Fiskifréttir - 15.06.1990, Blaðsíða 6
Eyrarbakki/ffiskvinnsla
Eyrarbakki hefur verið verstöð um langan aldur þrátt fyrir að hafnarskilyrði
séu þar allt annað en góð. Fiskvinnsla hefur verið stunduð á staðnum í áranna
rás, lengst af hefðbundin frysting, saltfiskverkun og skreiðarverkun en á und-
anförnum misserum hefur fyrirtækið Bakkafiskur hf. bryddað þar upp á ýmiss
konar nýjungum sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Við heimsóttum Bakka-
fisk hf. á dögunum og ræddum þá m.a. við Hjörleif Brynjólfsson, framkvæmda-
stjóra.
Það þarf ekki marga svona humra til þess að fylla hvert kíló. Til upplýs-
ingar má geta þess að askjan er jafnstór öskjunni á efri myndinni.
Fyrirtækið Bakkafiskur hf. á Eyr-
arbakka var stofnað árið 1987 í
kjölfar uppskipta á eignum Suður-
varar hf. í Þorlákshöfn. Magnús
Brynjólfsson, einn eigenda Suður-
varar hf., stofnaði Bakkafisk hf.
ásamt Hjörleifi bróður sínum og
fleiri aðilum. I hlut Magnúsar við
uppskiptin komu fiskvinnsluhús á
Eyrarbakka og tveir bátar.
Að sögn Hjörleifs Brynjólfsson-
ar, framkvæmdastjóra, var um
árabil starfrækt frystihús á Eyrar-
bakka undir nafninu Hraðfrysti-
stöð Eyrarbakka hf. Það fyrirtæki
fór í skilanefnd og húsnæði þess
var leigt Suðurvör hf. vorið 1985.
Síðar keypti Suðurvör eignir
Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka og
komu þær auk tveggja báta í hlut
Magnúsar við uppskiptin 1987.
Flatfiskur í stað saltfisks
— Hér á Eyararbakka hafði
lengi verið rekin hefðbundin fryst-
ing auk saltfisk- og skreiðarverk-
unar. Hér hefur einnig verið tölu-
verð humarvinnsla í áranna rás og
á vegum Hraðfrystistöðvar Eyrar-
bakka hf. var gerð ein fyrsta til-
raun til humarveiða og -vinnslu
hér á landi, fljótlega upp úr 1950,
segir Hjörleifur.
Við stofnun Bakkafisks hf. var
sú ákvörðun tekin að hætta salt-
fiskvinnslu.
— Ástæðan var sú að það var
orðin mjög mikil samkeppni um
hráefni í saltfiskverkuninni og
okkar mat var að betra væri að
leita nýrra leiða í vinnslu. Við vor-
um ákveðnir í því að leggja mikla
áherslu á humarvinnslu, auk hefð-
bundinnar frystingar, og eins var
ákveðið að veðja á flatfiskvinnslu.
Haustin hafa oft verið erfið fyrir
vinnsluna hér af mörgum ástæðum
og oft erfitt að ná í hráefni. Okkur
er engin launung á því að við stefn-
um að því að ná góðum tökum á
tvífrystingu, þ.e.a.s. eiga flatfisk í
frystigeymslum og þíða hann upp
eftir hendinni og vinna hann þann
Flatfiskvinnslukerfí
frá Hollandi
Það má búast við því að flatfisk-
vinnslan hjá Bakkafiski hf. komi til
með að vekja mikla athygli því
fyrirtækið fjárfesti nýverið í mjög
fullkomnu vinnslukerfi fyrir flat-
fisk. Þetta kerfi, sem er af gerðinni
Meyn og Plastco hf. hefur umboð
fyrir, er hollenskt og er það að
mörgu leyti sambærilegt við salt-
fiskflokkunarkerfin frá sama fram-
leiðenda. Vinnslukerfið hjá
Bakkafiski hf. samanstendur af
handflökunarlínu fyrir 20 flakara,
roðflettivél og svo afkastamiklum
tölvustýrðum flokkara. í stuttu
aðan flatfisk. Það hefur einnig sitt
að segja að nýtingin er betri við
handflökun og eins eru flökunar-
vélar dýrar. Það var þó fyrst og
fremst af markaðsástæðum sem
þessi ákvörðun var tekin, segir
Hjörleifur en segja má sá galli hafi
fylgt gjöf Njarðar að mjög erfitt er
að finna menn hérlendis sem
kunna til verka hvað varðar hand-
flökun flatfisks, þótt sú verkþekk-
ing hafi verið til staðar hér áður
fyrr.
