Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Rafskutlurnar hafa tekið til- veruna með trompi. En gleðin er ekki takmarkalaus. Í frétt Morg- unblaðsins segir að yfirvöld í París vilji lækka hámarkshraða skutla úr 50 kílómetrum niður í 10. - - - Og lögreglu- yfirvöld um víða veröld taka eftir því að fleiri lögmál en hraði gilda um skutlur eins og bíla. Ekki er talið til bóta að skutlast um hálf- ur, hvað þá fullur. - - - Sérfræðingar vilja nú banna skutlur á föstudags- og laugar- dagskvöldum! Og eins furða menn sig á að útleigjendur skutla komist upp með að taka sér rétt til að láta skilja tæki sín eftir á gangstéttum. Þær eru til gangs. Nú þvælast skutlurnar fyrir göngumönnum, þeim sem barnavögnum aka, blind- um og fótafúnum. - - - Borgin stendur fyrir skipulagðri afturför á öllum sviðum og beinir nú hjólreiðum á 50 kílómetra hraða inn á merkta göngustíga og gangstéttir og hafa þó dýrir hjóla- stígar verið lagðir sérstaklega. Hjólamenn og skutlarar koma á ofsaferð inn á merktar gangbrautir yfir götur og þykjast með röngu eiga allan rétt og bifreiðar skuli snarstöðvaðar. - - - Sumar gangbrautir hafa ekki forgangsrétt að lögum fyrir gangandi en eru vísbending um hvar skuli fara yfir götu þegar tækifæri gefst, svo ekki sé gengið þvers og kruss. Borgaryfirvöld hafa í heimsku ruglað öllum reglum í einn graut, með sívaxandi hættu. - - - Lögregla þarf að veita borginni tiltal fyrir skemmdarverkin. Skutlur skapa óróa STAKSTEINAR Sérstakur rekstrarstuðningur til einkarekinna fjölmiðla Auglýst er eftir umsóknum einkarekinna fjölmiðla um sérstakan rekstrarstuðning sem veittur verður á árinu 2021. Umsóknir skulu sendar fjölmiðlanefnd fyrir 1. ágúst 2021. Með breytingu á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011, sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 2021, var úthlutunarnefnd veitt heimild til að ákvarða sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Úthlutunarnefnd skipa Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Nefndarmenn voru tilnefndir af ríkisendurskoðanda og skipaðir af mennta- og menningarmálaráðherra 15. júní sl. Í X. kafla B laga um fjölmiðla, sbr. frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 2021, og reglugerð 770/2021 um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla, eru tilgreind skilyrði fyrir rekstrarstuðningi til einkarekinna fjölmiðla og einnig getið sérstakra atriða sem þurfa að koma fram í umsókn. Er umsækjendum bent á að kynna sér þau og einnig hvaða kröfur eru gerðar um gögn sem eiga að fylgja umsókn. Samkvæmt lögunum sér fjölmiðlanefnd um umsýslu umsókna og veitir úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð eftir nánara sam- komulagi. Til úthlutunar árið 2021 verða 392 millj. kr. að frádreginni þóknun fyrir störf úthlutunarnefndar og öðrum kostnaði við umsýslu. Í 62. gr. i. laga um fjölmiðla kemur fram að að rekstrarstuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjanda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. Umsóknargögn og leiðbeiningar eru á vefsíðu fjölmiðlanefndar, www.fjolmidlanefnd.is. Þar eru tvö skjöl sem umsækjendur sækja og fylla út. Mikilvægt er að öll fylgiskjöl fylgi með umsókn. Umsóknir skulu berast á netfangið postur@fjolmidlanefnd.is, fyrir miðnætti 1. ágúst nk. Ef spurn- ingar vakna um hvernig eigi að fylla umsóknina út er hægt að senda fyrirspurn á framangreint netfang. Úthlutunarnefnd 2. júlí 2021. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Öllum 32 starfsmönnum fiskvinnslu- fyrirtækisins Agustsson ehf. í Stykk- ishólmi hefur verið sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum. Var starfsmönnum tilkynnt um ákvörðunina á starfsmannafundi í fyrradag. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að nú taki við „krefjandi endur- skipulagningarferli með það að mark- miði að tryggja sjálfbæran rekstur til lengri tíma“. Stefnt sé að því að halda úti rekstri en að umsvifin verði smærri. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar- stjóri Stykkishólms, segir í samtali við Morgunblaðið að uppsagnirnar séu þungt högg fyrir samfélagið í Stykkishólmi. „Það er auðvitað alltaf þungt fyrir öll samfélög þegar svona atburðir eiga sér stað. Það er öllum ljóst að um var að ræða þungan rekstur í krefjandi samkeppnis- umhverfi – í atvinnugrein sem sótt er að úr mörgum áttum samtímis,“ segir Jakob Björgvin. Hann bætir við að höggið sé ekki síst þungt í ljósi þess að Agustsson ehf. hafi verið með starfsemi í Stykk- ishólmi frá 1933, í nærri 90 ár, og ver- ið á þeim tíma einn af burðarstólpum atvinnulífsins í Stykkishólmi. „Það er því rótgróið í samfélaginu og menn- ingu bæjarins. Höggið er í sam- ræmi við það.“ Jakob segir það högg vera þyngst fyrir þá starfs- menn sem missa sín störf hjá fyrir- tækinu og er hug- ur hans hjá þeim starfsmönnum. „Þetta er í raun viðbótarhögg fyrir sjávarútveginn í Stykkishólmi, en bæði í ár og í fyrra hafa grásleppusjómenn og vinnslur í Stykkishólmi liðið fyrir núverandi fyrirkomulag á grásleppuveiðum, en ekki náðist að klára fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi grá- sleppuveiða á Alþingi í vetur,“ segir Jakob Bjarni. „Hér í Stykkishólmi er hins vegar fyrir sterkt og fjölbreytt atvinnulíf sem drifið er áfram af kraftmiklu fólki, sem kemur til með milda þetta samfélagslega högg. Þá eru jákvæð teikn á lofti í okkar samfélagi, það er uppgangur í atvinnulífinu hér eftir Covid-19 og fjölmörg tækifæri sem liggja fyrir í tengslum við auðlinda- nýtingu Breiðafjarðar. Við erum því vel í stakk búin til þess að takast á við þessa áskorun,“ segir Jakob Bjarni. Uppsagnir þungt högg fyrir samfélagið - Agustsson ehf. segir upp 32 manns Jakob Björgvin Jakobsson Sýslumaðurinn á Suðurnesjum hef- ur lagt lögbann á lendingar þyrlna Norðurflugs við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Norðurflug gaf út yfirlýsingu og sagði þetta hafa valdið miklum von- brigðum. Félagið hafi átt í samn- ingaviðræðum við landeigendur Hrauns um nokkurt skeið um sann- gjarnt gjald fyrir lendingar með far- þega á landi þeirra en án árangurs. Ágreiningur hefur verið um upphæð gjaldsins en ekki hvort það eigi að greiða. Norðurflug kveðst hafa frá upphafi sýnt samningsvilja. „Það breytir hins vegar samningsstöðu okkar þegar búið er að leggja á lög- bann og við þar með nánast þvinguð til samninga.“ Norðurflug segir að upphæðin sem landeigendur krefjast sé alger- lega óraunhæf. Hugmynd þeirra um gjald sé umfram framlegð og muni valda tapi af hverri flugferð. Í við- ræðunum kveðst félagið hafa kynnt ýmsa möguleika „í ljósi þess að eng- in þjónusta kemur gegn gjaldinu, önnur en leyfi til að lenda á órækt- uðu og hingað til ónotuðu landi“. Norðurflug segir eðlilegt að landeig- endur hefðu tekið mið af þekktum lendingargjöldum. Þá kveðst Norð- urflug hafa íhugað um skeið að hætta lendingum við eldgosið af ör- yggisástæðum. Lögbannið hafi flýtt þeim áformum. gudni@mbl.is Lögbann sett á lendingar við eldgosið - Norðurflug telur landeigendur vilja krefjast of hás lendingargjalds Morgunblaðið/Ásdís Þyrla Aðsókn hefur verið í gosflug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.