Morgunblaðið - 02.07.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
✝
Unnur Ólafs-
dóttir fæddist á
Akranesi 28. des-
ember 1960. Hún
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 23. júní
2021. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ólafur Jónsson,
smiður á Kaðals-
stöðum, f. 24.2.
1918, d. 22.7. 1998, og Þórunn
Eiríksdóttir húsfreyja, f. 20.1.
1928, d. 29.12. 2003. Systur Unn-
ar eru Sigrún Ólafsdóttir, f. 8.3.
1950, og Björk Ólafsdóttir, f.
21.12. 1965.
28.9. 1986 giftist Unnur Guð-
mundi Kristni Guðmundssyni
rafvirkja, f. 13.1. 1961. For-
eldrar hans eru Guðmundur
Kristinn Erlendsson ráðherra-
bílstjóri, f. 3.3. 1932, d. 24.10.
2007, og Sigursteina Margrét
Jónsdóttir verslunarkona, f. 5.5.
1936. Unnur og Guðmundur
hófu búskap saman í Reykjavík
árið 1980 en fluttust í Borgarnes
árið 1981 og bjuggu þar uns þau
1976, börn þeirra eru Daníel
Bjartmar, f. 1996, Guðbjörg
Birta, f. 2000, og Emilía Stein-
unn, f. 2004.
Unnur Ólst upp hjá foreldrum
sínum á Kaðalsstöðum í Staf-
holtstungum og stundaði grunn-
skólanám á Varmalandi. Unnur
útskrifaðist frá Héraðsskól-
anum í Reykholti 1978 og sem
sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Ís-
lands árið 1979. Unnur starfaði
sem sjúkraliði og bóndi lengst
af, þar að auki fékkst hún við
tölvuþjónustu og umsjón tölvu-
kerfa hjá ýmsum skólum í Borg-
arfirði. Unnur hafði áhuga á bú-
skap, hvort sem hann tengdist
búfénaði, hrossum eða skóg-
rækt. Unnur var virk í fé-
lagsmálum og var m.a. í stjórn
Hestamannafélagsins Faxa,
Smalahundafélagi Íslands og
Slysavarnadeild Þverárþings
um tíma. Hún var alla tíð mikil
hagleikskona og var henni
margt til lista lagt. Hún sótti
mörg námskeið tengd hvers
kyns hannyrðum og handverk
eftir hana prýða mörg heimili
landsins.
Útför Unnar fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 2. júlí
2021, og hefst athöfnin klukkan
14.
fluttust að Kað-
alsstöðum og tóku
þar við búrekstri
árið 1993. Árið
2007 fluttust þau að
Miðhúsum í
Strandabyggð.
Synir Unnar og
Guðmundar eru
Viðar, f. 20.2. 1982,
tónlistamaður og
bóndi í Miðhúsum í
Strandabyggð,
kvæntur Barböru Ósk Guð-
bjartsdóttur, f. 16.12. 1980,
þroskaþjálfa. Börn þeirra eru
Guðbjartur Þór, f. 2002, Unnur
Erna, f. 2006, Þorsteinn Óli, f.
2008, og Ólafur Kristinn, f.
2010, og fósturdóttir þeirra er
Andrea Messíana, f. 1995, og á
hún dótturina Glódísi Helgu, f.
2020. Guðmundur Kristinn Guð-
mundsson, f. 26.6. 1986, búsett-
ur að Laugarholti í Bæjarsveit,
sambýliskona hans er Vibeke
Thoresen, f. 3.11. 1996, reið-
kennari og nemi. Fyrir átti Unn-
ur Örnu Björk, f. 19.6. 1978, bú-
setta í Reykjavík, gifta Sigurði
Bjartmari Valssyni, f. 20.12.
Unnur, elsku Unnur er farin
yfir landamærin yfir til Sumar-
landsins eilífa og græna. Það er
töluverður tilfinningarússíbani
sem hefur riðið yfir síðustu
misserin en ég reyni helst af öllu
að einblína á að grípa og næra
góðu og fallegu tilfinningarnar
sem komið hafa upp á þessari
vegferð.
