
ins, sem talin eru hafa áhrif á afkom-
una, metin á rúmlega 80 milljarða.
Útlit fyrir mýkri lendingu
- Fjármálaráðherra segir að hagkerfið sé að taka betur við sér en óttast var um hríð
- Heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist um tæplega 500 milljarða króna í faraldrinum
MEfnahagsbatinn … »12
Bjarni
Benediktsson
F Ö S T U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 153. tölublað . 109. árgangur .
SETUR NÝTT
MASTUR Á VARÐ-
SKIPIÐ ÓÐIN GRAFIÐ Í JÖRÐU
Í ÞRJÚ ÁR
ÞAÐ SEM ER VIT-
AÐ OG ÞAÐ SEM
EKKI ER VITAÐ
ERLAND COOPER 28 MERKT LÍFSHLAUP 14GJÖF FRÁ JAPAN 10
_ Rúnar Smári Jensson skrifaði um
ófrjósemi karla í lokaverkefni sínu í
félagsráðgjöf á BA-stigi frá HÍ en
verkefnið ber yfirskriftina: „Að
kveljast í hljóði: Upplifun karla af
ófrjósemi“. Rúnar þekkir viðfangs-
efnið vel á eigin skinni en hann og
Alda kona hans glíma bæði við
ófrjósemi. Þau hafa farið í sjö frjó-
semismeðferðir á þremur árum en
fram að þessu hefur engin þeirra
borið árangur. Ungu hjónin halda
þó áfram í vonina. Ófrjósemi er
mikið áfall sem breytir lífi fólks og
væntingum þess til framtíðar, að
sögn Rúnars. Þá segir hann ófrjó-
seminni oft fylgja tilfinningar á
borð við sorg og skömm. Hann lýsir
því einnig hvernig karlmenn upp-
lifa togstreitu milli eigin tilfinninga
og þeirra væntinga sem samfélagið
gerir til þeirra sem karlmanna. »9
Opnar á umræðuna
um ófrjósemi karla
Vilji borgarinnar til fækkunar bens-
ínstöðva er skýr, en jarðefnaelds-
neyti verður þó næstu áratugi heim-
inum mikilvægt, segir Jón Ólafur
Halldórsson, forstjóri Olís.
Í sl. viku var gengið frá sam-
komulagi milli Reykjavíkur og olíu-
félaganna um fækkun eldsneytis-
stöðva í borginni um alls fimmtán.
Að Olís snýr málið þannig að félagið
lokar stöðvum í Álfheimum og Álfa-
bakka í Mjódd. Á síðarnefnda staðn-
um verða þó áfram sjálfsafgreiðslu-
dælur og slíkt verður einnig sett upp
í Skeifunni í stað Álfheimanna. Þá
stefnir N1 að opnun sjálfsafgreiðslu
á Fiskislóð í stað stöðva sem verður
lokað.
Hvað varðar stöðvarnar við Álfa-
bakka og Álfheima bendir Jón Ólaf-
ur á að á þeim báðum hafi verið veitt
þjónusta fyrir tvö fjölmenn íbúða-
hverfi. Því má velta fyrir sér hvort
íbúar verði jafnsettir, enda þótt raf-
bílum og hleðslustöðvum fjölgi. » 6
Áfram hægt
að dæla elds-
neyti sjálfur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Bensín Fækkun eldsneytisstöðva
skerðir þjónustu við íbúa hverfa.
Ríkislögreglustjóri ákvað í gær í samráði við
Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að lýsa
yfir hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötn-
um á svæðinu. Leysingarnar eru vegna mikils
lofthita. Gríðarlegir vatnavextir eru í landshlut-
anum og hafa bæði vegir og brýr rofnað.
„Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að vera
ekki nálægt ám og vötnum sem eru í miklum
vexti,“ sagði í tilkynningu almannavarna. Fólk
á Akureyri er sérstaklega beðið um að vera
ekki á ferðinni í kringum Glerá. Vegurinn við
Þverá í Eyjafirði rofnaði í fyrrakvöld og er ver-
ið að laga hann. Vegurinn innan við Illugastaði
fór í sundur og er lokaður. Skemmdir urðu við
brúna yfir Fnjóská á móts við Illugastaði og
var henni lokað. Mestu vatnavextirnir eru í
Eyjafjarðará og Fnjóská og er fólk beðið um að
fara varlega við árnar.
Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar
að mikill snjór hefði verið í fjöllum og þegar
skyndilega hlýnaði eftir kalt vor hefði allt farið
af stað. Veðurstofan spáir áfram hlýindum fyrir
norðan og austan og má áfram búast við leys-
ingum. »4
Hættustig vegna leysinga
- Vegir og brýr hafa skemmst á NA-landi í vatnavöxtunum - Fólk fari varlega
Ljósmynd/Birta María Guðmundsdóttir
Glerá Áin vall fram við Akureyri kolmórauð og í meiri vexti en elstu menn muna þegar Baldvin Orri Smárason renndi sér niður iðuköstin á kajak.
_ Nýtt gosop opnaðist utan í gígn-
um á Fagradalsfjalli um tíuleytið í
gærkvöldi. Hraun streymdi þá úr
gígnum, en fyrr um daginn hafði
vart sést í jarðeld þar. Var þá einn-
ig lítill gosórói fram eftir degi, en
hann jókst jafnt og þétt eftir því
sem leið á kvöldið.
Vel sést í nýja gosopið á aðal-
vefmyndavél mbl.is af eldgosinu og
mátti sjá litla stróka koma af og til
upp úr því.
Hraun aftur tekið að
renna úr gígnum