Fiskifréttir - 15.06.1990, Side 8
Texti: GE
föstudagur 15. júní
Er útflutningskvóti einhver lausn?
Útflutningskvóti er hugtak sem aiitaf skýtur upp koliinum sem iausn-
arorð, þegar vandræði skapast vegna stjórnar á ísfiskútflutningi. Síðast
komst þessi hugmynd í hámæli, þegar nokkrir ísfiskútfiytjendur huns-
uðu fyrirmæli Afiamiðlunar og fiuttn út meira en þeir máttu. Af þessu
varð mikifl hvellur og I kjölfarið lýsti Jón Baldvin Hannibaisson utan-
ríkisráðherra því yfir t útvarpinu, að hann myndi leggja fram í ríkis-
stjórninni tillögu um, að núverandi fyrirkomulag á þessum málum yrði
afnumið. í stað þess fengi hvert skip í flotanum sérstakan útflutnings-
kvóta, þ.e. leyfi tii þess að flytja út tiltekinn hluta af afla sínum eða selja
leyfið öðrum, ef viðkomandi útgerð kærði sig ekki um að flytja út
ferskfisk sjálf.
Þótt andstaðan við hugmynd-
ina um útflutníngskvóta sé mikil
meðal útgerðarmanna, er langt
frá því að utanríkisráðherra sé
einn á báti í þessu máli. Forsvars-
menn útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækja víða úti um land, sem lítiö
hafa sinnt útfiutningi á ferskum
fiski, hafa lýst stuðningi við út-
flutningskvóta.
Breytt flutningatækni —
breyttar forsendur
„Eg hef lengi verið þeirrar
skoðunar að setja ætti á útflutn-
íngskvóta,“ sagði Ólafur Gunn-
arsson framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur í samtali við
Fiskifréttir. ..Það er engin sann-
girni í því. að þeir sem á sínum
RENOLD
keðjur, tannhjól
girar
ílj,' 4
v
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKIN N
SUOURfANDSBRAUT 8. SIMI 84670
4
tíma höfðu meiri möguleika en
aðrir til þess að nýta sér ferskfis-
kmarkaðina ytra, eígi að sitja að
þeim um aldur og ævi. Bættar
skipasamgöngur og breytt flutn-
ingatækni gerir fleirum kleift að
stunda þennan útflutning en áður
og þvf ættu allir að sitja við sama
borð.“
Ólafur kvaðst telja að útflutn-
ingskvóti ætti að ná yfir fiskiskip
sem stunduðu siglingar ekkert
síður en yfir gámaútflutninginn.
„Sum þessara skipa selja allan
sinn afla eriendis og gætu því allt
eins verið gerð út frá Hamborg.
Afkoma þeirra er betri en annarra
skipa, og þessar útgerðir eiga þar
af leiðandi auðveldar með að
bæta við sig skipum en önnur út-
gerðarfélög. Það er fráleit staða,
að þeir sem eru að basla við að
halda uppi fiskvinnslu í þessu
landi skuli standa verr að vígi að
þessu ieyti en hinir sem stundað
hafa það að selja afla sinn óunn*
inn til útlanda. Þessi fiskvinnslu-
fyrirtæki gætu þá fengið einhverj-
ar tekjur af þvf að seija þennan
útflutningsrétf, ef þau kærðu sig
ekki um að nýta sér hann sjálf.“
„Ættu að iíta
í eigin barm“
Gísli Jón Hermannsson hjá Ög-
urvtk hf. í Reykjavík er ekkí hrif-
inn af þessurn röksemdum, en
fyrirtæki hans hefur um áratuga-
skeið stundað sigiingar með afla,
ekki síst til Þýskalands.
„Fiskvinnslumenn úti á landi
ættu heldur að iíta í eigin barm en
að vera að kroppa augun úr þeim
mönnum hér syðra. sem stunda
siglingárnar. Hvernig má það til
dæmis vera, að fiskvinnslumenn á
Suðvesturlandi skuli geta keypt
hráefni til vinnslu á helmingi
hærra verði en fiskverkendur úti á
landi? Þessir menn úti á landi eru
hreinlega ekki samkeppnisfærir
innan greinarinnar. Og eina ráðið
sem þeir sjá er að afla sér tekna
með því að selja okkur útflutn-
ingslevfi.“
En hver eru rök Gísla Jóns fyrir
því að sum skip eigi að fá leyfi til
að flytja út meira en önnur?
„Jú, fiskveiðistjórnun okkar er
öll grundvölluð á ákveðinni
reynslu, sem menn hafa aflað sér.
Þannig var aflakvótum úthlutað á
öll skip samkvæmt aflareynsiu ár-
anna 1981-83. Á sama hátt er
sanngjarnt að við, sem höfum
stundað siglingar í 20 ár og haldið
ferskfiskmörkuðunum við, njót-
um okkar reynslu. Ef ekki, — þá
er búið að kolivarpa kerfinu.