Unnur kom mér strax fyrir
sjónir sem dugleg, skipulögð,
ráðagóð, réttsýn og hlý mann-
eskja. Já sannkölluð kjarnakona
með gríðarsterka réttlætiskennd.
Hún var alltaf eitthvað að bauka
og hafði alltaf nóg fyrir stafni.
Hún tók mér og syni mínum af-
skaplega vel og ekki leið á löngu
þar til sá stutti var farinn að kalla
hana ömmu. Hún var alla tíð
mjög handlagin og var á þessum
tíma iðulega með prjóna í hönd-
unum. Börnin áttu alltaf ullar-
sokka, ullarvettlinga og ullar-
peysur eftir hana. Yfir árin
fékkst hún við alls kyns hann-
yrðir og voru verkin hennar
vönduð og falleg. Síðustu árin
lagði hún m.a. stund á bútasaum
og saumaði mikið magn af púð-
um, dúkum og rúmteppum.
Barnabörnin fengu bútasaum-
teppi í fermingargjöf og eru þau
hvert öðru fallegra, já sannkölluð
listaverk. Unnur tók nokkur ljós-
myndanámskeið og tók hún að
sér að vera ljósmyndari fyrir
okkur þegar veislur og merkis
lífsviðburðir voru í fjölskyldunni.
Unnur var hugmyndarík og nýtti
bein, horn og hauskúpur af ám og
hrútum og bjó til fallega muni úr
þeim efnivið.
Unnur var mikill dýravinur og
sinnti búfénaði sínum af mikilli
natni og alúð. Hún lagði sig fram
um að hafa sinn búfénað spakan
og komu ærnar hennar iðulega
hlaupandi til hennar til að fá
klapp og gotterí þegar þær
heyrðu í henni röddina. Unnur
var mikið í hestamennsku og
naut sín virkilega vel á baki sem
og í öllu stússi í kringum hross-
in.
Það eru mikil forréttindi falin
í því að fá að alast upp í ná-
grenni við ömmu og afa og þar
eru börnin okkar Viðars engin
undantekning. Ýmist höfum við
búið í sama húsi eða í næsta húsi
og fyrir það fæ ég seint full-
þakkað. Það myndast djúp og
góð tilfinningatengsl við svona
mikla nálægð og ómetanlegt
með öllu að hafa ömmu og afa
með í uppeldinu. Ef það var
„vont“ í matinn heima þá var
hlaupið upp eftir og athugað
hvað væri í matinn hjá ömmu og
afa. Unnur var yndisleg amma,
hún var góð fyrirmynd fyrir
börnin mín og hefur kennt þeim
mikið og hún er ein af mínum
helstu fyrirmyndum. Dugleg,
góð, listræn, einbeitt, skipulögð,
hjartahlý, með sterka réttlætis-
kennd og munninn fyrir neðan
nefið.
Elsku Unnur. Takk fyrir að
vera alltaf, alltaf til staðar fyrir
mig. Takk fyrir allt sem þú
prjónaðir handa mér og börn-
unum. Takk fyrir alla aðstoðina í
fjárraginu og sauðburðinum.
Takk fyrir að klippa Óla síðustu
árin. Takk fyrir að kenna Unni
að búa til jólaísinn. Takk fyrir að
styðja Steina í fótboltanum.
Takk fyrir að sækja gögnin í
tölvuna hans Guðbjarts þegar
Steini eyddi öllu út af henni.
Takk fyrir að fara í ferðalög með
börnunum mínum þegar við for-
eldrarnir vorum of upptekin við
vinnu og bústörf. Takk fyrir að
ala upp þennan dásamlega mann
sem ég á í dag og takk fyrir að
hlusta á tuðið í mér þegar Viðar
gerði ekki nákvæmlega eins og
ég vildi. Takk fyrir að kenna
mér að takast á við lífið með
æðruleysi og þakklæti. Takk fyr-
ir allt og allt. Njóttu þín í Sum-
arlandinu við saumaskap, útreið-
ar, kindaklapp og glens og
gaman í góðra vina hópi.
