Morgunblaðið - 02.07.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2021, Blaðsíða 14
inga. Hann hafði verið sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafs- bandalaginu (NATO) 1973-1974 og kom m.a. hingað til lands þegar ís- lensk stjórnvöld áttu í þorskastríði við Breta og hótuðu m.a. lokun Keflavík- urstöðvarinnar. Margt bendir til þess að honum hafi ofboðið sá árangursíki derringur. Meðal fyrstu verka hans í varnar- málaráðuneytinu 2001 var því að ráð- gera lokun Keflavíkurstöðvarinnar, en fyrirætlunum um það var frestað fyrir tilhlutan Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra, sem átti gott persónulegt samband við Bush Bandaríkjaforseta. Það gramdist Rumsfeld, svo þegar Davíð hvarf úr ríkisstjórn haustið 2005 hófst hann aftur handa og í mars 2006 var fyrirvaralaust tilkynnt um brotthvarf varnarliðsins um haustið. Nokkuð víst má telja að breyt- ingar hefðu orðið á varnarsamstarfinu fyrr eða síðar, óháð afstöðu Don- alds Rumsfeld. Aðferð hans og óbilgirni varð hins vegar til þess að veikja náið samband ríkjanna til langframa. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is D onald Rumsfeld, fyrrver- andi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lést úr mergkrabbameini á þriðjudag, 88 ára að aldri. Hans verð- ur helst minnst fyrir að hafa leitt Bandaríkin í hernaði í Afganistan og Írak í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001 og breytinga á hern- aðaráherslum landsins, en á Íslandi verður hans ekki síður minnst fyrir að hafa bundið enda á veru bandaríska varnarliðsins hér á landi 2006. Rumsfeld gaf sig ungur að störf- um fyrir þjóð sína, þjónaði í flotanum og var þá þrítugur kjörinn á Banda- ríkjaþing. Aðeins sjö árum síðar sagði hann af sér til þess að setjast við ríkis- stjórnarborðið hjá Richard Nixon, þar sem hann gat sér orð fyrir að koma hlutum í verk. Þegar forlögin (frekar en kjós- endur) leiddu Gerald Ford í forseta- stól árið 1974 gerði hann Rumsfeld að skrifstofustjóra Hvíta hússins og skip- aði hann varnarmálaráðherra árið eft- ir. Tæpum aldarfjórðungi síðar skip- aði George W. Bush hann svo aftur varnarmálaráðherra árið 2001 til þess að endurskipuleggja herinn. Það breyttist allt með árásunum 11. sept- ember 2001. Stefna hans og aðferðir voru um- deildar, ekki síst innan hersins, en sjálfum varð honum tíðrætt um stríðs- þokuna, hvað menn vissu og vissu ekki, en verst væri þó það sem mönn- um væri ókunnugt um að þeim væri ókunnugt. Þó þau orð væru mörgum myrk talaði hann enga tæpitungu, gat verið hryssingslegur, en ekki laus við kímnigáfu. Áhrif Íraks á Íslandi Þegar í upphafi hernaðarins í Írak varð ljóst að Bandaríkin þurftu á öllu sínu að halda, sérstaklega þyrlum. Það varð til þess að augu manna í Pentagon beindust að stöðum eins og Íslandi, sem ekki höfðu sömu hern- aðarþýðingu og áður, en þar var heil þyrlusveit bundin. Þrátt fyrir að pólitísk þýðing varnarsamstarfsins milli Íslands og Bandaríkjanna væri söm og áður hirti Rumsfeld ekkert um hana. Öðru nær, enda má segja að Rumsfeld hafi haft horn í síðu Íslend- Rumsfeld á vit hins ókunna ókunna 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Af málflutn- ingi stuðn- ingsmanna áforma um borg- arlínu með tilheyr- andi þrengingum á því gatnakerfi sem fyrir er mætti ætla að hún yrði sann- kölluð himnasend- ing og myndi færa allt til betri vegar. Þá tala ráða- menn eins og ekki verði aftur snúið og í viðtali í Morgun- blaðinu í gær segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri meira að segja að hann vilji „slá í og flýta framkvæmdum við borg- arlínuna og samgönguinnviði“. Borgarlínan á sem sagt ekki að- eins að bjarga samgöngum í höfuðborginni heldur auðveldi að rétta úr kútnum eftir fjár- hagsleg áföll vegna kórónu- veirufaraldursins. Hér er fátt með felldu. Áform- in um borgarlínu eru einhver glannalegasta hugmynd sem fram hefur komið um sóun á al- mannafé. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir það að borgarlína muni hafa af- gerandi áhrif á samgöngur í borginni og verða til þess að bjarga henni úr þeim ógöngum, sem ríkja í umferðinni. Þvert á móti má fastlega búast við því að ástandið muni einfaldlega versna og sólundað verði pen- ingum sem betra væri að verja þótt ekki væri nema broti þeirra í framkvæmdir sem augljóslega yrðu til bóta. Sannfæring stuðningsmanna borgarlínunnar virðist ekki vera smitandi og er það líklega til marks um innistæðuleysið. Bjarni Reynarsson skipulags- fræðingur skrifar grein í Morg- unblaðið í gær þar sem hann rekur niðurstöður könnunar sem MMR gerði í maí fyrir sam- tökin Samgöngur fyrir alla á við- horfum íbúa til umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu og tillagna um borgarlínu. Í grein Bjarna kemur fram að svarendur hafi skipst í þrjá næstum jafn stóra hópa þeirra sem styðja borgarlínu, eru henni andvígir eða hafa ekki skoðun. Niðurstaðan var mun meira af- gerandi þegar spurt var hvort hagkvæmari leiðir væru til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en núver- andi tillögur um borgarlínu. Þeirri spurningu svöruðu 75% þátttakenda í könnuninni ját- andi og einnig segir sína sögu að um 62% sögðust myndu nota borgarlínuna mánaðarlega, sjaldnar eða aldrei. Rétt rúmur meirihluti taldi að umbætur á stofnbrautakerfinu yrðu áhrifa- ríkari ætti að draga úr umferð- artöfum og er stuðningurinn meiri við þá leið í úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveit- arfélögunum. „Athygli vekur að stuðningur við borgarlínu var mestur í elstu hverfum borg- arinnar, þar sem hlutfallslega flestir fara ferða sinna gangandi eða hjól- andi, enda eiga margir stutt í vinnu,“ skrifar Bjarni. Bjarni segir í grein sinni að það sé mikilvægt hlutverk skipu- lagsyfirvalda að koma til móts við óskir og þarfir íbúa. Það eru orð að sönnu. Óhætt er hins vegar að segja að með áformunum um borgarlínu hefur því hlutverki ekki verið sinnt. Ekki hefur tekist að setja fram sannfærandi rök fyrir því að samgönguvandinn myndi leys- ast með borgarlínunni. Aðeins 5% íbúa nota strætó. Þótt mikið fé hafi verið lagt í almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæð- inu hefur ekki tekist að fá fleiri til að nota strætó. 79% nota hins vegar einkabílinn til að komast leiðar sinnar á höfuðborgar- svæðinu. Ástæðan er einföld. Fólk er hátt í þrefalt lengur á leiðinni með strætó heldur en á einkabílnum að jafnaði. Í könnuninni var einnig greint hverjir yrðu fyrir mestum um- ferðartöfum. Það eru einkum Reykvíkingar austan Elliðaár- vogar, sem sögðust að jafnaði geta sparað 15 mínútur í dag- legum ferðum ef umferðartafir væru engar. Svarendur í Reykjavík vestan Elliðaárvogar kváðust geta sparað átta mín- útur á dag og meðaltalið á höfuð- borgarsvæðinu var 11 mínútur. Bjarni spyr hvað þessar tafir skyldu kosta almenning og at- vinnulíf á ári og hver kostnaður- inn verði ef tafirnar aukast vegna borgarlínu. Samtök iðnaðarins áætluðu árið 2018 að tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hefðu kost- að yfir 15 milljarða árið áður. Það er ekki lítið fé og ætla mætti að yfirvöld legðu allt kapp á að draga úr töfunum. Bent hefur verið á einfaldar leiðir á borð við stýringu umferðarljósa til að greiða fyrir flæði bíla um götur borgarinnar. Kostnaðurinn við það er hlægilegur miðað við verðmiðann á borgarlínunni, en ekkert gerist. Ef ekki eru til peningar fyrir svo einfaldri að- gerð, hvar á þá að finna fé til lagningar borgarlínu? Borgaryfirvöld virðast stað- ráðin í að keyra áfram áformin um borgarlínu þrátt fyrir vantrú íbúanna á að hún muni virka. Ekki er hlustað á ábendingar um ódýrari leiðir, sem hægt væri að fara með minna raski á annarri umferð. Að auki virðast ráðamenn í borginni láta sig engu varða að efnahagur borg- arinnar er svo bágur um þessar mundir að það væri glapræði að íþyngja henni enn með þeirri skuldsetningu sem myndi fylgja því að ráðast í borgarlínuna. 