— Við gerðum okkur grein fyrir
þessu og leituðum því til Englands
eftir handflökurum. Við vorum
með fimm handflakara frá Grims-
by hér í vinnu á meðan við vorum
að prófa okkur áfram með vinnsl-
una og þegar flatfiskvinnslan fer í
gang nú um mánaðamótin þá
verða komnir hér til vinnu átta eða
níu erlendir handflakarar. Við
stefnum að því að láta þessa menn
kenna íslendingum handbrögðin
og þannig ættum við smám saman
að geta þjálfað okkar eigið fólk til
þessarar vinnslu, segir Hjörleifur
en þess má geta að tilraun sem
gerð var til vinnslu á grálúðu og
kola í flokkunarkerfinu í Bakka-
tíma sem erfitt er að nálgast hrá-
efni, segir Hjörleifur en hann getur
þess að ein kveikjan að því að
ákveðið var að ráðast í flatfisk-
vinnsluna, hafi verið hin miklu
flatfiskkaup Hollendinga hérlend-
is á undanförnum árum.
Annars verður á það að reyna
hvernig gengur að fá hráefni í
þessa vinnslu.
— Hollendingar hafa keypt hér
ferska rauðsprettu og annan flat-
fisk í töluvert miklu magni á liðn-
um árum, en þessi fiskur hefur síð-
an verið unninn í Hollandi. Við
ætlum hins vegar að fullvinna fisk-
inn hér heima og höfum trú á því
að þetta sé hægt og treystum á að
fá nægilegan afla frá bátum hér á
svæðinu og annars staðar frá. Fyrst
og fremst eru þetta dragnótabátar,
og reyndar er annar bátur fyrirtæk-
isins, Freyr ÁR, gerður út á drag-
nót, og þær flatfisktegundir sem
við munum koma til með að vinna
verða skarkoli og sandkoli og eins
tegundir eins og öfugkjafta og
skrápflúra. Ætlað er að kola-
Hjörleifur með humar í neytenda-
pakkningum.
komandi árum. Með þessu móti
verði væntanlega hægt að auka
framleiðslu fyrirtækisins allveru-
lega og það spilli ekki fyrir að flat-
fiskurinn sé utan kvóta.
máli má segja að flatfiskurinn sé
fluttur í kari inn að þvottavél við
endann á handflökunarlínunni og
eftir þvott er fiskurinn veginn,
flakaður og roðflettur. Flökin fara
síðan áfram að flokkunarkerfinu
og falla þar í hólf, þar sem þau eru
vegin, en tölvan sér síðan um að
flokka flökin eftir þyngd. Þessi
hollensku flokkunarkerfi eru gíf-
urlega fullkomin og upphaflega
voru þau hönnuð fyrir kjúklinga-
iðnaðinn. Á síðari árum hafa þau
síðan verið aðlöguð að þörfum
fleiri vinnslugreina og eru þau nú
að ryðja sér til rúms í auknum mæli
í fiskvinnslu. Uppsetningu á
vinnslukerfinu hjá Bakkafiski hf.
lauk fyrir u.þ.b. einum mánuði en
nokkuð er síðan kerfið kom til
landsins. Að sögn Hjörleifs mun-
aði ekki nema nokkrum dögum á
því að kerfið væri komið í hús,
þegar óviðrið mikla í janúar skall
yfir m.a. með þeim afleiðingum að
fiskvinnsluhús Bakkafisks hf.
skemmdist mjög mikið. Húsið
fylltist af sjó og aur og þakið fór af
því að hluta. Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um það að tjónið
hefði orðið mun meira, en raun
Hjörleifur Brynjólfsson (t.h.) og Sigurður Sveinbjörnsson, yfirverkstjóri.
varð á, ef vinnslukerfið hefði verið
komið í hús. Vinnslukerfi eins og
það sem sett hefur verið upp í
Bakkafiski hf. kostar um 24 mill-
jónir króna.
Handflakarar
frá Grimsby
Sú spurning vaknar óhjákvæmi-
lega við heimsókn okkar í Bakka-
fisk hf., afhverju handflökun var
valin í stað vélflökunar. Hjörleifur
Brynjólfsson svarar þessu.
