Morgunblaðið - 02.07.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 ✝ Höskuldur Er- lendsson fædd- ist í Reykjavík 6. júlí 1943. Hann lést 17. júní 2021. Foreldrar hans voru Þuríður Ásta Þorgrímsdóttir, f. 4.2. 1909, d. 1.5. 1981, og Erlendur Jóhannsson, f. 19.12. 1908, d. 27.10. 1990. Bræður Höskuldar voru Jó- hann Erlendsson, f. 17.5. 1940, d. 3.9. 2009, og Kjartan Er- lendsson, f. 7.3. 1948, d. 28.10. 1983. Höskuldur kvæntist 6.7. 1968 Ástu Kröyer, f. 17.12. 1946. Synir Höskuldar og Ástu eru 1. Hilmar, f. 1976, kvænt- ur Ástrós Guðlaugsdóttur, f. 1977, dóttir þeirra Ásta Rún, f. 1996, unnusti hennar Joshua varð til þess að hann skipti um starfsvettvang. Árið 1977 hóf Höskuldur störf hjá tollstjóra sem tollvörður og var þar þangað til hann fór á eftirlaun árið 2007. Höskuldur og Ásta voru bæði liðtæk í skátahreyfing- unni á sínum yngri árum. Höskuldur starfaði einnig með Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Björgunarsveitinni Ingólfi. Helsta áhugamál Höskuldar var að gera upp gömul hús- gögn og gat hann sinnt því þrátt fyrir meiðslin sem hann hafði hlotið. Eru ófá hús- gögnin sem hann gerði upp í bílskúrnum hjá sér og var hann liðtækur við að aðstoða fjölskyldu, vini og kunningja við hinar ýmsu smíðar. Hösk- uldur og Ásta hafa alla tíð átt sumarbústaði sem hafa verið þeirra sameiginlega áhugamál. Fyrst voru þau með sumarhús við Elliðavatn og eftir að byggð kom þar reistu þau sér nýjan sumarbústað í Borgar- firði. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. júlí 2021, klukkan 11. Graham, f. 1995, 2. Erlendur, f. 1980, kvæntur Sunnevu Svav- arsdóttur, f. 1991, börn þeirra a) Jón Ingi, f. 2012, b) Svavar, f. 2015, c) Hrafnhildur Fjóla, f. 2018. Höskuldur byrj- aði á að læra út- varpsvirkjun hjá Friðriki A. Jónssyni á árunum 1960-1962 en hann lauk ekki því námi. Höskuldur útskrif- aðist árið 1970 sem hús- gagnasmíðameistari og tók námssamninginn hjá Kristjáni Siggeirssyni undir leiðsögn föður síns en hann var einnig húsgagnasmíðameistari. Hösk- uldur slasaðist á hendi sem varð til þess að hann gat ekki unnið við húsgagnasmíðar sem Ég kynntist yndislega tengdaföður mínum þegar ég vann hjá tollstjóra og tókst með okkur einstakur vinskap- ur. Í vinnustaðagríni tók Hösk- uldur upp á því að kalla mig tengdadóttur sína. Þar sem gríni fylgir gjarnan einhver al- vara fór Höskuldur að segja mér frá syni sínum og þegar heim var komið fór hann að segja Hilmari frá mér. Úr varð að við Hilmar fórum saman í leikhús og í framhaldinu gat Höskuldur fyrir alvöru farið að kalla mig tengdadóttur sína. Við hlógum mikið að því að geta sagt að hann hefði valið sér tengdadóttur og gæti ekki sett sig upp á móti ráðahagn- um. Þar sem við Höskuldur unnum saman hafði ég kynnst Ástu konunni hans á árshátíð- um og öðrum skemmtunum, var því mjög auðvelt fyrir mig að koma inn í fjölskylduna. Þegar við Hilmar förum að vera saman var dóttir mín af fyrra sambandi 7 ára gömul og er mér mjög minnisstætt hvað þau hjónin tóku okkur báðum vel. Strax frá upphafi tóku þau Ástu Rún eins og hún væri þeim blóðskyld og þeirra barnabarn en slíkt er ekki sjálfgefið. Höskuldur og Ásta voru alltaf reiðubúin til að að- stoða okkur litlu fjölskylduna eins og hægt var og gátum við alla tíð leitað til þeirra með allt á milli himins og jarðar. Skipti engu hvort það var til að fá ráð eða einhvers konar aðstoð. Fyr- ir nokkrum