Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 12
12
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997
Þorskanótin Mlliiili |
Þorskur í haug fyrir utan Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum á vertíð 1965
Nígeríumarkaður og nýir
saltfiskmarkaðir
björguðu miklu
Gunnar segir að eini verulegi
ókosturinn, sem hann hafi séð við
þorskanótaveiðarnar, hafi verið
hve illa mönnum gekk að gera
nægileg verðmæti úr öllum aflan-
um í landi.
— Á þessum árum var greitt
sama verð fyrir allan þorsk og það
skipti engu máli hvort hann var
aðeins nokkurra tíma gamall eða
tveggja eða þriggja nátta netafisk-
ur. Allt var verðlagt eins. Við vor-
um örugglega alltaf með betri fisk
en netabátarnir á þessum árum en
vandinn fólst í því að þorskurinn,
sem veiddist í nótina, var í sumum
tilvikum hrein viðbót við þann
mikla afla sem netabátarnir komu
með að landi. Menn höfðu komist
upp með það að vinna besta neta-
fiskinn í salt en síðan var lélegasti
fiskurinn hengdur upp í skreið
fyrir Nígeríumarkað. Verðið á
skreiðinni var það hátt að menn
þurftu litlar áhyggjur að hafa af því
þótt fiskurinn væri dreginn tveggja
eða þriggja nátta. Þetta var afleitt
fyrirkomulag og það var ekki fyrr
en að Nígeríumarkaðurinn dalaði
að verðlagningu aflans var breytt
með tilkomu ferskfiskmatsins,
segir Gunnar Magnússon.
Tómas Þorvaldsson segir það
rétt að menn hafi komist upp með
að nýta lélegasta fiskinn í skreið
vegna þess hve Nígeríumarkaður-
inn var sterkur um þessar mundir
en einnig hafi verið hægt að nýta
lélegan þorsk til saltfiskverkunar
eftir að samdráttar fór að gæta í
skreiðarsölunni og verðin lækk-
uðu.
— Þegar menn sáu að Nígeríu-
markaðurinn datt niður var mikið
átak gert í því að finna nýja mark-
aði fyrir saltfisk og efla þá sem fyrir
voru. M.a. fórum við út í að selja
saltfisk til Suður-Ameríku og eins
vildi svo vel til að það vantaði salt-
fisk á Portúgalsmarkaði. Mig
minnir að veiðar Portúgala við
Nýfundnaland hafi brugðist og það
var því stór markaður fyrir stóran
og bragðmikinn saltfisk í Portúgal.
Gamla fólkið í Portúgal, sem þá
var og nú er komið undir græna
torfu, vildi gulan og feitan saltfisk
með sterku bragði. Yngri kynslóð-
ir hafa hins vegar smám saman
horfið frá neyslu á þessum fiski og
nú vill unga fólkið í Portúgal og
víðar helst aðeins tandurhvítan og
bragðlítinn saltfisk, segir Tómas
Þorvaldsson.
Kapphlaup við tímann
að koma fískinum í salt
Einar Sigurjónsson, sem var
framkvæmdastjóri Isfélags Vest-
mannaeyja á þessum árum, segir
að sér hafi oft verið hugsað til þess
hvernig í ósköpunum menn fóru
að því að vinna allan þennan afla. í
góðum páskahrotum á árunum
upp úr 1960 voru þess dæmi að
2000-2500 tonn af þorski bærust á
land á vertíðarsvæðinu öllu og Ein-
ar segist muna eftir því að einn
daginn hafi Vinnslustöðin fengið
um 600-700 tonn af þorski og þá
hafi ísfélagið tekið á móti 300-400
tonnum og Hraðfrystistöðin hafi
verið með svipað magn. Þennan
eina dag tóku stóru fyrírtækin í
Eyjum því á mótí 1300-1400 tonn af
þorski til vinnslu.
— Það var talinn aulafiskur hér í
Eyjum þegar 80-90 fiskar voru í
tonninu. Nótafiskurinn var enn
stærri og það var ekki óalgengt að
50-60 fískar væru f tonninu. Frysti-
húsin hér voru öll með eina til tvær
Baader flatníngsvélar af stærstu
gerð en það þýddi ekkert að reyna
að fletja stærsta nótaþorskinn í
þeím. Baader hafðí sent menn
hingað tii Eyja gagngert til þess að
hanna vélar tíl þess að ráða við
stóra netaþorskínn á vertíðunum
en við nótaþoskinn réðu þær ekki.