— Við tókum þessa ákvörðun
að vandlega athuguðu máli. Við
höfum prófað okkur áfram með
handflökun enda vissum við að
það er mun betri markaður fyrir
flök frá handflökurum en vélflak-
vinnslan fari í fullan gang um mán-
aðamótin júní og júlí, þegar farið
er að draga úr humarveiðunum,
segir Hjörleifur en hann upplýsir
að Bakkafiskur hf. hyggist leggja
mikla áherslu á flatfiskvinnsluna á
Flatfiskvinnslukerfið. Á efri myndinni er handflökunarlínan með þvottavélinni lengst til hægri en á neðri myndinni er
flokkunarkerfið.
Tölvustýrt fíatfiskvinnslukerfi
sett upp hjá Bakkafíski hf.
Fiskvirmsla / Eyrarbakki
Texti: ESE Myndir: KEE
fiski hf., gafst mjög vel og Sigurður
Sveinbjörnsson, yfirverkstjóri,
sagði í samtali við Fiskifréttir að
kerfið lofaði mjög góðu.
„Ætlum að heilfrysta
200 tonn af humri“
Er við heimsóttum Bakkafisk
hf. var humarvinnsla í fullum gangi
og að sögn Hjörleifs má segja að
fyrirtækið sé undirlagt af humri
a.m.k. framan af vertíð. Níu hum-
arbátar eru í viðskiptum við
Bakkafisk hf. og kvóti þeirra er
alls um 91 tonn af slitnum humri.
Sjö þessara báta landa aflanum í
Þorlákshöfn en tveir landa á Höfn
og er aflanum ekið með flutninga-
bílum til Eyrarbakka.
— Þessi vertíð hefur farið mjög
vel af stað og við erum hálfnaðir
með kvótann nú fyrir sjómanna-
dag. Við erum búnir að vinna sem
svarar 45 tonnum og það hefur
verið góður kraftur í veiðunum allt
frá vertíðarbyrjun. Það hefur
e.t.v. dregið aðeins úr henni síð-
ustu vikuna en þetta eru þó allt
önnur og betri aflabrögð en verið
hafa undanfarnar tvær vertíðar.
Bakkafiskur hf. er eitt þeirra
fyrirtækja sem var brautryðjandi í
frystingu á heilum humri en árið
1988 voru flutt út um 60 tonn af
heilfrystum humri á vegum fyrir-
tækisins. I fyrra, þegar Bakkafisk-
ur hf. var með 13 viðskiptabáta,
voru flutt út um 170 tonn af heilum
humri og um 44 tonn af humarhöl-
um og í ár er stefnt að því að flytja
út a.m.k. 200 tonn af heilum
humri.
— Við erum núna búnir að
frysta um 90 tonn af heilum humri
og á milli 20 og 25 tonn af humar-
hölum en umreiknað í hala sam-
svarar þetta samtals u.þ.b. 45
tonnum af hölum. Heila humrin-
Úr humarvinnslunni.
um er öllum pakkað í 900 gramma
öskjur. Það er engin spurning um
það í mínum huga að heili huma-
rinn skilar meiri verðmætum í
þjóðarbúið, segir Hjörleifur en all-
ur humarinn er seldur til Dan-
merkur fyrir tilstuðlan Ispóla hf. í
Reykjavík. Þess má geta að
Bakkafiskur hf. var aðili að Söl-
umiðstöð hraðfrystihúsanna þar til
um sl. áramót og fram til þess tíma
voru afurðir fyrirtækisins seldar í
gegnum SH. Um áramótin sagði
fyrirtækið sig hins vegar úr SH og
það selur nú framleiðsluvörur sín-
ar í gegnum ýmsa aðila. Á milli 70
og 100 manns hafa atvinnu við
humarvinnsluna á vegum fyrirtæk-
isins en að jafnaði vinna um 70
manns hjá fyrirtækinu, ef miðað er
við heilt ár.
Að sögn Hjörleifs hefur gengið
mjög vel að fá fólk í vinnu á undan-
förnum árum eða allt þar til í vet-
ur. Þá urðu forráðamenn Bakka-
fisks hf. að bregða á það ráð að
flytja inn vinnuafla og þar starfa nú
10 pólskar stúlkur, sem Hjörleifur
segir að hafi reynst hinir ágætustu
starfskraftar.
