Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Á kveðinn hressleiki skín í gegn í glæpasögunum um lögfræðinginn Stellu Blómkvist. Hún er kon- an, sem rís upp á móti karlaveld- inu, sýnir í verki að hún er enginn eftirbátur þeirra og lætur þá finna til tevatnsins hvað eftir annað. Nýjasta spennu- sagan, Morðið við Huldukletta, minnir enn einu sinni á að Stella er með ráð undir hverju rifi. Miklum auði fylgir gjarnan vald og sú var tíð að karlar sátu gjarn- an einir við kjötkatlana, en það hef- ur breyst. Stella er ekki bara ein af strákunum heldur er hún þeim fremri á mörgum sviðum og passar vel upp á Stellusjóðinn. Þó það nú væri! Á milli þess sem Stella telur pen- inga og leysir mál brunar hún um á silfurfáknum – minna má það ekki vera fyrir lögmann af hennar gráðu – og leikur sér við mann og konu eftir þörfum. Henni er ekkert heil- agt og hún gerir það sem hún vill enda getur hún allt og er til í allt. Stellubækurnar, sem nú eru orðnar 12, eru misjafnar, en Stella hefur þroskast með árunum og húmorinn hefur lagast á kostnað þvælu og er það vel. Hún er líka markvissari í aðgerðum, kann greinilega ýmislegt fyrir sér í lög- fræðinni og hefur áfram ákveðinn ímugust á lögreglunni eða prúðu- piltunum, eins og hún kallar lag- anna verði. Morðið við Huldukletta er ágætis dægrastytting. Fléttan tengist at- burðum í raunheimi undanfarin ár eins og til dæmis illri meðferð á konum og undanskotum og Stella er á heimavelli á báðum víg- stöðvum, en þroskuð kona sem hún er þarf ekki endalaust að agnúast út í karla og gera lítið úr þeim. Hún er á háum stalli og auðmýkt kostar ekkert. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulduhöfundur Stella Blómkvist er skáldanafn ónefnds rithöfundar. Enginn bilbugur á Stellu Blómkvist Glæpasaga Morðið við Huldukletta bbbmn Eftir Stellu Blómkvist (skáldanafn). Kilja. 254 bls. Mál og menning 2021. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Samhljómur langspilsins og bar- okksellósins er útgangspunktur tónlistarhópsins Gadus Morhua sem leikur á Sumartónleikum í Skálholti í kvöld kl. 21. „Tónlistarsköpun hópsins einkennist því af einhvers konar þjóðlagausla, þar sem forn- eskjulegur hljómur gamla baðstofu- hljóðfærisins og þokkafullir megin- landstónar barokksellósins skapa einhvers konar baðstofubarokk,“ segir í tilkynningu. Biskupar og bað- stofur í Skálholti Þríeyki Gadus Morhua leikur í kvöld. Ljósmynd/Francisco J.J. Narváez Sýning á verkum Erlu Þórarins- dóttur verður opnuð á morgun, laug- ardag, í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Í safninu má finna verk eftir Svavar Guðnason listmálara og hefur safnið staðið fyrir röð sýninga á verkum yngri og eldri listamanna. Sýning Erlu er sumarsýning safnsins og er hún í samtali við verk Svavars heitins sem fæddist og ólst upp í Hornafirði. Erla sækir, líkt og Svavar, liti sína í náttúruna og þá bæði hina ytri og innri náttúru, „því orkustöðvarnar í líkama okkar og anda endurspegla birtuna í umhverf- inu og alla litina sem þar teiknast fram“, eins og segir í tilkynningu. Í sýningarskrá skrifar Jón Proppé sýningarstjóri um verk Erlu að þau endurspegli ljósheiminn og líka hinn innri heim og átök litanna endur- spegli átökin sem eigi sér stað í sál okkar og líkama. „Í okkur býr bæði ljós og myrkur, andstæðir litir og samstæðir, harka og mildi, fegurð og ljótleiki. Það er svo ævistarf okkar að reyna að koma öllu þessu í ein- hvers konar jafnvægi án þess að tapa við það orkunni, án þess að úr verði tóm lognmolla. Orkustöðvar líkama og sálar eru eins og litir í málverki og það er jafn erfitt að finna í þeim samhljóminn. Gott mál- verk er eins og góð manneskja,“ skrifar Jón. Sýningin á verkum Erlu og Svavars stendur yfir til 30. sept- ember. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurjónsson Hress Erla eldhress með verk eftir sig í baksýn í Svavarssafni. „Orkustöðvar líkama og sálar eru eins og litir í málverki“ Myndlistarverkefnið Staðir fer nú fram í fjórða sinn á sunnanverðum Vestfjörðum og að þessu sinni sýna fjórir myndlistarmenn ný verk, þ.e. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Auður Lóa Guðnadóttir, Eygló Harðar- dóttir og Starkaður Sigurðarson. Eru verk þeirra nú sýnd víða um Arnarfjörð og sýningarstjórar eru Becky Forsythe, Eva Ísleifs og Þor- gerður Ólafsdóttir. Sýningarnar munu standa yfir til loka ágúst. Staðir, eða Places á ensku, er myndlistarverkefni í umsjón lista- manna og hóf það göngu sína árið 2014 og miðar að því að „skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, ýmist var- anlegum eða tímabundnum, í návígi við náttúruna eða sögulega og ein- staka staði“, svo vitnað sé í tilkynn- ingu. Listamennirnir hafa dvalið fyrir vestan og búið til listaverk út frá vinnudvöl og tíma sínum þar. Upplýsingar um verkefnið, lista- mennina og sýningarnar má finna á heimasíðu Staða, stadir.is. Fallegt Verk Auðar Lóu Guðnadóttur. Staðir í fjórða sinn á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.