Meira á: www.mbl.is/andlat.
Barbara.
Nú er yndislega mágkona mín
farin yfir í sumarlandið. Þvílík
kjarnorkukona sem hún Unnur
var. Gekk í öll verk í sveitinni,
var mikil húsmóðir og snilldar-
hannyrðakona. Þær eru ótelj-
andi góðu minningarnar sem
koma upp í huga mér þegar ég
hugsa til hennar og Gumma
bróður. Allar heimsóknirnar til
þeirra að æskuslóðum Unnar að
Kaðalsstöðum í Stafholtstungum
og síðar að Miðhúsum á Strönd-
um, veiðiferðirnar, miðnæturú-
treiðartúrar og öll þorrablótin
okkar saman í sveitinni, sem þau
buðu okkur gjarnan á, svo eitt-
hvað sé nefnt. Alltaf var vel tek-
ið á móti okkur Magga og mikið
erum við búin að hlæja mikið
saman í gegnum árin.
Hvíldu í friði, elsku Unnur.
Þín verður sárt saknað.
Elsku bróðir, synirnir Viðar
og Guðmundur Kristinn, dóttirin
Arna, tengdadæturnar Barbara
og Vibeke og barnabörn, ykkur
vottum við okkar dýpstu samúð.
Kveðja,
Jórunn og Magnús.
Tregi sækir á mig að horfa á
eftir elskulegri Unni á Kaðal-
stöðum yfir til nýrra heimkynna.
Við eignuðumst saman lítinn
sumardraum, sem fæddist um
þetta leyti árs, þegar starfi okk-
ar beggja lauk við Kleppjárns-
reykjaskóla og nýjar áskoranir
biðu hvorrar um sig. Hennar
beið ný tilvera norður á Strönd-
um og þar langaði hana að koma
sér upp blómagarði. Við pjökk-
uðum upp nokkrar plöntur hér
við húsvegginn, sem hún flutti
með sér norður yfir heiði og
hugsaði sér gott til glóðarinnar
að koma þeim fyrir í nýjum
heimahögum. Hún gerði sér vel
grein fyrir, hver örlög þessara
litlu anga gætu orðið, enda hefur
löngum reynst erfitt fyrir fjár-
bændur á Íslandi að búa sér
gróðurlundi þar sem næðingur
og ágangur fjár granda ekki. Sú
vitneskja hafði ekki áhrif á verk-
ið, við nutum stundarinnar og
létum okkur dreyma um fegurð,
skjól og næði í aldingörðum. Í
draumalandinu okkar var ekki
pláss fyrir svartsýni eða úrtölur.
Ég vissi þá líka að í lífi og starfi
Unnar var slíku ekki gefinn
gaumur. Hún tókst á við verkefni
sín með gleði og léttleika, hafði
hæfileika til að skynja aðstæður
og þarfir annarra og vinna hratt
og skipulega. Það var mikill
happafengur fyrir okkur í skól-
anum þegar hún réðst til starfa
þar. Á þeim tímum var tæknin
orðin krefjandi þáttur í starfinu,
bæði með nemendum og starfs-
fólki. Það lá skiljanlega ekki fyrir
mikil reynsla eða hefð fyrir því,
hvernig málum skyldi háttað,
hvorki í hrárri tækninni eða
hvernig byggja skyldi brú frá
henni yfir til lifandi skólastarfs-
ins. Í hverju skrefi, sem tekið
var fram á við, var einboðið að
tæknin þurfti að virka. Þannig
hefur það líka alltaf verið og þá
naut skólinn eðliskosta tölvukon-
unnar, sem kom svífandi á jepp-
anum sínum og var eldfljót að sjá
hvernig leyst yrði úr óskiljan-
legum hnútum og það var eins og
hún þyrfti bara rétt að láta sjá
sig, að allt féll í ljúfa löð og hjólin
tóku að snúast. Það er vandi að
orða þann létti, sem fylgdi
skemmtilegu og uppbyggjandi
samstarfi, sem ég fékk að eiga
með tölvukonunni, sem hafði afl-
að sér sjúkraliðamenntunar og
séð sér svo leik á borði að takast
á við nýjar óskyldar áskoranir.
