Morgunblaðið - 02.07.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Valur – FH ................................................ 2:0
Staðan:
Valur 12 8 3 1 21:11 27
Breiðablik 10 6 1 3 24:15 19
Víkingur R. 10 5 4 1 16:9 19
KA 9 5 2 2 14:5 17
KR 10 4 3 3 16:12 15
Stjarnan 11 3 4 4 10:15 13
FH 11 3 3 5 14:17 12
Fylkir 10 2 5 3 14:17 11
Leiknir R. 10 3 2 5 11:14 11
Keflavík 9 3 1 5 11:17 10
HK 10 1 3 6 12:20 6
ÍA 10 1 3 6 11:22 6
Lengjudeild karla
Þór – Vestri ............................................... 1:1
ÍBV – Selfoss ............................................ 3:2
Víkingur Ó. – Þróttur R........................... 0:7
Fram – Grindavík..................................... 2:2
Fjölnir – Kórdrengir................................ 0:0
Afturelding – Grótta ................................ 2:1
Staðan:
Fram 9 8 1 0 27:6 25
ÍBV 9 6 1 2 19:10 19
Grindavík 9 5 2 2 17:15 17
Kórdrengir 9 4 4 1 13:10 16
Fjölnir 9 4 2 3 10:9 14
Vestri 9 4 1 4 14:18 13
Afturelding 9 3 3 3 18:18 12
Þór 9 3 2 4 17:16 11
Grótta 9 2 2 5 17:17 8
Selfoss 9 2 2 5 17:24 8
Þróttur R. 9 2 1 6 19:22 7
Víkingur Ó. 9 0 1 8 10:33 1
3. deild karla
KFG – Ægir .............................................. 3:1
Augnablik – Víðir ..................................... 3:2
Pepsi Max-deild kvenna
Staðan:
Valur 8 5 2 1 20:11 17
Breiðablik 8 5 0 3 28:13 15
Selfoss 8 4 2 2 13:10 14
Stjarnan 8 4 1 3 11:12 13
Þróttur R. 8 3 3 2 18:14 12
ÍBV 8 3 0 5 13:17 9
Keflavík 8 2 3 3 8:13 9
Fylkir 8 2 3 3 8:16 9
Þór/KA 8 2 2 4 7:12 8
Tindastóll 8 1 2 5 5:13 5
Lengjudeild kvenna
Haukar – KR............................................. 3:4
Staða efstu liða:
KR 8 6 1 1 23:11 19
Afturelding 8 5 3 0 22:9 18
FH 7 5 0 2 14:7 15
Víkingur R. 7 3 2 2 15:11 11
Haukar 8 3 1 4 13:14 10
ÍA 8 3 0 5 9:20 9
Svíþjóð
Piteå - AIK................................................ 4:0
- Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Piteå
vegna meiðsla.
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með AIK.
Noregur
Vålerenga - Sarpsborg ........................... 4:1
- Viðar Örn Kjartansson lék ekki með
Vålerenga vegna meiðsla.
- Emil Pálsson lék fyrstu 69 mínúturnar
með Sarpsborg.
0-'**5746-'
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, úrslit:
LA Clippers – Phoenix..................... 103:130
_ Phoenix sigraði 4:2 og mætir annaðhvort
Atlanta eða Milwaukee í úrslitum.
086&(9,/*"
Kringlukastarinn Guðni Valur
Guðnason er á leið á sína aðra Ól-
ympíuleika en hann verður á meðal
þátttakenda á leikunum í Tókýó í
Japan sem hefjast í júlí. Alþjóða-
frjálsíþróttasambandið staðfesti
keppendalistann fyrir Ólympíu-
leikana síðdegis í gær.
Guðni Valur verður eini íslenski
keppandinn í frjálsíþróttakeppni
leikanna en er þriðji Íslendingurinn
sem fær staðfestan keppnisrétt.
Anton Sveinn McKee og Ásgeir Sig-
urgeirsson höfðu áður fengið
keppnisrétt. bjarnih@mbl.is
Guðni Valur á
leið til Tókýó
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Kringlukast Guðni Valur Guðnason
er Íslandsmethafi í greininni.
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
bolta hefur leik í undankeppni EM
2022 gegn Svíþjóð í Eskilstuna 7.
október. Ásamt Svíþjóð og Íslandi
eru Tyrkland og Serbía einnig í
riðlinum. Þremur dögum eftir leik-
inn við Svíþjóð tekur við leikur
gegn Serbíu á Ásvöllum.
Ísland leikur við Tyrkland heima
og að heiman 2. og 6. mars og lýkur
leik í undankeppninni gegn Svíum
og Serbíu 20. og 23. apríl. Tvö efstu
lið riðilsins fara áfram í lokakeppn-
ina sem fer fram í Slóveníu, Norð-
ur-Makedóníu og Svartfjallalandi.
Konurnar hefja
leik í Svíþjóð
Morgunblaðið/Eggert
EM Ísland mætir Svíþjóð, Serbíu og
Tyrklandi í undankeppninni.
gerðist nokkrum sinnum til við-
bótar í leiknum. Það sem verra er
og meira áhyggjuefni fyrir FH-
inga er þó hversu bitlaus sóknar-
leikur Hafnfirðinga var í gær.
Ljóst er að liðið saknar Ágústs
Eðvalds Hlynssonar strax, en
lánssamningur hans er útrunninn
og hann haldinn aftur til danska
félagsins Horsens. Erfitt verður
að fylla skarð Ágústs Eðvalds
enda býr hann yfir gífurlegum
sköpunarkrafti, er afar vinnu-
samur og gjarn á að taka stór-
hættuleg skot.