árum gekk ég í gegnum veikindi og var Hösk- uldur alltaf til staðar fyrir mig og reyndist mér mikill klettur í gegnum erfiða tíma. Umhyggja hans og hlýja var mér ómet- anleg. Höskuldur hafði mjög gaman af því að miðla þekkingu sinni og kunnáttu, honum tókst meira að segja að kenna ein- stæðri móður með tíu þumal- putta á bæði málband og raf- magnssög. Það voru ófáir sentimetrarnir sem við mæld- um saman og söguðum í sum- arbústaðnum. Á kveðjustundu er mikils að minnast og er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst honum og fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Ég ylja mér og hugga með öllum þeim góðu minningum sem við náðum að skapa saman og eru þær ófáar. Hvíldu í friði minn kæri vinur og tengda- pabbi. Ástrós Guðlaugsdóttir. Fyrstu kynni okkar Hösk- uldar urðu af ótrúlegri tilviljun. Ég átti þá heima á Reykjalundi og föstudaginn fyrir verslunar- mannahelgi árið 1964 ætluðum við hjón að fara ásamt ungum börnum okkar norður í land að lokinni vinnu. Þegar allt var tilbúið var ekið af stað. Eftir u.þ.b. 10 metra akstur hætti bíllinn að láta að stjórn. Ég fór út og sá að stýrisendi var brot- inn. Nú var einsýnt að förin yrði ekki lengri, verkstæði og verslanir lokuð og allar bjargir bannaðar. Í þeim svifum rennir lögreglubíll í hlað. Þar var kominn mágur minn við annan mann í Ríkislögreglunni á leið út á land í vegaeftirlit um verslunarmannahelgina. Þeir horfðu á bílinn og tóku í nefið. Þá segir annar þeirra: Ég þekki mann sem getur kannski reddað þessu. Má ég hringja? Um klukkustund síðar stansar bíll við húsið og út kemur snaggaralegur maður sem kveðst heita Höskuldur og kominn að beiðni Jóhannesar Helgasonar. Hann leit á bílinn, lagðist síðan í götuna og tók til starfa. Hvernig honum tókst að útvega nýjan stýrisenda í „Sin- ger Gazelle“ á þessari stuttu stund er nánast yfirnáttúru- legt. Hálftíma síðar vorum við tilbúin til brottfarar. „Hvað á ég að borga?“ spurði ég. „Þú borgar bara stýrisendann. Ann- að ekki,“ svaraði hann, „vinir hjálpa alltaf hver öðrum í neyð.“ „Já, en við þekkjumst ekki neitt“ var mitt svar. „Jó- hannes bað mig að gera þetta fyrir sig, og hann er vinur minn.“ Þar með var málið út- rætt, við tókumst í hendur, horfðumst í augu og brostum. Ég kynntist Höskuldi aftur og hans góðu konu, Ástu Kröyer, nokkrum árum seinna þegar við vorum flutt til Reykjavíkur. Hann var lengst af tollvörður að aðalstarfi, en lærður húsgagnasmiður og sér- stakur áhugamaður um bílavið- gerðir. Á þeim árum átti ég að- eins gamla bíla sem biluðu oft. Yfirleitt bjargaði Höskuldur málunum, skipti um bremsu- borða, platínur, kúplingsdisk og hvað þetta allt saman heitir, auk þess að sjóða saman púst- rör o.fl. Á þessum tíma dó fyrri kona mín og ég var kvæntur aftur. Núverandi eiginkona er sérlega áhugasöm um trésmíði og fallega hluti úr timbri. Þar gátu þau spjallað og unnið sam- an af fagmennsku. Af þessari upptalningu sést í hvílíkri þakkarskuld við stönd- um við þennan góða mann, allt- af reiðubúinn að hjálpa, alltaf jákvæður, ósérhlífinn, úrræða- góður og hress. Hann var afar skoðanafastur og hikaði ekki við að láta heyr- ast í sér ef honum mislíkaði og ósjaldan urðu menn hvumsa þegar hann lét móðan mása. Ég hafði yfirleitt þann hátt á að mása. Ég hafði yfirleitt þann hátt á að þegja þegar hann hækkaði róminn út af pólitík eða bákni kerfisins. Leyfði honum að rasa út og held að það hafi frekar styrkt vináttuna. Seinustu árin hrakaði lík- amsheilsu hans mjög og sá Höskuldur, sem fyrrum féll ekki verk úr hendi, gat ekki beitt sér lengur sakir þrekleys- is og mæði. Ég vænti þess að vinur minn hafi sofnað sáttur svefninum langa aðfaranótt sl. þjóðhátíð- ardags. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Friður sé með honum. Guðmundur B. Guðmundsson. Höskuldur Erlendsson, vinur minn til sextíu og þriggja ára og fjölskylduvinur alla þá tíð, lést þann 17. júní eftir ströng veikindi. Þegar litið er um far- inn veg, sem virtist vera svo langur, en var í raun örstuttur, kemur manni fyrst í hug enda- laus hjálpsemi Höskuldar og ósérhlífni, alltaf gat maður hringt í hann til að fá úrlausn vandamála, sem stóðu gegnt manni í lífsbaráttunni. Hann kunni oftast lausn og var ekk- ert að hika við að taka til hendi, þegar þess þurfti með. Höskuldur var lærður út- varpsvirki og húsgagnasmíða- meistari, en í raun var hann listamaður. Það var alveg sama hvað maðurinn gerði, allt lék í höndum hans. Strax upp úr fermingu var hann farinn að gera við og endurbyggja bíl- vélar og alls kyns tæki og tól af natni og nákvæmni og aldrei var gefist upp þótt vandamálin virtust flókin. Eftir nám starfaði Höskuld- ur m.a. við innréttinga- og hús- gagnaframleiðslu og var lengi starfsmaður Kristjáns Siggeirs- sonar eða alveg þar til hann söðlaði alveg um, sótti um stöðu tollvarðar og starfaði svo sem slíkur allt til loka hinnar venjubundnu starfsævi, en eftir það gat hann helgað sig helsta áhugamáli sínu, endursmíði og viðgerðum á gömlum húsgögn- um. Til er fjöldi gripa, sumir ævagamlir, sem Höskuldur hef- ur lagfært og endursmíðað. T.d. eigum við hjónin fjölda muna og húsgagna úr fórum forfeðra okkar sem Höskuldur gerði upp og endursmíðaði og veita þeir ómælda gleði og að- dáun allra sem augum líta. Höskuldur var hamingju- maður í sínu lífi. Hann eign- aðist góða konu, hana Ástu, tvo syni, Hilmar og Erlend, sem báðir eru fjölskyldumenn. Hjónaband Höskuldar og Ástu var einstaklega farsælt. Þau voru samhent og nutu lífsins. Best leið þeim í sumarbústöð- unum sínum, fyrst við Elliða- vatn í gamla ættarbústaðnum, en seinna við Fossatún í Borg- arfirði, þar sem þau komu sér upp fallegum sælureit. Þá má segja að Höskuldur hafi alla tíð stundað störf sem hann naut sín vel í. Auðvitað mætti hann ýmsum erfiðleikum á lífsleið- inni eins og flestir aðrir, en hann yfirsté þá með dugnaði, einurð og útsjónarsemi, þótt lúta þyrfti í lægra haldi á efsta degi, eins og við öll gerum. Höskuldur var fastur mjög á skoðunum sínum. Hann var alltaf til í langar rökræður um pólitík og lífsins vandamál og hristi þá stundum svolítið upp í mannskapnum, því það skipti hann litlu hvort fólk var sam- mála honum eða ekki. En öll- um þótti gaman að þessum rökræðum, skilið var í bróð- erni og öllum þótti vænt um Höskuld. Það er skrítið að horfa á eft- ir vini sínum til meira en sextíu ára hverfa yfir móðuna miklu. Mannsævin, þessi mikla gjöf, reynist aðeins vara í örskots- stund og þeir sem seinna leggja upp í lokaförina ylja sér við minningarnar þá stund sem þeir eiga sjálfir eftir á jörðu hér. Farðu í friði, góði vinur, megi sá sem sólina skóp taka við þér og hugga og styðja fjöl- skyldu þína og ástvini á erfiðri stundu. Þess biðjum við Anna og fjölskylda okkar. Jóhannes B. Helgason. Höskuldur Erlendsson ✝ Ólafur Sigmar Pálsson fæddist 25. maí 1938 á Starrastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Sauðárkróki 18. júní 2021. Foreldar hans voru Páll Gísli Ólafsson, fæddur 15. maí 1910, d. 12. janúar 1990 og Guðrún Kristjánsdóttir, fædd 11. júlí 1913, d. 17. júlí 2002. Ólafur var elstur fimm bræðra: 2. Sigurður, fæddur 20. nóvember 1940, d. 4. október 2003. Kvæntur Sigurbjörgu R. Stefánsdóttur. 