Það eitt og sér segir meira en
mörg orð um lífsleikni hennar.
Almennt höldum við að tæknin
sé ekkert mál sem er þó mikill
misskilningur. Til þess að tæknin
þjóni okkur eins og henni ber, er
mikilvægt að grunnþáttunum sé
stjórnað af fólki eins og Unni,
sem hefur innsæi og húmor fyrir
þörfum manneskjunnar og lagar
flókin vélræn kerfin að henni. Ég
óska mér á kveðjustund að þessi
orð megni að flétta fallegan og
fínlegan blómakrans til að leggja
með Unni Ólafsdóttur á nýjar
slóðir, að sumardraumurinn fylgi
henni. Minninguna um aðdáun-
arverða samferðakonu berum við
með okkur, hún verður alltaf
hluti af tilverunni. Fjölskyldan
sendir öllum aðstandendum ein-
lægar samúðarkveðjur með ljóð-
inu Vinur kær:
hver veit hvort
hinsta kvöld vort
er nær
eða fjær
lofum því líðandi stund
hvern ljúflingsfund
vinur kær
(Guðlaugur Óskarsson)
Jónína Eiríksdóttir.
Unnur Ólafsdóttir
Tengdamóðir
mín og amma
drengjanna minna,
Halldóra Gunnars-
dóttir, er fallin frá en skilur eftir
margar góðar minningar.
Hugleiðingar manns um eigið
líf miðað við hennar líf og alla þá
orku og kraft sem í henni bjó
vekja hjá manni aðdáun. Hún
tengdamamma mín hafði frá
mörgu að segja og var lífshlaup
hennar oft ekki dans á rósum
heldur alvöru átök eins og að
berjast við hafið þegar skip sem
hún var á sökk, þá með frum-
burð sinn Gunnar sem var að
verða fimm ára. Halldóra stóð
fyrir því stórvirki að koma í
framkvæmd Minningaröldunum
um látna sjómenn, sem eru stað-
settar við Fossvogskirkju. Það
er alfarið hennar hugmynd og
hennar óþrjótandi vinna sem
varð til þess að þær voru reistar.
Hún á það afrek alein og óstudd.
Svo mikinn kraft átti þessi kona
ef eitthvað stóð hennar hjarta
nær. Hún gafst ekki upp, aldrei.
Það var þessi mikli kraftur og
kjarkur sem er mér efst í huga
þegar ég sest niður og minnist
hennar. Þessi kona var fyrsti
starfsmaður SÁÁ og var hún
Halldóra
Gunnarsdóttir
✝
Halldóra Gunn-
arsdóttir fædd-
ist 16. nóvember
1933. Hún lést á 19.
júní 2021.
Útför Halldóru
fór fram 1. júlí
2021.
mjög stolt af því.
Hún hafði miklar
taugar til þeirrar
starfsemi alla tíð.
Drengirnir mínir
nutu þess að vera
með ömmu Dóru
þegar hún kom í
heimsókn á Siglu-
fjörð. Hún kom með
gleði og öðruvísi
hugmyndir um að
hafa gaman saman
og frumlega leiki. Henni datt
alltaf eitthvað skemmtilegt í
hug, það var oft stutt í barnið í
henni og átti hún ekki í neinum
vandræðum með að hafa ofan af
fyrir sér og öðrum. Hún tók til
nesti og nýja skó og fór út í nátt-
úruna með drengina mína og
sagði þeim sögur af álfum og
tröllum, einnig var hún mjög
fróð um gróðurinn, blómin, trén
og lífið.
Halldóra las mikið og var mik-
ið umhugað um að allir sem voru
nálægt henni töluðu góða ís-
lensku og var hún óeigingjörn á
að leiðrétta viðkomandi. Hún var
vel upplýst, hún elskaði ljóð, þó
var í mestu uppáhaldi hjá henni,
ljóðaskáldið okkar allra, Davíð
Stefánsson.