75% íbúa höfuð- borgarsvæðisins telja hagkvæmari leiðir til að bæta al- menningssam- göngur en borg- arlínu} Á rangri leið R ætt er við seðlabankastjóra í Fréttablaðinu í gær um lækkun veðsetningarhlutfalls til að koma í veg fyrir bólu á fasteignamarkaði. Eftir honum er haft „að stefna Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum hafi haft áhrif til hækkunar á fasteignaverði“ og að hægt hefði verið að „komast hjá því að lækka hlutfallið ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis“. Stýritæki Seðlabanka eru margvísleg. Þau snúast ekki bara um vaxtabreytingar þótt um- ræðan gefi það oft til kynna. Það er eitt að lækka vexti til að draga úr greiðslubyrði í kreppu, þótt margir sem misstu vinnuna í fyrra hafi ekki átt húsnæði. Annað að ýta undir hundruð milljarða króna útlán til heimila í sértækri atvinnukreppu. Ég vakti athygli á þeim þrýstingi sem væri í uppsiglinu á fasteignamarkaði fyrir 8 mánuðum síðan í Kastljósi. Að stór hluti þess fjármagns sem sett hefði verið í umferð til að styðja við hagkerfið hefði runnið inn á fast- eignamarkað, ekki til fólks og fyrirtækja í mesta tekjuáfall- inu. Þá lýsti ég yfir áhyggjum af því að Seðlabankinn væri að letja fremur en hvetja ríkissjóð til að styðja við þá sem lentu í áfallinu, þar sem ríkissjóður væri í mun betri stöðu til að beina fjármagni á sértækan hátt til fólks en Seðlabankinn. Þessari gagnrýni var ýtt til hliðar og lítið gert úr mínum at- hugasemdum. Nú, eftir að vandinn hefur raungerst, er skipulagsmálum í borginni kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði. Framboð húsnæðis hefur alltaf verið seig- fljótandi. Eftirspurn getur hins vegar breyst hratt ef aðgangur að fjármagni breytist. Það einfaldlega stenst ekki að 14% hækkun húsnæð- isverðs á nokkrum mánuðum sé vegna þétting- arstefnu Reykjavíkurborgar. Þeir sem byggja fasteignir bjóða í lóðir byggt á núverandi markaðsverði fasteigna. Að hleypa fullt af lóðum inn á markaðinn og halda því fram að einkaaðilar sem standa að uppbyggingu muni allt í einu selja eignir undir núverandi markaðs- virði er óskhyggja. Þess utan er það ótrúleg skammsýni að þenja út byggð hér í borginni, en það er efni í aðra grein. Það sem breyttist í fyrra var mörg hundruð milljarða króna fjármagns- veiting sem rann í gegnum bankakerfið og beint inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er klassískt dæmi um hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geta brenglað allt kerfið. Afleiðing af þeirri kredduhugsun að ríkið eigi bara að stíga inn þegar allt annað hefur verið reynt og þeirrar afstöðu að aðgerðir Seðlabanka geti ekki haft pólitískar afleiðingar – þrátt fyrir að þær hafi mikil áhrif á eignamarkaði og þannig tekjuskipt- ingu. Það er eðlilegt að endurskoða aðgerðir, enginn gerir þá kröfu að allt gangi upp í erfiðu ástandi. Að endurskrifa sög- una og horfa fram hjá stærstu breytunni á fasteignamarkaði í fyrra er allt annað mál. Kristrún Frostadóttir Pistill Að endurskrifa söguna Höfundur er hagfræðingur og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Rumsfeld fæddist í Chicago í Ill- inois árið 1932, en fjölskylda hans var þýsku bergi brotin. Hann lauk prófi í stjórn- málafræði frá Princeton- háskóla árið 1954 á skólastyrk frá flotanum, en hann þjónaði í Bandaríkjaflota sem flugmaður til ársins 1957 og var virkur í varaliði hans til 1960. Árið 1957 gerðist hann að- stoðarmaður þingmanna repú- blikana, en náði sjálfur kjöri á Bandaríkjaþing árið 1962 að- eins þrítugur að aldri. Hann var orðlagður fyrir dugn- að og skipuleg vinnu- brögð, svo hann var kall- aður til starfa í ríkisstjórn Richards Nixon árið 1969. Gerald Ford gerði hann að varnarmálaráðherra 1975, en George W. Bush skipaði hann í sama embætti 2001. Skipulagður og dugmikill DONALD H. RUMSFELD AFP Pentagon Donald Rumsfeld haustið 2006 ásamt Birni Bjarnasyni og Geir Haarde skömmu fyrir brottför varnarliðsins frá Íslandi og eigin afsögn. 37 ára í Hvíta húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.