Morgunblaðið - 02.07.2021, Page 19

Morgunblaðið - 02.07.2021, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 ✝ Einar Aðal- steinsson fædd- ist 27. júní 1932 í Reykjavík, hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. júní 2021. Hann var sonur hjónanna Aðal- steins Elíasarsonar, f. 1.9. 1909 á Gili við Bolungarvík, d. 8.12. 1991 og Sigríðar Sigurbrandsdóttur, f. 1.12. 1911 í Flatey í Breiðafirði, d. 24.5. 1994. Einar átti eina systur, Elsu Aðalsteinsdóttur, f. 3.6. 1935, d. 18.11. 2019. Eftirlifandi eiginkona Einars er Jóna Magnea Jónsdóttir, f. 27.8. 1934, í Reykjavík. For- eldrar hennar voru hjónin Magnea G. Ágústsdóttir, f. 1.4. 1913, d. 21.1. 1988 og Jón Ein- arsson, f. 18.9. 1906, d. 21.7. 1983. Einar og Magnea gengu í 4) Sigurður Einarsson, f. 31.5. 1961, eiginkona Þorbjörg Markúsdóttir, eiga þau 3 börn og 5 barnabörn. Einar átti einnig son, Mikael Þorsteinsson, f. 16.4. 1964, móð- ir hans er Guðrún Mikaelsdóttir, hann á eina dóttur. Einar ólst upp í Reykjavík, hann lauk námi í vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Eftir það vann hann lengi í Vélsmiðj- unni Héðni og fór víða um land við að setja upp síldar- og mjöl- verksmiðjur á vegum þeirra. Einar og Magnea bjuggu nokk- ur ár á Sauðárkróki þar sem hann vann hjá Vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. Eftir að þau fluttu aftur til Reykjavík- ur fór Einar að vinna á véla- verkstæði Álversins í Straums- vík frá opnun þess, þar til lét hann af störfum vegna aldurs. Einar hafði mikinn áhuga á ferðalögum, bæði innanlands og utan og ferðuðust hann og Magnea víða og varla er til sá staður á Íslandi sem þau hafa ekki heimsótt. Einnig var stang- veiði mikið áhugamál hjá hon- um. Útför Einars fer fram í dag, 2. júlí 2021, frá Áskirkju í Reykja- vík. hjónaband 18.7. 1954 og eignuðust fjóra syni. Fyrir átti Einar dóttur, Oddnýu Magneu Einarsdóttur, f. 2.6. 1952, móðir hennar var Anna Svein- björg Ottósdóttir frá Svalvogum í Dýrafirði. Eigin- maður Oddnýjar er Sigþór Haraldsson og eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. Synir Einars og Magneu eru: 1) Jón Einarsson, f. 19.12. 1954, eiginkona Erla María Nordgulen Ásgeirsdóttir, eiga þau 3 börn og 6 barnabörn. 2) Aðalsteinn Einarsson, f. 2.8. 1956, á hann 3 syni og 9 barnabörn. 3) Magnús Einarsson, f. 25.12. 1957, eiginkona Andrea Stein- arsdóttir, eiga þau 2 börn og 2 barnabörn. Fyrir átti Andrea 2 börn. Kær vinur okkar, Einar Að- alsteinsson, var með stórt hjarta og gaf mikið af sjálfum sér. Á fimmta áratug nutum við vin- skapar og velvilja hans og Magn- eu, eiginkonu hans. Ótal minn- ingar koma upp í hugann þegar komið er að kveðjustund og við fyllumst þakklæti. Mikill er söknuðurinn en minningarnar ylja. Marga vagna, brautir og statíf þróaði Einar og smíðaði í gegn- um árin sem létti störfin. Lista- maður tengir saman fjölda- margt, velur það sem passar og verkið verður sýnilegt. Blóma- grindur, kertastjakar, handrið ýmiss konar og margt fleira gert með listilegu handbragði. Allt leysti Einar fagurfræðilega vel af hendi og fegraði sannarlega umhverfið með hugviti sínu. Alls staðar sést handbragð hans í kringum okkur hvort tveggja innan húss sem utan. Áhugamál Einars voru fjölmörg. Ferðalög um landið, jarðfræði, saga og fornir búshættir. Stangveiði átti hug hans og uppáhaldsveiðistað- ir hans voru víða. Einar var af- bragðsmyndatökumaður enda með næmt auga fyrir náttúru- fegurð og öllu í umhverfinu. Síðustu árin voru Einari og fjölskyldunni erfið vegna lang- varandi veikinda hans. Við send- um elsku Magneu og öllum að- standendum innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan mann lifir. Ólafur og María. Einar Aðalsteinsson ✝ Bjarni Georg Einarsson fæddist 30. októ- ber 1932 á Þing- eyri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 20. júní 2021. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sol- veig Kristjana Símonardóttir hús- móðir, f. 7.12. 1906, d. 29.5. 1992, og Sigurður Einar Einarsson, f. 23.12. 1906, d. 26.2. 1963. Systkini Bjarna voru and- vana fæddur drengur 1930, Gunnar Þorberg, f. 1931, d. 2000, Soffía, f. 1935, Ágúst Guðrúnn, f. 1936, Svanberg, f. 1940, og Þórunn, f. 1941. Bjarni kvæntist 30.12. 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni Syl- víu Ólafsdóttur, f. 20.2. 1931 á Borðeyri. Foreldrar hennar voru Elínborg Katrín Sveins- dóttir og Ólafur Jónsson. Bjarni og Sylvía eiga sjö börn. Þau eru: Ólafur, f. 1950, kvænt- ur Gerði Matthíasdóttur, f. 1949. Þau eiga þrjú börn, níu barnabörn og eitt barna- barnabarn. Einar, f. 1952, fræðaprófi. Fyrri hluta starfs- ævinnar stundaði hann sjálf- stæðan atvinnurekstur sem vörubílstjóri en 1964 söðlaði hann um og gerðist sjómaður í nokkur ár. Var meðal annars vélstjóri á vertíðarbátum frá Þingeyri. Eftir það gerðist hann starfsmaður Kaupfélags Dýrfirðinga, fyrst sem verk- stjóri í frystihúsinu og síðar út- gerðarstjóri og vann hann þar nánast til starfsloka. Starfsfer- ilinn endaði hann sem starfs- maður vélsmiðjunnar Þryms á Ísafirði. Bjarni sinnti ýmsum störfum í þágu síns byggðar- lags, var m.a. í sveitarstjórn og í stjórn Sparisjóðsins um tíma og félagi í kirkju- og karlakór staðarins. Þá var hann virkur þátttakandi í uppbyggingu golfvallar í Meðaldal í Dýra- firði. Um tíma var hann í sókn- arnefnd og tók hann þátt í end- urbótum á Þingeyrarkirkju. Þau hjónin höfðu gaman af því að ferðast og fóru víða innan- lands og stunduðu þá m.a. golf og laxveiði. Síðastliðin ár hafa þau búið á dvalarheimilinu Tjörn.Útför Bjarna G. Ein- arssonar fer fram frá Þingeyr- arkirkju í dag, 2. júlí 2021, og hefst athöfnin kl. 14. Streymt verður frá athöfn- inni á Facebook-síðu Þingeyr- arprestakalls hins forna. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat/. kvæntur Öldu B. Indriðadóttur, f. 1946. Þau eiga fjögur börn og níu barnabörn. Kjart- an, f. 1953, kvænt- ur Sesselju Bern- ódusdóttur, f. 1956. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Kjart- an, átti áður Elvar, f. 1976, d. 1980. Barnsmóðir: Sigurrós Margrét Steingrímsdóttir. Elínborg, f. 1955, gift Valgeiri Jónassyni, f. 1955. Þau eiga fjóra syni og 15 barnabörn. Gróa, f. 1958, fyrr- um eiginmaður Hlynur Aðal- steinsson, f. 1956. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Sambýlismaður Gróu síðustu ár Sigurður Jónas Marinósson, f. 1945, d. 2017. Kristbjörg, f. 1965, gift Sævari Gunnarssyni, f. 1968. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. Símon Georg, f. 1966, kvæntur Sól- veigu Höllu Hallgrímsdóttur, f. 1969. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Bjarni bjó alla ævi á Þing- eyri. Hann stundaði nám við Núpsskóla og lauk þaðan gagn- Það er komið að kveðjustund. Í dag kveðjum við elsku pabba, tengdapabba, afa og langafa. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt í gegnum tíðina. Það er margs að minnast og gott að geta yljað sér við fallegar minningar sem við eigum um þig. Sérstakar þakkir viljum við færa þér fyrir alla þolinmæðina og nágranna- kærleikann þegar við bjuggum hlið við hlið. Það var dásamlegt hvernig börnin hlupu inn og út hjá ykkur og ef maturinn var betri í ykkar húsi en heima, þá var alltaf nóg til. Takk fyrir allar gleðistundirnar. Þú hafðir alltaf næga þolinmæði og tíma til að hjálpa okkur ef við þörfnuðumst hjálpar. Hvort sem það var til þess að sjóða eitthvað saman sem dóttur þinni hafði dottið í hug, gera við hjól, bíla eða hvað annað sem verið var að brasa. Alltaf varst þú til staðar og tilbúinn að leggja frá þér þín verkefni fyrir okkur. Það voru mikil forréttindi að hafa þetta góða bakland í næsta húsi. Takk innilega fyrir allt elsku karlinn okkar. Kristbjörg, Sævar, börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku afi minn, takk fyrir að gefa þér alltaf tíma. Alltaf var nægur tími á Fjarðargötu 49 Þingeyri til að bardúsa eitthvað í bílskúrnum. Man vel þegar þú smíðaðir með mér jeppa sem ég gat dregið um eyrina fögru þar sem tíminn var afstæður. Mig langar að minnast á músina sem komst inn í vegg, þá varst þú ekki lengi að gera góða sýningu úr því fyrir okkur barnabörnin og smíðaðir glerbúr við gatið í veggnum sem við öll barnabörnin munum eftir að hafa setið við og freistast að sjá músina litlu. Takk fyrir kærleikann sem þú gafst okkur öllum sem vorum þér nærri. Eyþór Fannar Valgeirsson. Bjarni Georg Einarsson Elsku pabbi, ég kveð þig með sorg og söknuð í huga. Söknuði yfir því að þú sért fallinn frá og sorg yfir því hversu slitrótt okkar samband var í seinni tíð. Það er stundum talað um að tíminn standi kyrr. Þín ímynd í Ágúst Magnús Waltersson ✝ Ágúst Magnús Waltersson fæddist 9. mars 1950. Hann lést 31. maí 2021. Útför Ágústs fór fram 10. júní 2021. mínum huga er af þér stórum og sterkum, dökk- hærðum, stórhuga og vinnandi hörðum höndum. Hólmar Kári sonur minn sá mynd af þér á Fa- cebook, líklega tekin fyrir allnokkrum ár- um, og sagði: „Hann lítur út eins og ung- ur Robert De Niro.“ Það var erfitt að samræma þessa ímynd þegar heilsu þinni hrakaði og síðar fréttum af mikl- um veikindum og að lokum and- láti þínu, en innra með þér heyrði maður enn eldmóðinn loga þegar talið barst að sveitinni og ykkar rekstri þar. Ég er þakklátur fyrir að þú skyldir eiga gott og gleðiríkt líf með Jóhönnu, Veru Kristborgu, Valdísi og Ágústi Jóhanni í sveit- inni og á Egilsstöðum og skyldir vera umvafinn ást og hlýju þegar kom að leiðarlokum. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur) Takk fyrir það sem þú gafst mér, guð blessi þig og varðveiti. Tryggvi Þór. ✝ Anna Elín Hermanns- dóttir fæddist í Stykkishólmi 28. júlí 1938. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 25. júní 2021. Anna var dóttir hjónanna Her- manns Ólafssonar, f. 17. september 1897, d. 1. nóvem- ber 1960, og Halldóru Daníels- dóttur, f. 1. júní 1899, d. 10. ágúst 1991. Systkini hennar voru Unnur Lilja Hermanns- dóttir f. 29. apríl 1924, d. 18. júlí 2011, tveir drengir fæddir 8. september 1926, látnir sama dag, og Haraldur Her- mannson, f. 16. júlí 1928, d. 5. setprentari, f. 8. nóvember 1935, d. 8. janúar 2005. For- eldrar hans voru Valgeir Guð- jónsson, f. 25. júlí 1906, d. 15. júlí 1979 og Sigríður Arin- björg Sveinsdóttir, f. 20. júlí 1903, d. 21. júní 1967. Börn Önnu og Kjartans voru þrjú: Þóra, f. 22. nóvember 1956, d. 14. ágúst 2018, fyrrverandi sambýlismaður hennar er Við- ar Scheving Jónsson, f. 11. nóvember 1956, múrarameist- ari, Hermann, stærðfræð- ingur, f. 4. desember 1960 og Valgeir verkfræðingur, f. 12. maí 1956. Kona Valgeirs er Lísa Björk Bragadóttir kenn- ari, f. 26. febrúar 1965. Synir þeirra eru Kjartan Bragi læknir, f. 4. október 1988, Æv- ar verkfræðingur, f. 17. júní 1990, Þórir Steinn efnafræð- ingur, f. 20. júlí 1996 og Hjalti nemi, f. 1. mars 1998. Útför Önnu fer fram frá Seljakirkju í dag, 2. júlí 2021, kl. 10. október 1999. Anna ólst fyrstu æviárin upp á Klungurbrekku á Skógarströnd. Um 8 ára aldurinn fluttist Anna ásamt fjölskyldu sinni til Reykja- víkur. Hún stund- aði nám við Mela- skóla og síðar Verslunarskólann og lauk þaðan verslunarprófi 1956. Anna vann við verslun- arstörf í Tómasarbúð og Nátt- úrulækningabúðinni. Síðar starfaði hún sem móttökurit- ari hjá Læknastofunni Síðu- múla og seinna Læknasetrinu. Eiginmaður Önnu var Kjartan Þór Valgeirsson off- Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund, eftir ferðalag um land Alzheimer í þrjú ár. Þú minntist oft æskuáranna á Klungurbrekku, þar sem nafnið vísar til villtrar rósar sem vex í hlíðinni ofan við bæinn. Þar lékstu þér innan um dýrin eða með frænda þínum sem dvaldi þar á sumrin. Líf þitt var sann- arlega eins og rósin þar, fallegu hvítu blómin eins og ástríkt fjölskyldulífið og samhent hjónaband ykkar pabba, en líka með þyrnum í formi veikinda og slyss sem dundu á þínum nánustu. Þú naust þess að fara í útilegur, ferðast erlendis, spjalla yfir kaffibolla, rekja ættir saman og varst vinamörg. Það var oft glatt á hjalla í ná- vist þinni. Þú varst sjálfstæð og sterk kona sem tókst á við lífið með einurð og festu. Það voru eiginleikar sem komu sér til góða seinni helming lífs þíns í kjölfar þess að Þóra slasaðist og pabbi fékk hjartaáfall. Bar- átta þín fyrir hag Þóru systur og þeirra sem slasast alvarlega á lífsleiðinni er aðdáunarverð. Þú varst allaf hrein og bein og stóðst við það sem þú sagðir, hjálpsöm, traust og hlý. Blár var þinn litur og þú valdir vandaða hluti með það að markmiði að láta þá endast. Ég á þér margt að þakka og minn- ist þín með virðingu og stolti. Valgeir. Það er mikill söknuður sem þú skilur eftir og skrítið að kíkja í Akrasel og sjá þig ekki þar. Gott er að vita að þú sért sameinuð Þóru og afa á ný. Lífið var sannarlega ekki sanngjarnt við þig en þú lést það ekki á þig fá og tryggðir besta mögulega líf fyrir fólkið í kringum þig. Meiri baráttu- konu er erfitt að finna. Þó að kali heitur hver, hylji dali og jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þórir Steinn, Hjalti, Kjart- an Bragi og Ævar. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð þinn náðarkraftur mér veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Það er gott til þess að vita að nú getur þú sungið, dansað og leikið með ástinni þinni, Kjart- ani og Þóru ykkar. Heiðarleg, traust, áræðin og staðföst eru eiginleikar sem einkenndu þig og kannski efldust á lífsins leið því þú þurftir svo sannarlega á þeim halda. Á seinni hluta æv- innar barstu byrðar fjögurra ásamt því að sinna starfi og heimili, þá var ekki mikill tími eftir fyrir þig. Barnabörnunum varstu góð amma og það var ómetanlegt fyrir syni mína á fyrstu háskólaárunum að eiga ömmu sem þvoði og straujaði og þeysti eins og Schumacher um göturnar ef þá vanhagaði um eitthvað. Takk fyrir allt Anna mín. Lísa. Við systur minnumst Önnu móðursystur okkar með hlýhug og þökkum allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Anna var glæsileg kona, fallega klædd og vel tilhöfð. Ýmsar gersemar átti hún sem gaman var að handleika, gull og annað glitr- andi, en einnig skemmtilegar bangsaklemmur sem héngu á þvottasnúrunum hennar. Ein- hverju sinni fannst mér alveg upplagt að taka smá frí frá leikskólanum Staðarborg og skella mér alein í heimsókn til frænku. Það var ekki vinsælt enda frænka ekki heima. Móð- urfjölskyldan bjó í sömu blokk- inni á fyrstu hæð, en Anna bjó með sinni fjölskyldu í næstu götu. Það var því kátt í höllinni þegar allir hittust við ýmis til- efni, hvort sem það var mola- sopi eða stórveisla. Anna frænka átti til að heimsækja mömmu sína, sem bjó hjá okk- ur, um kvöldmatarleytið, stund- um ein en oft með Kjartani manni sínum. Þau þáðu yfirleitt ekkert nema kaffi og kannski smá meðlæti. Ég var sannfærð um að Hemmi og Valli væru sveltir fyrst ekki var kvöldmat- ur heima hjá þeim, en þeir björguðu sér vel og eru báðir frábærir í eldhúsinu við að ástunda lystisemdir bragðlauk- anna. Þeir áttu yndislega syst- ur sem Þóra var. Við systur nutum góðs af því þegar farið var til útlanda og einhverju smálegu var gaukað að okkur. Lífið var ekki auðvelt hjá frænku, heilsuleysi Kjartans og alvarlegt bílslys Þóru setti margt úr skorðum, en hún tók því með æðruleysi og gerði sitt besta og meira til. Anna frænka virkjaði mig í ættfræð- inni og það var gaman að velta því fyrir sér með henni hver væri hver á gömlum myndum eða þekkja nöfn og ætt. Með fullri virðingu fyrir öllu því góða fólki sem studdi hana á margan hátt, þá viljum við þakka Sigrúnu bróðurdóttur frænku fyrir allt það góða sem hún gerði með og fyrir Önnu frænku. Við systur sendum samúðarkveðjur til Hemma, Valla og Lísu og sona. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Heba og Una Haraldsdætur. Anna Elín Hermannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.