Lúðuveiðar í sumar
Bakkafiskur hf. gerir nú út tvö
skip, Stakkavík ÁR 107 og Frey
ÁR 170, en síðarnefnda skipið er
nú reyndar til sölu. Stakkavík hef-
ur verið gerð út allt árið á línu og í
sumar verður skipið að lúðuveið-
um. Þessar veiðar byrjuðu um
miðjan maí og er við ræddum við
Hjörleif var skipið komið með um
32 tonn af lúðu. Lúðan er seld í
föstum viðskiptum hér innanlands
en þess má geta að reynt verður að
koma með lifandi lúðu til lands,
sem seld verður Suðurvör hf. í Þor-
lákshöfn. Freyr hefur hins vegar
verið á dragnót allt árið og Hjör-
leifur segir forsvarsmenn fyrirtæk-
isins ekki hafa mikla trú á því að
vera alltaf að skipta um veiðarfæri.
— Það fylgir því mikill kostnað-
ur að skipta yfir á önnur veiðarfæri
og bátarnir hjá okkur ná hvort sem
er öllum sínum kvóta á þessum
veiðiskap. Einnig er augljós hagur,
með tilliti til kvótans, að gera er út
á línu og dragnót og bæði þessi
veiðarfæri skila fyrsta flokks hrá-
efni. Ég held að það gefist best að
ná fram ákveðinni sérhæfingu í
veiðum og leita jafnframt nýrra
leiða hvað varðar veiðar á einstök-
um tegundum. Lúðuveiðarnar eru
dæmi um þetta og eru eins og flest-
ir vita utan kvóta. Ef vel aflast ætti
að geta verið þokkaleg afkoma á
þessum veiðum. Það verður að
leggja meira upp úr því að mark-
aðssetja lúðuna því vegna mikils
framboðs yfir sumarmánuðina
helst verðið ekki nægilega hátt.
Það má gjarnan koma fram að við
höfum átt mjög gott samstarf við
áhafnir skipanna, bæði eigin skipa
og viðskiptabátanna, og það er
mín skoðun að við hefðum ekki
náð þeim árangri sem við höfum
þó náð í frystingu á heilum humri,
ef ekki hefði komið til mjög gott
samstarf við sjómennina. Þeir
leggja sig fram um að koma með
fyrsta flokks hráefni að landi og
það hefur skilað þessum árangri.
Ég hef alltaf haldið því fram að
fyrsta stig humarvinnslunnar eigi
sér stað úti á sjó, þannig að það
skiptir öllu máli hvernig humarinn
er meðhöndlaður um borð í bátun-
um, sagði Hjörleifur Brynjólfsson.
VÉLSMIÐJAN ODDI HF
ÁLAGER
Ryðfrítt stál - Plötur - Stangir
nsr Boltar - Galv. - Ryðfr.
Rör-Stál heildar. — Eir — Ryðfrí
o^= Legur - Pakkdósir
Sabroe varahlutir
œ^= Bock varahlutir
o^= Danvalve ammoníaklokar og
varahlutir
œ^= Ýmsir varahlutir í kælikerfi
VÉLSMIÐJAN ODDI HF
AKUREYRI SÍMI 96-21244 FAX 96-27644
— Rækjudælur —
Stærðir 37"
Til notkunar
í rækjuverksmiðjum og
um borð í skipum.
Til dælingar á pillaðri
og ópillaðri rækju
SKIPASMÍÐASTÖÐ
MARSELLÍUSAR H.F.
ísafirði ■ Sími 94-3899 ■ Telefax: 94-4471
Útgerðarmenn - skipstjórar i
Ný þjónusta:
Gúmmíbátaskoðun og
skoðun á sleppíbúnaði.
Tökum að okkur viðgerðir á skipum.
Dráttarbraut 450 þungatonn.
Tökum skip í hús til viðgerða,
allt að 28 metra löng.
• plötusmíði • Trésmíði
• Rennismíði • Raflagnir
• Vélaviðgerðir • Skelvinnslutæki
• Sandblástnr • Málningarvinna
• Munið Skipper - stóllinn
Leitið tilboða
og upplýsinga
SKIPAVÍKHF
Nesvegi 20. Pósthólf 105.
340 Stykkishólmi.
Sími 93-81400.
Telex 3000. Fax 93-81402
l