3. Reynir, fæddur 8. júlí 1945, kvæntur Soffíu Krist- jánsdóttur. 4. Ingimar, fæddur 24. júní 1946, kvæntur Halldóru Lindu Hlín Sigbjörnsdóttur, fædd 4. september 1963. Páll var áður í sambúð með Ásdísi Guð- mundsdóttur. Börn þeirra: a) Valdís Dröfn, fædd 19. ágúst 1984. Eiginmaður hennar er Pét- ur Kristinsson. Börn þeirra: Sæ- dís Eir, fædd 21. janúar 2014, Starri Freyr, fæddur 11. sept- ember 2015. b. Ólafur Starri, f. 29. desember 1995, í sambúð með Maríu Ríkharðsdóttur. Sonur hans: Hinrik Páll, fæddur 11. mars 2013, móðir Kolbjörg Katla Hinriksdóttir. Börn Lindu eru Steinunn og Þórarinn. 2. Eva Hjörtína hjúkrunar- fræðingur, fædd 23. desember 1968. Eiginmaður Hjörtur Skúla- son, fæddur 23. október 1967. Sonur þeirra Sigmar, fæddur 8. júní 2004. Áður átti Hjörtur Re- bekku Rún, fædd 22. maí 1997, móðir Rannveig Þórsdóttir. Ólafur ólst upp heima á Starra- stöðum hjá foreldrum sínum og bræðrum og fóstru þeirra bræðra, Margréti. Hann fór ung- ur að heiman og starfaði við margvísleg störf, m.a. við lagn- ingu síma og rafmagns víða um land. Árið 1961 hóf hann nám í rafvirkjun hjá Þórði Sighvatz á Sauðárkóki og lauk námi frá Iðn- skóla Sauðárkróks 1962 og sveinsprófi 1965 og hlaut meist- araréttindi 1971. Ólafur rak um árabil ásamt Þórði og fleirum raf- verktakafyrirtækið Al sem síðar varð Rafsjá en hjá Rafsjá starfaði hann til starfsloka. Á starfstíma sínum sem rafvirkjameistari tók Ólafur að sér marga sveina í iðn- inni. Ólafur var virkur félagi í Leikfélagi Sauðárkróks til marga ár, auk þess sem hann tók virkan þátt í margvíslegum félagsstörf- um. Frá 1990 var hann virkur fé- lagi í Oddfellowreglunni og var einn af stofnendum stúkunnar Sif á Sauðárkróki árið 1997. Síðast- liðin ár hefur hann dvalið á deild V á HSN á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðár- krókskirkju í dag, 2. júlí 2021, klukkan 11. Helgadóttur. 5. Eyj- ólfur, fæddur 23. nóvember 1952, d. 25. janúar 2000, kvæntur Maríu Reykdal. Ólafur kvæntist 31. ágúst 1963 Hjörtínu Dóru Vagnsdóttur, fædd á Minni- Ökrum í Akrahreppi í Skaga- firði 11. apríl 1943, d. 23. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Vagn Gíslason, fæddur Miðhúsum í Akrahreppi 6. nóvember 1901, d. 4. október 1986 og Fjóla Stefánsdóttir, fædd á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði 9. október 1914, d. 14. maí 2004. Ólafur og Hjörtína eignuðust tvö börn: 1. Páll Arnar rafvirkjameist- ari, fæddur 6. júlí 1963, kvæntur Það var við hæfi, þegar dagur er hvað lengstur og nóttlaus voraldar veröld ríkir, að þá legði vinur minn Ólafur Sigmar Páls- son af stað í sína hinstu för. Óla Páls, eða Óla Starra eins og hann var oftlega nefndur, kynntist ég mjög fljótlega eftir að við hjónin fluttumst til Sauð- árkróks fyrir rúmlega hálfri öld og því réð áralöng vinátta konu minnar við þau hjónin Haddý og Óla. Þarna skapaðist órofa vin- átta, sem aldrei hefur fallið á skuggi. Óli var einn þeirra ungu manna sem tóku þátt í rafvæð- ingu dreifðra byggða víðsvegar um land og var ótrúlega kunn- ugur flestum stöðum á landinu, þar sem hann hafði unnið og þekkti nánast hvern krók og kima á hringveginum eða utan hans og vissi skil á mönnum og stöðum hvar sem komið var. En seinna varð starfsvett- vangur hans hér á Sauðárkróki og hér stofnaði hann ásamt fleir- um rafverktakafyrirtækið Alur, sem síðar óx fiskur um hrygg og varð Rafsjá og enn síðar Tengill ehf. Óli var fagmaður fram í fing- urgóma og vissi að ekkert verk er svo smátt að ekki væri full ástæða til að leysa það svo vel af hendi að ekki yrði að fundið. Óli var félagslyndur og naut þess að vera innan um fólk og í góðum hópi og um árabil átti hann trausta samleið með Leik- félagi Sauðárkróks, þar sem hann sinnti flestum þeim störf- um sem taka þurfti hendi til, hvort sem var á leiksviði eða á bak við tjöldin. Hin síðari ár var Óli mjög virkur innan Oddfellowreglunn- ar og lét sig framgang hennar og valferð miklu skipta, hann var stofnfélagi í St. nr. 22 Sif og áður um árabil bróðir í St. nr. 2 Sjöfn á Akureyri og því bróðir í reglunni um áratuga skeið. En nú er skarð fyrir skildi. Stór, og einn traustasti hlekk- urinn í Oddfellowkeðju okkar Sifjarbræðra hefur brostið og eftir er skarð sem verður vand- fyllt. Góður og traustur bróðir er horfinn á braut. Honum fylgir þakklæti fyrir öll hans góðu störf og sprungulausa vináttu um árabil. Farðu vel, vinur, á vit kær- leikans og ljóssins. Afkomendum Óla svo og venslamönnum öllum er vottuð innileg samúð. Björn Björnsson. Ólafur S. Pálsson Nú kveð ég þig elsku Soffi minn með miklum sökn- uði og sting í hjarta. Þú varst svo stórkostleg mannvera, það verð- ur erfitt að koma því fyrir hér hve frábær þú varst. Ég þakka Herði Pálssyni vini okkar fyrir að hafa kynnt okkur fyrir öllum þessum árum. Ég er svo þakklát fyrir öll okkar sam- skipti og þá sérstaklega í seinni tíð þar sem ég gat alltaf leitað í kaffi á Skúlagötuna með vanda- málin stóru og smáu. Jahh svona þegar þú varst ekki í Brussel, London eða París, heimsborgarinn. Þú blómstraðir í öllum verk- efnum sem þú tókst þér fyrir hendur. Hæfileikaríkari mann var varla hægt að finna. Smíða bát, græja íbúð, hlátrasköll, trúnó eða bara kíkja í IKEA. Elsku Soffi þú varst svo ein- stakur, mikill húmoristi og vin- ur. Mikið finn ég til með fjöl- skyldu þinni, sem þú dáðir og Kristinn Soffanías Rúnarsson ✝ Kristinn Soff- anías Rún- arsson fæddist 2. júlí 1981. Hann lést 6. júní 2021. Útför Soffa var gerð 26. júní 2021. dýrkaðir. Hvað þú ljómaðir allur í hvert sinn sem þú talaðir um litla frænda þinn Leon Loga enda átti hann stóran part af hjarta þínu. Ég er svo þakk- lát fyrir okkar sein- asta samtal þar sem þú kvaddir mig með svo fallegum orðum en á sama tíma svo sorg- mædd að hafa ekki kveikt á per- unni að bak við brosið og fallegu orðin þín að værir þú svona dap- ur. Eitt er víst í þessu lífi Soffi minn og það er að á endanum kveðjum við og fáum hvíld. Eftir sitja aðstandendur og syrgja. En sorginni fylgir gleði því þá lítum við til baka, minnumst stunda og finnum til kærleiks þegar við rifjum upp þann tíma sem við áttum öll með Soffa. Að lokum vil ég þakka þér fyrir vináttu okkar og þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig elsku vinur og gefi Kristínu, Rúnari, Rut og Ai- mée ásamt allri þinni fjölskyldu og vinum styrk í gegnum sorg- ina. Anna Bender.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.