Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 20

Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 20
20 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Sjófrysting Rússar hella sér út í flakafrystingu á sjó — skipum fjölgar úr einu f tuttugu Fyrir nokkru mátti lesa um það í Fiskifréttum að í lok næsta árs mætti búast við að um 20 flakafrystitogarar hefðu bæst við fiskveiðiflota Rússa í Barentshafi. Þessar fréttir hafa vakið athygli í Noregi, en þar er fiskiðnað- urinn orðinn verulega háður afla rússneskra togara. Ef frá er talið síðasta ár hafa Rússar aukið Iandanir sínar jafnt og þétt árlega alltar götur síðan 1991. í ár verður líklega sett nýtt met þar sem um 160.000 tonnum verður landað í norskum höfnum, reiknað í óslægðum fiski. Aflaverðmætið er um 10 milljarðar íslenskra króna. Rúm 130.000 tonn af þessu eru þorsk- ur. Lengi hefur ríkt nokkur óvissa um það hversu lengi megi treysta á það að fá rússaþorsk í Noregi. Þess vegna vekja fréttir af fjölgun rússneskra flakafrystitogara nokkurn óróa og er fylgst grannt með þróuninni. Bergen — Magnús Þór Hafsteinsson Á næsta ári munu fjórir nýir flakafrystitogarar verða afhentir útgerðarfyrirtækinu Royal Ryba. Þetta fyrirtæki er sameign græn- lenska stórfyrirtækisins Royal Greenland og Sevryba í Múrm- ansk. I haust opnaði Royal Greenland útibú í Tromsö sem á að sjá um útgerð þessara skipa. Þau verða 58 metra löng og eru smíðuð í Danmörku. Þau munu veiða af kvóta Rússa í Barentshafi. Fyrir gera Rússar út togarann Sevryba I í samvinnu við Norð- menn. Rekstur hans hefur staðið í þrjú ár og gengið vel. Tveir eldri flakafrystitogarar frá Færeyjum og Noregi eru einnig í eigu Rússa. Þar við bætast þrír togarar, þar sem íslendingar koma við sögu, sem kunnugt er, Örvar, Pechenga (áður Klöru Sveinsdóttur) og Bootes. Þá herma fregnir að til viðbótar þessum 10 frystiskipum hafi Rússar nú pantað 10 flaka- frystitogara frá dönskum skipa- smíðastöðvum. Enginn hefur hins vegar staðfest þetta. „Kemur ekki á óvart“ „Það kemur engan veginn á óvart að útgerðir í NV-Rússlandi hafi nú tekið höndum saman við vestræn ríki um smíði verksmiðju- togara sem koma til viðbótar hefð- bundnum togurum sem ísa, salta og heilfrysta aflann. Ef norsk stjórnvöld hefðu tekið öðru vísi á málum þegar gangast þurfti í ábyrgðir fyrir lánum vegna ný- smíðanna, hefði verulegur þeirra fallið norskum skipasmíðastöðv- um í skaut.“ Þetta sagði Frode Nilssen, sérfræðingur í rússnesk- um sjávarútvegi við sjávarútvegs- rannsóknastofnunina í Tromsö, í samtali við blaðið Fiskaren í síð- ustu viku. Nýlega sendi hann, ásamt starfsbróður sínum, frá sér tvær skýrslur um þróun sjávarút- vegs í NV-Rússlandi. Rússar fældir í fang keppinauta Nilssen segir að Rússar hafi þegar fyrir nokkrum árum haft ákveðnar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að haga upp- byggingu og endurnýjun fiskiveið- iflota síns í Múrmansk. Þeir leit- uðu hófanna um nýsmíði í Noregi, en stjórnvöld þar gerðu harðar kröfur um ábyrgðir. Að auki vildu Norðmenn skipta sér af því hversu marga frystitogara Rússar létu smíða. Þeir vildu frekar að Rússar fjárfestu í ísfisktogurum og togur- um sem heilfrystu aflann og kæmu með hann að landi til verkunar. Rússar létu ekki bjóða sér þetta. Margir eru þeirrar skoðunar að með þessu hafi norsk stjórnvöld fælt Rússa í fangið á vestrænum keppinautum Norðmanna á sviði sjávarútvegs og skipaiðnaðar. Rússar leituðu samstarfs við fyrir- tæki í Danmörk og Þýskalandi. Þar voru kröfurnar ekki eins strangar um ábyrgðir og menn voru reiðu- búnir að fallast á að Rússar greiddu skuldir sínar með fiski. „Með þessu missti norskur iðnað- ur bæði af skipasmíðaverkefnum og framtíðarhráefni fyrir fisk- vinnsluna," segir Nilssen. Munu Rússar landa áfram erlendis? Nilssen segir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því hvernig uppbyggingu útgerðar sé háttað í Rússlandi. Þegar Sovétríkin voru og hétu sá ríkisfyrirtækið Sevyba um alla útgerð. Núna