Dagur íslenskrar tungu er 16.
nóvember og er það afmælisdag-
ur Dóru og sagði hún alltaf að nú
væri verið að halda upp á afmæl-
isdag hennar og Jónasar Hall-
grímssonar.
Ég á margar góðar minningar
um Dóru, við brölluðum ýmislegt
saman sem var gaman og áttum
okkar sérstaka samband alla tíð.
Ég mun ávallt minnast hennar
með mikilli hlýju og ég óska þess
af öllu hjarta að hún njóti nú
friðar og ástar með þeim sem
farnir eru á undan henni og að
nú sé mikil gleði á himni í anda
tengdamóður minnar.
Við kveðjum þessa einstöku
konu með ljóði eftir Jónas Hall-
grímsson.
Ég bið að heilsa
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og
hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og
friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum
fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer,
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín.
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf í
peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan
mín.
(Jónas Hallgrímsson)
Sóley Ingibjörg Erlends-
dóttir frá Siglufirði.
Þá er komið að lífsins lokum
hjá Halldóru Gunnarsdóttur.
Fyrstu kynni mín af Halldóru
voru þegar ég kom í fjölskyldu
mannsins míns fyrir margt löngu
og kynntist Ingibjörgu dóttur
hennar sem síðar varð svilkona
mín og vinkona. Á milli okkar
hjóna og Ingibjargar hefur ætíð
verið mikill og góður vinskapur.
Þegar hugurinn reikar, koma
upp margar góðar minningar um
Halldóru. Hún var glæsileg og
vel til höfð miðaldra kona með
mikla reynslu úr lífsins skóla.
Halldóra var vel máli farin enda
fædd á degi íslenskrar tungu og
það fór henni vel. Halldóra sagði
skemmtilega frá, þannig að mað-
ur lagði við hlustir þegar hún
byrjaði að rifja upp minningar
frá því sem á daga hennar hafði
drifið. Oftast hittumst við hjá
Ingibjörgu dóttur hennar og þá í
barnaafmælum og síðar við alla
merkisáfanga í fjölskyldunni.
Halldóra var þar auðvitað fastur
gestur og mæðgurnar áttu það
sameiginlegt að vera félagslynd-
ar og veisluglaðar með afbrigð-
um og alltaf glatt á hjalla og gat
Halldóra með glettni í augum
sprellað og brugðið á leik með
ýmsum skondnum sögum úr
sinni bernsku eða barna hennar,
þannig að maður veltist um af
hlátri. Á hinn bóginn var Hall-
dóra heimskona, stórhuga og
dugnaðarforkur, sem sýndi sig í
svo mörgu sem hún tókst á við í
sínu lífi. Halldóra var fylgin sér
og kemur upp í hugann, að hún
stóð fyrir minnisvarða látinna
sjómanna, „Minningaöldurnar“,
sem vígðar voru 1996. Kynnin
við Halldóru voru góð og þegar
tók að halla undan fæti og henni
var farið að förlast minni á síð-
astliðnum árum vorum við hjón-
in henni alltaf kunnugleg og hún
naut samvistanna. Blessuð sé
minning Halldóru.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Hulda R. Magnúsdóttir og
Friðrik Gunnarsson.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, amma
og langamma,
HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 20. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að
beiðni hinnar látnu.
Magnús Magnússon
Elín R. Magnúsdóttir
Rúnar Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Garðavegi 18, Hvammstanga,
lést þriðjudaginn 1. júní.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Óskar Pétursson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR ZÓPHÓNÍASDÓTTIR,
Austurvegi 39, Selfossi,
lést á heimili sínu 29. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Stefánsdóttir Guðjón Haukur Stefánsson
Margrét Stefánsdóttir Gylfi Guðmundsson
Jóhann Ingvi Stefánsson Elín Kristbjörg Guðbrandsd.
Soffía Stefánsdóttir Reynir Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn