Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 8

Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 8
ÞORSKANÓTIN )| ft- ^í* Floti nótabáta að veiðum á Selvogsbanka. Nokkrir netabátar voru einnig á svæðinu. Myndin er tekin um borð í Huginn VE í apríl 1968 en það var næst síðasta árið sem veiðar á hrygningarþorski voru stundaðar með þorskanót Myndir: Sigurgeir Jónasson Ofurveiðarfærið sem bann- að var á íslandsmiðum í bók Guðna Þorsteinssonar „Veiðar og veiðarfæri“ segir að þorskanæturnar hafi oftast verið 420 x 110 metrar að stærð og voru þær settar upp á svipaðan hátt og síldarnætur. Ekki þótti sökkhrað- inn mikilvægt atriði og var látið nægja að hafa 3 - 4,5 kg af blýi á hvern metra. Þá var korkurinn vís- vitandi skorinn við nögl enda var oft til þess ætlast að korkateinninn sykki uns blýteinninn væri í botni. Einkum var þetta gert ef fiskurinn stóð ekki mjög þétt og var þá oft ekki kastað nema í svo sem hálf- hring og var nótin síðan dregin eft- ir botninum og segir Guðni að að- farir þessar minni um margt á dragnótaveiðar. Ekki var byrjað að snurpa fyrr en að afloknum fyrirdrætti. Hætta var á að korka- teinninn sykki of djúpt við dráttinn vegna of lítils flotmagns. Ur því var bætt með með því að festa við hann belgi. Línur lágu úr teininum í belgina og réðst lengd þeirra af dýpinu. Eggert Gíslason hinn kunni síld- arskipstjóri, sem einnig stundaði veiðar með þorskanót, segir belg- ina yfirleitt hafa verið bundna við teininn með 10 til 15 faðma löngum línum. — Nótin var látin fara í botn en síðan þurftum að taka nótina löt- urhægt upp og leyfa flotinu að Eitt af þeim veiðarfærum, sem bannað hefur verið á íslandsmiðum er þorskanótin. Ævintýralegar sögur fara af aflasæld þessa veiðarfæris og ekki síst vegna þess að í nótina veiddist aðallega gríðarstór hrygningarþorskur. Til marks um þetta má nefna að þess eru dæmi að einstaka skip hafi dag eftir dag landað svo stórum þorski að aðeins þurfti 40 stykki í tonnið. Dæmi eru um ótrúlegan afla einstakra báta eða rúmlega 1500 tonn af þorski tæpum tveimur mánuðum. Fiskvinnslufyrirtækin komust ekki yfir að vinna allan þennan afla og oftar en ekki þurfti að aka hluta aflans í gúanó. Kappsamir skipstjórar tóku þorskanótinni tveimur höndum en margir óttuðust þetta veiðarfæri og áhrif þess á hrygningarstofninn. Með nótinni náðist að veiða þorsk sem segja mátti að hafí verið friðaður um margra ára skeið. Þessi stóri þorskur stóð oft þétt uppi í sjó og því náðist ekki til hans með lagnetum. Einnig var fískurinn það stór að hann ánetjaðist illa þótt hann væri nærri botni enda voru nelin smáriðnaðari í þá daga en nú tíðkast. Blómatími þorskanótaveiðanna stóð frá árinu 1963 og fram til ársins 1966 en eftir því fór að draga úr afla og kenndu margir því um að búið væri að þurrka upp stóra þorskinn. Nótaveiðarnar á hrygningarsvæðinu fyrir SV-landi voru stundaðar fram til ársins 1969 en nokkru langlífari urðu nótaveiðarnar fyrir norðan land. Þær voru síðan bannaðar með öllu árið 1971. Hér á eftir verður reynt að varpa Ijósi á þennan merkilega tíma í sögu fískveiða við ísland. koma upp á yfirborðið um leið og við snurpuðum. Annars var hætta á að þorskurinn styggðist og synti út úr nótinni, segir Eggert. 1200 kg af risastórum þorski í loðnunót Gunnar Magnússon, skipstjóri á Arnfirðingi RE 212, mun hafa verið fyrstur til þess, ásamt Eggerti Gíslasyni, að minnka flotmagnið í korkateininum til þess að auðveld- ara væri að sökkva nótinni. í sam- tali við Fiskifréttir segir hann að hugmyndin hafi vaknað á vertíð- inni 1964. — Við vorum á Selvogsbankan- um og þorskurinn lá það djúpt að við komum nótinni ekki að hon- um. Netabátarnir voru hins vegar að fá ágætan afla. Eg minntist þess þá að á einni vertíðinni á árunum 1953 og 1954 var mjög mikið af þorski úti í Bugtinni og það kapp- lóðaði áfisk m.a. utarlega í Forun- um. Við vorum á netaveiðum en fiskurinn var allur uppi í sjó og fyrir vikið fengum við ekkert í net- in. Mérdattþáíhugaðfaraút með litla nót, sem notuð var til þess að veiða loðnu í beitu, og reyna að veiða þorskinn í hana. Við urðum að sökkva þessari litlu nót til þess að koma henni niður að þorskin- um og það gaf bestan árangur að

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.