Þetta skilur utanríkisráðherra
ekki, enda held ég að hann viti
h'tið um hvað hann er að tala,
manngreyið. Vilja menn kannski
umbylta skiptingunni milii norð-
ur- suðursvæðis. Ég hefði ekkert á
móti því að fá meiri þorsk og láta
norðanmenn fá karfa í staðinn til
að sigla með. Ef breyta á þessu
kerfi, þarf að gera það í öllum
þáttum en ekki bara í sambandi
við siglingamar.“
„Sjá auð í eigin garði“
Formaður Landssambands ís-
ienskra útvegsmanna hafnar hug-
myndinni um útflutningskvóta al-
gjörlega. „Það eru aðallega þeír,
Ólafur Gunnarsson
Gísli Jón Hermannsson
sem sjá auð í annars garði, sem
hrifnir eru af þessari hugmynd,“
sagði Kristján Ragnarsson í sam-
tali við Fiskifréttir. „Mér finnst
hins vegar eðiilegast, að þeír aðil-
ar sem mesta reynslu hafa af þess-
um útflutningi stundi hann öðmm
fremur, enda skiptir miklu máli
að kunnugleiki og þekking á með-
ferð aflans sé í fyrirrúmi, ef vel á
til að takast.“
Sjómannasamband Islands er
einnig á mótí útflutningskvótan-
um, en af nokkuð öðram
ástæðum en LÍÚ. „Okkur finnst
nóg komið af kvótabraski, þótt
þetta bætist ekki við,“ sagði
Hólmgeir Jónsson framkvæmda-
stjóri SSÍ í samtaii við Fiskifréttir.
„Það eru ákveðnir aðilar sem
einkum stunda þennan útflutn-
ing. Ég sé enga ástæðu til þess að
úthluta leyfum til annarra, sem
ætia sér ekki að flytja út, heldur
vilja einungis fá verðmæti til þess
að seija. Ekki jafnar það neitt kjör
sjómanna, því sú sala kemur
aldrei til hlutaskipta. Nær væri að
gefa Aflamiðiun tíma til að sanna
gildi sitt.“
„Allir hafí sama rétt“
í síðasta tölubiaði SJÁVAR-
FRÉTTA lýsir Soffanías Ceciis-
son útgerðarmaður og fiskverk-
andi í Grundarfirði fylgi við út-
flutningskvóta m.a. á þeirri
forsendu, að úr því að menn þurfi
að búa við hið „illræmda“ kvóta-
kerfi, sé eðlilegt að allir hafi sama
rétt til þess að drýgja tekjur sfna
með ísfiskútflutningi. Þau skip
sem haldi upp atvinnu á lands-
byggðinni geti þá bætt sér upp
minni tekjur með því að selja
þennan rétt. Tryggvi Finnsson
framkvæmdastjóri Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur tekur í sama
streng og teiur eðliiegt, að virðis-
aukinn af því að selja útflutnings-
kvótann kæmi til skipta tii sjó-
manna.
Gámaútfiytjendur í Vest-
mannaeyjum era að sjálfsögðu á
annarri skoðun í þessu máli, enda
er fjárhagsgrundvöllur nýrra
skipa í Eyjum algjörlega byggður
á þessum útflutningi. Kristján
Óskarsson skipstjóri og útgerðar-
maður Emmu VE gengur reyndar
svo langt að segja, að réttast væri
að sjáifstæðir útgerðarmenn ættu
einir að sitja að ísfiskútflutning-
um. „Hvers vegna eiga skip í eigu
frystihúss að vera að senda út
óunninn fisk? Voru skipin ekki
keypt til þess að halda uppi at-
vinnu í viðkomandi byggðarlög-
um?“ spyr Kristján.
Hvað verður?
En er útht fyrir að útflutnings-
kvóti verði settur á? Eða er þetta
bara snakk um eitthvað sem
aldrei gerist? Það var að skilja á
utanríkisráðherra í útvarpsviðtali
fyrir skömmu, að hann vildi að
útflutningskvóti yrði að veruleika
strax næsta haust og myndi hann
leggja fram tiílögu þar að iútandi á
ríkísstjórnarfundi. Sj ávarútvegs-
ráðherra hefur lýst því yfir að
hann sé andvígur hugmyndinni og
telur reyndar að búið hafi verið að
hafna henni síðastliðinn vetur,
þegar hún var til umræðu. „Ég hef
engar áhyggjur af því að þessi
hugmynd verði að veruleika,“
sagði Kristján Ragnarsson við
Fiskifréttir. „Þessi síðasta tillaga
utanríkisráðherra er bara liður í
áframhaldandi stríði við okkur,
sem enginn mun gera neitt með
nema hann sjálfur.“