Ég var með 10-12 karla í að hand-
fletja og þegar mest var að gera var
unnið frá klukkan sjö á morgnana
og langt fram yfir miðnætti. Nóta-
þorskurinn var sérstaklega við-
kvæmur f vinnslu enda var hann
oftast úttroðinn af loðnu. Allur
afiínn kom óslægður að landi og
það var kapphlaup víð tímann að
koma fiskinum í salt. Þorskurinn
flóði um öll gólf vinnslustöðvanna
og oftar en ekki þurftí að geyma
Stærsti hrygningarþorskurinn:
Réttdræpur vegna þess að
hann væri að deyja úr elli
— segir Hilmar Rósmundsson í Vestmannaeyjum og vísar til
ummæla Jóns Jónssonar fiskifræðings
— Það var voðalegur urgur í
mörgum Eyjamönnum vegna
þorskanótaveiðanna. Mikið af
aflanum var mjög stór hrygna
sem menn voru ósáttir við að
verið væri að veiða. Stóra hrygn-
an virðist hafa haldið sig meira
frá botninum en hængurinn og
smærri hrygnurnar og við náð-
um þessum fiski ekki í netin nema
á nokkrum ákveðnum blettum.
Með þorskanótinni var hins veg-
ar hægt að sópa henni upp, segir
Hilmar Rósmundsson skipstjóri
og fyrrum formaður Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja.
Hilmar segir skipstjóra í Vest-
mannaeyjum hafa lagt það til á
fundi í Skipstjórafélaginu Verð-
anda með Jóni Jónssyni, fiski-
fræðingi og forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar, árið 1953 að
friða svæðin þar sem hægt var að
veiða stóru hrygnuna í netin. Á
þessum fundi lét Jón þau frægu orð
falla að engin ástæða væri til að
grípa til slíkra aðgerða. Þessi fisk-
ur væri orðinn gamall og að dauða
kominn og hann væri því réttdræp-
ur.
— Jón virtist hins vegar ekki
átta sig á því að stóru hrygnurnar
áttu a.m.k. eftir að hrygna einu
sinni áður en þær dræpust úr elli og
við skipstjórarnir töldum rétt að
friða þennan fisk. Við höfðum
ekkert fyrir okkur í þessum efnum
annað en tilfinningu okkar en ég
held að sagan og seinni tíma rann-
sóknir hafi leitt í ljós að ótti okkar
var ekki ástæðulaus, segir Hilmar
en hann segir sennilegt að ummæli
Jóns hafi sfðar verið notuð sem
réttlæting fyrir veiðum á stóru
hrygnunum f þorskanótína.
— Það, sem fór mest fyrir
brjóstið á okkur varðandi þorska-
nótina, var hve stjórnlausar þessar
veiðar voru. Það hafði verið land-
burður af þorski á vertíðum áður
en nótin kom til og mokafli nóta-
bátanna var hrein viðbót við þann
mikla afla sem hér barst á land.
Þetta var í raun og veru hreint
hneyksli því það hafðist ekki und-
an að vinna þorskinn í landi. í sum-
um tilvikum kom hann óblóðgaður
í land af þorskanótabátunum og
allur afli var óslægður á þessum
árum. Það voru öll frystihús og
saltfiskverkanir yfirfull af þorski
og þess voru dæmi að aflinn værí
geymdur í haugum fyrir utan húsin
vegna þess að allt rými ínnandyra
var upptekið. Það eyðilögðust
hundruð tonna af fiski vegna þessa
og mikiu magni var ekið beint í
bræðslu, segir Hilmar en sjálfur
segist hann ekki hafa tekið þátt f
veiðum með þorskanót.
— Ég var skipstjóri á lítlum bátí,
Sæbjörgu VE, á þessum árum og
við vorum alltaf á netum. Víð
vorum mest með net með sjö
tommu möskva og netin voru
yfirleitt 32 möskva djúp og aldrei
dýpri en 36 möskva. Nú eru
margir netabátanna komnir með
allt að helmingi dýpri net og níu
tommu möskva og það má því
segja að sagan sé að endurtaka
sig að vissu ieyti. Þessi net eru
ætluð til þess að veiða stærsta og
verðmætasta hrygníngarfiskinn
og að þvf ieyti eru þau ekkert
betri en þorskanótín var á sínum
tíma. Víð vorum reyndar búnir
að festa kaup á notaðrí þorskan-
ót og ætluðum okkur að taka þátt
í þessum veiðum en það kom
aldrei tíl þess að hún væri notuð.
Ég man ekki ástæðuna en senni-
lega hafa afiabrögðin verið dott-
in níður, segir Hílmar Rósmun-
dsson.