Vandamál FH hverfa því ekki á
einni nóttu þó Ólafur Jóhannesson
sé mættur aftur eftir að Loga
Ólafssyni var sagt upp störfum.
Uppskeran er enda dræm eftir
fyrstu tvo deildarleikina undir
stjórn hans og Davíðs Þórs Við-
arssonar; eitt stig í tveimur leikj-
um.
Meisturunum að vaxa ásmegin?
- Valur með 8 stiga forskot á toppi úrvalsdeildar karla eftir sannfærandi sigur
- Vandamál FH hverfa ekki á einni nóttu þrátt fyrir komu Ólafs Jóhannessonar
Morgunblaðið/Eggert
Öflugur Kristinn Freyr Sigurðsson fór mikinn í sóknarleik Valsmanna eins og svo oft áður gegn FH á Hlíðarenda.
Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji
úr Stjörnunni, var besti leikmað-
urinn í áttundu umferð Pepsi Max-
deildar kvenna í fótbolta að mati
Morgunblaðsins. Katrín lék mjög
vel þegar Stjarnan vann óvæntan
útisigur á Íslandsmeisturum
Breiðabliks, 2:1, á miðvikudags-
kvöldið en hún skoraði bæði mörk
Garðabæjarliðsins og fékk tvö M
fyrir frammistöðuna.
Stjarnan hefur unnið þrjá síð-
ustu leiki sína en það eru einmitt
fyrstu þrír leikir Katrínar í byrj-
unarliðinu í ár.
Katherine Cousins úr Þrótti er í
liði umferðarinnar í fjórða sinn.
Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir úr
Þór/KA og Anna María Baldurs-
dóttir úr Stjörnunni eru valdar í
þriðja skipti.
8. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Íris Dögg Gunnarsdóttir
Þróttur R.
Anna María
Baldursdóttir
Stjarnan
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Liana Hinds
ÍBV
Mary Alice Vignola
Valur
Arna Dís
Arnþórsdóttir
Stjarnan
María Eva
Eyjólfsdóttir
Fylkir
Katrín
Ásbjörnsdóttir
Stjarnan
Katherine Cousins
Þróttur R.
Elín Metta Jensen
Valur
Hólmfríður
Magnúsdóttir
Selfoss
2
3 3
4
2 2
2
Katrín best
í 8. umferð
EM karla í knattspyrnu heldur
áfram í dag þegar 8-liða úrslit
keppninnar hefjast. Annað kvöld
mun liggja fyrir hvaða þjóðir kom-
ast í undanúrslitin. Tveir leikir
verða spilaðir í dag og í kvöld og
hinir tveir á morgun og annað
kvöld.
Klukkan fjögur í dag eigast við
Sviss og Spánn. Klukkan sjö mætast
tvö af bestu liðunum í keppninni
hingað til, Belgía og Ítalía.
Á morgun mætast Tékkland og
Danmörk kl. 16 og kl. sjö annað
kvöld lýkur 8-liða úrslitunum með
leik Úkraínu og Englands.
Úrslitin í 16-liða úrslitunum
komu í nokkrum tilfellum töluvert
á óvart. Til að mynda bjuggust lík-
lega fáir við því að Úkraína kæmist
í 8-liða úrslit keppninnar.
sport@mbl.is
Fyrri tveir leikirnir í 8-liða
úrslitum á dagskrá í dag
AFP
England Jordan Pickford hefur enn
ekki fengið á sig mark á EM.
VALUR – FH 2:0
1:0 Sigurður Egill Lárusson 58.
2:0 Sverrir Páll Hjaltested 73.
MM
Orri Sigurður Ómarsson (Val)
M
Birkir Heimisson (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Rasmus Christiansen (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Sverrir Páll Hjaltested (Val)
Gunnar Nielsen (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Dómari: Egill Arnar
Sigurþórsson – 4.
Áhorfendur: 728.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
Á HLÍÐARENDA
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Valur vann í gærkvöldi þægilegan
2:0-sigur gegn FH í úrvalsdeild
karla í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, á Origo-vellinum á Hlíð-
arenda og styrkti þar með stöðu
sína á toppi deildarinnar. Frammi-
staðan var afar góð og mikla bæt-
ingu var að sjá á leik ríkjandi Ís-
landsmeistara frá því í
1:1-jafnteflinu gegn Fylki síðast-
liðinn sunnudag.
Á tímabilinu hafa Valsmenn
ekki þótt sannfærandi í fjölda
leikja sem þeir hafa þó unnið. Það
var ekki uppi á teningnum í gær
þar sem afar góð spilamennska
hélst í hendur við góð úrslit. Liðið
var við stjórn mestallan leikinn,
skoraði tvö lagleg mörk og hélt
hreinu. Virðist stefna í að liðinu sé
einungis að vaxa ásmegin.
Fjarvera lykilmanna á borð við
Hauk Pál Sigurðsson fyrirliða og
Patrick Pedersen kom svo ekki að
sök. Þannig voru tveir af bestu
mönnum vallarins þeir Orri Sig-
urður Ómarsson og Sverrir Páll
Hjaltested, sem hafa mestmegnis
verið á varamannabekknum í sum-
ar.
Ærið verk að vinna hjá FH
FH-ingar léku prýðilega á köfl-
um í fyrri hálfleik en þegar leið á
leikinn reyndist styrkur Vals þeim
ofviða. Eftir að Sigurður Egill
Lárusson kom Val yfir með glæsi-
legu skoti á lofti var allur vindur
úr gestunum og kom það því ekki
á óvart þegar Sverrir Páll tvöfald-
aði forystuna eftir stungusendingu
Orra Sigurðar.
Þar var vörn FH úti á túni, sem