gegnir Sevryba eins konar Fiskistofu- hlutverki og ræður aðeins yfir litl- um kvóta. Sevryba flotinn skiptist nú á milli sex útgerða sem fá um 60% af rússneska kvótanum. Þrjú samvinnufyrirtæki fá um 20% kvótans og smáfyrirtæki sem eiga eitt eða örfá skip fá afganginn. Að sögn Nilssens verða útgerðirnar að borga 25% skatt af öllum fjárfest- ingum, sem stofnað hefur verið til erlendis, þegar skipin koma heim. Margar rússneskar útgerðir, sem ráðist hafa í endurnýjun flotan síns erlendis, forðast því í lengstu lög að láta skipin landa heima til að sleppa við þennan skatt. Þetta seg- ir Nilssen mikilvæga ástæðu þess að Rússar haldi áfram að landa afla sínum í vestrænum löndum þótt stjórnvöld í Rússlandi hafi lýst yfir því að draga bæri úr löndunum erlendis svo byggja mætti upp fisk- iðnað heima fyrir. Ert þú síðastur í röðinni að lesa FISKIFRÉTTIR? Fáðu þitt eigið eintak sent í pósti og þú fylgist með frá byrjun. Nýir áskrifendur fá fyrsta mánuðinn frían, auk þess sem handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskriftinni, en hún kemur út árlega og inniheldur hafsjó hagnýtra upplýsinga. Hafðu samband við Magnús Gunnarsson í síma 515 5500 og ieitaðu frekari upplýsinga. ERT ÞÚ ÁSKRIFANDI? Áform Rússa um að stórauka útgerð flakafrystiskipa: Þurfum ekki að óttast um markaði fyrir sjófryst fiök — segir Bjarni Sölvason hjá ÍS en hann telur að sam- dráttur í veiðum Norðmanna og Færeyinga muni vega upp á móti fyrirsjáanlegri framleiðsluaukningu Rússa Eins og greint hefur verið frá í Fiskifréttum er fyrirsjáanleg mikil aukning í útgerð rússneskra flakafrystiskipa á komandi árum. Til skamms tíma gerðu Rússar aðeins út eitt flakafrystiskip til veiða í Barentshafi en nú hafa nokkrir íslenskir togarar, sem gerðir eru út undir rússneskum fána, bæst í hópinn og um tíu flakafrystitogarar eru nú í smíðum fyrir rússnesk- ar útgerðir. Margt bendir til þess að í lok næsta árs verði allt að 20 rússneskir flakarfrystitogarar komnir á miðin í Barentshafi og óttast margir áhrif þessarar miklu aukningar á markaðinn fyrir sjófryst flök. - Þessi þróun er auðvitað ákveð- in ógnun við okkur en á móti kem- ur að þorskveiðar í Barentshafi hafa dregist saman og fyrir vikið munu bæði Norðmenn og Færey- ingar verða að draga úr fram- leiðslu sinni á sjófrystum flökum, sagði Bjarni Sölvason, deildar- stjóri sjófrystideildar íslenskra sjávarafurða, er Fiskifréttir leit- uðu álits hans á áhrifum fyrirsjáan- legrar aukningar á sjórfystum flök- um frá rússneskum frystitogurum á komandi árum. Bjarni sagði rökrétt að ætla að Rússar myndu bregðast við sam- drætti í þorskveiðum í Barentshafi með því að auka flakafrystingu á kostnað framleiðslu á hausuðum og heilfrystum þorski. Fréttir af áformum Rússa um að stórauka útgerð flakafrystitogara styddu þesa kenningu. — Þessi áform Rússa hefðu verið sýnu alvarlegri ef ekki hefði dregið verulega úr þorskveiðum í Barentshafi og margt bendir til þess að frekari samdráttar kunni að vera að vænta á komandi árum. Norðmenn hafa gert út fjölda flakafrystitogara til veiða í Bar- entshafi og það er ljóst að sam- dráttur í þorskkvótanum mun draga úr framboði frá þeim. Hið sama má segja um færeyska tog- ara. Þess sjást strax merki að þessi skip eru farin að leita annarra verkefna og í því sambandi má nefna úthafskarfaveiðar á Reykja- neshryggnum, segir Bjarni en hann bendir einnig á að um leið og framleiðsla Rússa á sjófrystum flökum muni aukast þá muni draga úr framboði af flökum sem unnin eru í landi úr heilfrystum þorski. — Þegar öllu er á botninn hvolft þá verður útlitið, hvað varðar sölu á sjófrystum flökum frá íslandi, að teljast mjög bjart. Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir okkar framleiðslu og salan hefur gengið mjög vel. Það er ekkert til af hvít- fiskflökum, þorski, ýsu og ufsa, í birgðum og ég fæ ekki annað séð en að útlitið fyrir næsta ár sé mjög bjart, sagði Bjarni Sölvason.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.