Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 7

Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 7
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 7 Þrír af eigendum Ásdísar ST ásamt vélstjóranum. (F.v.) Birgir Pétursson stýrimaður, Bjarki Guðlaugsson vélstjóri, Ingvar Pétursson skipstjóri og Benedikt Pétursson sem er skipstjóri á Ásbjörgu ST og framkvæmdastjóri útgerðarinnar Myndir/Fiskifréttir: Snorri Snorrason Breytingarnar á Ásdísi ST 7: Kostnaður áætlaður um 45 millj. króna — segir ingvar Pétursson skipstjóri og einn útgerðarmanna skipsins — Við höfum verið með skipið a innfjarðar- og uthafsrækjuveiðum og á því verður engin breyting. Hins vegar höfum við nú möguleika á að nýta skipið einnig til dragnótarveiða og við getum sótt lengra og erum ekki eins bundnir af veðráttunni og við höfum verið fram að þessu, segir Ingvar Pétursson, skipstjóri og einn útgerðarmanna Ásdísar ST 7, í samtali við Fiskifréttir. Ásdís ST er í eigu fjögurra Hólmvíkinga, bræðranna Ingvars, Benedikts og Birgis Péturssona og Daða Guðbjörnssonar. Þeir gera einnig út Ásbjörgu ST og hafa skipin bæði verið gerð út til rækju- veiða undanfarin ár. Að sögn Ingvars nemur áætlaður kostnaður vegna breytinganna á Ásdísi ST um 45 milljónum króna og hann segir skipið eins og nýtt eftir breyt- ingarnar. Næst verður skipt um aðalvél og skrúfubúnað - Það var orðið löngu tímabært að ráðast í þessar breytingar. Við áttum orðið í erfiðleikum með að stunda innfjarðarrækjuveiðarnar, hvað þá að sækja í úthafsrækjuna hér utarlega í Húnaflóa, í Skaga- fjarðardýpi og í utanverðum Skjálfandaflóa. Það voru vandræði með fríborðið en með því að hækka þilfarið um 50 sentímetra þá ættu þær áhyggjur að vera að baki, segir Ingvar. Ásdís ST er nú með tvo og hálf- an kvóta á innfjarðarrækjuveiðun- um í Húnaflóa og á yfirstandandi vertíð samsvarar það um 132 tonn- um. Úthafsrækjukvóta útgerðar- innar hefur verið skipt jafnt á milli Ásdísar ST og Ásbjargar ST og í ár koma um 120 tonn af úthafsrækju í hlut hvors skips. Ingvar segir ekki ráðið hvort farið verði með Ásdísi ST á drag- nótarveiðar hluta úr ári en mögu- leikinn sé fyrir hendi. Togvindurn- ar tvær koma í stað einnar eldri vindu og er skipið nú mun betur í stakk búið til þess að takast á við allar togveiðar. — Okkur langaði til þess að skipta einnig um aðalvél til þess að auka við togaflið en sú framkvæmd verður að bíða betri tíma. Þá verð- ur jafnframt skipt um skrúfu og gírbúnað, segir Ingvar. Mikil fiskgengd í Húnaflóa Að sögn Ingvars hefur innfjarð- arrækjuveiðikvótinn í Húnaflóa verið skertur og til marks um það nefnir hann að kvóti bátsins á sl. fiskveiðiári hafi verið tæp 190 tonn á móti rúmlega 130 tonnum nú. — Það hefur verið mikið af fiski í Húnaflóa í sumar og menn óttast að þessi mikla fiskgengd komi til með að halda rækjustofninum niðri. Það er a.m.k. óvarlegt að búast við því að kvótinn verði auk- inn á næstunni en við vonum að ekki verði hrun í stofninum, segir Ingvar en hann upplýsir að auk rækjuveiðanna hafi þeir fjórmenn- ingarnir verið með annan bátinn á línuveiðum á meðan línutvöföld- unarinnar naut við. Ingvar sagðist vonast til þess að hægt yrði að sigla Ásdísi ST norður til Hólmavíkur nú um miðja vik- una en úr því sem komið væri færi skipið ekki til veiða fyrr en eftir áramót. — Við notum tímann til þess að undirbúa okkur fyrir rækjuveið- arnar og aflanum löndum við hjá Hólmadrangi á Hólmavík, sagði Ingvar Pétursson að lokum. Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 8584 • Fax 565 8542 SKIPSTJÓRASTÓLL Tvær qERÖÍR: • NOR-SAP 1 500 FyRÍR stærrí skip • NOR-SAP 1000 FyRÍR bÁTA • NOR-SAP qólFbRAUTÍR ÓsliUIVI ÚTqERð OCP Rafstöð SlAMFORD ÁhöFiv tíI hAMÍNqju Eð ÁSDÍSI ST 77 JIurAjt ER UMboðsAðílÍ FyRÍR eFtÍR' Faranúí bÚNAð sem vaUnn var í skipið. F.C. WILSON ENC. hjÁlpARvÉlAR MARINE ALUMINIUM bRÚARqluqqAR NOR'PRO skipshuRð'iR TRIO'VINC huRÖARskRÁR oq Lásar NYBORC LoFTblÁsARAR NEWACE STAMFORD raFaLar AILaR qERðÍR aF skÍpSRÚðuþuRRkuM Frá HEPWORTH MARINE MarAft ehf. SKIPA OG VÉLAHLUTIR

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.