Morgunblaðið - 02.07.2021, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Í Nauthólsvík Það fylgir því oft gleði og gaman að fara á ströndina og busla aðeins í sjónum þegar veður leyfir.
Eggert
Eitt stærsta meinið í samfélagi
okkar er það sem kalla má hjarð-
hegðun flestra þegar tekin er afstaða
til mála, þ.m.t. þýðingarmikilla þjóð-
félagsmála. Í stað þess að leggja
sjálfstæða hugsun í málefnið, sem til
meðferðar er, virðast flestir móta af-
stöðu sína af því sem þeir telja að
komi sér best fyrir þá sjálfa og per-
sónulega hagi þeirra. Þá verður fljót-
lega til það sem kalla má rétttrúnað,
sem er þá oftast hugsunarlaust lagð-
ur til grundvallar við umræður og
ákvarðanir í okkar fámenna þjóð-
félagi.
Um þetta eru mýmörg dæmi. Ég
hef oftsinnis fjallað um klíkuákvarð-
anir þeirra sem ráða ríkjum í dóms-
kerfinu. Þeir sem eiga hagsmuni
undir þeim ákvörðunum velja flestir
þann kostinn að makka með. Ástæð-
an er þá gjarnan sú að viðkomandi
veit að andóf af hans hálfu muni
skaða hann sjálfan og persónulega
hagi hans. Lögmenn eru til dæmis
hræddir um að valda skaða á hags-
munum skjólstæðinga sinna í dóms-
málunum og dómarar á lægri dóm-
stigum eru hræddir um að fá ekki
þann framgang í störfum sem þeir
vonast eftir.
Í stjórnsýslunni er sömu sögu að
segja. Þeir sem eiga samskipti við
valdsmenn á þeim vettvangi vita um
fjölmörg dæmi þess að valdi sé mis-
beitt. Valdið á þeim vettvangi er oft-
ast í höndum embættismanna sem stundum hafa öll ráð yfir-
manna sinna (ráðherranna) í hendi sér. Þegar ranglát ákvörðun
hefur verið tekin er oft miklu „skynsamlegra“ að una henni
möglunarlaust fremur en að gagnrýna hana þó að rökin fyrir
gagnrýni séu augljós.
Það er ekki á því nokkur vafi að þessi hjarðhegðun veldur
miklum skaða í samfélaginu. Ákvarðanir eru teknar á ómálefna-
legum grundvelli og enginn þorir að segja neitt. Það er því
fyllsta ástæða til þess að hvetja alla hugsandi menn til að láta
miklu meira í sér heyra og þá í því augnamiði að veita vald-
höfum aðhaldið sem þeir svo sannarlega þarfnast.
Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson
» „Það er ekki
á því nokkur
vafi að þessi
hjarðhegðun
veldur miklum
skaða í samfé-
laginu. Ákvarð-
anir eru teknar
á ómálefna-
legum grund-
velli og enginn
þorir að segja
neitt.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Hjarðhegðun
Traust er undirstaða
viðskipta jafn rétt-
hárra aðila. Og traust
verður ekki selt. Skít-
hæla og óþokka varðar
ekki um traust.
Það er álitamál
hvort traust verði
keypt ellegar að glatað
traust verði end-
urheimt með fébótum
til þeirra sem misgert
er við.
Með samkomulagi um sátt milli
slitastjórnar Landsbanka Íslands hf.
(LBI) og PricewaterhouseCoopers
ehf. (PwC) samþykkir PwC að
greiða LBI, sem er þrotabú Lands-
banka Íslands hf., þess er fór í þrot
6. eða 7. október og munaði litlu að
tæki þjóðina með sér, USD 9,5 millj-
ónir.
Til viðbótar við framangreinda
málsaðila er Pricewaterhouse-
Coopers LLP (PwC UK), skráð í
Englandi og Wales, með aðsetri í
London, aðili að samkomulaginu.
Lok málaferla
Þessi greiðsla er innt af hendi til
þess að komast hjá málaferlum við
LBI í máli sem þrotabúið hafði höfð-
að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,
þ.e. mál nr. 2210/2012. Þessi greiðsla
er innt af hendi til þess að ljúka
málaferlum og
- „Án þess að stefndu PwC (eða
einhverjir meðlimir, eigendur eða
starfsmenn þeirra) viðurkenni
nokkra ábyrgð, og án þess að LBI
(eða stjórnarmenn, ráðgjafar, verk-
takar eða starfsmenn þess) við-
urkenni að höfðun dómsmálsins hafi
verið tilhæfulaus, hafa
LBI og stefndi PwC
(sameiginlega „aðilar
að samkomulagi um
sátt“) náð sam-
komulagi um uppgjör
allra krafa þeirra á
milli með neð-
angreindum skil-
málum.“
Eftir skilgreiningar
á hugtökum um kröfur
þá fylgja skilmálarnir,
sem eru í 17 tölusettum
liðum. Meðal skilmála
eru áskilnaður um
trúnað og lögsögu þar sem sam-
komulagið er háð íslenskum lögum
og mál skuli höfðað fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur, auk greiðslufyr-
irmæla.
Réttur hluthafa
Nú vill til að það eru hluthafar en
ekki kröfuhafar, sem kjósa endur-
skoðendur og endurskoðunarfyr-
irtæki, en ekki kröfuhafar viðkom-
andi fyrirtækis.
Endurskoðun er megineftirlits-
þáttur í starfsemi hlutafélaga. End-
urskoðun kemur fyrir 43 sinnum í
hlutafélagalögum, í einhverju sam-
bandi. Endurskoðun er til þess að
uppfylla kröfur um traust og heið-
arleika í rekstri fyrirtækja. Traustið
höfðar til eigenda og traustið höfðar
til kröfuhafa, því almennt er ekki
mikill vilji til að eiga viðskipti við
skíthæla og óþokka, nema meðal
jafningja þeirra. Kröfuhafar LBI
virðast ekki telja sig til skíthæla og
óþokka. Fulltrúar kröfuhafa, skila-
nefnd þrotabúsins, telur sig hafa
haft veigamiklar ástæður til að höfða
mál, sennilega vegna rangfærslna og
yfirhylmingar.
