Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Samræður við náungann taka óvænta stefnu í dag. Þú skalt passa þig á því hvað þú segir, teldu upp að tíu ef þér hitnar í hamsi. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú virðist ekki ráða við aðstæður leng- ur, en það er enn tími til að snúa hlutunum við. Treystu vinum til að hjálpa þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er ástæðulaust að láta ein- hverja drauga úr fortíðinni skemma fyrir sér. Leggðu áherslu á að fara í stutt ferðalag til að dreifa huganum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert full/ur af orku og veist ekki alveg hvernig þú átt að vera. Forðastu ill- deilur við aðra. Þér verður boðið í veislu fljót- lega. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Atburðarás dagsins mun leiða þig á stað þar sem þú hefur aldrei komið áður. Vinur leitar til þín með vandamál sem þú getur auðveldlega leyst. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Reyndu að hvíla þig í dag. Börnin taka mikinn þroskakipp þessar vikurnar. Þú færð heimboð sem á eftir að breyta miklu. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft ekki að hafa hátt til þess að koma málum þínum á framfæri. Mundu að þakka fyrir það sem þú hefur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Haltu sambandi við fólk sem skiptir þig máli. Gefðu þér tíma til að hugsa visst mál ofan í kjölinn. Góðir vinir stuðla að hamingju. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Litlu, gætilegu skrefin sem þú tekur til þess að bæta starfsaðstöðuna leiða til stórfelldra breytinga. Leiddu saman makalausa vini og sjáðu hvort eitthvað ger- ist. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þegar þú kynnir hugmyndir þínar, færðu kannski ekki viðbrögðin sem þú bjóst við, búðu þig undir það. Þú þarft ekki að finna upp hjólið aftur. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Einhver óróleiki ríkir á vinnustað þínum og þér finnst erfitt að átta þig á stöðu mála. Reyndu að fullnægja ævintýraþránni og breyta út af daglegum venjum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er hætt við að ákefðin hlaupi með þig í gönur í dag. Gera peningar og starfsframi þig hamingjusama/n eða ertu að leita að einhverju öðru? G uðmundur fæddist í Svignaskarði í Mýra- sýslu í Borgarfirði 2. júlí 1961 og ólst þar upp við almenn sveitastörf til 17 ára aldurs. Hann var í Barnaskólanum á Varmalandi og fór síðan eitt ár í Reykjaskóla í Hrútafirði. Guðmundur er kominn af miklu hestafólki en faðir hans var ,,Skúli í Skarði“, lands- þekktur hestamaður sem var mjög virkur í keppni og félagsmálum í Borg- arfirðinum og allir hestamenn fyrr á árum þekktu. Eftir grunnskólann hóf Guðmundur nám í stálsmíði í Iðnskóla Reykjavíkur og var á samningi hjá tengdaföður sín- um, Jóni Þórarni Bergssyni, sem rak vélsmiðjuna Þrym hf. Guðmundur hlaut meistararéttindi í iðngreininni árið 1987 og hann starfaði hjá Vél- smiðju Jóns Bergssonar til ársins 1986 er hann hóf að starfa sjálfstætt sem verktaki í jarðvinnu og veitulögnum og sinnir hann því starfi enn þann dag í dag. Guðmundur kynntist konu sinni Oddnýju snemma. „Bergur, eldri bróðir Oddnýjar, var í sveit heima á Svignaskarði frá því hann var krakki. Oddný kom oft í sveitina, en hún hafði mikinn áhuga á hestum, en fjölskyldan hennar var með hesta í bílskúrnum í Kópavogi þar sem hún bjó. Við höfum því þekkst frá því við vorum 8 og 9 ára. Við byrjuðum saman á Geirmund- arballi í Dalabúð í Búðardal árið 1978 og höfum verið saman síðan. Við fórum að búa þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð í Kópavogi árið 1981.