Áhrifalausir hluthafar
Hluthafarnir, þ.e. þeir sem voru
áhrifalausir um rekstur bankans, og
kusu endurskoðendur fyrir gamla
Landsbankann, fá engar bætur. Þeir
urðu þó fyrir altjóni.
Landsbankinn, sem var eftirlits-
skyld fjármálastofnun, virðist hafa
blekkt Fjármálaeftirlitið, nema að
það hafi verið slegið blindu. Eftirlits-
skylda Fjármálaeftirlitsins var til
þess að koma í veg fyrir að „einingar
tengdar almannahagsmunum“ valdi
samfélagslegu tjóni.
Á það má benda að lífeyrissjóðir
voru bæði hluthafar og kröfuhafar í
LBI. Tjónþolar er allur almenningur
í landinu.
Samkvæmt nefndu samkomulagi
eiga litlir hluthafar engan rétt vegna
óhæfuverka starfsmanna Lands-
banka Íslands og megineigenda
bankans, þeirra aðila sem brugðust
trausti lítilla hluthafa, og vegna yf-
irhylminga endurskoðunarfyrirtæk-
isins.
Traust verður ekki endurheimt
með bótum en viðkenning á sök
fylgir bótum.
Siðareglur PwC
PwC skreytir sig á heimasíðu
sinni með siðareglum. Þar segir við
hverju má búast af fyrirtæki sem
gerir leynilega samninga til að kom-
ast hjá málaferlum í skaðabóta-
málum og eftir atvikum sakamálum.
Þar segir:
- „Siðareglur PwC skilgreina
þær vinnuaðferðir og hegðun sem
við væntum af öllu okkar starfsfólki;
að starfa sem fagfólk, stunda við-
skipti af heilindum, hafa í heiðri orð-
spor viðskiptavina okkar sem og
okkar eigið. Koma fram við fólk og
umhverfið af virðingu og aðhafast
ætíð af félagslegri ábyrgð.
Ástæða þess að við höfum innleitt
sérstakar siðareglur er vegna þess
að við teljum það mikilvægt að við-
skiptavinir okkar, starfsfólk og aðrir
skilji hvað við stöndum fyrir og
hvers þeir geta vænst af okkur.“
Í frétt RÚV frá því 10. mars 2012
segir:
- „Slitastjórn Glitnis hefur
stefnt endurskoðunarfyrirtækinu
Pricewaterhouse-Coopers á Ís-
landi og í Bretlandi vegna rangra
ársreikninga í aðdraganda hruns-
ins. Lögmaður slitastjórnarinnar
segir bótakröfu fallna bankans
vegna reikninganna geta hlaupið á
tugum, jafnvel hundrað milljörðum
króna.“
Það er vissa mín að PwC borgaði
sig einnig frá þessum málaferlum
við Slitastjórn Glitnis, sennilega með
um USD 2 milljónum, án þess að ég
hafi samkomulagið undir höndum.
Hins vegar varð samkomulag PwC
við slitastjórn Landsbankans ekki
opinbert fyrr en nýlega og þá í
tengslum við önnur málaferli.
Tekið skal fram að endurskoð-
unarfyrirtæki PwC starfar enn á Ís-
landi og þeir, sem endurskoðuðu
Landsbankann og Glitni, starfa enn
sem endurskoðendur.
Spurningar sem vakna
Í ljósi þess, sem hér hefur verið
lýst, vakna eftirfarandi spurningar
sem ég óska svara við frá PwC:
1. Af hverju kemur PwC ekki fyrir
dóm og tekur til varna og hreinsar
mannorð sitt og orðspor í stað þess
að borga hátt í tvö þúsund milljónir í
bætur gegn því að fá algjöra leynd
um störf ykkar og frágang á reikn-
ingsskilum Glitnis og Landsbanka
árin fyrir hrun?
2. Hvers vegna er PwC að borga
1.200 milljónir króna í bætur til slit-
astjórnar Landsbankans í stað þess
að taka til varna og útskýra ykkar
vinnubrögð?
3. Hvers vegna er PwC að borga
mörg hundruð milljónir króna í bæt-
ur til slitastjórnar Glitnis vegna
starfa PWC sem endurskoðandi
Glitnis?
4. Af hverju krefst PwC algjörrar
leyndar yfir efnisatriðum þessara
tveggja skaðabótasamninga og lið-
lega 2.000 milljóna greiðslna til slit-
astjórna Landsbanka og Glitnis?
5. Er þessi leynd í samræmi við
siðareglur fyrirtækis, sem á að
starfa til að efla traust í viðskiptum?
Aðjútant obristans
og skítafnykur
Aðjútant obristans sagði eitt sinn
að breyttu breytanda; „Minn herra
hefur lesið í frægum bókum að það
sé svo vond lykt af endurskoðendum
PwC að menn verði að snúa sér und-
an vindi þegar þeir tala við þá.“
Það er skítafnykur af því hvernig
PwC borgar sig frá óbótamálum sín-
um til kröfuhafa, en litlir hluthafar
og lífeyrisþegar sitja eftir með sárt
ennið.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það er skítafnykur af
því hvernig PwC
borgar sig frá óbóta-
málum sínum til kröfu-
hafa, en litlir hluthafar
og lífeyrisþegar sitja
eftir með sárt ennið.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Borguðu endurskoðendur PWC
sig frá sakamálarannsókn?