“ Ungu hjónin voru alveg frá upphafi með hesta í Kópavoginum og svo stækkaði fjölskyldan. Guðmundur hef- ur brennandi áhuga á hestamennsku og búskap, enda sveitastrákur inn við beinið. Dætur hans smituðust af áhuga foreldranna og eru allar miklar hesta- konur, sérstaklega Berglind Rósa og Valdís Björk, sem hafa sína atvinnu af hestamennskunni og eru bæði að temja, þjálfa og keppa í hestaíþróttum. „Þær voru nú eiginlega allar bara með hesta á heilanum frá fæðingu,“ segir Guðmundur og hlær. Hann er gífur- lega stoltur af dætrum sínum. „Þetta eru svo flottar stelpur. Við værum örugglega ekkert í hrossarækt í dag ef allar stelpurnar hefðu ekki haft svona mikinn áhuga á hestum. Elsta dóttir mín rekur hestabúgarð í Svíþjóð og eiginmaður hennar, Daníel Ingi, setti nýverið heimsmet í 250 metra skeiði á móti í Svíþjóð.“ Bæði Berglind Rósa og Valdís Björk hafa verið í úrslitum í landsmótum, Íslandsmótum og Norð- urlandamótum og hafa mikla keppn- isreynslu. Guðný Birna er hámenntuð, en vinnur ekki við hestamennskuna eins og systur hennar, en er þó mikil hestakona engu að síður. Árið 2002 keypti Guðmundur Hey- holt, næstu jörð við æskuheimilið á Svignaskarði, en þar hafa þau hjónin byggt sér hús. Síðustu árin hefur hann snúið sér í auknum mæli að hrossa- ræktinni. „Yngsta dóttir mín, Valdís Björk, temur fyrir okkur hestana, en allir hestarnir mínir eru kenndir við Svignaskarð.“ Guðmundur og Oddný reyna að dvelja sem oftast í Borgar- firðinum á sumrin. Það getur þó stund- um reynst erfitt því Guðmundur er mikill vinnuþjarkur og hann segir að hann megi ekkert vera að því að eiga afmæli að sögn eiginkonunnar. Hann er svolítið af gamla skólanum og er hógvær og jarðbundinn og ekki mikið fyrir að mæra sig upp í rjáfur. „Konan er líklega hvatvísari en ég.“ Guðmundur er búinn að vera að keppa svolítið á mótum í vetur á reið- hestinum Erpi, sem hann keypti í haust, og gengið vel, þótt hann vilji lítið gera úr því. „Í næstu viku erum við Oddný að fara í viku ferðalag um Þing- eyjarsýslurnar á hestum, sem verður mjög gaman.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Oddný Mekkín Jónsdóttir, leikskólakennari í Guðmundur Skúlason járnsmíðameistari og hestamaður – 60 ára Hjónin Gönguferð á Helgafell og gleðigjafinn Tumi að sjálfsögðu með í för. Byrjuðu saman á Geirmundarballi 2021 Guðmundur á hestinum Erpi. Dæturnar Valdís Björk, Guðný Birna og Berglind Rósa Guðmundsdætur. Til hamingju með daginn 70 ÁRA Lísbet fæddist á Akureyri en ólst upp á Akranesi. Eftir grunnskólann fór hún í Versló en lauk stúdentsprófinu frá MH. Lísbet er lífeindafræðingur og starfaði á Landspítalanum í hátt í 40 ár og var þar deildarstjóri á Rannsókn- arkjarna og stýrði þar 140 manna deild. Helstu áhugamál Lísbetar eru göngur og ljósmyndun og svo fæst hún líka við skriftir. „Það má segja að náttúran eigi hug minn allan, hafið, fjöllin og útiveran bæði heillar og heilar. Ég er þess fullviss að náttúran hefur lækningamátt.“ Þegar Lísbet fer í gönguferðir er hún ekki að hlusta á tónlist, heldur einbeitir hún sér að kyrrðinni og kliði fuglanna. „Einna best er að fara til Grenivíkur og ganga þar á Kaldbak, sem er fjall sem er fullt af orku og þaðan er stórkostlegt útsýni.“ Hún minnist líka á frábæra ferð yfir Skeiðarárjökul sem var fjögurra daga ganga. „Ferðirnar hérna heima standa meira upp úr en ferðirnar erlendis, en landið okkar er svo magnað. Til dæmis eru Hornstrandir einstakt svæði og ég fer oft norður á Strandir bara til að ganga.“ Lísbet hefur farið í fimm daga gönguferð á Grænlandi með allan búnað á bak- inu, farið á Inkaslóðir í Perú og farið tvisvar í Himalajafjöllin bæði Indlands- og Nepalmegin. „Göngutúrarnir mínir halda mér heilbrigðri, bæði líkamlega og and- lega og ég þakka það á hverjum degi að geta stundað mína útivist.“ Í gær lagði Lísbet af stað inn á miðhálendi í fjögurra daga ferð með Útivist og heldur því upp á afmælisdaginn á fjöllum. Lísbet Grímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.